Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 29 Örn Ólafsson: Róttæk kennsla af þvl að ritstjórnin þolir mjög illa að blaðið sé gagnrýnt á ein- hvern hátt. Fróðlegt væri og að vita hvaða rök Morgunblaðið hefur fyrir þeirri fullyrðingu sinni að I bók- menntakennslu sé sá háttur hafð- ur á „að helzt eru ekki nefnd önnur skáld og rithöfundar en kommúnistuni eru þóknanleg.“ Ég hef að vísu aldrei kennt bók- menntir og þess vegna kemur mér þetta ekki beint við, en mér finnst að jafn virðulegt blað og Morgun- blaðið þurfi að gefa lesendum sln- um einhver dæmi þessari alvar- legu ásökun til stuðnings. III „Þessi boðskapur má ekki fara fram hjá nokkrum manni“. Á þennan hátt dæmdi Morgun- blaðið mikilvægi Þjóðviljagreinar minnar 9. febrúar sl. Það hlýtur þvf að vera áhugavert fyrir Morg- unblaðið, að lesendur blaðsins kynnist þessum boðskap mínum á annan hátt en með einstaka tætl- um sem kallast „tilvitnanir". Margumrædd grein mín var Ólafssonar um það, hvernig bókmenntakennsla er notuð til þess að draga fram hlut vinstri sinnaðra rithöfunda eins og Thors Vilhjálmssonar, Guð- bergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur er hin merkasta. Því hefur aldrei fyrr verið lýst beinlínis á prenti, hvernig skólakerfið er misnotað í þágu vinstri sinnaðra rithöfunda, en nú liggur það fyrir. Aftur á móti hefur mátt sjá örla á því í Þjóðviljanum upp á síðkastið, að skáld eins og Thor Vil- hjálmsson þykir vart nógu rót- tækur. Hvert verður þá næsta skrefið? Ekki þarf að hafa mörg orð um grein Þorgríms Gestssonar umfram það, sem þegar hefur verið gert. Hann segir um kennarann í Kópavogi: „Ekki tel ég líklegt, að tilgangur kennarans hafi verið að reka pólitiskan áróður og jafnvel þótt svo hafi verið í þessu til- felli, er engin ástæða til þeirrar alhæfingar ykkar, að um al- mennan „kommúnistaáróður" I skólakerfinu sé að ræða“. í fyrsta lagi hefur Morgunblaðið aldrei haldið þvi fram, að um almennan kommúnistaáróður sé að ræða í skólum. Þvert á móti hefur blaðið bent á, að lltill hópur vinstri sinnaðra kennara reyndi að misnota að- stöðu sina í skólakerfinu, en þar væri ekki um almenna mis- notkun að ræða. í öðru lagi vekur það athygli, að Þorgrím- ur Gestsson hefur bersýnilega ekkert við það að athuga, þótt um slika pólitíska misnotkun hefði verið að ræða. Hann víkur ekki að þvi einu gagnrýnisorði. En hvaða máli skiptir það svo sem? Þær þrjár greinar, sem Morgunblaðið birtir í dag, sýna svo ekki verður um villzt, að i skólakerfinu ríkir tilhneiging til misnotkunar aðstöðu. Morgunblaðið hefur varað við þessu og gerir það enn, og krefst þess að yfirvöld skóla- mála geri ráðstafanir til þess að koma I veg fyrir, að tiltölulega fámennum hópi vinstri sinn- aðra kennara takist að misnota skólakerfið á þennan hátt. Ritstjórar. fræðilegt innlegg I umræður í Þjóðviljanum um tengslin milli rfkjandi þjóðfélagsskipulags og skólans. Þegar höfðu birst tvær greinar eftir aðra höfunda um efnið, en báðir starfa þeir við islenska skóla. I annarri greininni (eftir Helgu Sigurjónsdóttur) var þvi haldið fram að ekki mætti taka til umræðu vandamál nútim- ans I islenskum skólum og alls ekki ræða þar um sögu fslenskrar verkalýðshreyfingar. Þessu til sönnunar tók hún gagnrýni Morg- unblaðsins á gagnfræðaskóla- kennara vorið 1976. Hörður Berg- mann svaraði grein