Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 23 Mikið dýrindJs M er þessi veröld ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: LÉR KONUNGUR eftii William Shakespeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanar- son. Lýsing: Magnús Axelsson. Búningar: Jarte Bond. Leikmynd og yfirumsjón búninga: Ralph Koltai. Leikstjóri: Hovhanness I. Pilikian. MIKIÐ dýrindis fífl er þessi veröld, segir Játmundur, óskilgetinn sonur Glosturjarls og lýsir sjálfum sér sem rudda og flagara. Gullöld vor er hnigin, segir faðir hans Jarlinn á Glostri: Slægð, flá- ræði, svikráð, og hverskonar illvíg ófremd fylgir oss með geig til grafar. Það er Játmundur sem hyggst njóta þess hve veröld- in er mikið dýrindis fífl. Lér konungur hefur skipt ríkinu milli dætra sinna Góneríl og Regan, en afneitað Kordellu vegna þess að hún sýnir hon- um ekki þá ást og þann trún- að sem hann krefst af henni. Þar með er hafin ,,hin voða- legasta af tragedíum Shake- speares, og um leið mætti segja af öllum tragedíum heimsins", eins og Stein- grímur Thorsteinsson komst að orði í athugasemdum við þýðingu sína á Lé konungi 1878. Shakespeare var um fertugt þegar hann samdi Lé konung (1604—1605) Hann studdist við Englands- kroniku Holinsheds,en bjó sjálf ur að mestu til þátt Glost- urjarls. Þannig urðu tvær harmsögur að einu meistara- verki. William Shakespeare á er- indi til allra tíma. En það að verk hans eru leikin nú kallar á nýjan skilning, nýtt sam- hengi, eins og nýjar þýðingar Það hefði að sjálfsögðu verið unnt að^nota hina skáldlegu og víða stórbrotnu þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á Lé konungi, en snilldarleg þýðing Helga Hálfdanarsonar stendur nær okkar tíma Það skiptir miklu að við nemum hvert orð i leikritinu, skiljum textann. Eitt af því sem lofs- vert er um sýrtingu Þjóðleik- hússins er að framsögn er ákaflega skýr. Ég talaði um nýjan skilning á Shakespeare, nýtt sam- hengi. Það er fagnaðarefni að hinn mikilhæfi leikstjóri, Hovhanness I. Pilikian, túlk- at texta Shakespeares á nýj- an hátt. Kordelía er að hans dómi hórgetin, ekki dóttir Lés. Skilningur hans á verk- inu er kynlægur. Hann magnar kynferðislegt and- rúmsloft verksins. Um Lé konung kemst hann þannig að orði: „Ef brjálsemi er alger útrás bælinga viðkomandi manns, hvort heldur þær eru félagslegar, sálfræðilegar eða kynferðislegar, ef eðli brjálseminnar kemur upp um hvers eðlis bælingar sjúkl- ingsins hafa verið, þá er geð- veiki Lés skóladæmi um geð- klofa sem sprottinn er af tveimur mestu bannhelgis- fyrirbrigðum kristinnar trúar, hórdómi og blóðskömm." Það er tilgangur Hovhann- ess I. Pilikian að bylta fyrri hugmyndum fræðimanna um Lé konung. Lér konungur mun enn um sinn freista til margvíslegra túlkana, en til þess að njóta sýningar Þjóð- leikhússins verður að fallast á niðurstöðu leikstjórans. Á tímum þegar félagslegur Lelkllst eftir JOHANN HJALMARSSON skilningur á list situr yfirleitt í fyrirrúmi sakar ekki að íhuga gildi þeirrar skýringar sem grundvallast á innsýn i mannlegt eðli. Hirðfíflið sem gegnir veiga- miklu hlutverki í leikritinu er í sýningu Þjóðleikhússins á sviðinu allt upphafsatriðið. Þetta er algjör nýjung og rökstudd af leikstjóranum á þann hátt að orð fíflsins bendi til þess að það hafi verið vitni að því sem fram fer í upphafi. Fleira mætti nefna sem kemur á óvart í sýningunni, en þrátt fyrir allt er trúnaður við textann mik- ill. Það er greinilegt að leik- stjórinn hefur fengið leikar- ana til að taka undir kenning- ar sínar. Árangur sýningar- innar er til vitnis um það, auk þess er fróðlegt að lesa það sem leikararnir hafa um verk- ið að segja í leikskrá. Ég sé ekki betur en þar sé að finna kveikju að skemmtilegum skilningi á verkinu sem upp- haflega sprettur úr hugar- heimi leikstjórans, en leitar síðan sjálfstæðra lausna. Ef hér er ekki um lifandi og skapandi leikhússtarf að ræða er ég illa