Morgunblaðið - 17.03.1977, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.03.1977, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 35 Sveinn Ólafsson: Verkföll og þjóðarauður Einn helzti hugsuöur og frum- kvöðull nútíma hagspeki, Adam Smith (1723—1790), braut til mergjar hið flókna viðfangsefni um hvað væri raunverulega auð- legð þjóðanna, og þá raunveru- lega sérhvers einstaklings. — Menn höfðu áður haldið að þetta byggðist á hlutum eins og gulli og gimsteinum, og öðru ámóta, en Adam Smith komst að þeirri niðurstöðu, að þessi auðlegð væri annars eðlis, og hann rökstuddi þetta svo rækilega, að telja má, að svar hans sé viðurkennt sem grundvöllur allrar nútíma hugs- unar um hagfræðileg efni. — Og hvað var það þá sem Adam Smith sagði. Jú, vinnuaflið er hið eina raunverulega verðmæti sem af- koma og hagur byggist á. Hann talaði um sjálfsbjargarhvötina, hið frjálsa hagkerfi og frjálsa verðmyndun án ríkisafskipta sem grundvöll velferðar sam- félaganna, um leið og hann lagði áherzlu á að skipulögð verkaskipt- ing væri grundvöllur beztu nýtingar vinnuaflsins. Er dæmið um títuprjónaverksmiðjuna sem hann rannsakaði frægt meðal þeirra sem hafa hugsað um og kynnt sér hagvisi, þar sem skipu- lögð vinnubrögð margfölduðu af- köst sérhvers manns er tók þátt í framleiðslunni. Þá setti hann fram hugmyndina um að hagn- aður af rekstri almennt séð væri grundvöllur hærri vinnulauna allra, þar sem meiri fjárráð leiddu alltaf til uppbyggingar og tæknivæðingar, sem síðan leiddi til aukinnar framleiðslu. — Hug- myndir Adams Smith voru síðan teknar upp af Karli Marx sem grundvöllur að kenningunni um arðrán atvinnurekandans á ávöxtum verka hins vinnandi manns, en þar er hagnaðurinn talinn verða orsök lægri vinnu- launa, vegna uppbyggingar vinnusparandi tækni; og er niður- stöðum kenninga Adams Smith þannig algjörlega snúið við, sem stenzt ekki, eins og bezt hefir sannazt af reynslu tæknialdar. Sé haldið lengra með hugsun Adams Smith þá liggur í augum uppi, að þeir þættir, sem grund- valla notagildi vinnuaflsins, eru ásamt því undirstaða auðlegðar þjóðanna. — Þessir þættir eru: 1) Sérhæfð verk- og tækniþekking, 2) Vél- og orkuvæðing, 3) Nátt- úruauðlindir, 4) Skipti á mis- munandi framleiðslu aðila í milli — eða verzlun. Nú er drifafl allrar vinnu eins og Adam Smith bendir á sjálfs- bjargarviðleitni einstaklingsins. Hún er því undirstaða allrar auð- legðar, auk þekkingar og hyggni. Þegar þetta er haft fyrir augum í sambandi við íslenzkt afhafna- og atvinnulíf, þá vaknar spurn- ingin um efnahagsleg vandamál, launastöðu íslenzku þjóðarinnar ofl. því skylt. — Hefir sjálfs- bjargarviðleitnin, sem öllum er í blóð borin, látið leiðast af hygg- inni þekkingu til farsældar I íslenzkum launa- og efnahags- málum? — Ymsar efasemdir sækja á í þessu efni. Baráttan hér um auðinn, þ.e. skiptingu arðsins af vinnunni, er svo friðlaus og óhyggileg, að við hikum ekki við að henda frá okkur beinum verð- mætum fyrir eintóma heimsku. — Við eyðum ótöldum milljörðum krðna 1 átök og sundurþykki, og enginn hefir tíma vegna þessa til að huga að því í alvöru, hvernig allir geti bezt aukið tekjur sínar í heild og bætt afkomuna. Við förum f verkföll næstum árlega, og hver er útkoman? Sem næst ekkert af þvi sem barizt er fyrir næst fram í rauninni. Sama vandamálið er sifellt að hrjá okkur. Afkoma fer ekki batnandi, heldur er „lífs-staðallinn“ sífellt á niðurleið, miðað við aðrar þjóðir, eins og t.d. Vestur-þjóðverja o.fl., sem eru vinnusamir og eyða ekki tíma sinum og vinnu í verkföll og vitleysu með þeim