Helgu með þvf :ð benda á að samkvæmt rfkj- andi grunnskólalögum væri bein- línis skylda kennarans að taka fyrir vandamál nútímans og gera það á þann hátt að sjálfstæði og gagnrýnt mat nemandans sé eflt. Árásirnar á gagnfræðaskólakenn- arann kallar Hörður fjaðrafok og einsdæmi „og mun (málið) þar með úr sögunni." í Þjóðviljanum 9. febrúar taldi ég Hörð gera of lftið úr þeim ofsóknum sem kennari við gagn- fræðaskóla f Kópavogi varð fyrir. Þennan hluta greinar minnar birti Morgunblaðið með mikilli vandlætingu og sannaði þannig að þessi röksemd min f Þjóðviljanum var rétt! En að öðru leyti reyndi ég í grein minni að samræma viðhorf Harðar og Helgu. Fyrirsögn greinarinnar var: Skólinn, tamn- ingastöð eða menntastofnun? Svar mitt var: Hvort tveggja! Grundvallaratriðið i rökstuðn- ingi mínum var að skólann yrði að sjá í samhengi við efnahagslegar og félagslegar aðstæður I þjóðfé- iaginu. í kapítalísku þjóðfélagi væri bæði þörf fyrir að skapa hlýðna og þæga borgara og fyrir að skapa víðsýna og sjálfstæða einstaklinga „í líðræðisþjóðfélagi sem væri I sifelldri þróun.“ Þess- ar andstæður leiddu óhjákvæmi- lega til stöðugra árekstra um markmið og leiðir skólans. Það er til dæmis ekki óalgengt að heyra ákveðinn aðila gera kröfu um aukna og alhliða stjórnmála- fræðslu og láta samtímis f ljós ótta um „pólitfskan áróður við óharðnaða unglinga." Það fer mjög eftir ytri aðstæðum f samfé- laginu, eins og t.d. hve skarpar pólitiskar og efnahagslegar and- stæður eru, á hvorn þáttinn er lögð meiri áhersla. Kenning mfn var sú að á. þessu ári, 1977, væri skoðanalegt umburðarlyndi f minnsta lagi og öll óvarkárni væri þvf mjög fljótt fordæmd. Ég stillti upp sem andstæðum í grein minni íhaldsviðhorfum og framfarasinnuðum viðhorfum í skólanum. Ég nota hér ekki hug- tök eins og vinstri og hægri, sósíalísk eða kapftalísk, því að hér ræði ég um kennsluviðhorf, ekki hvaða stjórnmálaflokki einhver tilheyrir. Þetta geri ég meðal ann- ars vegna þess að margir aftur- haldsfauskar í uppeldis- og kennslumálum teljast „til vinstri" I stjórnmálum. IV Ég mun í stuttu máli reyna að skilgreina framfarasinnuð (eða róttæk) viðhorf f kennslumálum. Helsta viðfangsefni kennarans er að örva sjálfstæða og gagnrýna þekkingarleit og hugsun nemand- ans. Helsta siðalögmál hans er að sýna tilfinningum og hugmynd- um nemandans virðingu. Kennar- inn má aldrei nota valdastöðu sfna f bekknum til að knýja fram eina ákveðna skoðun. I þekking- arleit á lýðræði að rfkja; áhrif kennarans mega aðeins ákveðast af þeim yfirburðum sem hann hefur þekkingarlega samhliða þvf sem kennarinn má ekki nota þessa yfirburði til einhliða inn- rætingar. Enginn „samleikur" er algildur í kennslustofunni. Ekkert vanda- mál er svo viðkvæmt að það megi aldrei ræða. örva skal innbyrðis samstarf og samhjálp nemenda. Varast skal einhliða bóklegt mat á gáfum og hæfileikum. Kennari hefur ekki leyfi til að gera hærri siðferðiskröfur til barna og ung- menna en hann gerir til sin sjálfs. Það liggur f augum uppi að erf- itt er að fylgja þessum markmið- um, en þau eru vel þess virði að vera helsta leiðarljós kennarans. Framhald á bls. 24. í Mbl. hafa nýlega birst tvær forystugreinar undir heitinu: „Pólitfskur áróður í skólum.