Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 I. Jóhann og Hans ræSa vi8 þá Sigurjón og Daníel í vöruskemmu Eimskips. Ljósm. Mbl. K.Ó. Gutlað á grunn- miðum í mann- lífsspjalli Það var bjartleitur marz- dagur og eiginlega ekkert veður, þvi það varallra veðra von. Við lögðum þó frá Morgunblaðshöllinni, tveir Eyjapeyjar, og ætluðum að kanna lóðninguna á miðum mannlífsins i grenndinni. Okkur þótti vissara að sigla ekki djúpt i útræðinu sem blaðamenn, þvi þetta var okkar' fyrsta verkefni utan landhelgi ritstjórnarskrifstofu blaðsins en þar vorum við i starfskynningu. Við vorum búnir veiðarfær- unum blaði og blýanti og öðrum tólum og tækjum sem sannir blaðamenn ganga með hversdags og við vorum meira að segja með Ijós- myndara meðokkur. Ætlunin var að ná tali af trillukarli við höfnina því það þótti okkur vænleg veiði á grunnmiðum miðað við hina hressu trillu- bændur á heimaslóðum suð- ur af landi. Við þræddum allar bryggjur í þessum til- gangi, en fundum engan trillukarlinn þótt við leituðum vel og lengi. Því næst lögð- um við leið okkar upp i toll- stöðvarbygginguna og töld- um ekki ólíklegt að þar gæt- um við krækt í eitthvað i mannlífsdorginu. Aflinn hefði þótt þunnur þrettándi á Bæjarbryggjunni heima, því allir töldu sig vera í svo miklum önnum að þeir vísuðu hver á annan. Gekk leikurinn þannig nokkra stund að hvorki rak né gekk. Yfirleitt kváðust menn ekki mega segja neitt um starf sitt, en þeim valdboðum er- um við óvanir úr okkar sveit, því þar gefa menn sér gjarn- an tima til þess að spjalla saman þótt ekkert sé dregið úr afköstunum. Við sáum þvi skjótt að ekk- ert myndi hafast upp úr krafsinu á hinu dæmigerða færibandi kerfisins og lölluð- um okkur niður á spjalllegri slóðir, vöruskemmu Toll- stöðvarinnar sem Eimskip hefur á leigu. Þar hittum við tvær kempur, þá Daníel Daníelsson og Sigurjón Hans- son, sem báðir hafa unnið þarna yfir þrjátiu ár. Við röbbuðum við þá félaga stundarkorn og létu þeir sérstaklega yfir þvi að það væri mikill munur á starfsaðstöðunni nú frá þvi sem áður var. Nú væri öllum vörum skipað upp mjög reglulega og raðað skipulega niður á brettum eða í gám- um. Áður hefðu menn verið að basla með vörurnar með handafli, en nú væri allt fært til á lyfturum og m.a. þess vegna þyrfti nú aðeins 6 menn í stað 20 menn eða þar um bil. Við kvöddum þá félaga og þökkuðum þeim fyrir spjallið og siðan var stefnan aftur tekin á Morgunblaðshöllina og fyrrgreindum afla landað í hendur setjara blaðsins. Þar tókum við síðan til við að vélrita afmælisgrein og kanna ýmsa dagskrárliði hljóðvarps og sjónvarps fyrir nærliggjandi föstudag. Hans Hansen og Jóhann Jóhannsson, Gagnfræða- skólanum í Vestmannaeyj um. I Skóla- fólk hjá Morgun- blaðinu Ný Junior Chamber félög stofnuð á þessu ári um, t.d. félögin á Vestfjörðum. I Reykjavik hefur verið efnt til keppni í rökræðum mælskulist og hafa önnur félög einnig í hyggju að taka það á sfna dagskrá. 1 BYRJUN marzmánaðar var haldinn á Hellu stofnfundur nýs Junior Chamber félags og eru stofnfélagar 22 að tölu. Auk þeirra var á fundinum mikill fjöldi félaga frá Selfossi, sem hafa undirbúið stofnun hins nýja félags, svo og frá Reykjavfk, segir f frétt frá Junior Chamber á fs- landi. Ráðgert er að stofna fleiri JC-félög á landinu f ár en þau eru nú alls 20, og er fjöldi félags- manna um 130. í vetur hafa nokkur JC félög kynnt starfsemi sína t.d. með út- gáfu héraðsblaða sem jafnframt fjalla um þau mál, sem þau vilja kynna i byggðarlaginu. Þá hafa öryggismál verið mjög á dagskrá félaganna f vetur og segir í frétt frá þeim að mörg hafi tekið eld- varnarmál til meðferðar á fund- Ársþing Junior Chamber Is- Iands verður haldið að Laugar- vatni dagana 18 —20. júní n.k. Þegar er ákveðið að tileinka um- ræður þingsins iðnaðinum og er vænzt mikillar þátttöku. Framfar- ir með auknum iðnaði hefur efnið verið nefnt og er samstarf við framkvæmdastjóra Iðnkynn- ingarráðs og vænta báðir aðilar sér góðs af því samstarfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.