Morgunblaðið - 17.03.1977, Page 32

Morgunblaðið - 17.03.1977, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 VIÐSKIPTI Umsión: Pétur J. Eiríksson Framleiðslustöðvun Tandbergs í Noregi NORSKA raftækjafyrir- tækið Tandberg á nú f miklum erfiðleikum vegna skorts á rekstrarfé og minnkandi sölu og verður framleiðsla í öllum verk- smiðjum fyrirtækisins f Noregi lögð niður i fimm vikur eftir páska. Eftir að starfsemin verður tekin upp að nýju verður aðeins unnið f jóra daga vikunnar. Stjórn fyrirtækisins hefur sagt, að ef ekki verður söluaukning í sumar verði að grípa til frekari framleiðslustöðvana. Þessar að- gerðir hafa áhrif á næstum 3.000 starfsmenn. Andreas Skogvold, aðalfram- kvæmdastjóri Tandbergs, sagði að verulega hefði dregið úr sölu litsjónvarpstækja, sérstaklega í Skandinaviu, og þvi væri sam- drátturinn óumflýjanlegur. ÍJt- flutningur á hljómburðartækjum hefur einnig minnkað og fallandi verðgildi pundsins hefði enn frekar aukið á erfiðleikana. Tandberg hefur sótt um aðstoð frá ríkinu í formi lána, en talið er að opinber aðstoð verði háð þeim skilyrðum ap ríkið fái eignaraðild að fyrirtækinu. 3,5% hag- vöxtur HAGVÖXTUR I heiminum verð- ur ekki nema 3.5% á þessu ári, aðallega vegna verðbólgu I vest- rænum rfkjum, að því er Chase Manhattan Bank sagði í dag. í fréttabréfi bankans, Business in Brief, segir að verðhækkanir sem verða rúmlega 7% að meðal- tali gefi litið svigrúm til efnahags- örvunar í flestum iðnríkjum. Segir að í flestum löndunum verði aðallega þrjú atriði sem dragi úr vexti. Lítill vilji rikis- stjórna til að beita örvandi að- gerðum, áframhaldandi lægð í einkafjárfestingum og vandamál- ið við að aðlagast nýju fjármagns- flæði i heiminum, sem stafar af miklum olíuverðshækkunum síð- an árið 1973. í fréttabréfinu segir að efna- hagur Bandaríkjanna, Vestur- Þýzkalands, og Japans séu sterk- astur en ekki er ljóst hvernig þessar þjóðir geta dregið efnahag annarra rikja með sér. Innflutn- ingur Bandaríkjanna verður að stærstum hluta frá nokkrum fá- um rikjum, aðallega Arabarikjun- um, en Japanir munu aðallega flytja inn frá Asiuríkjum. .. ......................- ~ . ' Á TÍMABILINU frá 10. mars 1967 til sama tfma 1977 hefur Flugfrakt tekið á móti 15.500 lestum af vörum sem flugvélar Flugfélags tslands og Loftleiða hafa flutt til landsins. Flugfragt 10 ára UM ÞESSAR mundir eru 10 ár liðin sfðan Flug- frakt var stofnuð og tók til starfa að Sölvhólsgötu 2. Reyndar má segja að þarna hafi orðið fyrsti vfsir- inn að samvinnu og sameiningu flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags islands, og sem á sfnum tíma bætti stórum aðstöðu þeirra sem flytja vörur f flugi, svo og félaganna til betri þjónustu við viðskiptamenn, segir I frétt frá Flugleiðum. Það voru þeir Einar Helgason frá Flugfélagi lslands og Olafur Erlendsson frá Loftleiðum, sem komu hinu nýja fyrirtæki á laggirnar, fengu þvf stað að Söivhóisgötu 2, og þar voru allar vörur sem fluttar voru til landsins með flugi afgreiddar. Að Sölvhólsgötu 2 var einnig tollaafgreiðsla, sem var til mikils hagræðis fyrir viðskiptamenn. Eftir því sem tfmar liðu og umsvif jukust varðandi vöruflutninga milli landa, varð húsnæðið að Sölv- hólsgötu of lítið og um