Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 44
 > AU.l.YSINÍiASIMINN Klt: s*» 22480 megmiM$íltá!b > ai(;i.ysin(;asiminn f,k: s^ 22480 ^J JWnrntmliUititti 61. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 32% hækk- un meðal- tekna sl. ár ÚRTAK úr skattframtölum úr Reykjavfk og nágrenni og á Suðurnesj- um hefur leitt f Ijós að brúttótekjur til skatts hafa hækkað á árinu frá 1975—1976 um 32%, en nettðtekjur til skatts hafa hækkað heldur minna, eða rétt um 30%. Framkvæmdastofnunin stðð að könnun málsins, en samkvæmt upplýsingum Ólafs Davfðssonar hjá Fram- kvæmdastofnun kemur þessi niðurstaða heim og saman við þá tekju- aukningu sem reiknað var með f f járlögum nú. Úrtakið er 600 framtöl f Reykjavfk og hlutfallslega færri f Hafnar- firði, Kópavogi, Grindavfk og Sandgerði. Kvað Ölafur tekjuaukningu vera heldur meiri í verstöðvun- um suður með sjó en á hinum stöðunum og munaði þar nokkr- um prósentum. Kvað Ólafur hafa verið lögð drög að því að fá úrtök úr skatt- framtölum að vestan og norðan á næstunni. „Þetta er gert beinlínis," sagði Ólafur, „til þess að sjá hver hafi orðið tekjubreytingin i fyrra, tíl að auðvelda mat á þróun tekna og kaupmáttar einstaklinga og hvers megi vænta með tekjuskatts- álagningunni í ár. Þessi könnun er eins og sambærilegar skyndi- kannanir sem hafa verið gerðar undanfarin ár og hafa reynzt vel. Árið 1974—1975 var tekjuaukn- ingin brúttó rétt um 30%, en 1973—1974 var tekjubreytingin i Reykjavík 46,6% miðað við meðalhækkun brúttótekna." Hæstiréttur þyngir dóm í manndrápsmáli HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í máli ákæru- valdsins gegn Sigurgeir Einari Karlssyni, sem viðurkennt hafði að hafa ráðið Rafni Svavarssyni bana í verbúð í Ólafsvík aðfararnótt 14. maí 1975. Féll dómur Hæstaréttar á þá lund, að Sigurgeir Einar Unnar kjöt- vörur hækka UNNAR kjötvörur hækka frá og með deginum í dag um 4,9—6,1%. Hækkun þessi stafar af hækkun kjötverðs hinn 1. marz s.l. Hækkunin hlaut samþykki f verðlagsnefnd f sfðustu viku og rfkisstjórnin staðfesti hana á fundi á þriðjudaginn. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra hækka einstakar tegundir I smásölu sem hér segir: Vínarpylsur hækka úr 856 krónur kg i 903 krónur eða 5,5%. Kinda- bjúgu hækka úr 909 krónum kg i 965 krónur eða 6,1%. Kjötfars hækkar úr 485 krónum kg í 513 krónur eða 5,8% og kindakæfa hækkar úr 1259 krónum kg í 1317 krónur eóa 4,6%. skyldi sæta fangelsi í 5 ár og 6 mánuði. I undirrétti hafði Sigurgeir Einar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dómur Hæstaréttar var svo- hljóðandi: Ákærði Sigurgeir Einar Karls- son sæti f angelsi i 5 ár og 6 mán- uði. Gæzluvarðhaldsvist hans frá 14. maí 1975 komi refsingu til frádráttar. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað á að vera órask- að Ákærði greiði allan kostnað af áfrýjun sakarinnar þar með talin saksóknaralaun í ríkissjóð 150 þúsund kr. og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, fyrir Hæstarétti, Ragnars Aðalsteins- sonar hrl., 150 þúsund kr. Dómi þessum ber að fullnægja með að- för að lögum. Sem fyrr segir gerðist atburður- inn i verbúð í Ólafsvík aðfarar- nótt 14. mai 1975. Þeir Rafn heit- inn , sem var 36 ára gamall, og Sigurgeir Einar, þá 18 ára gamall, voru tveir einir í verbúðinni og höfðu áfengi um hönd. Kom upp missætti, sem leiddi til átaka og urðu afleiðingarnar þær, að Rafn hlaut bana af. Sigurgeir Einar hefur ætíð haldið því fram, að þetta hafi gerzt í sjálfsvörn, því að Rafn hafi ætlað að taka frá honum bankabók, sem hann kvaðst hafa sýnt Rafni. Heildaraflinn á vetrarvertfðinni hefur aukizt um rúm- lega 100% frá s.l. ári og er það aukning f flestum tegundum afla, þorskafla, loðnu- og togaraafla. Myndina tók Sigurgeir í Eyjum um borð í einum Eyjabátnum og er verið að draga netin með þorsk, ufsa og fleiri góðum. Þrítugur maðuríyrir bifreið og beið bana BANASLYS varð á Vesturlands- vegi á móts við Nesti klukkan 16,13 f gærdag. Þrftugur maður hljóp þar út á götuna f veg fyrir bifreið og varð maðurinn fyrir bifreiðinni með þeim afleiðing- um að hann hlaut bana af. Maður- inn var einhleypur og bjó hann með móður sinni. Að ósk lögregl- unnar verður nafn hans ekki birt að svo