Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIC, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 VltJoKlr 11 Umsjón: Pétur J. Eiríksson Framleiðslustöðvun Tandbergs í Noregi NORSKA raftækjafyrir- tækið Tandberg á nú f miklum erfiðleikum vegna skorts á rekstrarfé og minnkandi sölu og verður framleiðsla í öllum verk- smiðjum fyrirtækisins í Noregi lögð niður i fimm vikur eftir páska. Eftir að starfsemin verður tekin upp að nýju verður aðeins unnið fjóra daga vikunnar. Stjórn fyrirtækisins hefur sagt, að ef ekki verður söluaukning í sumar verði að grípa til frekari framleiðslustöðvana. Þessar að- gerðir hafa áhrif á næstum 3.000 starfsmenn. Andreas Skogvold, aðalfram- kvæmdastjóri Tandbergs, sagði að verulega hefði dregið úr sölu litsjónvarpstækja, sérstaklega í Skandinaviu, og því væri sam- drátturinn óumflýjanlegur. Ut- flutningur á hljómburðartækjum hefur einnig minnkað og fallandi verðgildi pundsins hefði enn frekar aukið á erfiðleikana. Tandberg hefur sótt um aðstoð frá ríkinu í formi lána, en talið er að opinber aðstoð verði háð þeim skilyrðum ap ríkið f ái eignaraðild að fyrirtækinu. 3,5% hag- vöxtur HAGVÖXTUR í heiminum verð- ur ekki nema 3.5% á þessu ári, aðallega vegna verðbólgu f vest- rænum rfkjum, að þvf er Chase Manhattan Bank sagði f dag. I fréttabréfi bankans, Business in Brief, segir að verðhækkanir sem verða rúmlega 7% að meðal- tali gefi lítið svigrúm til efnahags- örvunar í flestum iðnríkjum. Segir að í flestum löndunum verði aðallega þrjú atriði sem dragi úr vexti. Lítill vilji ríkis- stjórna til að beita örvandi að- gerðum, áframhaldandi lægð í einkafjárfestingum og vandamál- ið við að aðlagast nýju fjármagns- flæði i heiminum, sem stafar af miklum olíuverðshækkunum síð- an árið 1973. I fréttabréfinu segir að efna- hagur Bandaríkjanna, Vestur- Þýzkalands, og Japans séu sterk- astur en ekki er ljóst hvernig þessar þjóðir geta dregið efnahag annarra ríkja með sér. Innflutn- ingur Bandaríkjanna verður að stærstum hluta frá nokkrum fá- um ríkjum, aðallega Arabaríkjun- um, en Japanir munu aðallega flytja inn frá Asiuríkjum. A TÍMABILINU frá 10. mars 1967 til sama tfma 1977 hefur Flugfrakt tekið á mðti 15.500 lestum af vörum sem flugvélar Flugfélags tslands og Loftleiða hafa flutt til landsins. Flugfragt 10 ára UM ÞESSAR mundir eru 10 ár liðin sfðan Flug- frakt var stofnuð og tók til starfa að Sölvhólsgötu 2. Reyndar má segja að þarna hafi orðið fyrsti vfsir- inn að samvinnu og sameiningu flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags íslands, og sem á sínum tfma bætti stórum aðstöðu þeirra sem flytja vörur f flugi, svo og félaganna til betri þjónustu við viðskiptamenn, segir f frétt frá Flugleiðum. Það voru þeir Einar Helgason frá Flugfélagi lslands og Ólafur Erlendsson frá Loftleiðum, sem komu hinu nýja fyrirtæki á laggirnar, fengu þvf stað að Sölvhólsgötu 2, og þar voru allar vörur sem fluttar voru til landsins með flugi afgreiddar. Að Sölvhólsgötu 2 var einnig tollaafgreiðsla, sem var til mikils hagræðis fyrir viðskiptamenn. Eftir því sem tímar liðu og umsvif jukust varðandi vöruflutninga milli landa, varð húsnæðið að Sölv- hólsgötu of lítið og um tima hafði Flugfrakt