“ Mig langar til að víkja lítillega að þessu efni vegna þess að ég tel þar hafðar uppi fráleitar staðhæf- ingar. Þar var líka vegið að forn- vini mínum, Gisla Gunnarssyni, mjög ómaklega, eins og ég ætla að sýna. Nú er Gfsli vissulega full- fær um að svara fyrir sig sjálfur, en hann er erlendis, eins og kom fram f Mbl. Tilefni þessara forystugreina eru umræður nokkurra kennara í Þjóðviljanum um að skólakerfið innræti nemendum sifellt hægri sinnuð viðhorf, í kennslubókum — og kennsluháttum. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja þessa innrætingu liggja f eðli skólakerfisins hér, einkum prófa- kerfisins. Þessum umræðum ger- ir Mbl. engin skil, víkur ekki einu sinni að þeim. Skólarnir þjóna því þjóðfélagi sem þeir eru í, það er augljóst og óhjákvæmilegt, en engan veginn einfalt mál. Ég ætla ekki langt út i það, vísa á þessar Þjóðviljagrein- ar (30/12’76; 6/l’77 og grein Gísla: 9/2’77. Hinar fyrri voru eft- ir Helgu Sigurjónsdóttur og Hörð Bergmann:). Ég vil bara segja að kennarar verða, hver í sinni grein, að gera nemendum ljóst við hvaða kröfum þeir geti búist á þessu sviði eftir að skóla sleppir, og hvaða möguleikum. Hitt eru fráleit falsrök, sem stundum heyrast, að skólana eigi að laga að þjóðfélaginu, heimta t.d. fulla timasókn nemenda vegna þess að skróp líðist ekki á neinum vinnustað, heimta „að námið sé lagað að þörfum at- vinnuvega." Sá sem vill láta skól- ana aðlaga nemendur núverandi aðstæðum í þjóðfélaginu, hann vill f rauninni gera nemendur ófæra um að beita sér fyrir breyt- ingum — meira að segja ófæra um að taka þeim breytingum sem óhjákvæmilega verða í hverju þjóðfélagi. Slík aðlögun að rikjandi aðstæðum og viðhorfum hverju sinni væri i sannleika að gera nemendur andlega bæklaða. Kennari miðlar hluta af þekk- ingu mannkynsins, hverju skal hann miðla og hverju ekki? Stað- reyndum verður hann að miðla og byggja á, en þær eru harla lítils virði, ef þær eru ekki tengdar við lff fólksins. Hvað þá um túlkanir og skýringatilgátur? Ég verð nú fyrst að segja það, að það sýnir forkostulega vanþekkingu á ís- lenskum unglingum að halda að kennarar geti bara vaðið inn á þá og dælt í þá áróðri. Ég þekki reyndar ýmsar sögur af kennur- um sem reyndu að halda tiltekn- um viðhorfum að nemendum (einkum um nauðsyn bindindis- semi og skógræktar). Það orkar auðvitað öfugt, nemendur risa gegn þvf sem þeir skynja sem einhliða áróður. Að vfsu má lík- lega gera undantekningu: Ef þessi persónulegu viðhorf eru rfkjandi í þjóðfélaginu, það er að segja hægri sinnuð, er ekki lfk- legt að nemendur skynji þau sem áróður, er þeir þekkja engin önn- ur. Þá skynja þeir þau fremur sem sjálfsagða, útþvælda hluti — og hundleiðist að hlusta á eða lesa. En kennari má ekki setja ljós sitt undir mæliker, til lítis hefði hann þá sfna mennt. Um mörg efni er nú engin leið að fjalla, án þess að túlka, taka umdeilanlega afstöðu. Svo ég nefni dæmi, þá fjöllum við auðviðað um helstu stefnur í bókmenntasögu. Á 18. öld er upplýsingarstefnan ríkjandi hér sem annars staðar i Evrópu, þá er megináherslan lögð á fræðslu og hagnýtt gildi, bar- áttu gegn hleypidómum o.fl. í þeim dúr. I byrjun 19. aldar skipti yfir til rómantfkur, þá er leitað frá hversdagsleikanum til hins annarlega, sérstæða, fagra. Hvað oili umskiptunum? Hvaða þýð- ingu fiöfðu bókmenntir hvers tima fyrir þjóðlifið, hvernig mót- aði þjóðlifið þær? Svona spurn- inga spyr m.a. Sigurður Nordal í riti