stöddu. Umrædd bifreið, sem er af gerðinni Ford pick-up, ók austur Vesturlandsveg og var á hægri akgrein. Að sögn bifreiðarstjórn- ans var bifreiðin á um 60 km hraða. Kvaðst hann hafa litið til hliðar þegar hann ók framhjá Nesti en þegar hann leit fram að nýju sá hann manninn fyrir fram- an bifreiðina. Kvaðst han hafa hemlað strax en bíllinn hafði lítið hægt á sér þegar hann skall á manninum. Varð maðurinn fyrir hægra frambrettinu og var höggið mikíð. Að sögn sjónarvotta, hljóp maðurinn út á götuna frá Nesti og virtist sem hann ætlaði að hlaupa norður yfir götuna. Sjúkralið var strax kallað á staðinn. Var maðurinn talinn með lífsmarki fyrst eftir slysið, en þeg- ar komið var með hann á slysa- deild Borgarspítalans, var hann látinn. Heildarafli jókst um 108% fyrstu tvo mán. 442 þúsund lestir á móti 211 þús. í fyrra HEILDARAFLI landsmanna reyndist vera 230.262 lestum meiri fyrstu tvo mánuði þessa árs en fyrstu tvo mánuðina I fyrra. Alls var aflinn f janúar og febrú- ar nú 442.194 lestir nú á móti 211.932 lestum f fyrra að þvf er segir f bráðabirgðaskýrslu Fiski- félags Islands og er aflaaukning- in þvf 108.6%. Vissulega liggur aukningin mest f loðnuaflanum, en annars hefur orðið aflaaukn- ing á öllum sviðum, bæði hjá bát- um, togurum og rækjubátum. Bátaaflinn er að þessu sinni 34.936 lestir á móti 21.361 lest á siðasta ári eða 13.575 lestum meiri. Afli togaranna er nú 33.795 lestir á móti 27.211 lestum og Útflutningsverðmæti vetrar- rækjunnar um 1200 millj. kr. RÆKUVEIÐI hefur gengið mjög vel alls staðar á landinu f vetur, þar sem hún er leyfð, nema í öxarfirði, þar sem gffurlegt seiðamagn hefur verið á ferðinni. Nú hefur Öxarfjörður verið opnaður aftur fyrir rækjubáta, gegn þvf að þeir noti svonefnda seiðafælu, en hún kemur f veg fyrir að eins mikið af seiðum gangi f trollið og áður. Gert er ráð fyrir að heildarrækjuveiðin geti orðið um 6000 lestir á þessari vertfð. ob er rækjuvertfð nú vfða að ljúka, en hún hðfst seint f haust. Þá má húast við að heildar- útflutningsverðið fari yfir 1200 millj. kr. Að þessu sinni var heimilað að veiða 2400 lestir af rækju I ísafjarðardjúpi, um 1800 lestir á Húnaflóa, 500 í Arnarfirði og 1000 í öxarfirði, auk þess sem á nokkrum stöðum er leyft að veiða nokkurt magn. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá nýtist rækjan um 20% til útflutnings, þannig að reikna má með að 1200 tonn af rækju verði flutt út í vetur. Fyrir kilóið af rækjunni hafa fengist 23—24 kr. sænskar að jafnaði og má því reikna með að fob. verðmæti rækjuútflutnings geti orðið kring- um 1200 millj. kr. er úthaldinu lýkur. Þeir rækjuseljendur, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, sögðu að vel hefði gengið að selja rækjuna í vetur. Yfirleitt Framhald á bls. 24. nemur aukningin þar 6.584 lest- um. Loðnuaflinn reyndist vera 370.150 lestir fyrstu tvo mánuði þessa árs, en var 161.343 lestir á sama tima I fyrra, er þvi loðnuafl- inn 188.807 lestum meiri. Rækjuaflinn jókst einnig mikið eða um 869 lestir, úr 1.611 lestum í 2.480 lestir. Þá jókst hörpudisks- afli úr 406 lestum i 761 lest, sem er 355 lestum meira, og annar afli er nú 72 lestir, en var enginn í fyrra. Halldór Pétursson teiknari er látinn HALLDÓR Pétursson listmálari andaðist úr hjartaslagi í Reykja- vík f gærmorgun, sextugur að aldri. Hann fæddist í Reykjavfk 26. sept. 1916, sonur Péturs Halldórssonar bóksala og borgar- stjóra og Ólafar Björnsdóttur. Halldór varð stúdent frá MR 1935, hann lauk prófi frá Kunsthándverkeskolen í Kaup- mannahöfn 1938 og prófi frá Minneapolis School of Art og nám stundaði hann við Art Students League New York árin 1942—1945. Frá 1945 hefur Halldór verið listmálari og teiknari í Reykjavík og er hann löngu landskunnur fyrir verk sin I oliumyndum, sjálf- stæðum teikningum, bókaskreyt- ingum o.fl. Margar mynda hans fóru víða um heim og má þar t.d. nefna teikningar sem hann gerði af heimsmeistaraeinvigi Fischers og Spasskys í skák í Reykjavík. Halldór gat á örskoti dregið upp myndir með penna sinum af þátt- um úr þjóðarsál íslendinga, mannlífi og ekki síður dýralífi. Kom það m.a. vel fram á yfirlits- sýningu á verkum hans á Kjar- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.