Morgunblaðið - 17.03.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 17.03.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 25 Steingrímur Hermannsson: Búrfellsvirkjun lítt framkvæm- anleg án orkufreks kaupanda — Lán Alþjóðabankans til virkjunarframkvæmda var bundið frekari nýtingu virkjunarinnar en heimamarkaður bauð upp á I FYRRADAG fóru fram athyglisverðar umræður á Alþingi um orkusölu á Landsvirkjunarsvæði, í tengslum við þingsálykt- unartillögu Páls Péturs- sonar og Ingvars Gísla- sonar um orkusölu á meðal- talsframleiðslukostnaðar- verði. Ræða Ingólfs Jóns- sonar við þessa umræðu var birt í heild hér í blað- inu í gær. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Steingríms Hermannssonar (F) — en umræðna að öðru leyti er getið með öðru þingefni blaðsins í dag. „Ég get ekki tekið undir það, að binda eigi alla orkusölu við meðalframleiðslukostnað heildar- framleiðslu raforku í landinu. Við hvað er raunar átt þá? Hver er meðalframleiðslukostnaður? Er tekið með allur dieselrekstur 1 landinu? Er nokkurt tillit tekið til áfgangsorku, sem er mikil í kerf- inu og er æskilegt að losna við o.s.frv. Spyrja mætti margra spurninga. Og mér sýnist satt að segja ástæða til þess, þegar slíku er varpað fram, að ræða um nokk- ur grundvallaratriði raforkufram- leiðslunnar. Um það hefur reynd- ar töluvert verið skrifað og ég vil t.d. vekja athygli hv. þingmanna á mjög glöggri og góðri grein, sem birtist nýlega í dagblaðinu Vísi, Raforkumál og stóriðja, eftir Jónas Elíasson, prófessor. Þar eru á einfaldan máta sett upp nokkur meginatriði í þessu sambandi. Ég vil einnig vísa til greinar, sem birtist í Dagblaðinu 21. febr. s.l., sem fjallar um orkuverð Lands- virkjunar til álbræðslunnar i Straumsvík, og sömuleiðis er nú nýlega komin fróðleg grein eftir Elías Elíasson hjá Landsvirkjun um orkuöflun og orkuverðlagn- ingu, sem er í fréttabréfi Verk- fræðingafélags íslands. I þessum greinum öllum má fá mikilvægar upplýsingar um þessi atriði. Við vitum öll, sem hér erum inni, að islenzk raforka er í meginatriðum vatnsorka, sem notuð er til raforkuframleiðslu. Og vitanlega vitum við það einn- ig, að við vatnsaflsver er um 90% rekstrarkostnaðarins fjármagns- kostnaður, þ.e.a.s. hann er fastur og óháður þvi, hve vel þessi mannvirki nýtast. Það er því ákaf- lega mikilvægt að nýta þau sem lengst og bezt. Það er einnig al- mennt viðurkennt, að stórar virkjanir eru hagkvæmari og framleiða ódýrari raforku; en þó því aðeins, að þær hafi langan nýtingartíma. Annars verður fjár- magnskostnaðurinn svo gífurlega hár, sem hvíla kann þá á tiltölu- lega litlum nýtingartíma. Ég visa aftur í fyrrnefnda grein eftir Jónas Elíasson prófessor og vil leyfa mér að taka svipað dæmi og hann er þar með. Við skulum segja, að orkuver framleiði 1000 gigawattstundir og við skulum gefa okkur, að það kosti 10 millj- arða kr., sem er kannski ekki langt frá lagi. Við getum einnig gefið okkur, að reksturskostnaður muni vera svona í kringum 20% af þessum stofnkostnaði á ári hverju. Ef slikt orkuver seldi alla orkuna, yrði meðalverð 2 kr. á kw-stund. En ef frá sliku orkuveri nýtast aðeins fyrstu árin 400 giga- wattstundir, við skulum gefa okkur það, það er þægileg tala, þá yrði verðið á kw-stund 5 kr. á meðan ekki meira nýttist. Við getum einnig hugsað okkur, að markaður væri fyrir 400 gigawatt- stundir til viðbótar. Ef það væri allt reiknað á meðalverði, þ.e.a.s. 800 gigawattstundir, sem þá seld- ust, yrði meðalorkuverðið 2'A kr. hver kw-stund. En þá má einnig hugsa sér, að þessar 400 gigawatt- stundir, sem seljast til viðbótar, væru t.d. að verulegum hluta af- gangsorka, sem væri ákaflega hentugt fyrir virkjunina að losna við, og