hætti sem hér tiðkast. Það sem etv. hefir þrátt fyrir allt bjargað okkur er, að við eig- um náttúruauðlindir, sem eru gjöfular og tæknivæddan fámenn- an hóp afburða fiskimanna sem raunverulega hefir gert okkur fært að fljóta efnahagslega, þótt allt sé i verulegri upplausn og óreiðu á þjóðarheimilinu. — Auk verkfallanna erum við að burðast með menntunarkerfi, sem er illa aðhæft okkar eigin þörfum. Við þurfum að læra meiri verkmenningu til að auka afköst vinnuaflsins, en ölum nú mest upp menntafólk sem ekki nýtist í þessu efni. Við erum jafn- vel farnir að mennta fólk til að flytja út og gefa þannig öðrum þjóðum þekkingu, sem þær taka fegins hendi og geta notað, þótt okkur vegna ólfkra aðstæðna not- ist hún ekki, þar sem hún er fyrir okkur röng. — Höfum við efni á sliku? Þurfum við ekki að athuga okkar ráð í þessu? Er það ekki hluti af því að bæta okkar eigin afkomu: 1) með þvf að auka verk- tækni 2) með því að spara útgjöld til menntunar, sem er okkur að takmörkuðum notum, en kostar mikið fé, sbr. risavaxin útgjöld til menntamála af heildarútgjöldum ríkisins? Þá erum við með ýmislegt ann- að sem mikið mætti bæta, ef hægt væri að fá frið til að vinna að endurbótunum fyrir alls konar áráttu, sem ekki aðeins árlega heldur sífellt dynur á ráðamönn- um, sem engan eða lítinn frið fá til að hugsa, yfirvega og meta af skynsemi hvað sé þjóðinni fyrir bestu. Hér koma til heilbrigðis- mál, sem eru orðin þjóðinni svo dýr að úr hófi keyrir. — Þarna eru margir möguleikar til. sparn- aðar, m.a. með þvi að leggja meiri áherzlu á og vinnu í að koma til leiðar fyrirbyggjandi heilsu- gæzlu, og varna þannig hinum dýru afleiðingum að dynja á fólk- inu þegar slfkt er látið dankast, eins og nú er gert að mestu leyti, fyrir utan starf atorkusamra áhugahópa er reyna að koma heilsurækt almennings til leiðar á eigin spýtur. — Sparnaðurinn gæti notast öldnum. I þessu sambandi er það merki- — Minning Hermóður Framhald af bls. 15 sig, jafnvel strangur og miskunnarlaus rannsóknardóm- ari yfir sjálfum sér. Sem heimilisfaðir var Hermóð- ur f Árnesi mjög hógvær, dagfars- prúður og óáreitinn. Oft var hann glettinn og gamansamur, stund- um með góðlátlega stríðni. Hann var hamhleypa til allra verka, lag- inn, viðbragðsfljótur og kappsam- ur. Þeim Hermóði og Jóhönnu í Arnesi varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Völundur, kvæntur Höllu Loftsdóttur, Sigríður Ragn- hildur, gift Stefáni Vigni Skafta- syni, Hildur, gift Jafet Ólafssyni, og Hilmar, kvæntur Áslaugu Jónsdóttur, barnabörnin eru 9. ÖIl hafa börnin sem tengdabörnin staðið sem órofa heild við hlið þeirra Hermóðs og Jóhönnu og veitt þeim gleði og styrk i lifsbar- áttunni. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum frú Jóhönnu í Árnesi og öðrum ástvinum innilegustu sam- úð okkar við fráfall eiginmanns hennar. Við munum varðveita um ókomna daga minninguna um legt athugunarefni, hvort ekki er meira samband á milli heilsufars- ástands manna almennt og t.d. peningaástands og efnahagsmála en menn koma auga á. — Allar þær þvinganir og afleiðing niður- skurðar ágóðans í öllum viðskipt- um, sem hér hafa tröllriðið flest- öllum greinum verzlunar og at- hafnalífs, hafa einnig bæði likam- legar og andlegar afleiðingar. — Peningaleysi fyrirtækja vegna verðlagsþvingana hefir áreiðan- lega ekki drepið ófáa nýta og dug- andi sæmdarmenn löngu fyrir tlmann hér á landi. Þetta er ekki bara fullyrðing. — Þetta er nán- ast vísindalega sannað mál. Og höfum við efni á slíku? — Það sem við uppskerum er, að vel- gengni almennt raunverulega hrakar