Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 PERSONU DRAMA Sjónleikur eftir Halldór Laxness. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikhljóð: Guðmundur Guðmundsson. PERSÓNUDRAMA kallar Halldór Laxness Straumrof. Það eru orð að sönnu. Frá glimu sinni við Sjálfstætt fólk í byrjun árs 1 934 tekur hann sér frí í viku og semur Straumrof. Leikritið var frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavík- ur 29. nóvember 1 934 Sýn- ingar urðu aðeins fimm. Haft er eftir Ragnari Jónssyni að á frumsýningunni hafi fólk ým- ist setið með samanbitnar varir eða fagnað ákaft. Nú eru betri timar fyrir Straumrof. Gagnrýnendur munu varla leggja siðferði- legt mat á verkið eins og sumir þeirra gerðu á sínum tíma. Óhætt mun vera að taka undir orð höfundar: ,,Það er ekki verið að reyna að búa fólki til neinar sérstak- ar farsælli lausnir á vanda- málum Og ekki heldur verið að toga neinn út í ólifnað." Ennfremur: „Þarna er ekki lagt af stað til að berjast á móti neinum sérstökum mis- fellum i þjóðfélaginu. Ekki til að boða neina hugsjóna- stefnu heldur." í leikskrá er sagt frá þvi að Halldór Laxness hafi skrifað leikdóma fyrir Alþýðublaðið Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON veturinn 1932. Þá skrifaði hann m.a. um Fröken Julie eftir August Strindberg Að- dáun Halldórs á Strindberg er löngu kunn. Um hana má til dæmis lesa í Ungur eg var Áhrif frá Strindberg eru greinileg i Straumrofi, en ástæðulaust að gera mikið úr þeim. Ibsen kemur líka upp í hugann. Meira er um vert að með þessu verki leggur Hall- dór fram sinn skerf til raun- sæilegra leikbókmennta. Straumrof er fyrst og fremst raunsæisverk þar sem innsæi höfundar í mannlegt eðli, ekki síst skilningur á konunni nýtur sín. Það eru betri borgarar í Reykjavík sem við kynnumst í Straumrofi. í fyrsta þætti fer leikurinn fram í stofu Kald- anshjóna, annar og þriðji þáttur gerist í veiðiskála þeirra til heiða. Umheimin- um kynnumst við gegnum útvarp þar sem þulur (Pétur Pétursson) er sí og æ að segja frá sömu aftökunni i Rússlandi og lesa auglýsing- ar þess á milli. Sveitafólkið, sem dóttirin á heimilinu hef- ur samskipti við þegar hún er með foreldrum sínum i veiði- skálanum, vekur hrylling frú- arinnar á sama hátt og hús- bóndinn þolir ekki vondar fréttir útvarpsins. Einkalifinu er ógnað af því sem er fyrir utan Húsbóndinn er heilsu- veill, frúin leikur hlutverk fyri rmyndareiginkonunnar dyggilega og móðurinnar sem lætur sér svo annt um dótturina að hún rænir hana öllu sem hún eignast, jafnt hundi sem kærasta. Til tíð- inda dregur i veiðiskálanum. Dóttirin er farin að skemmta sér með dóttur héraðslæknis- ins og vinum hennar, unn- usti nr. 2, verkfræðingurinn Dagur Vestan, grípur í tómt þegar hann loksins birtist. Straumrof verða og válegir atburðir gerast. Frúin, Gæa Kaldan, vaknar til lífsins og neitar að vera stofustáss i framtíðinni. Hún er reiðubúin að hefja baráttu við dótturina um hylli unnustans, enda um gömul kynni að ræða. Gæa Kaldan er miðpunkt- ur verksins. Þegar hún brýzt út úr skelinni eru viðbrögð hennar ofsaleg. Undanfari þeirra er trúverðugur frá hendi höfundar. Hann dreg- ur upp mynd efnaheimilis með tveimur brúðum, Gæu og dótturinni Öldu Hús- bóndinn hefur lítinn tíma af- lögu fyrir mæðgurnar. Hann þarf að sinna viðskiptum, en gætir vel borgaralegs öryggis heimilisins. Að koma sér áfram skiptir mestu í hans augum. Þess vegna fellur honum ekki í geð