Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 11 Guðni Pálsson, yfirkokkur mötuneytisins, leggur sfðustu hönd á skreytingu rjómatertu og Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri, fylgist með. Nýtt mötu- neyti tekið í notkun hjá Vinnslustöð- inni í Eyjum • VINNSLUSTÖÐIN I Vest- mannaeyjum tók nýverið I notkun nýjan matsal fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Mat- salur þessi er um 600 fermetrar að gólffleti með vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk og tekur salur- inn milli 200 og 250 manns 1 sæti en gert er ráð fyrir að milli 100 og 150 manns matist þarna fyrst um sinn en auk starfsfólks Vinnslustöðvar- innar verður þarna einnig að- staða fyrir starfsfólk tveggja minni fiskverkunarhúsa. Við þetta nýja mötuneyti starfar einn kokkur auk þriggja stúlkna. sem vinna þar á mestu annatlmunum. Tækjabúnaður mötuneytisins er allur nýr og vinnuaðstaða góð. Við opnun mötuneytisins 4. marz sl. var starfsfólki Vinnslustöðvar- innar boðið til kaffisamsætis og tók Sigurgeir 1 Eyjum með- fylgjandi myndir við það tæki- færi. Starfsfólk gæðir sér á kræsingum — rjómatertum, brauðtertum og öðrum kræsingum, sem Guðni og starfsfólk hans báru fram. Um eða yfir 200 manns, starfsfólk Vinnslustöðvarinnar, iðnaðar- menn og fleiri gestir þágu veitingar, þegar mötuneytið var tekið 1 notkun. Franska sendi- ráðið skiptir um verzlunarfulltrúa VERZLUNARFULLTRÖA Frakklands, Daniel Parel, sem starfað hefur hér á landi síðan í ágúst 1973, hefur verið falið að taka við verzlunardeild franska sendiráðsins í Zagreb i Júgóslavíu. Daniel Paret er fæddur 1942 og var aðstoðarverzlunarfulltrúi i Frankfurt am Main, í 6 ár. Ný- skipaður verzlunarfulltrúi Frakk- lands, Robert Puoblan, er væntanlegur til landsins um mánaðamótin. Ráðstefna um málef ni fólks með sérþarfir FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Vesturlands og Samtök sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi efna til ráðstefnu um málefni fólks með sérþarfir föstudaginn 18. marz. Ráðstefnan verður haldin í samkomuhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 13.15. Framsögumenn verða Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi sem ræðir um kennslu og þjálfun fólks með sérþarfir og þá mögu- leika sem fyrir hendi eru á því sviði og örn Bjarnason skólayfir- læknir sem gerir grein fyrir sam- starfi skóla- og heilsugæzlustöðva um miðlun upplýsinga, greiningu og meðferð. Að erindum loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Til þessarar ráðstefnu eru sérstaklega boðaðir sveitar- stjórnarmenn, læknar og hjúkr- unarfólk heilsugæzlustöðva, skólastjórar og formenn skóla- nefnda, sérkennarar og sóknar- prestar svo og aðrir áhugamenn um þessi mál. Þangað koma og fulltrúar frá heilbrigðis- og menntamálaráðuneytinu. INNLENT Lúðratónleik- ar á Selfossi NÆSTKOMANDI laugardag 19. marz kl. 5 halda Lúðrasveit Selfoss og Lúðrasveit Hafnarfjarðar sam- eiginlega hljómleika f Selfossbfói. Þetta er í 3ja sinn sem þessar lúðrasveitir hafa með sér þetta samstarf. Fyrir ári siðan voru haldnir sams- konar hljómleikar í Bæjarbíói i Hafnarfirði, þar áður á Selfossi. Alls eru um 50 hljóðfæraleikarar í báðum sveitunum. Stjórnendur eru Ásgeir Sigurðsson og Hans Ploder. Efnisskrá hljómleikanna verður fjölbreytt, meðal annars kemur fram 7 manna dixielandhljómsveit skip- uð mönnum úr báðum lúðrasveitunum. V. vió kynnum árgerð 1977, laugardaginn 19/3 og sunnudaginn 20/3, kl. 1432 -189® SNIÐILL HF. - Skoda umbodid - Oseyri 8 - Akureyri þú gerir hvergi betri kaup AMIGO 105 - kr. ca. 860.000.- AMIGO 120 L - - - 960.000.- AMIOO 120 LS • - - 10)0.000- þetta eiga bílar ad kosta Skoda Amigo er mjog falleg og stilhrem bifreið. Hún er búirt tjölda tæknilegra nýjunga og örygglð hefur verið aukió til muna. Komið og skoðið þessa einstöku bifreið á bílasýningM okkar. HF Tékkneska bifietóœmboóió ó Isbndi AUOMtKKU 44-46 - KÖWMOGl - SIMI 42600 yJÖFUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.