við missi þeirra, sem dug- legastir og vinnusamastir eru, fyrir aldur fram. Við Islendingar erum raun- verulega þannig I sveit settir nú, með þær geysilegu náttúru- auðlindir, sem við höfum umráð yfir, að okkur ætti ekki að þurfa að ganga verr en öðrum þjóðum í að halda efnahag og afkomu á jafn háu stigi og bezt gerist. Þetta er þó háð hyggni okkar og for- sjálni. — Þetta hefst ekki með eintómum tilfinningaæsingi og slagsmálahneigð, heldur verður yfirvegun og ráðhyggni hinna beztu manna jafnt I stjörnsýslu og félögum og hagsmunasamtökum að fá að vera hið leiðandi afl, en ekki heimtufrekja og jafnvel sjálfslygi, eins og nú; sjálfslygi, sem birtist bezt í ástandi okkar eigin gjaldmiðils, sem búið er að gera að engu, aðeins fyrir óraun- sæja heimtufrekju um tuga ára skeið — þar sem I raun endirinn verður sá að allir tapa þótt hitt sýnist stundum, og ævintýra- mennska geti kannski freistað til að brjóta réttlætislögmálið fyrir stundarhag, sem svo hefnir sín grimmlega síðar. Það er þannig höfuðnauðsyn fyrir velgengni hinnar íslenzku þjóðar, að ekki verði nú einu sinni enn rasað um ráð fram og rokið í verkföll til að reyna að bæta það sem þarf að bæta, með vitlausum aðferðum. — Við megum ekki þeyta frá okkur, íslendingar, milljarðaverðmætum í fyrirhyggjulausan ófrið í efna- hagsmálum, heldur reyna að tryggja réttlætið með skynsemi og góðan dreng, góðan vin, Hermóð Guðmundsson í Árnesi, með sér- stakri hlýju og einlægri virðingu. Drottinn blessi minningu Her- móðs Guðmundssonar. Hallur Hermannsson. Við fráfall Hermóðs Guðmunds- sonar hefur bændastéttin á bak að sjá einum áhugamesta og skeleggasta málsvara sínum á opinberum vettvangi. Fyrstu málefnaleg kynni min af Hermóði Guðmundssyni urðu i sambandi við baráttu okkar, nokkurra fulltrúa á Búnaðar- þingi, gegn hinum illræmda bú- vöruskatti sem lögfestur var á bændastéttina til Stofnlánadeild- ar Búnaðarbankans i Reykjavík. Við leituðum eftir stuðningi og samstöðu hjá einstökum bændum og Búnaðarsamböndum úti um land til að standa með okkur til áfrýjunar málinu til Hæstaréttar. Fyrstur manna til svars og undirtekta við okkur var Hermóð- ur Guðmundsson fyrir sjálfan sig og B'únaðarsamband Suður- Þingeyinga, en hann var formað- ur þess. Frá þessari fyr&tu viðkynningu var mér þegar ljóst, að þar ætti bændastéttin ótrauðan málsvara Sveinn Olafsson. í friði. — Einingin okkar I milli er miklu meira virði en verk- föllin — Hún er hvorki meira né minna en beinharðir peningar, þegar allt er skoðað niður i kjöl- inn. — Vð þurfum ekki aðeins að hætta að eyða vinnuaflinu — hinum einu raunverulegu auð- æfum, sem við eigum, i vitleysu; við þurfum einnig að stofna, ég segi stofna til einingar okkar i milli, til þess að við getum sparað og byggt upp svo öllum geti auðn- ast að ná fram til meiri vel- megunar og betra þjóðlífs, og hyggilegs fyrirkomulags allra þátta þjóðlifsstarfseminnar. Sparnaður sem af slíku leiðir verður þjóðarinnar allrar, og Ungmennafélagið Reynir, Hellissandi, og Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadslssýslu gengust fyrir félagsmálanám- skeiði dagana 26. og 27. febrúar sl. í Röst, Hellissandi. Leiðbein- andi á námskeiðinu var Jóhannes Finnur Halldórsson. Námskeið sem þessi eru haldin I tengslum og baráttumann sem ekki léti pólitískt flokksræði segja sér fyr- ir. Síðar lágu leiðir okkar Hermóðs saman í félagsmálum, þar á meðal á fundum Stéttarsambands bænda og á fundum ^andssam- bands veiðifélaga og síðar i stjórn þeirra samtaka. Það var virkilega ánægjulegt að vera I samstarfi með Hermóði. Hann var