Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 t ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIR. andaðist! Sjúkrahúsi Keflavikur þriðjudaginn 1 5 marz Fyrir hönd ættingja. Sæmundur G. Sveinsson t Eiginkona min, móðir, amma og tengdamóðir SVAVA KLARA HANSDÓTTIR. (fædd isebam) Barmahllð 12. lézt á Landspitalanum að morgni þess 1 4 marz sl. Jarðarförin auglýst slðar Sigurður O. K. Þorbjarnarson, Lúther GarSar Sigurðsson. Lúther Leíf ur GarSarsson. GeirþrúSur Pálsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir SIGURÐUR KRISTJÁNSSON f rá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavlk, föstudaginn 18 marz kl 1.30e.h Þráinn SigurSsson Halldóra Thorlacius Sigurjóna SigurSardóttir Steinunn Thorlacius Vilhjálmur Sigurðsson Edda Thorlacius Þórarna Erlendsdóttir t Útför systur minnar, KRISTÍNAR JÓNSDÚTTUR. Leifsgötu 5 verður gerð frá Kotstrandakirkju laugardaginn 19 marz kl 2 e.h. Bilferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl 1. Fyrir hönd systkina, SigrfSur Jónsdóttir. t Eiginkona min, ANNA SVEINSDÓTTIR. Varmalandi. SkagafirSi, verður jarðsungin frá Reynistaðakirkju, laugardaginn 19 marzkl. 2. SigurSur KonráSsson. t Móðir min og tengdamóðir JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR frá Raufarhöfn verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18 marz kl 10 30 f.h. Björn Önundarson SigríSur Sigurjónsdóttír t Kveð/uathöfn um eiginmann minn og föður okkar EIRÍK SKÚLASON frá Mörtungu. Héaleitisbraut 26 er lézt 10. marz. verður i Fossvogskirkju föstudaginn 18. marz kl. 13.30 Útförin verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 19. marzkl. 13 30 Helga S. FriSbjörnsdóttir, Svala Eirfksdóttir, Rannveig Eirlksdóttir, ArnþrúSur Þ. Eirfksdóttir. t Þokkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SÚLVEIGAR HVANNBERG Sérstaklega þökkum við Elliheimilinu Grund fyrir alúð og góða umönnun. GuSrún Hvannberg. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Hjónaminning: Ingibjórg Sesselja Jónasdóttir og Þórður Guðmundsson á Völlum Ingibjörg Fædd 19. febrúar 1908 Dáin 19. janúar 1977 Þórður Fæddur 3. mars 1905 Dáinn 7. maí 1975. Utför Ingibjargar var gerð 29. jan. sl. frá Sólheimakapellu þar sem hún var lögð við hlið manns síns, að viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir athöfnina var öllum boðið til kaffidrykkju I Ketilsstaðaskóla, að hennar fyrir- lagi. Ingibjörg var sérlega vel gerð, hún var vel greind, vinföst, hlé- dræg, gestrisin og gjafmild. Ingibjörg var fædd I Vatnsdals- gerði í Vopnafirði, foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir og Jónas Jóhannesson. Þau eignuð- ust fimm börn, þrjár dætur og tvo drengi. Snemma mun heilsuleysi hafa herjað á heimilið, börnin náðu ekki háum aldri og hjónin ekki heldur. Ingibjörg missir móður sína þegar hún er sjö ára gömul, ári siðar er hún tekin í fóstur til hjónanna Ingibjargar Sveinsdóttur og Björns Sigurðs- sonar á Hrappsstöðum í sömu sveit, og er eftir það sem þeirra eigið barn. Árið 1929 flyst Ingibjörg með fósturforeldrum sínum að Völlum á Kjalarnesi, þar bjuggu þau á hluta jarðarinnar. Ingibjörg tengist þarna vináttuböndum við fólkið sem bjó á móti fóstufor- eldrum hennar og hélst sú vinátta til hinstu stundar hennar, þar á meðal eru hinir alkunnu Kistu- fellsbræður. Ingibjórg var ekki langdvölum á Völlum, hún var á ýmsum stöðum þar efra og einnig I Reykjavík. Árið 1937 ræðst Ingibjörg bústýra austur i Mýrdal til Eliasar Guðmundssonar í Péturs- ey. Til heimilis hjá Elíasi var Þofður bróðir hans. Kynni Ingi- bjargar og Þórðar leiddu til þess, að þau giftu sig hinn 30. október árið 1938. Guðmundur Þórður var góður og giaður félagi, fullur bjartsýni eins og flest ungt fólk sem kynnist ungmennafélagshreyfing- unni, hann