Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIO. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 13 THOREX-HCSGÖGN KYNNT — Þessa dagana stendur yfir i JL- húsinu sýning á Thorex-húsgögnum en á myndinni eru Sigurður Karlsson (t.v.) Kristján S. Wiium og Guðmundur Wiium. Ljðsm. Mbl. Friðþjófur. Bjóða upp á ósam- ansett húsgögn — máluð eða ómáluð NYLEGA hófu bræðurnir Guðmundur og Kristján S. Wiium i Hveragerði framleiðslu á húsgögnum og fleiru, sem Sigurður Karlsson hefur teiknað og hingað til framleitt undir nafninu Thor- ex. Fyrirtæki þeirra Guðmundar og Kristjáns verður framvegis rekið undir nafninu Thorex s/f og hyggjast þeir framleiða raðhúsgögn og fleiri nytsama hluti úr hraðpressuðum spónaplötum, samsett með sérstökum járn- festingum, „Thorex-system". Sigurður Karlsson hannaði fyrrnefndar járnfestingar og hefur hann nú sótt um einka- leyfi á þeim. Húsgögn frá þeim Guðmundi og Kristjáni verða á boðstólum ósamansett og ýmist máluð eða ómáluð. Kaupandinn kaupir hverja einingu í samröðunina þ.e. plötur, skrúfur og festingar innpakkað í pappaöskju en húsgögnin má setja saman með ýmsum hætti. Þá gefst tækifæri til að breyta um lit á hús- gögnunum og einnig má nota hinar einstöku einingar i mis- munandi samsetningar. JL-húsið mun framvegis annast sölu Thorex- húsgagnanna á StórReykja- víkursvæðinu og þessa dagana stendur yfir í húsakynnum fyrirtækisins sérstök sýning á fyrrnefndum húsgögnum og m.a. verður Sigurður Karlsson hönnuður húsgagnanna staddur á sýningunni og kynnir þar ýmsa möguleika þessara húsgagna. Afbragds afli hjá V estfjarðabátum í febrúarmánudi AFLI Vestfjarðabáta var af- bragðsgóður f febrúarmánuði enda einstaklega góðar gæftir. Fékkst bæði góður afli á lfnu og f botnvörpu. Var aflaaukningin milli mánuðanna febrúar og janúar 65%. í yfirliti frá Jóni Páli Halldórs- syni, trúnaðarmanni Fiskifélags Islands á ísafirði, kemur fram að heildaraflinn í febrúar var 7.658 lestir, og er heildaraflinn frá ára- mótum þá orðinn 12.561 lest. í fyrra var febrúaraflinn 4.640 lest- ir og heildaraflinn frá áramótum 10.801 lest. Verðfali landverka- fólks hófst þá um miðjan febrúar og stóð til mánaðamóta. Lágu róðrar Ifnubáta að miklu leyti niðri á þessu tímabili af þeim sökum. 37 (35) bátar frá Vestfjörðum stunduðu bolfiskveiðar í febrúar, reru 28 (26) með línu, 9 (8) með botnvörpu, en enginn (1) var ennþá byrjaður með net. Afli línubátanna var nú 4.186 lestir í 567 róðrum eða 7.38 lestir að meðaltali í róðri, en í fyrra var afli línubátanna i febrúar aðeins 2.566 lestir. Afli togaranna var 3.472 lestir í febrúar, en var 2.074 lestir i fyrra eða um 45% heildar- aflans bæði árin. Aflahæsti línubáturinn í febrú- ar var Vestri frá Patreksfirði með 224.0 lestir í 21 róðri, en hann var einnig aflahæstur i fyrra með 155.3 lestir. Guðbjörg frá ísafirði hafði mestan afla togaranna i febrúar, 510.2 lestir, en í fyrra var Bessi frá Súðavik með mestan afla í febrúar, 317.0 lestir. Willis Jeep til sölu 1955 Alveg ný blæja, ný gróf- munstruð dekk, vél og kassi góður, bremsukerf- ið, kúplingsdiskur og pressa ný. Geymir og startari nýlegt. Góður blll. Verð kr. 720 þús. Skipti hugsanleg. Upplýsingar I síma 20620 é daginn og 43898 ð kvöldin. „Vonarland” — vistheimili fyrir vangefna á Austurlandi FYRIR skömmu rann út frestur til að skila tillögum um nafn á væntanlegt vistheimili fyrir van- gefna á Austurlandi, sem Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi mun reisa á Egils- stöðum. Tillögur um allmörg nöfn bárust f þessa samkeppni, og verðlaunum var heitið fyrir þá tillögu sem fyrir valinu yrði. Nú er búið að velja úr tillögun- um, og það nafn, sem fyrir valinu varð, er VONARLAND. Höfund- ur þeirrar tillögu reyndist vera Sveinlaug Þórarinsdóttir, Neskaupstað, og hefir hún því unnið til verðlaunanna. Styrktarfélagið vill þakka öll- um þeim, sem þátt tóku í þessari samkeppni, fyrir ágætar tillögur þeirra og góðan hug til félagsins og starfsemi þess. Farið er nú að hilla undir, að vistheimilið Vonarland risi. Þar verður um að ræða sex hús fyrir vistmenn, og verður hvert þeirra 200 fm að stærð. Auk þess verður tengigangur milli húsanna og hús fyrir líkamsrækt og sunlaug. Verður þetta byggt í þremur áföngum. í fyrsta áfanga verða byggð tvö hús fyrir átta einstaklinga svo og þjónustuaðstaða. Teikningar og útboðsgögn eru senn tilbúin og verður þá verkið boðið út. Stefnt er að þvi, að framkvæmdir geti hafizt í mai. Arkitektarnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir hafa teiknað byggingarnar. Gert er ráð fyrir þvi við teikningu bygginga og allt skipulag byggingasvæðis- ins, að unnt sé að stækka siðar og byggja við. b.S. Kiwanis- félagar Kiwanishúsið verður til sýnis í kvöld 18. marz kl. 20 — 23. Allir Kiwanisfélagar velkomnir. Hússtjórn Kiwanis. BANKASTRÆTI g-14275 LAUGAVEGUR 21599 bu.ruv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.