tíma hafði Flugfrakt vöru- geymslur á fjórum stöðum í Reykjavík, þ.e.a.s. að Sölvhólsgötu 2 og i Klettagörðum, en á báðum þeim stöðum voru afgreiðslur, og ennfremur voru geymslur i Hafnarhúsinu og á Reykjavíkurflug- velli. Hinn 1. nóvember 1975 voru allar vörugeymslur sameinaðar i Bíldshöfða 20, og afgreiðsla flugfylgi- bréfa flutti úr Sölvhólsgötunni í Hótel Esju, Suður- landsbraut 2. Þar er nú farmsöludeild og afgreiðsla fylgiskjala til húsa. Afgreiðsla vöru sem flytja skal til útlanda er á Reykjavíkurflugvelli en verður einnig innan skamms opnuð að Bíldshöfða 20. Starfsmenn Flugfraktar eru nú 17, þar af starfa sex manns i afgreiðslu fylgibréfa, sjö í vöru- geymslu og fjórir í farmsöludeild. Forstöðumaður Flugfraktar og farmsölustjóri er Sigurður Matt- hiasson. SCANDINAVIAN FASHION WEEK: Icelook jakki frá Samhandinu. Gráfeldur og Sambandið sýna yfirhafnir úr mokkaskinnum. r Islendingar opna stærstu vörusýningu sína erlendis I DAG verdur vörusýningin Scaninavian Fashion Week opnuð f Beiia Center f Kaupmannahöfn, en Islendingar hafa þ:r stærsta sýningarsvæði, sem þeir hafa nokkru sinni haft á vörusýningu erlendis. Það eru sjö fsienzk fyrirtæki sem sameinast um 350 fermetra stórt sýning- arsvæði þar sem þau sýna tilbúinn fatnað úr u 11 og skinnum. Þessi fyrirtæki eru Álafoss, Hilda, Iðnaðardeild Sam- bandsins, Prjónastofa Borgarness, Alfs, Prjónastofa Önnu Þórðardóttur og Gráfeldur, en Utflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur annazt undirbúning sýningarinnar. Islenzk fyrirtæki hafa tekið þátt iScandinavian Fashion Week, sem haldin er fjórum sinn- um á ári, allt frá árinu 1969 og i fyrravetur tóku sex fslenzk fyrir- tæki þátt í henni en þá hvert með sinn sýningarbás. Mikið hefur verið lagt í undur- búning þátttöku islenzku fyrir- tækjanna, sem tekið hefur langan tima. Gert er ráð fyrir að um átta milljónum króna hafi verið varið í kostnað vegna þátttökunnar. Mik- ið verður um að vera á íslenzka sýningarsvæðinu dagana, sem sýningin stendur. Haldnir verða blaðamannafundir og tízkusýn- ingar verða þrisvar á dag. Alls eru það 765 fyrirtæki frá 20 löndum sem sýna á Scandinav- ian Fashion Week, en þátttaka hefur aldrei verið jafn mikil og nú í 23. sinn, sem sýningin er haldin. Frá Norðurlöndunum sýna 439 fyrirtæki. Auk Scandinavian Fashion Week hafa lslendingar tekið þátt f mörgum vörusýningum í Bella Center, enda hafa sýningar þar reynzt mikilvægt tæki til kynn- ingar og markaðssköpunar fyrir íslenzkar iðnaðarvörur. A sfðasta ári tóku fslenzk fyrirtæki þátt í sex sýningum I Bella Center, nú sfðast í desember á sýningu á hús- gögnum fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Scandinavian Fashion Week lýkur á sunnudaginn. Aftur hagnaður hjá Alusuisse ALUSUISSE-samsteypan er nú aftur farin að sýna hagnað. Á sfðasta ári varð hagnaður fyrirtækisins 81.5 milljónir svissncskra franka (1.39 mill- jarðar kr) borið saman við 20.9 milljóna franka tap (1.57 milljarðar kr.) árið 1975. Velta Alusuisse jókst um 24% og varð 4.8 milljarðar franka (330 milljarðar króna) en var 3.9 milljarðar franka 1975 (292 milljarðar króna). Aðal- fundur Alusuisse verður hald- inn 20. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.