Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 15 Hús sparisjóðs Reykjavtkur og négrennis við SkólavörSustfg. FORMAÐUR stjómar SparisjóBs Reykjavlkur og nigrennis, Jón G. Tómas-I son, hrl, og Baidvin Tryggvason, sparisjóSsstjóri. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Ætlar með lánastefnu að stuðla að byggðajafnvægi í Reykjavík SPARISJÓOUR Reykjavíkur og nágrennis er 45 ára um þessar mundir, en hann var stofnaSur 23. janúar 1932 og tók til starfa 28. april það ár. IðnaSarmannafálagiS f Reykjavfk ákvaS á fundi f janúar fyrir 45 árum aS stofna sparisjóS- inn og hinn 5. marz höfSu 63 menn skrifaS undir sem ábyrgSar- menn. Einn helzti forgöngumaSur aS stofnun sjóSsins var Jón Þor- láksson, fyrrverandi forsætisráS- herra og sfSar borgarstjóri. Jón varS formaSur stjómar SparisjóSs- ins og gegndi þeim starfa til dauSadags. í tilefni þessa afmælis boðuðu Jón G. Tómasson, formaður sjóðs- stjórnar, og Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, blaðamenn á sinn fund til þess að kynna starfsemi sparisjóðsins. Sparisjóðurinn hefur þá sérstöðu. að hann er eina lána- stofnun landsins, sem hefur þá grundvallarreglu og hefur haft frá upphafi. að lána aðeins einstakl- ingum til húsbygginga eða húsa- kaupa. Eru lánin til 8 ára. Á slðast- liðnu ári voru um 700 einstakling- um veitt þannig lán og var meðal- lánsfjárhæðin 646 þúsund krónur. i árslok námu heildarlánveitingar sjóðsins samtals 1.066 milljónum króna, sem dreifast á 41 80 einstakl- inga. Aðalfundur sparisjóðsins var haldinn hinn 12 marz slðastliðinn. Þar flutti Jón G Tómasson stjórnar- formaður skýrslu stjórnarinnar fyrir slðastliðið ár. Rakti hann þar tildrög að stofnun sjóðsins og minntist helztu forystumanna hans á liðnum 45 árum Milli fyrsta aðalfundar sjóðsins og til þess, sem nýlega var haldinn, eða á 44 árum, hafa innstæður sparifjáreigenda I sjóðn- um 3600-faldazt. Sparifjárinnstæður á siðasta starfsári jukust I sjóðnum um 33,4% eða 357 milljónir króna og voru um áramótin 1 426 milljónir, en voru daginn fyrir aðalfundinn 1 517 milljónir króna Sparifjár- aukning hefur þvl orðið meiri nú en nokkru sinni fyrr I sögu sjóðsins. Rekstrarhagnaður að frádregnum af- skriftum varð 17,7 milljónir króna og var lagður I varasjóð. sem nú nemur 70.4 milljónum króna Á aðalfundi sjóðsins gat Baldvin Tryggvason þess, að heildarlánveit- ingar alls bankakerfisins, þ e. við- skiptabankanna, sparisjóðanna og innlánsdeilda kaupfélaganna. til einstaklinga á öllu landinu, hefðu numið 12,9 milljörðum króna Af þessari upphæð er hlutur Sparisjóðs Reykjavlkur og nágrennis 8,3% og ef miðað væri við að helmingur þess lánsfjár til einstaklinga færi til Ibúa á starfssvæði sparisjóðsins, þe I Reykjavik. Kópavogi og Seltjarnar- nesi, þá væri hlutur Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis um 16,6% af því fjármagni, sem einstaklingar fengju að láni úr öllu bankakerfinu I Reykjavik Alls námu lánveitingar þessara sömu lána- stofnana til ibúðabygginga einstakl- inga á öllu landinu 7.565 milljónum króna. en þá eru hvorki með talin lán Húsnæðismálastjórnar né lif- eyrissjóða Ef hins vegar er litið svo á að helmingur af þessum