vöru- geymslur á fjórum stöðum í Reykjavík, þ.e.a.s. að Sölvhólsgötu 2 og i Klettagörðum, en á báðum þeim stöðum voru afgreiðslur, og ennfremur voru geymslur í Hafnarhúsinu og á Reykjavíkurflug- velli. Hinn 1. nóvember 1975 voru allar vörugeymslur sameinaðar í Bildshöfða 20, og afgreiðsla flugfylgi- bréfa flutti úr Sölvhólsgótunni i Hótel Esju, Suður- landsbraut 2. Þar er nú farmsöludeild og afgreiðsla fylgiskjala til húsa. Afgreiðsla vöru sem flytja skal til útlanda er á Reykjavíkurflugvelli en verður einnig innan skamms opnuð að Bíldshöf ða 20. Starfsmenn Flugfraktar eru nú 17, þar af starfa sex manns í afgreiðslu fylgibréfa, sjö í vöru- geymslu og fjórir í farmsöludeild. Forstöðumaður Flugfraktar og farmsölustjóri er Sigurður Matt- híasson. SCANDINAVIAN FASHION WEEK: t DAG verður vörusýningin Scaninavian Fashion Week opnuð f Bella Center f Kaupmannahöfn, en fslendingar hafa þ:r stærsta sýningarsvæði, sem þeir hafa nokkru sinni haft á vörusýningu erlendis. Það eru sjö fslenzk fyrirtæki sem sameinast um 350 fermetra stórt sýning- arsvæði þar sem þau sýna tilbúinn fatnað úr ull og skinnum. Þessi fyrirtæki eru Alafoss, Hilda, Iðnaðardeiid Sam- bandsins, Prjónastofa Borgarness, Alfs, Prjónastofa önnu Þórðardóttur og Gráfeldur, en Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur annazt undirbúning sýningarinnar. Icelook jakki frá Sambandinu. Gráfeldur og Sambandið sýna yfirhafnir úr inotkaskinniim. Islendingar opna stærstu vörusýningu sína erlendis Islenzk fyrirtæki hafa tekið þátt íScandinavian Fashion Week, sem haldin er f jórum sinn- um á ári, allt frá árinu 1969 og í fyrravetur tóku sex fslenzk fyrir- tæki þátt í henni en þá hvert með sinn sýningarbás. Mikið hefur verið lagt f undur- búning þátttöku íslenzku fyrir- tækjanna, sem tekið hef ur langan tíma. Gert er ráð fyrir að um átta milljónum króna hafi verið varið i k'ostnað vegna þátttökunnar. Mik- ið verður um að vera á íslenzka sýningarsvæðinu dagana, sem sýningin stendur. Haldnir verða blaðamannafundir og tízkusýn- ingar verða þrisvar á dag. Alls eru það 765 fyrirtæki frá 20 löndum sem sýna á Scandinav- ian Fashion Week, en þátttaka hefur aldrei verið jafn mikil og nú í 23. sinn, sem sýningin er haldin. Frá Norðurlöndunum sýna 439 fyrirtæki. Auk Scandinavian Fashion Week hafa Ísiendingar tekið þátt í mörgum vörusýningum í Bella Center, enda hafa sýningar þar reynzt mikilvægt tæki til kynn- ingar og markaðssköpunar fyrir fslenzkar iðnaðarvörur. Á sfðasta ári tóku íslenzk fyrirtæki þátt f sex sýnfngum f Bella Center, nú sfðast í desember á sýningu á hús- gögnum fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Scandinavian Fashion Week lýkur á sunnudaginn. Aftur hagnaður hjá Alusuisse ALUSUISSE-samsteypan er nú aftur farin að sýna hagnað. Á sfðasta ári varð hagnaður fyrirtækisins 81.5 milljónir svissneskra franka (1.39 mill- jarðar kr) borið saman við 20.9 milljóna franka tap (1.57 milljarðar kr.) árið 1975. Velta Alusuisse jðkst um 24% og varð 4.8 milljarðar franka (330 milljarðar króna) en var 3.9 milljarðar franka 1975 (292 milliarðar króna). Aðal- fundur Alusuisse verður hald- inn 20. aprfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.