Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 UmHORF t imsjón Erna Ragnarsdðttir. Rætt vid guðfræðinema •*^m<mn. DALLA Þórðardóttir er elst fjögurra dætra séra Auðar Eir- ar Vilhjálmsdóttur og Þórðar Arnar Sigurðssonar, mennta- skólakennara. Fjölskyldan hef- ur um nokkurra ára skeið verið búsett í Frakklandi, en nú eru tvær eldri dæturnar í skóla hér, Yrsa í M.R. og Dalla í guðfræði- deild Háskóla íslands. Dalla er ein sjö stúlkna af u.þ.b. 40 nem- um deildarinnar. Við báðum Döllu að segja okkur frá náminu, hvers vegna guðfræðin varð fyrir valinu og hvað hún og skólafélagarnir ætluðust fyrir að námi loknu. „Flestir krakkanna hafa starfað í kristilegum félögum, t.d. K.F.U.K, og koma því i deildina af kristilegum áhuga, sumum finnst námið eirifald- lega skemmtilegt af fræðileg- um ástæðum. Ég notaði útilokunaraðferð- ina við val mitt á námi og lengi vel freistaði guðfræðin mín ekki. Það voru þessar eilífu prédikanir — að skrifa ritgerð í hverri einustu viku, sem var mér mestur þyrnir í augum. Foreldrar mínir héldu mér við efnið, svona hálfpartinn í gríni og svo fór að ég kynnti mér námsgreinarnar. Ég komst fljótlega að þvi hvað þetta er í rauninni víðfeðmt nám og skemmtilegt. Nú má segja að ég lesi guðfræðina ekki síður mér til ánægju og að ég líti varla upp úr bókunum. Guðf ræðinemar geta valið sér sérnám á ýmsum sviöum, t.d. grísku, kirkjusögu eða eitthvað annað. Ein stúlknanna hefur t.d. valið félagslegt svið innan guðfræðinnar og mun starfa á sjúkrahúsum, elliheimilum og barnaheimilum sem sálusorgari eða félagsráðgjafi. Einn guð- fræðinemi starfar meðal af- brotaunglinga, annar með van- gefnum. En guðfræðinámið miðast samt eiginlega ekki við annað en prestsstörf. Við gætum orðið kennarar en til þess er guð- fræðinám ekki nauðsynlegt. Ég hef hugsað mér að verða prest- ur i framtíðinni og ég held að það sé líka markmið flestra í deildinni svona undir niðri þótt fæstir játi það enn sem komið er. Viö spyrjum Döllu, hvaða eig- inleikum benni finnist að prestur þurfi að vera gæddur. „Markmiðið er að ooða fagn- aðarerindið og að geta komið því áleiðis til fólks. Mér finnst prédikunin ekki eina leiðin né alltaf sú besta til þess —? boð- skapurinn týnist oft i mál- skriiði. Heimsóknir, rabb úti á götu eða biblíulestrar eru oft árangursrikari. Prestur þarf að geta talað við fólk og blandað geði við aðra. Hann þarf að geta haldið ræður á þvi máli, sem fólk skilur, en mér finnst að hann eigi ekki eingöngu að tala um hversdag- inn, þ.e. að ræða guðfræði í ljósi okkar hversdagslegu reynslu, heldur líka hreina guð- fræði, því það er ekki siður hlutverk kirkjunnar að kenna og uppfræða. Prestur þarf að vera þolin- móður og hafa áhuga á fólki og málefnum þess. Ef einhver kemur og á i vandræðum, þarf mann að langa til þess að hjálpa. Prestar þjððnýttir Þegar prestar fara út á land fara þeir gjarnan að kenna í skólanum á staðnum, f ara i end- urskoðun hjá kaupfélagínu, eru kosnir i hreppsnefnd, skóla- nefnd o.