Morgunblaðið - 18.03.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.03.1977, Qupperneq 1
62. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Morðalda í Líbanon Beirút 17. marz Reuter. AP. MORÐIÐ á Kamal Jumblatt, einum helzta leiðtoga vinstrimanna f Lfbanon, hefur leitt af sér mikla öldu hefndarað- gerða, sem vitað er að hef- ur kostað að minnsta kosti 68 manns Iffið sl. sðlar- hring að því er áreiðanleg- ar heimildir f Beirút hermdu f kvöld. Tugir þúsunda manna komu til þorpsins Mukht- ara til að vera viðstaddir útför Jumblatts, sem skot- inn var til bana í gær ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sfnum á fjallvegi um 2 km frá Mukhtara. Ekki er enn vitað hverjir stððu að baki samsærinu, en þrfr menn á bifreið með fröskum númerum ðku í veg fyrir bifreið Jumblatts og skutu á hana með vél- byssum. Allar verzlanir og skólar í Beirút voru lokaðir i dag og fólk hélt sig innan dyra, eins og þegar borgarastyrjöldin stóð sem hæst, og útvarpið í Beirút sendi út sigilda tónlist. 58 kristnir menn voru myrtir sl. sólarhring í hérað- inu umhverfis Mukhtara, sem er um 50 km fyrir suðaustan Beirút, og í sjálfri Beirút er vitað um 10, sem féllu fyrir leyniskyttum. Selim al-Hoss, forsætisráðherra Líbanons, sagði í dag, að ljóst væri að þeir sem myrt hefðu Jum- blatt hefðu haft það eitt í huga að koma á ný af stað átökum I landinu. Ráðherrann var fulltrúi Eliasar Sarkis forseta Líbanons við útförina i dag og varð að ganga siðustu tvo kílómetrana að útfararstaðnum vegna hins mikla mannfjölda. Stjórnmálafréttaritarar I Beir- út segja að ógerningur sé að segja um hverjar afleiðingar morðið á Jumblatt muni hafa í för með sér, en segja að gífurleg spenna sé komin upp í landinu, sem er rétt að byrja að jafna sig eftir hið blóðuga borgarastrið. Tugþúsund- ir lögreglumanna og hermanna úr gæzluliði Sýrlendinga leita morð- ingjanna, en leitin hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Lfk Jumblatts og aðstoðarmanna hans tveggja á viðhafnarbörum f gær. AP-símamynd. Aftökur hafnar í Kína Peking 17. marz Reuter—AP—NTB. ÞRtR menn voru teknir af Iffi f Kanton f Suður-Kína f dag eftir að hafa verið sekir fundnir um njósnir að þvf er áreiðanlegar heimildir f Peking hermdu f dag. Samkvæmt veggspjöldum f Kant- on mun einn hinna lfflátnu hafa verið tvö ár f fangelsi, en ekki er sagt um hina. Á sömu veggspjöld- um er Liu Chu-yi, leiðtogi kommúnistaflokksins f Kanton sakaður um að hafa verið í slag- togi með Chiang Ching, ekkju Mao Tse-tungs og samstarfsmönn- um hennar þremur, sem nú eru f fangelsi sökuð um að hafa undir- búið byltingu. Chu-yi er sakaður um að hafa útvegað Lin Piao heitnum, fyrrum varnarmálaráð- herra Kfna, brynvarða bifreið og látið ósæmilegt kynferðislff við- gangast í verksmiðju, sem hann vann við. Ekki er vitað hvort þessar af- tökur standa í einhverju sam- bandi við fréttir frá Shanghai um að æðsti dómstóllinn þar hafi dæmt 26 menn til dauða fyrir gagnbyltingarstarfsemi, en heimildir f Peking herma að dauðadómunum verði fullnægt þegar í stað. Þá hafa einnig borizt óstaðfestar fregnir um aftökur í Changsha og Wuhan. Fregnir frá Peking herma að í Shanghai hafi verið hengt upp veggspjald með nöfnum og sakar- giftum mannanna 26 og sam- kvæmt því hefur einn hlotið dauðadóm fyrir að reyna að koma í veg fyrir gagnrýni á atferli „Gróf brot á mannrétt- indum koma öllum við” sagði Carter í rædu hjá S. I>. Sameinuðu þjóðunum 17. marz AP. Reuter. JIMMY Carter Banda- rfkjaforseti ávarpaði f kvöld fastafulltrúa aðildar- rfkja Sameinuðu þjóðanna í aðalstöðvum þeirra í New York og hvatti meðal ann- ars til þess að mannrétt- indanefnd S.Þ. flytti bæki- stöðvar sínar frá Genf til New York, þar sem fjöl- miðlar gætu betur fylgzt með störfum hennar og örvað hana til að takast heiðarlega á við hin við- kvæmu mannréttindamál. Carter sagði að leitin að friði og réttlæti þýddi einnig virðingu fyr- ir mannréttindum. Hann sagði að engin aðildaþjóð S.