Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Geirfinnsmálið: Öll fjögur ákærð fyrir mann- dráp og rangar sakargiftir RÍKISSAKSÓKNARI hefur með ákæru dagsettri 16. marz s.l. höfðað opinbert mál á hendur Kristjáni Við- ari Viðarssyni, Sævari Marínó Ciesielski, Guðjóni Skarphéðinssyni og Erlu Bolladóttur fyrir að hafa ráðið Geirfinni Einarssyni bana f Dráttarbraut Keflavíkur aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 1974 eða liðsinnt við þann verknað og flutning á líki Geirfinns og reynt að afmá ummerki brotsins. Ennfremur eru þau fjögur ákærð fyrir rangar sakargiftir á hendur fjórum mönn- um, þeim Einari Gunnari Bollasyni, Magnúsi Leópoldssyni, Sigurbirni Ei- ríkssyni og Valdimar Olsen Segir f ákærunni að þau þyki öll hafa gerzt brotleg við 211. grein almennra hegningarlaga, en þar stendur að hver sá, sem sviptir annan mann Iffi skuli sæta fangelsi skemmst eitt ár en lengst ævilangt. Þá segir enn- fremur í ákærunni, að ákærðu Krist- ján Viðar, Sævar, Guðjón og Erla þyki hafa gerzt brotleg við 1. máls- grein 148. greinar almennra hegn- ingarlaga, en greinin hljóðar þannig: „Hver, sem með rangri kæru, röng- um framburði, rangfærslu eða und- anskoti ganga, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma þvf til leiðar, að saklaus maður verði sak- aður um eða dæmdur fyrir refsiverð- an verknað. skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum." Og sfðar: „Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa f för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, Þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 1 6 árum." Ákæra ríkissaksóknara í Geirfinns- málinu birtist i heild hér á eftir Ákæra Rikissaksóknari gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál á hendur: 1 Kristjáni Viðari Viðarssyni, Grett- isgötu 82. Reyk)avik. ný gæzlufanga I Reykjavik, fæddum 21 april 1955 i Reykjavík, 2. Sævari Marinó Ciesielski, Grýtu- bakka 10. Reykjavik. nú gæzlufanga i Reykjavik. fæddum 6 júli 1955 að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu, 3 Guðjóni Skarphéðinssyni, Rauð- arárstíg 32, Reykjavlk, nú gæzlufanga i Reykjavik, fæddum 1 9 júni 1 943 að Marðarnúpi i Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu, og 4 Erlu Bolladóttur, Stóragerði 29, Reykjavik, fæddri 19 júli 1955 i Reykjavik Ákærðu er gefið að sök að hafa gerzt sek um eftirgreind hegningarlagabrot I. Manndráp. Ákærðu Kristjáni Viðari, Sævari Marinó og Guðjóni er gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 20 nóvember 1974 í félagi ráðizt á Geir- finn Einarsson, þá til heimilis að Brekkubraut 15, Keflavík, í Dráttar- brautinni í Keflavik, og misþyrmt hon- um þar svo, að hann hlaut bana af. Fluttu þeir síðan um nóttina lík hans í bifreið, er ákærði Guðjón ók, að heim- ili ákærða Kristjáns Viðars að Grettis- götu 82 í Reykjavik Kristján Viðar Sævar Viðarsson Ciesielski Fimmtudaginn 21. sama mánaðar fluttu ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Erla lik Geirfinns í bifreið, er Erla ók, frá Grettisgötu 82 að Rauðhól- um, með viðkomu á benzinstöð á Ár- túnshöfða. þar sem tekið var benzín á brúsa í Rauðhólum greftruðu þau Ifk- amsleifar Geirfinns eftir að hafa hellt benzini á líkama hans og lagt eld í Þykja ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón með framangreindu atferli hafa gerzt brotlegir samkvæmt 211 gr almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en ákærða Erla þykir með liðsinni sínu svo sem rakið var og með þvi að leitast þannig við að afmá um- merki brotsins hafa gerzt brotleg sam- kvæmt 211 gr , sbr. 22 gr. 4 mgr., sbr 1 mgr., hegningarlaganna, svo og samkvæmt 1 12 gr , 2. mgr , sbr. 1 mgr., sömu laga Ákærða Kristjáni Viðari er ennfremur gefið að sök að hafa eftir komu þeirra félaga með lík Geirfinns að Grettisgötu 82. stolið seðlaveski Geirfinns úr brjóstvasa hans, sem i voru 5000.