það mætti þá hugsa sér, að hún yrði seld eitthvað lægra verði heldur en þetta meðalverð, 2‘A kr. kw-stundin, sem ég nefndi. Við skulum gefa okkur, að kw-stundin yrði seld á 2 kr. Það þýddi þá, að verðið til almennings á þeim 400 kw-stundum, sem þangað færu, yrði 3 kr. kw-stundin, þ.e.a.s. það lækkaði úr 5 kr. niður í 3 í slíku dæmi. Og þetta er mjög raunhæft dæmi, þó að það sé einfaldað. Ég viðurkenni, að i slíkum tilfellum þarf að taka tillit til þess, ef hraða þarf næstu virkjun, og það er gert Steingrlmur Hermannsson. í þeim útreikningum, sem gerðir eru í þessu sambandi, en er of langt mál til þess að fara að gera grein fyrir þvi hér. Þarna er því um dæmi að ræða, þar sem seld er sú orka, sem ekki nýtist, til þess að lækka verðið til almennings, þótt hún sé ekki seld á því meðal- verði, sem fengist, ef heildarorku- sölunni er deilt í heildarreksturs- kostnaðinn. Er þetta röng stefna? Ég get ekki fallist á það, Ég get hins vegar fallist á hitt, að smám saman, eftir þvi sem markaðurinn okkar verður stærri, getur tekið skemmri tíma að nýta stóra virkj- un og þvi ekki þörf á því að fara út í það að selja hluta af orkunni lægra verði. Við verðum einnig, þegar við tölum um orkuna, að gera okkur grein fyrir því, að i kerfinu er mikil afgangsorka. T.d., svo að ég taki fyrrnefnt dæmi um orkuver, sem framleitt getur 1000 giga- wattstundir á ári, en miðað við 8500 tíma nýtingu. Nýtingartím- inn hér í Reykjavík hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur samsvar- ar um það bil 4000 stundum, þannig að í raun og veru eru það svona um það bil 450 gigawatt- stundir, sem nýtast á hinum al- menna markaði. Það eru þarna 550 gigawattstundir, sem eru á öðrum tímum, og markaðurinn hér er ekki i stakk búinn til þess að taka við. Þetta er náttúrlega ákaflega dýrt, ekki sist fyrir hinn almenna notanda og minnist þess, sem ég sagði fyrr, að fjármagns- kostnaðurinn er um 90% af reksturskostnaði vatnsaflsvirkj- unar, þannig að við getum i raun og veru sagt, að verð afgangsork- unnar væri um 10% af rekstrar- kostnaði, vegna þess að viðbótar- kostnaðurinn þar er aðeins hinn breytilegi kostnaðurinn; hinn er fastur, sem dreifist á fleiri giga- wattstundir. Það er því ákaflega mikilvægt fyrir hvert orkukerfi að nýta afgangsorkuna og það er einmitt það, sem Norðmönnum hefur tekist. Við getum einnig litið á þá stað- reynd, að í hverju kerfi er ótrygg orka. Hún er oft nokkurn veginn sú sama orka, sem ég hef kallað afgangsorku áður, því að venju- lega er reynt að nýta tryggu ork- una á aðalálagstimanum. En stundum þarf þetta þó ekki endi- lega að fara saman. Hins vegar eru aðilar, sem geta nýtt slíka orku, sem geta tekið þá áhættu að missa orkuna um lengri eða skemmri tíma, kannski hafa vara- afl, ef reksturinn er þannig, að þeir geta þolað slikt. En ég ætla ekki að fara ítarlega út i þetta. Verðlag slíkrar orku er eðlilega mjög svipað og afgangsorku. Við skulum einnig minnast þess, að einkenni á okkar orkumarkaði hafa a.m.k. til þessa verið ósam- tengdur og lítill markaður. Að vísu er þetta nokkuð að breytast nú, með þeirri samtengingu, sem er að komast á, þótt henni sé ekki lokið. En allavega er okkar markaður lítill og vöxtur á ári hverju tiltölulega lítill. Ég vil i þessu sambandi benda á orkuspá orkuspárnefndar, sem er nýlega komin út. Hún er mjög ýtarlegt plagg og ákaflega fróðlegt. Þar er gert ráð fyrir því, að aukning á hinum almenna markaði, stóriðja ekki meðtalin, sé núna um það bil 150 gigawattstundir fyrir allt landið á ári. Það er sem sjá má lítið, þegar við erum að tala um virkjun, sem getur e.t.v. framleitt 1000 gigawattstundir. Það tekur þá nokkuð langan tíma að nýta slika virkjun og