svo áhugasamur og svo virkur fulltrúi á fundum og i félagsmálum að af bar. Enda fljótt til forystu kallaður þar sem flokksræði var ekki allsráðandi. En það, sem gerði Hermóð Guðmundsson á skömmum tima og á afgerandi hátt að þjóðkunn- um málafylgjumanni, voru hin áhrifaríku afskipti hans af Laxár- virkjunarmálunum (Laxárvirkj- un þrjú). Barátta hans og sigur i því máli olli byltingu I viðhorfi hins opin- bera til umhverfis og eignarrétt- araðila i landinu. Til þess tíma sem þessi miklu átök urðu milli framkvæmdaaðila Laxárvirkjun- ar og sjónarmiða Hermóðs og samherja hans í héraði, höfðu hinir opinberu framkvæmdaaðil- ar ávallt farið sínu fram um allar ákvarðanir og framkvæmdir án þess að hafa nokkurt samráð við kemur fram í hærri tekjum al- mennt; og þá þurfum við ekki eins og nú að hafa sömu áhyggjur vegna hinna lægst launuðu, sem allir vilja bæta um fyrir, en sem okkur er alltaf að mistakast i hverju verkfallinu eftir annað, þótt tilgangurinn sé hið gagn- stæða. Gamalt máltæki segir: Græddur er geymdur eyrir. — Það merkir að sparnaður er lika gróði. — Og menn skyldu einnig muna að lokum að velgengni eins i samfélagi manna er aukin vel- gengni allra, ef menn aðeins vilja reyna að leggja að þessu huga og sjá þennan sannleika. — Atvinnu- rekendum er til hags að verka- menn hafi góða afkomu, og verka- mönnum er til hags að atvinnu- fyrirtækjunum gangi vel. Atvinnuveitendur framleiða og þurfa að selja, og vinnandi fólk, sem er allur almenningur, eru þeir sem kaupa, og allir eru hver öðrum háðir og tengdir. Eining og samheldni er það afl sem mest er um vert til'að tryggja velferð allra. — Stöndum þvi saman nú eins og á reynslutimum náttúruhamfara, þegar allir eru eitt. — Við þörfnumst þess okkar allra vegna. Látum skynsemi ráða og hendum ekki frá okkur verk- færunum — uppsprettu þjóðar- auðsins — til þess eins að kreppa hver að öðrum, með þeim afleið- ingum að auðlegð þjóðarinnar, afl vinnusamra handa, renni út í sandinn, okkur öllum til tjóns og i tilgangsleysi, þar sem slíkar að- ferðir tryggja einungis versnandi afkomu okkar allra í stað hins gagnstæða, sem er tilgangurinn. Lifi eining, velmegun og friður með hinni islenzku þjóð. við Félagsmálaskóla U.M.F.l. Þátttakendur voru mjög ánægðir og einróma um ágæti slíkra nám- skeiða, sem m.a. fela í sér kynn- ingu á hópstarfsemi, fundarstjórn og félagsmálum almennt. Vonast þeir til að árangur af námskeiðinu verði til að efla félagsstarf í byggðalaginu. viðkomandi umhverfi eða eignar- aðila. Nú er ekki lengur hægt að ganga fram hjá umhverfisaðilum og eignaraðilum þegar um er að ræða opinberar framkvæmdir, hvort sem það er vegagerð, vega- breytingar, línulagnir, vatnsvirkj- anir eða hvers konar mannvirkja- gerð. Með úrslitum þessa mikla átakamáls öðlaðist almenningur i landinu nýja réttarstöðu hvað þessi mannvirkjamál varðar, sem opinberir aðilar verða nú að taka tillit til og virða. Bændastéttin i landinu og fleiri aðilar standa i mikilli þakkar- skuld við minningu Hermóðs Guðmundssonar fyrir baráttu hans og sigur i þessu máli. Það er mikil eftirsjón að manni sem Hermóði I Árnesi frá félags- málum landbúnaðarins og sem forystumanni og fyrirmyndar- bónda i sinni heimabyggð. Persónuleg kynni mín við Her- móð og konu hans og heimili þeirra eru mér hugstæð, og er mér mikill söknuður i huga er ég rita þessi fáu kveðjuorð. Ég flyt frú Jóhönnu og allri fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónunum. Sveinn á Egilsstöðum. Félagsmálanámskeið í Röst á Hellissandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.