Þ. gæti haldið þvf fram, að misþyrming þegn- Spánn: Flestir fangar úr haldi fyrir páska Madrid 17. marz. Reuter. AP. FLEST bendir nú til þess að mik- ill meirihluti þeirra 170 pólitfsku fanga, sem enn eru f haldi í fang- elsum á Spáni, verði látnir lausir fyrir páska eftir tilkynningu rfkisstjórnarinnar f dag um enn frekari tilslakanir hvað náðun snertir. Þá tilkynnti stjórnin einnig að tvö Baskahéruð og Kata- lónfuhérað mundu fá takmarkaða sjálfsstjórn. 1 Baskahéruðunum, Guipuzcoz og Vizcaya, veður sett á stofn héraðsráð, sem m.a. mun fara með fjárhagsáætlanir þeirra Framhald á bls. 18 anna væri algert innanríkismál. Carter nefndi enga þjóð með nafni, en sagði að þegar gróf og útbreidd brot á mannréttindum ættu sér stað f blóra vió alþjóðleg- ar samþykktir kæmi það öllum við. Hann sagði: „Hátíðleg heit stofnskrár S.Þ., mannréttindayf- irlýsingu S.Þ. og mannréttindayf- irlýsingu Helsinkisáttmálans verður að taka jafnalvarlega og viðskiptasamninga og samninga um öryggismál". Carter sagði að hann vissi eins og allir aðrir að mannréttindamál í Bandaríkjunum hefó’,’ ekki allt- af verið í heiðri höfð, en banda- ríska þjóðin væri ákveðin í að takast á við vandann og bæta úr misrétti á skjótan hátt fyrir opn- um tjöldum. 1 ræðu sinni lagði Carter einnig áherzlu á að Bandaríkin væru reiðubúin að vinna að mótun trausts efnahagslífs í heiminum, sem tryggði þjóðum heims betri kjör. Hann sagði, að hann myndi leggja höfuðáherzlu á gerð nýs SALT-samnings, en Bandaríkin gætu ekki leyst vandamál tak- mörkunar vigbúnaðarkapp- hlaupsins með einhliða aðgerðum og ljóst væri að erfiðir samningar væru framundan. Chiang Chings og samstarfs- manna hennar þriggja. Sagt er að dauðadómarnir séu í samræmi við tilskipun miðstjórnarinnar um hvernig tekið skuli á gagn- byltingarstarfsemi. Fregnir frá Hong Kong í dag hermdu að tveir valdamiklir héraðsleiðtogar í Kína, sem sæti eiga í miðstjórn kommúnista- flokksins hafi byrjað mikla her- Framhald á bls. 18 Indland: Nýjar kosningar í átta kjördæmum Nýju Delhf 17. marz Reuter. AP YFIRKJÖRSTJORNIN á Ind- landi hefur fyrirskipað að nýjar kesningar skuli fara fram f átta af 300 kjördæmum landsins á morg- un og laugardag vegna ásakanna um að brögð hafi verið f tafli f þeim kjördæmum. Vitað er að fimm manns hafa fallið f óeirðum vegna kosninganna, sem hófust f landinu f gær og standa fram á sunnudag. Mestu ólætin urðu f Biharhéraði og Vestur-Bengal. Talsmaður Janata-flokksins, sem er flokkasamsteypa and- stöðuflokka Kongressflokks Indiru Ganhdis, sagði á fundi með fréttamönnum í Nýju Delhí f dag, að útsendarar Kongressflokksins hefðu náð yfirráðum yfir mörgum kjörstöðum, en samkvæmt tilskip- un frá yfirstjórninni hafa báðir flokkar heimild til að hafa menn á verði á kjörstöðum til að tryggja að ekki verði hróflað við atkvæða- kössum áður en atkvæði verða talin, talning mun ekki hefjast fyrr en á sunnudag er öllum kjör- stöðum í landinu hefur verið lok- að. Eru allar hurðir og gluggar á kjörstöðunum innsiglaðir. Alls verða kosnir 542 þingmenn til neðri deildar indverska þings- Framhald á bls. 18 Færeyjar: Vilja skera afla Breta niður um allt að 50% Ivondon 17. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. SAMTÖK brezkra fiskimanna hafa sent rfkisstjórninni orðsendingu þar sem látnar eru f ljósi miklar áhyggjur vegna tilboðs Færeyinga til Breta um veiðar innan 200 mflnanna við Færeyjar. Ekkert hefur verið birt opinberlega um þetta til- boð enn, en samkvæmt þvf sem fram kemur f orðsendingu sam- taka fiskimanna f Skotlandi til- kynna Færeyingar 50% niður- skurð á þorskveiðum Breta við Færeyjar f marz og aprfl og nær 40% á ársgrundvelli. 1 orðsendingu skozku fiski- mannanna segir að brezka stjórnin verði að benda Færey- ingum á að þeir hafi veitt fjór- falt meira magn af fiski á brezkum miðum en Bretar hafa veitt við Færeyjar og þvf verði þeir að koma með hagstæðara tilboð. Edward Taylor, Skotlands- málaráðherra f skuggaráðu- neyti thaldsflokksins sagði við fréttamenn, er hann hafði feng- ið afrit af orðsendingunni, að það væri ömurlegt til þess að vita að Bretar töpuðu fiskiorr- ustum og væru f jarri samkomu- lagi um brezka einkalögsögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.