Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Húsavfk 17. man. UTFÖR Hermóds Guðmunds- sonar f6r fram að Nesi f Aðaldal f dag að viðstöddu meira fjölmenni en mun hafa sézt þar um sveitir og þar mættu gestir frá hinum fjarlægustu stöðum á landinu. Húskveðja hófst að heimili Her- móðs, Árnesi, klukkan 14, en Árnes er f sama túni og Nes- kirkja. Húskveðjuna fluttu Vig- fús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri, og prófasturinn, sr. Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað. Ur heimahúsum báru kistuna börn og tengdabörn þeirra Árneshjóna. í kirkju fluttu ávörp Þorgrimur Starri Björgvinsson f Garði og Stefán Jónsson alþingis- Framhald á bls. 18 Gylfi og Lúdvík: Bragi Valur Bragason MAÐURINN, sem beið bana f um- ferðarslysinu á Vesturlandsvegi f fyrradag, hét Bragi Valur Braga- son, til heimilis að Vesturgötu 55A, Reykjavík. Bragi heitinn var fæddur 6. júlf 1946 og því þritugur að aldri þeg- ar hann lézt. Hann var einhleyp- ur, en bjó með móður sinni. KR bikar- meistari í körfubolta KR-ingar urðu bikarmeist- arar f körfuknattleik. Þeir sigruðu Njarðvíkinga í úr- slitaleik keppninnar í Laugardalshöll f gærkvöldi með 61 stigi gegn 59 í æsi- spennandi leik. Nánar á morgun. Stydja tillögu Eyjólfs Konráðs EYJÖLFUR Konráð Jónsson mælti f gær f sameinuðu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar um greiðslu rekstrar- og afurðar- lána til bænda þess efnis, að rfkis- stjórnin „hlutist til um, að við- skiptabankar greiði rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins beint til bænda.“ 1 greinargerð með til- lögunni er m.a. vfsað til ályktun- ar almenns bændafundar, sem haldinn var á Blönduósi fyrir skemmstu, þar sem segir, að stærsti aðili sauðfjárafurða „hef- ur ekki skilað réttu verði á rétt- um tfma til sláturleyfishafa." Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, taldi ýmsa ann- marka á framkvæmd þeirrar lána- leiðar, sem tillagan gerir ráð fyr- ir, og benti á aðra möguleika, er til greina kæmu til að rétta hlut bænda að hans dómi. Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, lýsti hins vegar yfir stuðningi sínum við tillöguna, þótt hann teldi að taka þyrfti á lánamálum bænda á breiðara grundvelli. Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, lýsti einnig yfir stuðningi sfnum við tillöguna. Framsaga Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar er birt í heild á þingsiðu blaðsins f dag. En efnisatriði úr ræðum annarra verða rakin á þingsfðu síðar. Nokkrir þingmenn vóru á mælendaskrá er umræðu var frestað. Lj«sm. Hjaltl Clslason. HÖRKUÁREKSTUR — Tveir utanbæjarbflar, annar með X-númeri og hinn með K-númeri, lentu f miklu umferðaróhappi á Lækjartorgi f gærdag. Hafnaði annar bfllinn á hliðinni en hinn á staur. Sex manns voru fluttir á slysadeild, en meiðsli munu hafa verið minni háttar. Straumrof komid dagsett f Kaupmannahöfn 18.—25. janúar þ.á. Er fróðlegt að minnast þess, að á þeim dögum er Halldór Laxness að vinna að öðru og harla ólíku verki, sem var Sjálfstætt fólk. Leiktjöldin, sem voru eftir leik- stjórann, Gunnar Hansen, þóttu nýstárleg: veiðikofinn í öðrum og þriðja þætti þaklaus, svo að sá til lofts og um kring. í fyrsta þætti sá til Esjunnar yfir stofuveggina. En miklu nýstárlega þótti leikritið sjálft, sem olli talsverðri hneyksl- un. Einkum mun það hafa verið lýs- ingin á sálarlifi frú Gæju Kaldan, sem þótti háskaleg. 1 auglýsingum um leikinn stendur, að hann sé bannaður börnum. Vafalaust er, að leikritið var á undan sfnum tíma hérlendis. Nú, meira en fjörutfu árum sfðar, er hrein- skilni leiksins og þróttmikill stfll í fullu gildi, og ljóst að verkið er ekki timabundið, þó að höfundur léti það gerast i miðpunkti ákveð- ins íslenzks samtíma." Nafn manns- ins sem lézt LEIKRIT Halldórs Laxness, Straumrof, kom út f bókarformi hjá Helgafelli f fyrradag, sama dag og leikritið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavfkur. Leikritið er skrifað árið 1934 og gaf Krist- inn E. Andrésson það út skömmu sfðar. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur segir svo á bókarkápu hinnar nýju útgáfu Straumrofs: „Straumrof var frumsýnt í Iðnó 29. nóvember 1934. Sama dag kom leikritið út, en annars var það Vinnuveitendasamband Islands: Hækkun vísitölu 73,3% — ef gengið verður að öllum kröfum ASI VINNUVEITENDASAMBAND tslands hefur gert spá um þróun verðlags á árinu 1977 á grundvelli þess að gengið yrði að öllum kröf- um Alþýðusambands Islands f yfirstandandi kjaradeilu. Sam- kvæmt spánni er gert ráð fyrir að meðallaun hækki um 104,8% og laun lægsta taxta Dagsbrúnar hækki um 167,6%. Niðurstaðan er þá að framfærsluvfsitalan hækki 1. ágúst um 49,1% miðað við 1. ágúst á undan og að hækkunin verði 73,3% hinn 1. nóvember 1977 miðað við 1. nóvember 1976. Vinnuveitendasambandið gerði þessa spá á grundvelli spurning- ar, sem Morgunblaðið lagði fyrir það um kröfur Alþýðusambands- ins. 1 forsendum fyrir útreikning- um sfnum gerir VSÍ ráð fyrir að útflutningsatvinnuvegirnir rísi ekki undir þeirri kostnaðarhækk- un, sem launahækkun hefur i för með sér, og því muni koma til talsverðrar gengisfellingar, jafn- vel allt að 15 til 20%. Spáin bygg- ir einnig á spá Þjóðhagsstofnunar um þróun verðlags og launa fram til 1. júní 1977. Ennfremur grund- vallast hún á þeim launahækkun- um, sem framundan eru, ef kröf- ur ASÍ ná fram að ganga, en ekki er hugað að öðrum atriðum eins og þróun eftirspurnar, skatt- heimtu og peninga- og lánamál- um, sem vissulega geta haft áhrif á þróun framfærsluvfsitölunnar. Spá Vinnuveitendasambands- ins er birt i heild á bls 22 i Morgunblaðinu í dag. Hæstiréttur fínnur að rann- sókn í manndrápsmáli MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér dómsins I málinu gegn Sigurgeir Einari Karlssyni, en frð dómsniður- stöðu var skýrt I blaðinu I gær. Þyngdi Hæstiréttur dóminn úr 4 árum, sem var niðurstaða saka dóms Snæfells- og Hnappadals- sýslu I 5 ár og 6 mánuði. Ein helzta ástæðan mun hafa verið sú. að dómur undirréttar var fyrir neð- an þau mörk, sem 211. grein al- mennra hegningarlaga segir til um, en þar er tiltekið að vægasta refsing við manndrápi skuli vera 5 ára fangelsi. Dómurinn yfir Sigur- geir mun vera sá vægasti, sem um getur I manndrápsmáli hérá landi. i dómi Hæstaréttar eru gerðar athugasemdir við rannsókn málsins, og er það óvenjulegt Segir svo orðrétt i dómnum „Rannsókn máls þessa hefur verið i höndum fimm dómara Hefur hún eigi verið jafn rækileg sem skyldi. Við frumrannsókn málsins hefði þurft að prófa ákærða frekar en orðið er um aðdraganda að átökum þeirra Rafns Svavarssonar, og um átök þeirra og beitingu ákærða á eggvopni gegn hinum látna Gaf krufningarskýrsla. er lýsir einstökum sárum á llkinu, og efni (ástæðu) til að spyrja ákærða nánar um hnlfs- stungur. Enn fremur var ástæða til að samprófa ákærða og vitni. Ákærði gaf skýrslu fyrir sakadómi 14 maí 1975 Eigi var hann próf- aður að nýju fyrir dómi, fyrr en 14 júll s á , en nauðsyn bar til.að hraða dómprófum yfir ákærða Eigi voru ákærða kynnt ákvæði 2 málsgr 77 gr laga nr. 74/ 1 974, eftir þv! sem bókað er I þingbók. er hann kom fyrir dóm 1 4 júlí 1 975 og 11. júní 1 976, en hann gaf skýrslur I báðum þessum þinghöldum. Bróðir ákærða, Birgir Karlsson. gaf skýrslu fyrir rannsóknarlögreglu 14 mai 1 975 og fyrir sakadómi Reykjavikur 17. desember 1975, en i hvorugt skipti var honum bent á heimild sina til að skorast undan vættisburði, sbr 5 tölulið 89 gr laga nr. 74/ Framhald á bls. 18 út hjá Helgafelli Geysifjölmenn útför Hermóðs í Árnesi Fyrsta landsmót ís- lenzkra barnakóra TÓNMENNTARKENNARAFÉL- AG tslands efnir til fyrsta lands- móts (slenzkra barnakóra dagana 19. og 20. marz. Mótið fer fram í Reykjavfk, og taka II kórar með um 360 nemendum þátt f mótinu víðsvegar að af landinu. Tilhögun mótsins verður í aðal- atriðum á þá leið, að laugardag- inn 19. marz munu kórarnir hitt- ast til æfinga eftir hádegi í Há- skólabiói, en um kvöldið verður kvöldvaka í Vogaskóla. Sunnu- daginn 20. marz verða opinberir tónleikar í Háskólabfói og hefjast þeir kl. 13. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og útvarpað síðar. Kórarnir koma fram hver í sinu lagi og einnig sameiginlega, og frumflytja m.a. nýtt lag eftir Jón Ásgeirsson tónskáld, sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni við kvæði Tómasar Guðmunds- sonar „Garðljóð“. Markmiðið með mótinu er að efla tónmennt í skólum landsins og örva kórsöng sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.