- krónur auk ýmissa skilrikja, og teikni- blýanti hans. Varðar það við 244. gr. almennra hegningarlaga Guðjón Erla Bolladóttir Skarphéðinsson II. Rangar sakargiftir Ákærðu Kristjáni Viðari, Sævari Mannó og Erlu er gefið að sök að hafa á árinu 1976 gerzt sek um rangar sakargiftir í skýrslum, er þau gáfu rannsóknarlögreglunni í Reykjavik og á dómþingi sakadóms Reykjavikur. Voru það samantekin ráð þeirra að bera I skýrslum þessum þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Heið- vangi 5, Hafnarfirði, Magnús Leópoldsson, Lundarbrekku 10, Kópa- vogi, Sigurbjörn Eiríksson, Laufásvegi 17, Reykjavík. og Valdimar Olsen, Framnesvegi 61. Reykjavík. að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum Leiddu þessar sakargiftir til þess, að fyrr- greindum mönnum var gert að sæta langvinnu gæzluvarðhaldi í þágu rann- sóknar þessara sakarefna Voru Einar Gunnar, Magnús og Valdimar í gæzlu- varðhaldi af þessum sökum frá 26. janúar 1976 til 9. maí s.á. en Sigur- björn frá 11 febrúar 1976 til 9 maí s á. 1 Ákærða Kristjáni Viðari er gefið að sök að hafa borið þessar sakir á fyrrgreinda menn sem hér segir: a) Á Einar Gunnar Bollason fyrir rannsóknarlögreglu 23 og 27 janúar, 10 febrúar, 18 marz og 20. apríl og á dómþingi sakadóms 31 marz og 6. aprfl. b) Á Magnús Leópoldsson fyrir rannsóknarlögreglu 27 janúar c) Á Sigurbjörn Eiríksson fyrir rannsóknarlögreglu 27 janúar, 10. febrúar, 18 marz og 20 apríl og á dómþingi sakadóms 31 marz. d) Á Valdimar Olsen fyrir rann- sóknarlögreglu 27 janúar. 10 febrúar, 18 marz og 20 apríl og á dómþingi sakadóms 31 marz og 8 apríl. 2 Ákærða Sævari Marinó er gefið að sök að hafa borið þessar sakir á sömu menn sem hér segir: a) Á Einar Gunnar Bollason fyrir rannsóknarlögreglu 22., 25. og 27 janúar, 10 febrúar og 8 maí og á dómþingi sakadóms 1 apríl b) Á Magnús Leópoldsson fyrir rann- sóknarlögreglu 22., 25. og 27 janúar og 8 maí og á dómþingi sakadóms 1. apríl c) Á Sigurbjörn Eiríksson fyrir rannsóknarlögreglu 27. janúar. 10 febrúar og 8 maí. d) Á Valdimar Olsen fyrir rannsóknarlögreglu 22.. 25. og 27. janúar, 10. febrúar og 8 maí og á dómþingi sakadóms 1 apríl. 3 Ákærðu Erlu Bolladóttur er gefið að sök að hafa borið þessar sakir á sömu menn sem hér segir: a) Á Einar Gunnar Bollason fyrir rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10 febrúar, 3. marz, 4 maí og 1 september og á dómþingi sakadóms 30. marz. b) Á Magnús Leópoldsson fyrir rann- sóknarlögreglu 23 janúar, 3. og 10 febrúar, 4. maí og 1. september og á dómþingi sakadóms 30 marz og 7 apríl c) Á Sigurbjörn Eiríksson fyrir rann- sóknarlögreglu 3. og 10. febrúar og 1 Framhald á bls. ,18 Vinnuveitendasamband íslands: Spá um þróun launa og fram- færsluvísitölu ársins 1977 Launahækkamr. Hækkun meöallauna um 30% 1.6. 1977. Hækkun lægstu taxta Dagsbr. um 53.83%. 1. febr. 1977 5% 5% 1. ma rz " 2.5% 2.5% 1 . júnf " 36.8% 61.8% 1 . sept. " 18% 24% 1. des. " 17.9% 23.9% ■ Hækkun jan.