tæplega 7,7 milljörðum fari til ibúðabygg- inga einstaklinga i Reykjavik. Kópa- vogi og Seltjarnarnesi, er hlutur Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis hvorki meira né minna en 28% eða með öðrum orðum rúmlega fjórð- ungur af þvi fé, sem einstaklingar á starfssvæði sparisjóðsins fá lánað til búðabygginga af því sparifé, sem þeir eiga inni í öllum lánastofnunum á þessu sama svæði. Baldvin Tryggvason sagði þvi að með fullum rétti mætti halda þvi fram, að Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis gegndi mjög mikilsverðu hlutverki við að greiða fyrir ibúða- byggingum i Reykjavík og nágrenni og veitti viðskiptavinum sinum eins góða þjónustu og hann gæti af þvi fjármagni, sem hann hefur tii ráð- stöfunar. Hann benti á að þvi færi fjarri, að sjóðurinn hefði bolmagn til að sinna þeirri geysilegu eftirspurn sem nú væri á lánsfé í máli Baldvins kom fram, að það væri brýnt verkefni sparisjóðsins nú að leggja eins mikið af mörkum og hann ferkast mætti til þess að hamla þeirri alvarlegu þróun. sem nú ætti sér stað i byggðamálum Reykjavik- ur Sýnt væri að fólki fækkaði stöð- ugt i mörgum af eldri hverfum borgarinnar. og flyttist i nýrri hverfi. Af því leiddi óhemjukostnaður fyrir borgarbúa alla i uppbyggingu gatnakerfis, holræsakerfis o.s frv., og gerð nýrra félagsþegra þjónustu- stofnana eins og skóla, dagheimila og þvl um llkt Samtlmis verður nýting sömu stofnana i eldri hverf- um minni. Með auknu fjármagni þyrfti sparisjóðurinn eftir megni að lána framar öðru fé til endurbóta á eldri húsum og viðhalds á þeim til þess að auka nýtingu þessara ibúða og gera fólki þannig betur kleift að búa i þeim og auðvelda þannig yngra fólki að setjast að I eldri hverfum borgarinnar Sllk lánastefna, sagði Baldvin, kæmi ekki stður að góðu gagni eldra fólki. sem oft getur ekki selt eldri ibúðir, þar sem þær fullnægja ekki kröfum breyttra tlma um nútlma þægindi, t.d. hvað snertir eldhús- innréttingar. baðherbergi o.s.frv En Meginstefna sjóðsins að lána aðeins einstakling- um til íbúða- bygginga eða kaupa til þess að slíkt væri mögulegt þyrfti nýtt fjármagn, og með auknum inn- lánum sparifjáreigenda og stuðningi opinberra aðila væri hægt að auka þessar lánveitingar, væntanlega til stórra muna Baldvin sagði á blaða- mannafundinum, að helzt vildi sparisjóðurinn að hann fengi lán hjá Seðlabankanum til þess að lána út fé til að stuðla að þessari byggða- þróun á Reykjavíkursvæðinu Bundnar innistæður Sparisjóðs Reykjavíkur í Seðlabankanum um áramót voru 303 milljónir króna, en nú eru þær 370 milljónir króna Seðlabankinn nýtir þessa peninga til afurðasölulána, en sparisjóðurinn vill nota þá til þess að leysa vanda byggðajafnvægis á starfssvæði sínu Fyrir þessa bundnu fjárhæð kvað Baldvin sjóðinn geta veitt 500 manns 600 þúsund króna lán Þá kom það fram hjá þeim félög- um, Jóni G Tómassyni og Baldvin Tryggvasyni, að óski einhver láns frá Sparisjóðnum, er að sjálfsögðu fors- enda þess, sú að viðkomandi sé í viðskiptum við sjóðinn. „Til þess að heimili á starfssvæði sjóðsins njóti fyrirgreiðslu hans óskum við eftir því að fá fjármagn það, sem heimilið sparar til vörzlu." Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis eru nú 1 2 talsins og er sparisjóðsstjórinn talinn með í þeirri tölu. í stjórn sjóðsins eiga sæti. Jón G. Tómasson, hrl, Ásgeir Bjarnason. skrifstofustjóri, og Sigur- steinn Árnason, trésmiðameistari, en þeir eru allr kjörnir af aðalfundi. Borgarstjórn Reykjavíkur kýs siðan tvo menn til viðbótar, en þeir eru Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Pétur östlund Monica Zetterlund Zetterlund og Pétur Östlund með hljóm- leika hér í næstu viku HIN heimsfræga jazzsöng- kona Monica Zetterlund er Leiðrétting í FRÉTT i Morgunbiaðinu f gær um andlát Sigurðar Kristjánsson- ar fyrrverandi sparisjóðsstjóra i Siglufirði urðu þau mistök, að Sigurður var sagður hafa verið kosinn í fyrstu bæjarstjórn ísa- fjarðar, en þar átti að sjálfsögðu að standa Siglufjarðar, og hann var einnig kjörinn heiðursborgari Siglufjarðar, en ekki ísafjarðar 1958. Starfsvettvangur Sigurðar var Siglufjörður. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. væntanleg hingað til lands í næstu viku á vegum „Klúbbs 32“ og mun hún koma fram á fernum hljómleikum hér á landi. Þá mun ákveðið að tekin verði upp sjónvarpsþáttur með þessari frægu söngkonu. Með henni kem- ur hingað hljómsveit, sem skipuð er þeim Pétri östlund trommu- leikara, Sture Akeeberg bassa- leikara, en hann er eiginmaður Moniku Zetterlund, og píanó- leikaranum Lars Begge. Á vegum Klúbbs 32 fer fram margháttuð starfsemi fyrir utan skipulagningu Spánarferða, sem verið hafa allvinsælar hjá Klúbbnum, en þó aldrei sem nú. Kópavogur: Heiðursborgarabréf afhent MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frétt frá bæjarritar- anum í Kópavogi: Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa- vogs, sem haldinn var 8. okt. sl., voru hjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobs- dóttir gerð að fyrstu heiðursborg- urum Kópavogs. Bæði' störfuðu þau lengi að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi og var heimili þeirra á Marbakka lengi skrifstofa Kópavogshrepps. Finnbogi Rútur var oddviti Kópavogshrepps frá stofnun hans 1948 til 1955 og siðan fyrsti bæjar- stjóri Kópavogskaupstaðar, frá 1955—1957 og bæjarfulltrúi til ársins 1962. Hann var bankastjóri Utvegsbanka íslands frá 1957— 1962. Hulda var bæjarstjóri Kópa- vogskaupstaðar 1957—1962 og bæjarfulltrúi 1970—1974. Er hún eina konan á íslandi, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra. Föstudaginn 11. marz sl. af- henti forseti bæjarstjórnar, Axel Jónsson, þeim hjónum heiðurs- borgarabréf í hófi er bæjarstjórn- in hélt þeim. Flutti hann við það tækifæri ávarp og þakkaði þeim mikilsverð störf þeirra í þágu Kópavogs. Ennfremur tók til máls Ölafur Jónsson, bæjarfulltrúi. Finnbogi Rútur flutti síðan snjalla ræðu og minntist fyrstu ára Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags, þess vanda er þá var við að fást og minntist margra manna er þá komu við sögu. Þakk- aði hann að lokum bæjarstjórn virðingu þá, sem honum og konu hans væri nú sýnd og óskaði Kópavogi allrá heilla um ókomna tíma. Fyrstu heiðursborgarar Kópavogs. hjónin Hulda Jakobsdóttir og Finn- bogi Rútur Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.