Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 VlfO MORÖ-dK/- KAFFINU GRANI göslari £g er búin að skella lofti J dekkin — það er eitt undir hverju horni! Þeir hljóta að detta um staurana Nokkrir sem eiga oft leið um Grjótaþorpið og bílastæðin þar í kring hafa haft samband við Vel- vakanda og kvartað yfir sljóleika sumra ökumanna sem þar leggja bílum sínum. Nýlega er búið að útbúa smá-vegarbót af bifreiða- stæðinu milli Vesturgötu og Fischersunds og upp í Mjóstræti. Á það að auðvelda leiðina að og inn i Mjóstrætið. Nú bregður svo við, að oftlega má sjá hvar biium hefur verið lagt á þessa vegarbót, eins ög meðfylgjandi mynd sýnir og eru bifreiðarnar, sem merkt er við, sökudólgarnir i þessu tilviki. Og eins og einhver sagði, sem var mjög heitur orðinn vegna sljó- leika ökumanna: „Þeir hljóta að detta um gulu staurana, blessaðir bílstjórarnir, þegar þeir stíga út úr bílum sinum.“ Með öðrum orðum, þessi vegar- bót hefur ekki náð tilgangi sínum að neinu leyti vegna þessara manna sem ekkert sjá annað en autt pláss þar sem hægt er að geyma bilinn meðan útréttað er í bænum. — Það er mikið að mennirnir loka ekki bara Vesturgötunni eða Aðalstrætinu og nærliggjandi götum, sagði einn viðmælenda Velvakanda um þetta mál, þessi yfirgangur bileigenda hér á stæð- unum er algerlega óþolandi. Það væri ekki heldur bærilegt ástand- ið ef þyrfti að komast hér um með slökkvibil eða þess konar tæki, það er bara allt lokað vegna ein- hverra sem kunna ekki eða eru ekki á neinn hátt færir um að taka eftir umhverfinu. — Þetta á víðar við en hérna og ég er alveg á móti þeim mönnum sem geta ekki tekið hið minnsta tillit til annarra i svona kringum- stæðum. Það yrðu sjálfsagt aldeil- is læti ef einhver yrði fyrir því að leggja of nálægt heimilum þess- ara manna, en þeir skirrast ekki við að loka götunum i kringum Grjótaþorpið og sjálfsagt þó víðar væri leitað. — Þar með látum við lokið þessari umræðu um bílastæðin i bili en Velvakandi getur að öllu leyti tek- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Taktfk í sögnum er ákaflega mikilvægur þáttur í spilinu. Og það er ekki fyrr en nú á seinni árum, að þessum hluta spilsins hefur verið nægilegur gaumur gefinn. Hér er ekki hægt að gera þessu nein viðhlítandi skil en þó ætla ég að nefna og skýra örlftið eitt atriði, sem mörgum kemur eflaust spánskt fyrir sjónir. Spilið í dag er frá nýloknu Reykjavíkurmóti. Vestur gaf og noðrur-suður voru á hættu. Norður S. D1083 H. 102 T. Á65 L. KDG3 Vestur Austur S. K S. G754 H. D9876 H. ÁKG3 T. D982 T. 73 L. Á65 L. 982 Suður S. Á962 H. 54 T. KG104 L. 1074 Spilararnir sögðu þannig: Vestur Norriur Austur Suður pass i |auf i hjarfa 1 spaði 3 hjörtu ;j Spaðar pass pass pass Sagnirnar hjá austri og vestri voru mjög góðar og settu spilar- ann í norður í þá óþægilegu stöðu að vera nauðbeygður til að segja þrjá spaða. Hann á ekki nægan háspilastyrk en of góðan stuðning við lit félaga síns til að mega segja pass. Hjartasögn austurs gafst mjög vel og var einmitt það skemmti- lega við spilið. Hann vildi gjarna fá útspil í hjarta og þar að auki hafði félagi hans, vestur, sagt pass og því var enn meiri ástæða til að trufla sagnir andstæðing- anna. Þetta er tiltölulega nýtt sjónarmið, sem margir betri spil- arar hafa tileinkað sér og nota í auknum mæli. Hvað sem segja má um ágæti þessarar kenningar þá gafst hún vel í þessu spili. Vestur spilaði út hjarta, austur tók á ás og kóng en skipti síðan í tígul. Nú gat sagnhafi unnið spilið með því að fara strax í laufið en hann gerði það ekki. Hann tók á spaðaás og spilaði aftur spaða en þar með var spilið tapað. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 57 undanskildum tróðu sér inn I bfla Kinars og Daniels . Vegur- inn lá framhjá verksmiðjunni og milii verkamannabústaða f litla þorpinu og f átt að nokkr- um rauðmáluðum húsum og inni f þvf var námulyftan sem átti að flytja okkur þrjú hundr- uð og fimmtfu metra niður f jörðina. Otto Malmer tók á móti okk- ur og leit gagnrýninn á klæða- burð okkar. —Það er gott að þið eruð I stígvélum. Nei, en Bella, hef- urðu hugsað þér að fara niður, sokkalaus og f þessum opnu skóm? Jæja, þú hefur það eins og þú vild, en þú ættir að vita að að er bæði blautt og kalt þarna niðri. Olíutre.vjur og frakkar eru hérna og svo skul- uð þið setja upp höfuðföt. Við klæddum okkur öll f yfir- hafftir og mfn var svo stór að það lá við að hún gieypti mig. Christer hló og sagði að ég væri reglulega sæf, etf þegar honum varð Itið á Gabriellu með hvft- an hjálm ieit hann ekki á mig, og Otto Malmer kynnti fvrir okkur gildvaxinn og traustvekj- andi mann sem átti að vera leiðsögumaður okkar. —Verkstjórinn og ég höfum hvor sfna lukt. En getum við ekki þurft á að minnsta kosti einni f viðhót að halda? —Udgren bfður niðri og er með eina, sagði einn verka- mannanna stuttlega. Pia Ijomaði upp, en illsku- svipur kom á þau bæði, Gabriellu og Otto Malmer. —Hvað er Udgren að gera f námunni? spurði Ifelene fýlu- lega og verkst jórinn svaraði þvf til að hann væri f forföllum hókhaldara á námuskrifstof- unni, cn að hann hefði látið f Ijós ósk um að fá að taka þátt f þessari sýningarferð um nám- una. Svo settumst við á lyftu- gólfið og lögðum af stað f inn f jörðina. Verkstjórinn sagði okkur að verkamennirnir væru ekki ýkja hrifnir af heimsókn okk- ar, þar sem þeir litu svo á að návist kvenna hoðaði jafnan ólán. Otto sagði: Röfl og Einar sagði að þetta gæti ekki átt við þegar ungar og fagrar konur ættu f hlut. Lyftan nam staðar og við stigum út í háa og myrka hvelfingu — lengst niðri í iðrum jarðar. Bjöi-n Udgren slóst í för með okkur og var með sterka lukt meðferðis og við gengum öll á oftir verkst jóranum. Il:nn gekk eftir mjóum járnbrautar- teinum en öðru hverju sneri hann sér við til að útskýra mál- in fyrir okkur og varð það ekki allt sérstaklega auðskiiið sem hann sagði. Loftið var rakt og hrátt en furðu ferskt svo að við fengum enga innilokunar- kennd. Við komum nú að holu og verkstjórinn sagði okkur að koma ekki of nærri, því að langt væri niður að vatnshorð- inu og enn lengra niður á botn- inn. En auðvitað þurftu karl- mennirnri endilega að skoða þetta hrikalega en lokkandi djúp þarna niðri. — Uff, sagði Gabriella og það fór hrollur um hana. — fig skil ekki af hverju þið setjið ekki grindverk fyrir. Það er svo dimmt hér að maður gæti álp- ast of an f... — Ha, ha, sagði verkstjórinn ánægður með sig. — Ég veit ekki hvað ég hef oft farið hér hjá og meira að segja án þess að hafa Ijós... — Og var þá alveg dimmt? spurði Pia forvitin. —Getum við ekki slökk á Ijósunum, svo að við getum séð. Það gerið þið venjulega þegar gestir koma hingað niður. Verkstjórinn leit spyrjandi f kringum sig. — Sama er mér, tautaði hann, en þá verða karlmennirn- ir að færa sig frá. — Einn, tveir þrfr. Slökkt var samtfmis á lukt- unum þremur og yfir okkui skall hr.vllilegt myrkur, svo nöturlegt og ægilegt að það varð næstum áþreifanlega kæf- andi. fig hélt f hönd Einars og heyrði andardrátt hans rétt við andlit mitt. Og svo gerðist allt svo snöggt að það var eíginlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.