sfnu um Passiusálmana, varla verður hann kallaður vinstri öfga- maður. Enda væri sannarlega heimskandi að fjalla um andlega strauma án þess að spyrja svona spurninga, m.a. En þá er hlutverk kennarans Vissulega ekki að kenna bara eina skoðun, hann ætti að kynna helstu (útbreidd- ustu/merkustu) túlkanir eins vel og hann getur, rök með þeim og móti. Sama viðhorf álft ég eiga að gilda í sögukennslu. Kem ég þá að aðalatriðinu,. menntunarhugsjón vinstri manna. Hvort sem við köllum okkur marxista, sósialista eða kommúnista, er okkur sameigin- legt það markmið að verkalýðs- stéttin taki völdin og umbylti þjóðfélaginu. Rökrétt afleiðing af þessu viðhorfi er að við hljótum að leggja megináherslu á þroska almennings, sjálfstæða dóm- greind hans, þvf það er fjöldinn sem á að taka völdin, sósfalistar eiga allt undir honum. Menntun- arhugsjón okkar hlýtur þvi að vera að koma fólki til að brjóta heilann og mynda sér sjálft skoð- un á málunum. Kennsla sem mið- ar að þessu er róttæk kennsla, en aldrei hitt, að mata fólk á viðhorf- um, hversu „vinstri sinnuð” sem þau kunna að vera. Þetta er nú einmitt það viðhorf sem Gfsli Gunnarsson boðar í grein sinni, að kennarar skuli fara að lands- lögum: „Skólinn skal temja nem- endum viðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á fslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og skyld- um einstaklingsins við samfélag- ið.. .Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Þetta er í 2. grein Grunnskólalaganna, en hún hefst svona: „Hlutverk grunnskólans er, f samvinnu við heimilin, að búa bemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sffelldri þróun.“ (undir- strikun mfn. ÖÓ:). Gfsli óttaðist bara að þessi háleitu markmið reyndust dauður bókstafur, þegar hamast er gegn kennara fyrir að kenna bækling frá Fylkingunni, sami kennari kenndi efni frá öll- um fsl. stjórnmálaflokkum (nema Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem útveguðu honum ekkert). Og um þetta segir Mbl: „Gisla Gunnarsson sagnfræðing, sem taldi það sjálfsagt mál að kennarar notuðu aðstöðu sfna til að vinna sínum eigin pólitfsku skoðunum fylgi meðal nemenda.” Ymsu þykist ég vanur, en hróp- legri rangfærslur hefi ég ekki séð lengi. Nú veit ég að ýmsir segja með Gfsla að lítt stoði lög, fræðsluyfir- völd ýmis séu vfs til að beita sér gegn kennurum sem fylgja lögum i að vilja ekki innræta börnunum bara viðhorf, og þá einkum hægri. En höfum hugfast að í sibreytileg- um heimi eru þeir dæmdir til að tapa, sem berjast fyrir áframhald- andi forræði ríkjandi viðhorfa hverju sinni. í sambandi við þetta, að skóla- starfið eigi að efla dómgreind nemenda og sjálfstæði, langar mig að minnast á tvö atriði: kennsluaðferðir og val á náms- efni. Um kennsluaðferðir vildi ég að- eins segja, að það má vera nokkuð augljóst mál, enda margsannað, að nemendur læra lftið og þrosk- ast enn minna af þvf einu að hlusta á kennarann (aðalleg það að hann sé klár, en þau ekki). Auðvitað geta fyrirlestrar verið til gagns f hófi, lfka það að spyrja nemendur út úr námsefninu, en hvorugt má verða drottnandi. Mannkynið hefur hlaðið upp ógnarlegri þekkingu og getur eng- inn maður tileinkað sér nema brot af henni. Hvað á tiltekinn einstaklingur að velja sér af þessu? Hvað er honum gagnlegt, hvað gagnslaust, hvað brýnt, hvað ætti frekar að