hið sjald- gæfa blóm, Már Yman, unn- usti dótturinnar nr. 1 . Már er tónskáld og veikasta persóna leiksins, nánast skopstæling. Stofuþátturinn er fyndinn og skemmtilegur, en há- punkti nær verkið í veiðiskál- anum. Dramatísk spenna þess verður þá mikil. Þetta verk er ef til vill heilsteypt- asta leikrit Halldórs Laxness. Þar með er ekki sagt að það sé merkara en t.d. Prjóna- stofan eða Dúfnaveislan. Einkum í fyrsta þætti eru samtöl nokkuð óráðin eins og ekki sé Ijóst hvert höfundur- inn stefnir. En verkið gengur upp i lokin. Leikstjórinn hefur Margrét Helga Jóhannsdóttir (Gæa Kaldan) og Hjalti Rögn- valdsson (Már Yman) Margrét Helga Jóhannsdóttir (Gæa Kaldan), Jón Sigur- björnsson (Loftur Kaldan) og Arnar Jónsson (Dagur Vestan) valið því raunsæilega um- gjörð, reynir sem betur fer hvergi að skrumskæla það Verkið er þess eðlis að það býður varla upp á nema eina leið til túlkunar. Efni þess er jafntimabært nú og á fjórða áratugnum Það er einmitt fróðlegt að bera það saman Ragnheiður Steindórsdóttir (Alda Kaldan) við nútímaleikrit sem fást við að lýsa firringu og innilokun fólks. Straumrof bera að sjálfsögðu svip sins tíma, annað væri óeðlilegt, og þannig á að leika það. En þetta persónudrama eða könnun á því sem býr undir glæstu yfirborði ber skarp- skyggni og mannþekkingu höfundar vitni. Það kemur því ekki á óvart þegar Halldór Laxness á í hlut. Aftur á móti er það skrýtið að þetta leikrit skyldi ekki fyrr endurvakið í íslenzku leikhúsi og ber að þakka Leikfélagi Reykjavikur fyrir framtakið Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri hefur unnið þessa sýn- ingu af alúð, enda er verkið henni hugleikið af blaðavið- tölum að dæma. Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar er í anda verksins og búningar Andreu Oddsteinsdóttur auka gildi sýningarinnar. Mynd stofunnar i upphafi leiksins undirstrikar tómleika þess lífs sem þar er lifað. Veiðiskálinn er líkt og fyrir- heit um annað betra um leið og þrumuveðrið boðar ná- lægð ókunnra afla. Jón Sigurbjörnsson lék Loft Kaldan, föðurinn. Jón náði sterkum tökum á þessu hlutverki. Jafnvel í þögninni lýstu svipbrigði hans persón- unni vel. Gæa Kaldan, móð- irin, er leikin af Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Hún gæddi þetta hlutverk því lifi, sem það felur í sér, leikur hennar í senn ísmeygilegur og hreinn og beinn. Alda Kaldan naut sín í sannferð- ugri túlkun Ragnheiðar Steinþórsdóttur. Hjalti Rögn- valdsson lék Má Yman og gerði lítið til að draga úr ýkjumynd höfundar af þess- ari persónu. í fyrstu virtist Arnar Jónsson ætla að ástunda einhvern sönglanda í túlkun Dags Vestan, en óx eftir því sem leiðá sýninguna og skilaði hlutverkinu af myndugleik. Ása Helga Ragnarsdóttir lék þjónust- una, smáhlutverk. Hið gleymda leikrit, Straumrof, vann sinn sigur. Sýning Leikfélagsins mun að öllum líkindum skipa því verðugan sess meðal leikrita Halldórs Laxness. En margir munu velta því fyrir sér hvers vegna ekki varð framhald af Straumrofi Skýringin er auðvitað sú að skáldið hvarf aftur inn í heim Sjálfstæðs fólks og fél- agslegra viðfangsefna. Það leit á það sem hlutverk sitt að berjast gegn „misfellum í þjóðfélaginu" og hóf fyrir al- vöru boðun „hugsjóna- stefnu" sinnar. Það var leið Halldórs Laxness frá hinu persónulega og einstaka til hins almenna, þess sem lá í loftinu í samtima hans og varð um sinn ofan á í bók- menntum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.