Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 19 Lodnuveidin yfir 500 þús. lestir: 21 skip með um 6000 lestir í gær LOÐNUVEIÐIN fór yfir 500 þús- und lestir f gærmorgun, en sfð- ustu daga hefur verið leiðinda- veður á loðnumiðunum og erfitt að eiga við loðnuna, sem er vfða komin allnærri landi. Frá þvf kl. 18 f fyrrakvöld fram til kl. 18 f gær tilkynntu 21 skip um afla samtals 5980 lestir, en loðnu fengu flest skipin f Reykjanes- röstinni. Skipin, sem tilkynntu um afla, eru þessi: Sæberg SU 250 lestir, Fifill GK 450, Hrafn GK 360, Arnarnes HF 210, Súlan EA 350, Freyja RE 240, Gísli Árni RE 350, Albert GK 100, Rauðsey AK 360, örn KE 450, Faxi GK 230, Helga RE 270, Þórður Jónasson EA 370, Ásborg RE 100, Hilmir KE 180, Náttfari ÞH 300, Árni Magnússon Ár 200, Helga 2. RE 340, Helga Guðmundsdóttir BA 440 og Ár- sæll KE 200 lestir. Hver á myntina? RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur undir höndum myntsett það, sem myndin er af. Myntin fannst f fórum manns, sem þótt hefur helst til fingralangur á undanförnum árum, og gat hann engar frambærilegar skýringar gefið á þvf hvernig myntin barst f hendur honum. Þetta er silfurmynt frá Bahamaeyjum með mynd af Bretadrottningu. Ef einhver telur sig þekkja til myntarinnar, er hann beðinn að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. Afmælistónleikar til heið urs Þorsteini Hannessyni ÞORSTEINN Hannesson óperusöngvari, tónlistarstjóri útvarpsins verður sextugur á laugardaginn. t tilefni afmælis- Þorsteinn Hannesson. ins verða haldnir afmælistón- leikar f Austurbæjarbfói á laugardaginn klukkan 14.30. Þar syngja flestallir beztu óperusöngvarar landsins og í lokin mun afmælisbarnið syngja tvö lög. Söngvararnir, sem fram koma á tónleikunum, eru Sig- urður Björnsson, Halldór Vil- helmsson, Elín Sigurvinsdóttir, Nanna Egils Björnsson, Guð- mundur Jónsson, Guðrún Tóm- asdóttir, Rut L. Magnússon, Garðar Cortes, Sólveig Björ- ling, Kristinn Hallsson, Elísbet Erlingsdóttir, Jón Sigurbjörns- son, Svala Nielsen og svo af- mælisbarnið Þorsteinn Hannes- son. Undirleikarar eru Carl Billich, Guðrún A. Kristinsdótt- ir, Gústaf Jóhannesson, Krystina Cortes og Ölafur Vign- ir Albertsson. Gamlar bækur og handrit á uppboði Klausturhóla KLAUSTURHÓLAR, listmunauppboð Guðmundar Axelssonar, efna til 30. uppboðs á vegum fyrirtækisins laug ardaginn 19. þ. mán. og hefst upp- boðið kl. 2 e.h. í Tjarnarbúð. Að þessu sinni verða seldar bækur og tvö handrit, hvorugt þeirra er þó mjög gamalt, bæði frá 19. öld. Uppboðsskrá skiptist að vanda í nokkra kafla Ýmis rit, rit íslenzkra höfunda, Ijóð, æviminningar, ferða- minningar, fornritaútgáfur, dulrænt efni, trúmálarit, saga lands og lýðs, þjóðsögur Alls verða boðin upp 1 50 númer, sumt margra binda verk eða heildarsöfn Meðal einstakra verka má nefna: Fornar ástir eftir Sigurð Nordal, frum- útgáfan 1919, Kynlegar ástríður, sög- ur eftir Edgar Allan Poe i þýð Þórbergs Þórðarsonar, Rvík 1915, Bókmennta- saga eftir Finn Jónsson, Kh 1904--- 05, Rithöfundatal Jón Borgfirðings, Rvík 1884, Óður einyrkjans eftir Stef- án frá Hvítadal, áritað og tölusett, Rvík 1921, Ljóðmæli sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá, Kh 1842—1843, Bútar eftir Stein Dofra, Winnipeg 1921, Saga Bólu-Hjálmars eftir Brynjólf frá Minna-Núpi, Eyrarbakka 1911, Bergs- ætt, frumútg. 