fjármagns- kostnaðurinn verður ákaflega þungur. Sumir hafa sagt: Eigum við þá að virkja þessar stóru virkjanir núna, meðan markaður okkar er svona lítill. Þetta er atriði, sem vert er að skoða, og til eru þær virkjanir, litlar, sem geta verið hagkvæmar, því neita ég ekki. En vilja ekki hv. þm. telja upp þá virkjunarmöguleika, sem eru eftir hér I nágrenninu? Þeir eru ekki ýkja margir. Það kemur einnig til greina að virkja jarð- gufu, því að jarðgufan hefur þann eiginleika, að hana má með nokk- urri hagkvæmni virkja í áföng- um. Við erum nú að gera fyrstu tilraun á því sviði. Vonandi tekst hún vel og vonandi getum við þá farið í auknum mæli inn á þá braut. En þetta er samt eitt megineinkenni á okkar markaði, hve smár hann er; hann er ákaf- lega óhagkvæmur fyrir vatnsafls- virkjanir vegna litils nýtingar- tíma og lítilla möguleika til þess að losna við afgangsorkuna. Hverjir eru þá þeir orkusölu- samningar, sem svo mjög eru gagnrýndir? Það er nú í fyrsta lagi samningurinn við ÍSAL, og ég skal taka undir það fyrstur manna, að ég vildi gjarnan sjá orkusölu til ÍSALs á töluvert hærra verði, en reyndar hefur raforkuverðið hækkað. Hins veg- ar þykir mér heldur leiðinlegur bragur á því, þegar menn tala um raforkuverð annars vegar í íslenskum kr., en þegar þeir tala um orkusölu til ÍSALs, þá tala þeir um það i dollurum. Af hverju geta menn ekki breytt þessu yfir í íslenskar kr. eða talað um hvort tveggja í dollurum? Gengi dollar- ans hefur mjög breytzt. Það er rétt, að orkuverð til ÍSALs hefur hækkað úr 2.5 mills eða þúsund- ustu hlutum úr dollara i 4. En ef það er reiknað i islenskum kr., þá mun það vera eitthvað á milli sex- til sjöföldun á orkuverði til ÍSALs, ef það er reiknað í isl. kr., og samanburður verður eðlilega að vera á sambærilegum grund- velli. En ég endurtek, til að orð mín misskiljist ekki, að ég tel, að orkuverð til ÍSALs þyrfti að vera hærra vegna meiri kostnaðar við virkjanir nú en var. Mig minnir, að hv. 1. frsm. hafi sagt hér áðan, að þvi hafi ekki verið svarað sem riokkru nemur þeirri gagnrýni, sem hefur komið fram á sölu- samninginn við ISAL, m.a. í grein Gísla Jónssonar prófessors, en mér þótti þetta nú gert á athyglis- verðan máta I fyrrnefndri grein i Dagblaðinu frá 21. febr. Þar er m.a. sett upp tafla, sem gerir samanburð á greiðslubyrði vegna Þjórsárvirkja og tekjum frá ÍSAL og það er rétt að taka það fram, að þetta nær til meira heldur en Búrfells, þetta nær einnig til Þórisvatns og þetta nær til spennivirkja og lina, sem í þessu sambandi eru. Með leyfi hæstv. forseta vil ég visa til þessarar skýrslu og lesa upp úr henni. Þar stendur: „Stpða 31. des. 1976, þá er greiðslubyrði 37.3 milllj. dollara og tekjur frá ÍSAL eru í millj. dollara 20.8 millj. dollara, þ.e.a.s. 55.8% af greiðslubyrðinni." En síðan er þessu lýst nokkuð fram í tímann og allt fram til ársins 1994, þ.e.a.s. 25 árum eftir að orkusalan hófst, þá verður greiðslubyrðin orðin 120.1 millj. dollara, en tekjur frá ÍSAL orðn- ar 116.4 millj. dollara eða 96.9% af orkuframleiðslunni frá Búr- felli, þannig að það er náttúrlega rangt, við skulum vera sanngjarn- ir þar, að segja, að ÍSAL standi ekki að sinu leyti undir fram- leiðslukostnaðinum frá Búrfelli. Það er hrein vitleysa. Hitt er svo allt annað mál, að orkukaup ÍSALs standa ekki undir að sínu leyti framleiðslukostnaði á Lands- virkjunarsvæðinu I dag, vegna þess að siðari virkjanir hafa orðið miklu dýrari heldur en Búrfells- virkjun var. En það er einnig staðreynd, að það hefði orðið ákaflega erfitt fyrir okkur að ráð- ast i Búrfellsvirkjun ef við hefð- um ekki fengið erlendan kaup- anda. Ég leyfi mér að fullyrða, að Framhald á bls. 24 Afgreidd þingmál: Nýting