þ.h. — þeir eru í raun- inni þjóðnýttir. Kirkjan er þeirra starfssvið og ég tel að þeir ættu að halda sér við það. Ærið verkefni er að byggja upp unglingastarf, heimsækja fólk, undirbúa messur, skirnir, ferm- ingar o.s.frv." Hvað með undirbúning fyrir messur? „Margir, t.d. ég, eiga erfitt með að skrifa ræður og það getur farið heill dagur eða meira i að semja. Velja þarf sálmana eftir því hvað er á döf- inni, skírn, brúðkaup, jarðarför eða venjuleg messa og er það gert i samráði við kór og orgel- leikara. Tónið þarf að æfa og samspil prestsins og kórsins. Annars finnst mér að margir prestar ættu að láta það vera að tóna, því það eru svo fáir, sem haf a rödd til að tóna svo vel sé. Þegar bænin er líka tónuð finnst mér merking orðanna koma illa til skila. Við stelpurn- ar i guðfræðideildinni höfuð rekið okkur á, að við eigum erfitt með að syngja með strák- unum og er það vegna óliks raddsviðs karla og kvenna. Tón- ið er raddsett fyrir karlaraddir og ef kona tónar þá þarf að breyta raddsetningunni. Fermingin og bið daglega lff Við ræddum unglingastarfið, einkum með tilliti til umræð- unnar um málefni ungs fólks að undanförnu og ferminguna bar á góma. „Börnin fara til spurn- inga og ljúka þeim af — mér finnst vanta í fermingarundir- Dalla með félögum sfnum f guðfræðideild. búninginn tengsl við hið dag- lega líf unglinganna. Ég horfi eingöngu á þetta ut- an frá og sjálf hef ég aldrei þurft að fást við þessí vanda- mál, en ég geri mér ljóst að sennilega er mjög erfitt að ná til unglinganna á þessum aldri. Það sem mér finnst yfirleitt fyrst of fremst vanta er trúar- leg undirstaða unglinganna frá foreldrunum og sunnudaga- skólum og að hún sé lögð nógu snemma. Heimilin eru hér hornsteinninn og það hlýtur að vera mest undir þeim komið hvernigtíl tekst." Hvað finnst þér vera heimili? „Mér finnst það vera staður, þar sem einstaklingar eiga sér samastað, þar sem hafurtaskið manns er. Það heimili, þar sem systur manns, pabbi og mamma búa — þar sem maður hittir fólkið sitt á kvöldin og þar sem maður tekur öðru hverju kvöld í að baka, strauja og laga til. Mamma hefur eiginlega alltaf unnið úti einhvern hluta úr degi og höfum við fjölskyldan lært að vinna mikið saman og að hjálpast að við hlutina. Stundum er ég að velta þvi fyrir mér hvað tæki við þegar ég er gift og hef eignast börn. Ég gæti ekki hugsað mér börn- in min alast eingöngu upp á barnaheimilum, þótt ég þekki þau ekki af eigin raun. í stórum hópi barna held ég t.d. að það sé mikil hætta á að eitt og eitt barn yfirgnæfi, hin börnin fylgi á eftir, verði ósjálfstæð og komi til með að skorta frumkvæði og sjálfstraust. Ég held að annað foreldranna verði að vera heima að ein- hverju leyti um tíma, meðan börnin eru lítil, eða það sem væri æskilegast, að foreldrar skiptust á að vera með börnun- um. Sum störf gefa möguleika á þannig fyrirkomulagi og hlýtur slikt að aukast mjög I framtíð- inni. Ég býst við að preststarfið gefi nokkra möguleika að þessu leyti, þar sem vinnari getur að töluverðu leyti farið fram heima, t.d. ræðugerð og messu- undirbúningur — vinnutima má oft haga eftir atvikum." Þar sem mððir þfn er prestur hlýtur það að hafa varpað ljðsi á, hvort slfkt Iffsstarf muni falla þér vel eða ekki. Hvernig Ifst þér á framtlðarhorfurnar? „Já, það er rétt og auðvitað hefur það haft mikil áhrif á fjölskyldu okkar, að mamma er prestur. Þegar hún réð sig til Súgandafjarðar i eitt ár skiptist