svik- inn. Leikmynd Ralph Koltais sannar okkur hve unnt er að segja mikið á einfaldan hátt. Yfir sviðinu er undarlegt mistur sem leggur áherzlu á hið válega í verkinu og Ijósum er einnig beitt af kunnáttu til að undirstrika hið sama. Búningar Jane Bond eru gerðir af hug- kvæmni, en með þeim hafði Koltai yfirumsjón. Lér konungur er löng sýn- ing. Hið óvenjulega gerðist aftur á móti að leikurinn var hlaðinn slíkri spennu að ég held að fáir hafi dottað. Það var líkt og hver maður væri alráðinn í að sýna hvað i honum bjó, láta reyna á hæfileika sina og getu. Þetta Baldvin Halldórsson (hirðfíflið) Rúrik Haraldsson (Lér konungur) Sigurður Skúlason og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sin- um. bar að sjálfsögðu að þakka öruggri leikstjórn. Rúrik Har- aldsson vann i þessari sýn- ingu einn af sinum mörgu leiksigrum. Honum var mikill vandi á höndum, en reyndist honum vaxinn. Erlingur Gíslason lék Jarlinn á Glostri og sýndi hve vaxandi leikari hann er. Erlingur hefur ef til vill aldrei leikið betur en á því leikári sem nú er að liða. Ég minnist þess ekki að hafa séð Flosa Ólafsson ná jafngóðum tökum á hlutverki og hann gerir í gerfi Jarlsins í Kent. Samleikur þeirra Bessa Bjarnasonar, Bessi leikur Ós- vald, bryta Gónerilar, var með því eftirminnilegasta í sýningunni. Hirðfífl Baldvins Halldórssonar er mjög vanda- samt hlutverk, enda flytur fíflið véfréttarleg svör höf- undar. Þetta hlutverk er 126. hlutverk Baldvins í Þjóðleikhúsinu og ég efast um að aðrir hefðu getað skil- að þvi betur. Slíkur leikur er aðeins á færi afbragðsleik- ara. Þórhallur Sigurðsson er einn þeirra ungu leikara sem hvað mest er spunnið í. Ját- geir, son Glosturjarls, lék hann af þrótti, gerði hann stóran í niðurlægingu sinni. Sigurður Skúlason var Ját- mundur sem svo miklu veld- ur, þjónn hins illa. Túlkun hans var ákveðin, ef til vill full yfirdrifin, en þar mun um skilning leikstjórans að ræða Sigurður Skúlason er þannig leikari að óhætt er að trúa honum fyrir texta. Það sem hann flytur kemst frábærlega til skila. Þær Kristbjörg Kjeld og Anna Kristin Arngríms- dóttir leika dætur Lés, Góneríl og Regan, Steinunn Jóhannesdóttir leikur Kordeliu. Þær túlka allar hlutverk sin eftirminnilega Mér virðist að Önnu Kristínu Arngrimsdóttur hafi sjaldan tekist betur að gæða hlutverk lifi. Hinn blóðþyrsta og grimma Hertoga i Kornval, mann Reganar, leikur Gísli Alfreðsson, en andstæðu hans, göfugmennið Hertog- ann í Alban'u mann Góneríl- ar, leikur Sigmundur Örn Arngrímsson Þessi nafna- þula gæti verið lengri því að margir koma fram í sýning- unni og leggja sitt af mörk- um. Mikið blóð flýtur i Lé kon- ungi. í honum er barátta ,,milli ills og góðs i mann- heimi" eins og Helgi Háfdan- arson kemst að orði í athuga- semdum sínum um þýðing- una (sjá William Shake- speare: Leikrit V). En Helgi bætir við að sú barátta ,,virð- ist þó ekki háð milli manna, sem annaðhvort eru vondir eða góðir, heldur heyja óræð öfl, ill og góð, linnulausa styrjöld um mennina, eða öllu heldur um æðstu skepnu jarðarinnar sem efni í mann". Gaman er að bera saman túlkun Helga og Pilikians á upphafsatriðinu. Samkvæmt þvi sem Helgi segir er óvænt hegðun Kordeliu ,,umfram allt veizluspjöll". Helgi segir að Lér „virðist úthluta" dætr- um sinum ,,arfi i réttu hlut- falli við dugnað þeirra í smjaðri". Undir lokin er leik- sviðið einn blóðvöllur, en þá er ..birta friðþægingarinnar" sem Steingrimur Thorsteins- son kallaði svo, að taka við Jafnvel óþokkinn Játmundur sýnir ..eitthað sem likist iðr- un". Þetta lýsir vel .vinnu- brögðum mikils höfundar sem veit að mannlegar til- finningar leynast í brjósti hrottans. En lykill að verkinu eru þau orð sem Játmundur segir i fyrsta þætti. Mikið dýrindis fifl er þessi verold Þau skýra margt í Lé konungi um leið og þau gefa tilefni til fjölbreytilegrar túlkunar harmleiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.