lifrar og hrogna - Verðmæti úr sláturafurðum - Samanburður á kaupmætti launa á Norðurlöndum - Útgáfa fiskikorta Opinberar f jársafnanir Alþingi samþykkti sl. mánu- dag lög um opinberar fjár- safnanir. Þar segir að áður en 6 mánuðir líði frá því að fjársöfn- un lýkur, skuli reikningsyfirlit hennar birt a.m.k. einu sinni í dagblaði, vikublaði eða á annan hátt. Sé söfnunarfé undir lág- marksupphæð, sem ákveðin skal i reglugerð, nægir þó að tilkynna opinberlega, að reikn- ingsyfirlit fjársöfnunar sé til sýnis i 14 daga á nánar tiltekn- um stað. Senda skal viðkom- andi lögreglustjóra reiknings- yfirlit söfnunar og tilkynningu um, hvar og hvenær birting fari fram. Flutningsmaður frum- varpsins var Helgi F. Seljan. tJtgáfa fiskikorta. Siðast liðinn þriðjudag sam- þykkti Alþingi þingsályktun, þar sem ríkisstjórninni er falið að hlutast til um, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að útgáfu sérstakra fiskikorta með Loran-C staðarlínum og öðrum þeim upplýsingum, sem að gagni megi koma við fiski- veiðar. Kostnaður vegna þessa verði tekinn á fjárlög næsta árs. Flutningsmenn tillögunnar voru Sverrir Hermannsson og Pétur Sigurðsson. Verðmæti úr sláturafurðum Sama dag var samþykkt þingsályktun þar 'sem rfkis- stjórninni er falið að láta fara fram rannsókn á því, með hverjum hætti hagkvæmast sé að vinna verðmæti úr sláturúr- gangi. Viða erlendis, þar sem nýting sláturúrgangs er full- komin, er talið að sláturúr- gangur ásamt beinum geti numið 30—40% af heildarverð- mæti sláturdýra. Flutnings- menn tillögunnar voru Ingólfur Jónsson, Steinþór Gestsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Nýting á lifur og hrognum Þá var og samþykkt þings- ályktun, þar sem rfkisstjórn- inni er falið að láta gera hið fyrsta könnun á þvi, hvern veg koma megi við fullnýtingu lifr- ar og hrogna úr fiskafla lands- manna. 1 greinargerð segir að skv. trúverðugum upplýsingum sé heildarmagn lifrar úr árleg- um fiskafla tslendinga, þorski, ufsa og ýsu, um 15.000 tonn. Af þvi magni hafi um 10.000 tonnum verið fleygt. Aflaverð- mæti (verð hráefnis) lifrar, sem fleygt sé, nemi um 250 m.kr. en vinnsluverðmæti sé margfalt meira. — Flutnings- menn tillögunnar voru Sigur- laug Bjarnadóttir og Jón Árna- son. Samanburður á þjóðartekjum og kaupmætti launa Tillaga til þingsályktunar um öflun upplýsinga um þjóðar- tekjur á mann og kaupmátt launa í helztu starfsstéttum á íslandi og öðrum Norðurlönd- um var afgreidd með (frá)vísun til rikisstjórnar- innar, til frekari athugunar. í tillögunni er gert ráð fyrir að kaupmáttur launa i þessum löndum verði áætlaður, miðað við verðlag í hverju landi og rauntekjur fólks, eftir að skatt- heimtan hefur tekið sinn hlut í aflatekjum. Flutningsmenn til- lögunnar voru: Gylfi Þ. Gisla- son og fjórir aðrir þingmenn Alþýðuflokks. Viðbótarsamningur um aðstoð í skattamálum í gær var samþykkt sem lög frá alþingi stjórnarfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Is- lands hönd viðbótarsamning milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð i skattamálum, sem undirritaður var i Stokkhólmi 21. júlí 1976. Aðstoðin sem i samningnum felst er einkum tvenns konar: Gagnkvæm að- stoð við rannsókn skattamála og skipti á upplýsingum og hins vegar gagnkvæm aðstoð við innheimtu skatta. Dvalarheimili aldraðra Frumvarp til laga (flm.: Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson) um breytingu á lögum um dvalarheimili aldr- aðra, sem gerði ráð fyrir þvi, að kostnaðarhluti rikissjóðs i stofnkostnaði ('A) sem áður var í lögum, verði á ný upp tekinn, var afgreitt með (frá)visun til ríkisstjórnarinnar til nánari at- hugunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.