-des. '77 104.8% 167.6% Framfærsluvísitala framfær8luvfsitala F-visitala rautt strik 2.1. H4t= 100 með frádrætti 1. febr. 1977 682 663.7 1. maí " 720 698 5.1% 1. ágúst " 902 866 24% 1. nóv. " 1118 '1025 23.9% HÉR fer á eftir álitsgerð Vinnuveitendasambands íslands um þróun launa og framfærsluvísitölu á árinu 1977, sem Morgunblaðið fékk senda í gær á grund- velli spurningar, er blaðið lagði fyrir sambandið um áhrif krafna Alþýðusam- bandsins á þróun verðlags og efnahagsmála: Eftirfarandi yfirlit er spá um þróun launa og F-vísitölu ársins 1977. Spá þessi byggir annars veg- ar á spá Þjóðhagsstofnunar um þróun verðlags og launa fram til 1. júnf 1977. Frá og með 1. júní 1977 eru launakröfur ASl hins vegar lagð- ar til grundvallar spánni, en þær eru að meðaltali 30% á greidd laun og þá fremur vanmetnar en ofmetnar. Ennfremur byggist spáin á aðferðum Þjóðhagsstofn- unar við útreikning á framfærslu- vísitölu miðað við 4% launahækk- un er stofnunin gerði nýlega, þó með þeim breytingum sem nauð- synlegt varð að gera, þar sem 30% launahækkun hefur í för með sér ýmis áhrif á framfærsluvísitöl- una, sem 4% launahækkun hefur ekki. Þá er miðað við að vísitölu- bætur verði greiddar á þriggja mánaða fresti, fullar bætur (að frádregnum núverandi frádrátt- arliðum) á lægstu laun, og sama krónutala á hærri laun, sbr. kröfugerð ASI. Hækkun framfærsluvfsitölu á ársgrundvelli 1.2.76 — 1.2.77 = 34.5% 1.5.76 — 1.5.77 = 27.2% 1.8.76—1.81 77 = 49.1% 1.11.76 — 1.11.77 = 73.3% Eins og fram kemur í spánni er gert ráð fyrir að meðallaun hækki á árinu 1977 um 104.8% og laun lægstu taxta Dagsbrúnar hækki um 167.6%. Þá er gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan hækki 1. ágúst 1 49.1% miðað við 1. ágúst árið á undan og að hækkunin verði 73.3% 1. nóv. 1977 miðað við 1. nóv. 1976. Einnig er gert ráð fyrir að útflutningsatvinnuveg- irnir rísi ekki undir þeirri til- kostnaðarhækkun sem launa- hækkunin hefur f för með sér og þvf muni koma til talsverðrar gengisfellingar, jafnvel allt að 15-20%. Þessi spá grundvallast fyrst og fremst á þeim launahækkunum sem framundan eru, ef kröfur ASl ná fram að ganga, en ekki er hugað að öðrum atriðum eins og þróun eftirspurnar, skattheimtu og peninga- og lánamálum, sem vissulega geta haft áhrif á þróun framfærsluvísitölu. Þá ber og að hafa hugfast að sérkröfur Alþýðusambandsins og einstakra aðildarfélaga þess eru ekki komnar fram og því ekki gert ráð fyrir þeim í spánni. (Jtskýringar á aðferðum við útreikning á launa- og framfærslu- vfsitöluhækkun. Gert er ráð fyrir að laun hækki að meðaltali 30% 1. júnf 1977 að við bættum 5.2% verðlagsuppbót- um frá 1. marz sama ár. Hækkun á F-vfsitölu vegna launahækkun- arinnar er þrfþætt. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að hækkun launa allt að 10% auki F-vísitölu um 45% launahækkunarinnar. 1 öðru lagi, að hækkun launa yfir 10% eða milli 10 og 20% verki til meiri hækkunar F-vfsitölu og geti hún orðið allt að 55% kauphækkunar- innar. Hér ér gert ráí fyrir að þjóðarframleiðsla veiti ekki svig- rúm til neinna frekari launa- hækkunar og fari hún því beint út í verðlagið. í þriðja lagi, að við hækkun launa yfir 20% eða milli 20 og 30% aukist verðlagsáhrif kauphækkunarinnar enn og geti þá orðið allt að 60% kauphækk- unarinnar. Ástæðan fyrir þessu er sú, að hér fer að gæta ýmissa mjög neikvæðra áhrifa, eins og t.d. spákaupmennsku. í þessari spá er gert ráð fyrir að gengið falli um 15%, vegna þess að fullvíst má telja að útflutnings- atvinnuvegir risi ekki undir slíkri tilkostnaðarhækkun innanlands. Auk þess er reiknað með f spánni 4% hækkun innflutningsverðs f erlendri mynt frá 1. júnf til loka ársins 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.