1 932, Hver er maðurinn I—II, Ódáðahraun I—III, Grágás I---- II, útg. Vilhjálms Finsen Kh. 1852, Úr dularheimum, fyrsta bók Guðmundar Kamban, skrifuð ósjálfrátt, Rvik 1906. Stuttur siða-Jærdómur fyrir góðra manna börn eftir J H Campe. Viðey 1838, Mynsters-hugleiðingar Kh 1853, þýdd af Jónasi Hallgrimssyni o.fl., Vídalins postilla, Hólum 1 776—77, Söguágrip um prent- smiðjur og prentara á íslandi eftir Jón Borgfirðing, Rvik 1867, Aktstykker vedkommende den islandske Forfatn- ings- og finantssaga. Kobenh 1870, Föðurtún, saman tekin af Páli Kolka, Rvík 1950 Blanda I—IX. að hluta í seinni prentun Auk þess handritin: Fáein einföld ráð við ýmsum sjúkdómum og fleiru Skrif- að hefur Snorri Jóhannsson 1884 Og Sögurnar af þeim heilögu Herrans Jesu Christi postulum Skrifaðar á Purkey við Skarðsströnd árið 1 833 af Ólafi Sveinssyni Bækurnar verða til sýnis að Lækjar- götu 2, í verzlun Klausturhóla, föstu- dag 18 þ.m , klukkan 9—22 — Minning Steinar Framhald af bls. 25 félagsins í fimm ár. Hann var kjörinn í stjórn Sambands ísl. barnakennara árin 1972 — 1974 og var þá gjaldkeri samtakanna. I stjórn Byggingarsamvinnu- félags barnakennara átti hann sæti í fimm ár árin 1954 — 1959. Auk alls þessa var hann valinn i fjölda nefnda á vegum kennara- samtakanna, átti sæti á flestum fulltrúaþingum Sambands ísl. barnakennara frá 1954, og frá sama .tírna sat hann flest þing Bandalags starfsmanna rikis og bæja sem fulltrúi kennara. Þessi upptalning lýsir vel því trausti, sem stétttarsystkini Steinars báru til hans, enda var hann ágætum hæfileikum búinn til aö sinna félagsmálum. Hann var góður ræðumaður og rökfastur mála- fylgjumaður og um drenglyndi hans efaðist enginn. Hann kynnti sér af kostgæfni hvert það mál, er hann fjallaði um. Árið 1953 kvæntist Steinar eftirlifand konu sinni Helgu Finnbogadóttur. Þau eignuðust fimm börn: Þorfinn, f. 14. apríl 1953, Guðrúnu, f. 26. sept 1955, hún er gift Guðmundi Bjarnasyni, Finnboga, f. 25. nóv. 1956, Steinunni, f. 11. apríl 1959, og Hrefnu. f. 2. des. 1963. Hann átti eitt barnabarn, Stein- ar Braga, sem nú er á öðru árinu, son Guðrúnar og Guðmundar. Starfsfélagar Steinars i Mela- skóla sakna vinar og góðs félaga, þvi að hann var einstaklega góður vinnufélagi og á gleðistundum hrókur alls fagnaðar. Við þökkum honum af alhug samfylgd liðinna ára og sendum dýpstu samúðarkveðjur til konu hans, barna og annarra aðstand- enc*a' Guð blessi hann. Ingi Kristinsson. Það var samstæður hópur, sem útskrifaðist úr Kennaraskólanum 1948. Kennarar skólans gerðu sér miklar vonir um þennan hóp sök- um drengilegrar framkomu og góðrar greindar. Að baki var skól- inn, skemmtileg ár í góðum félagsskap, en framundan starfið, eftirvæntingin, hvar kraftarnir máttu njóta sín. Einn af þessum ungu mönnum var Steinar Þor- finnsson. Hann var Árnesingur að ætt, kominn af traustu og merku fólki í báðar ættir. Að Melaskólanum komliann þá um haustið og þar hefur hann starfað síðan unz yfir lauk, síð- ustu ellefu árin sem yfirkennari skólans. Steinar var mikilsvirtur kenn- ari og forystumaður í baráttumál- um kennara og munu kennarar seint geta fullþakkað honum þau störf. öll þessi ár höfum við Stein- ar starfað saman og marga vetur kennt sömu hópunum. Ég hefi aldrei starfað með manni, sem betra var að vinna með. Hann hafði þá eiginleika, sem góður kennari þarf að hafa, brást aldrei þegar mest lá við. Fyrir þetta samstarf vil ég þakka. Skólinn, og við öll, höfum misst mikið við fráfall hans. Konu hans, Helgu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég hluttekningu í þeirra mikla harmi. Það skarð, þegar maður á besta aldri fellur frá, verður aldrei fyllt. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Magnea Iljálmarsdóttir. Síst bjóst ég við þvi, að kveðja Steinar vin minn svo fljótt. Ég minnist þess er ég kom i fyrsta sinn í Kennaraskólann. Ég rölti inn I stofuna og settist á aftasta bekk og hann fylgdi mér fast eftir og spurði hvort hannn mætti sitja hjá mér. Það var auðsótt mál og næstu augnablik varð sú vinátta til, sem varaði ævilángt. Báðir höfðum við áhuga á íþróttum og söng. Hann var orð- inn frægur langhlaupari og ég leit upp til hans. Þegar hann varð var við það, að ég var eitthvað umkomulaus hér í Reykjavík, bauð hann mér heim til sin. Þar var mér tekið tveim höndum af hans góðu móður, Steinunni Guðnadóttur, sem varð nú að umbera tvo ólátabelgi, þar sem við vorum. Frá Hallveigarstíg 9 á ég marg- ar ljúfar endurminningar, sem munu mér aldrei úr huga líða. Þar var tekist á andlega og líkam- lega, spilað og sungið. Glaðværðin og lifsgleðin réðu þar ríkjum. Stundum var skroppið á skauta og skíði. Þegar heim var komið hljómaði hans fagra og mikla tenórrödd um allt húsið. Þetta voru dagar gleði og eftir- væntingar. Svo liðu árin. Tímarnir breyttust, amstur hins daglega lífs tók við. Það sem mér finnst furðulegast er, hvað litlar breytingar urðu á heimili hans frá Hallveigarstígnum og eftir að hann stofnaði sjálfur heimili og þar kom hans góða eiginkona, Helga Finnbogadóttir, honum til hjálpar, því þau voru samhent um að gera heimili sitt að griðastað, bæði börnum sinum og þeim sem að garði bar. Ég vil svo að lokum þakka hon- um og fjölskyldu hans allar sam- verustundir og votta eiginkonu og börnum innilega samúð mina og konu minnar og bið guð að styrkja þau og styðja á þessum erfiðu stundum lífs þeirra. Magnús Bæringur. Sl. aldarfjórðung hafa fáir menn sett meiri svip á störf Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík en Steinar Þorfinns- son. Á þessu tímabili gegndi hann þrivegis formennsku i félaginu en sat þess á milli svo til óslitið í aðalstjórn eða varastjórn þess. Auk þess átti hann sæti í ýmsum nefndum fyrir hönd félagsins og gekk erinda stéttarinnar út á við við hin ýmsu tækifæri. Hvar sem hann fór vann hann $ér virðingu og traust. Hann var gætinn i verkum sinum, glöggur á kjarna hvers máls, hógvær, en fylgdi fast fram því, sem hann vissi sannast og réttast. Er þessi mæti félagi er horfinn af sviðinu, fylgja honum kærar þakkir, frá, okkur stéttarsystkin- um hans fyrir hin óeigingjörnu og fórnfúsu störf liðinna ára, okkur til handa. Guð blessi minningu hans. Stjórn SBR. áætlunarflug postflug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu ® samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggöa - lögum. Við fljúgum reglulega til: » Hellissands, Stykkishólms, Buöardals, Suöureyrar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvikur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavikur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguf lug. sjúkraflug.vöruflug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindi • hraðí . VÆNGIR h/f REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 — 26060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.