fjölskyldan þannig, að ég fór í M.R. fyrir sunnan, mamma var í Súgandafirði með þrjár yngri systur mínar og pabbi hélt starfi sínu þennan tima hjá Evrópuráðinu I Strassbourg — í fríum hittumst við fyrir vest- an. Auðvitað hefur fólk alltaf sínar hugmyndir um það, hvernig prestur á að vera. Ég hef t.d. heyrt að mamma þyki frekar óprestleg, hún er ekkert stíf eða hátíðleg, kemur til dyr- anna einsog hún er klædd og segir hvað sem er. En á það ber að líta að hún er enn eina for- dæmið sem skapast hefur fyrir því hvernig Islenskur þjónandi prestur, sem jafnframt er kona, er i hátt. Ef ég lenti f einhverjum vanda, væri ég liklegri til þess að trúa konu fyrir því, en það má segja að auðvitað eru það einhvers konar fordómar að setja það fyrir sig að tala við karlmann um hvaða mál sem er. Sumar konur koma i kirkju til þess að sjá hvað presturinn taki sig vel út i stólnum, hvað hann sé myndarlegur, syngi vel og því um líkt. Þær hafa hugs- anlega lftið gagn af þvi að koma i kirkju til þess að horf a á kven- mann i stólnum. Stundum hefur heyrst að konur séu gagnrýnni á konur en á karla. Hvað beldur þíí um það? Það má vera. — Þegar kona tekur sig út úr einhvers staðar, þá segja konur off. „Hvað held- ur hún eiginlega að hún sé?" Ég held að skýringin sé sú að í hópi karla sé það eðlilegra að einn og einn sé framámaður, t.d. i félögum, en það er ekki á sama hátt viðtekin venja, að konur séu í broddi fylkingar." Við tölum um trúna og kirkj- una og Dalla hefur vissulega skoðanir á þvl, vers vegna fóik þarf að koma til kirkju. Fólk hlýtur að sækja kirkju til þess að byggja upp trú slna og öðlast styrk til að takast á við dagleg vandamál. Styrkur trú- arinnar felst einmitt í þvi að maður þarf ekki að treysta ein- göngu á sjálf an sig, heldur á sér traustan bakhjarl, þar sem Guð er. Jafnframt því sem ég reyni sjálf að greiða úr málum, legg ég þau i hendi hans. Trúin styrkist Eftir að ég fór að lesa guð- fræði, fannst mér hún verulega skemmtileg — það opnast fyrir mér nýr heimur, trúin eykst og ég fékk mikinn styrk. Það er svo margt í biblíunni, sem nauðsynlegast er að fá skýring- ar á. Maður þarf að skilja hvað við er átt og hvers vegna ein- mitt svona er tekið til orða. Þess vegna þarf fólk að koma í kirkju, m.a. til að uppf ræðast. Það er of ófrjótt að byggja trúna á sjálfum sér, sínum eig- in hugmyndum og hugsunum. Ég skil heldur ekki, hvernig maður gæti trúað án þess að lesa bibliuna — hráefnið, orð Guðs. Ég skil ekki hvernig þá ætti að fá styrk, þegar undir- stöðuna vantar. Kristnin, hin eina sanna Þvi hefur oft veríð haldið fram að krístið fólk sé ekki umburðarlynt gagnvart trúar- brögðum annarra. Ég játa það fúslega, að mér finnst kristin trú vera hin eina sanna. Ég álit ekki verjandi að láta fólk, sem er ekki kristið, algerlega eiga sig, jafnvel þá sem eru ham- ingjusamir i eigin trú. Við megum ekki eingöngu byggja okkur sjálf upp heima fyrir. Þegar maður gerist krist- inn, er manni um leið lögð sú skylda á herðar að útbreiða trúna. Éghefhugsað mér að verdaprestur í framtíðinni og ég heldaðþað sé markmið flestra í deildinni svona undir niðri, þótt fæstirjátiþað enn sem komið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.