bíða? Þeir sem ekki ráða við þennan vanda verða fá- vísir eóa „andleg igulker ótal skólabóka”, f báðum tilvikum ósjálfstæðir, úrræðalausir. Starfið ske úr þessum vanda. Menn tileinka sér þá þekkingu sem þeir þurfa til að leysa tiltekin verkefni, og þá gengur þekkingin greiðlega inn. 1 hverju viðfangs- efni, hverri námsbók, eru fjöl- mörg atriði, sem þarf að vinsa úr. Er ekki best að nemendur finni þau sem skipta þá máli hverju sinni i glímu við verkefni? Þá kemur nú til kasta Teits og Siggu, þ.e. kennaranna, að velja fræð- andi og þroskandi viðfangsefni. Auðvitað verður fjölbreytnin býsna mikil, hvað hver nemandi lærir, en það yrði bara betra. Ég hefi í nokkur ár kennt náms- grein þar sem stöðugt þarf að velja nýtt námsefni, vegna þess að nemendur vinna verkefni úr því (til einkunnar), en það eru islenskar lausamálsbókmenntir eftir 1750. Og það er erfitt að velja, sérstaklega vegna þess að helsta sjónarmiðið við val er fjöl- breytni, að nemendur kynnist sem flestu af þvi sem skipt hefur menn máli í íslenskum bókmennt- um, auðvitað komumst við aldrei yfir nema litinn hluta þess. Við reynum að bæta úr þvi með þvi að skipta um höfunda. Aftur held ég að það sé bara gott, að nemendur okkar lesi ekki allir það sama. Hitt held ég að væri fráleitt ef við reyndum að fleyta rjómann ofan af: 100 bestu ljóð íslenskrar tungu, 30 bestu smásögur, eóa eitthvað þviiíkt. Námsefnið væri þá alveg buridið af smekk kennar- ans, þetta jafngildi yfirlýsingu hans um að allt námsefnið væri snilldarlegt, og hvað myndi siður til framdráttar gagnrýnum lestri nemenda á efninu, sjálfstæðri hugsun? Nei, þá er betra að velja sögur sem fulltrúa tiltekinna stefna og strauma, allt f lagi að taka verk sem engan hrífur lengur, það get- ur verið stórfróðlegt fyrir þvi, hvaða áhrif hafði það og hvernig? Hvers á þá að leita í bókmennt- um? Það er auðvitað mismunandi eftir textum, f einni sögu er per- sónusköpun forvitnilegust, f ann- arri kannski efnisröð eða bygg- ing. En jafnan ættum við að huga að þvf hver sé þungamiðja verks- ins eða kjarni, hvaða viðhorf koma fram í þvf, beint eða óbeint. Þeir kennarar sem ráða ekki námsefni, ættu þó hiklaust að gera þetta. Hvers vegna er það svo nauðsynlegt? Ég vil reyna að skýra það með dæmi. Flest hrif- umst við við gagnrýnislausan lest- ur á bókum Knut Hamsuns. Og svo situr maður og hugsar: Mikið var þetta sönn bók. Og segir mikið um lffið. En þá slær mann óþægi- leg hugsun: Hamsun var víst nas- isti; Eru þatta fasísk viðhorf sem hann var að sannfæra mig um? Ja — kannski. Og kannski ekki. Það er alltént rétt að velta þvi fyrir sér! Að lokum: Mbl.segir: „Sá póli- tfski áróður hefur verið rekinn með ýmsum hætti bæði í félags- fræðikennslu og ekki sfður í bók- menntakennslu, þar sem sá hátt- ur er hafður á, að helst eru ekki nefnd önnur skáld og rithöfundar en kommúnistum eru þóknan- leg.“ Þetta var sniðugur varnagli. Hér segir ekki: „kommúnfsk skáld og rithöfundar”, heldur: skáld og rithöfundar sem komm- únistum eru þóknanleg. Og ekki sagt hvers vegna þau þóknist kommúnistum, þótt auðvitað liggi beinast við að skilja sem svo að þau reki þá kommúnískan áóður. Fullyrðing þessi er auðvitað ekki á nokkurn hátt rökstudd, enda ómögulegt, þar sem hún er alveg út í bláinn. Höfundar hennar Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.