tók virkan þátt i öllu félagslifi sem var mikið á þeim tíma, enda margt ungt fólk á flest- um heimilum. Þó að sjósókn væri æði mikil frá söndunum i Mýrdal á þessum árum, fóru þó margir ungir menn á vertíð á vetrum, ýmist til Vestmannaeyja eða á togara sem var mjög eftirsótt. Þórður var nokkrar vertíðir á togara, þar ásamt fleiri Mýrdæl- ingum unnum við saman. Hann var þar sem annarsstaðar hinn ágæti vinur og félagi. Eins og áður segir giftust þau Ingibjörg haustið 1938. Jarðir lágu ekki á lausu á þeim tíma, en bæði voru þau hneigð til sveita- búskapar, svo það varð að ráði að þau fengu afmælda spildu úr Péturseyjarlandi sem nýbýli. Efnin hafa ekki getað verið mikil. en lögboðin lán hafa þau fengið. Með dugnaði þeirra sjálfra og hjálp góðra manna tókst þeim að byggja lítið íbúðar- hús og gripahús sem þeim nægði í bili. Þau nefndu býlið Velli, hinar góðu minningar Ingibjargar frá Völlum á Kjalarnesi hafa eflaust ráðið þeirri nafngift. Þetta bæjar- stæði er eitt hið fegursta á slétt- Framhald á bls. 27 Guðlaug Sigríður Sveinsdótttr—Minning Fædd 8. aprfl 1921. Dáin 3. mars 1977. í dag er til moldar borin dóttir mín, Guðlaug Sigríður Sveinsdótt- ir, Langholtsvegi 140, Reykjavík, eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Guðlaug fæddist á Seljalandi, Vestmannaeyjum, en móðir henn- ar var Jónína Sigurbjörg Jóns- dóttir frá Hlíð, Austur- Eyjafjöllum, sem látin er fyrir mörgum árum, en faðir hennar er sá sem þessar línur ritar. Er Guðlaug var á fyrsta ári flutti hún með foreldrum sinum að Hlíð og síðan að Nýlendu í sörnu sveit, þar sem hún ólst upp sín bernskuár. Arið 1936 missti Guðlaug móður sína og árið 1938 flyst hún ásamt mér og eftirlifandi börnum mín- um til Hafnarfjarðar. Þegar til Hafnarfjarðar kom fengum við inni hjá sæmdarhjónunum Jónu Jónsdóttur og Þórði Þórðarsyni, kaupmanni þar í bæ. Munum við seint geta þakkað þeim hjónum allt það, sem þau gerðu fyrir okkur á þessum erfiðu timum. Ung giftist Guðlaug Pétri Sveinssyni og hófu þau búskap i t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. GUÐRÚN GlSLADÓTTIR frá Holti, NeskaupstaS, er andaðist aðfaranótt laugardag 12. marz Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. marzkl. 3e.h. Fyrir hönd vandamanna. SigþrúSur SigurSardóttir J6n Finnbogason Jón Svan SigurSsson Jóna I. Jónsdóttir Valur SigurSsson Hulda Hannesdóttir LeifurÖm Dawson Camilla Ragnars bamabörn og bamabamabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð Og vinarhug vegna fráfalls KRISTINS HLÍÐAR SuSurgötu 110, Akranesi Eiginkona og börn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar KRISTfNAR BJARNADÓTTUR. saumakonu. Vandamenn. Hafnarfirði, en slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Fyrir tæpum 20 árum kynntist hún eftirlifandi manni sínum Klemenzi Kristmannssyni frá Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd, og hófu þau búskap þar og síðan í Vogum, en 1963 fluttust þau að Langholtsvegi 140, Reykjavík. I millitíðinni bjó hún nokkur ár með Gunnari Júliussyni. Guðlaugu varð 13 barna auðið, sem öll eru á lífi. 9 eru gift, en fjögur eru enn í föðurhúsum. Eins og sést að framansögðu hef- ur oft verið stormasamt á lífsferli Guðlaugar og erfiðleikar miklir við að sjá fyrir þessum stóra barnahópi, og veit ég að Guðlaug vildi þakka öllum þeim mörgu, sem oft veittu henni liðsinni þeg- ar erfiðleikar og veikindi voru hvað mest. Þá veit ég að Guðlaug vildi þakka eiginmanni og hinum stora barnahópi sínum fyrir allt gott á umliðnum árum. Að endingu vil ég þakka Laugu minni fyrir allt og sendi henni hinstu kveðjur frá mér, eigin- manni, systkinum, börnum, barnabörnum og tengdabörnum. Ég bið guð að leiða hana og blessa, blessuð sé minning henn- ar. Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.