Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 23 Sigurður Krístjánsson fyrrv. kaupmaður og sparisjóðsstjóri I dag er til moldar borinn Sig- ef ekki elsti sparistjóður landsins, urður Kristjánsson fv. kaupmað- ur og sparisjóðsstjóri á Siglufirði. Sigurður var fæddur 24. okt. 1888. Hann var af traustum svarf- dælskum bændaættum. Hann lauk á sínmu tfma prófi frá Verzlunarskóla Islands og hóf ungur að árum störf hjá hinum alkunna athafna- og dugnaðar- manni Ásgeiri Péturssyni. En ekki leið á löngu þar til Sigurður hóf sjálfstæðan atvinnurekstur á Siglufirði. Hann stofnsetti verzl- un sem síðar varð eitt stærsta verzlunarfyrirtækið á Siglufirði. Samtímis verzluninni færði Sig- urður út kvíarnar og gerðist um- svifamikill atvinnurekandi á sviði utgerðar og síldarsöltunar. Síldar- verksmiðjuna Gránu, áður eign Sören Goos, eignaðist hann og rak með miklum dugnaði. Ohætt mun að segja að þegar umsvif Sigurðar voru sem mest hafi hann verið einn stærsti atvinnurekandinn á Siglufirði. Sigurður var Siglfirðingur í húð og hár, og þrátt fyrir mikið annrfki í sambandi við umfangs- mikinn atvinnurekstur, hafði hann alltaf tima til þess að sinna málefnum síns sveitarfélags. Hon- um var mjög annt um vöxt og viðgang Siglufjarðar, og þegar Siglufjörður fékk kaupstaðarétt- indi árið 1918 var hann kosinn í bæjarstjórnina og átti þar langa og farsæla setu. Áhrif Sigurðar voru mjög mikil i bæjarmálum Siglfirðinga og náðu alla tið langt út fyrir raðir pólitískra samherja hans. Er óhætt að fullyrða að engu máli hins unga kaupstaðar þótti vel ráðið nema Sigurður leggði þar hönd að verki. öll hin miklu og árangursríku störf Sig- urðar í þágu Siglufjarðar kunnu Siglfirðingar vel að meta og á 1000. fundi bæjarstjórnar var honum sýndur hinn mesti sómi sem bæjarstjórn getur veitt, hann var einróma kjörinn heiðursborg- ari Siglufjarðar og þótti það mjög að maklegleikum. Sigurður hafði hlotið i vöggu- gjöf að vera mikilhæfur forystu- maður. Hann var einarður, dug- mikill og djarfur í öllum ákvörð- unum. Hann var með afburðum traustur og mikilvirkur í öllum störfum og allri framkomu. Því er það, að þrátt fyrir geysimikið ann- rfki á öllum sviðum f sambandi við hinn umfangsmikla atvinnu- rekstur Sigurðar, þá hlóðust á hann alls konar trúnaðarstörf í sambandi við opinber málefni. Þegar Síldarútvegsnefnd var sett á stofn var hann skipaður fyrsti formaður hennar. Hann var um langt árabil ræðismaður Svfa á Siglufirði, og ennfremur var hann umboðsmaður ýmissa er- lendra og innlendra fyrirtækja sem hagsmuna höfðu að gæta á Siglufirði. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Sigurði í barnæsku, er ég var heimagangur á heimili hans, sem leikbróðir Þráins sonar hans. En nánust samskipti okkar urðu þó eftir að ég hóf störf i Landsbank- anum á Akureyri og Sigurður hafði þá fyrir nokkru tekið við stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar. En sparisjóðsstjóri gerðist hann 1920 og gegndi því starfi óslitið til árs- ins 1962 að hann fluttist búferlum til Reykjavíkur. Undir stjón Sig- urðar þróaðist Sparisjóður Siglu- fjarðar, sem mun vera einn elsti í að verða mikil og öflug peninga- stofnun, sem gat rikulega tekið þátt í farsælli efnahagsuppbygg- ingu á Siglufirði. Mjög náið sam- starf var milli Sparisjóðsins og útibús Landsbankans á Akureyri og má með nokkrum sanni segja, að á timabili hafi verið um svipuð tengsl að ræða milli þessara stofn- ana eins og um útibú frá bankan- um á Siglufirði hefði verið að ræða. Er ég sannfærður um nú þegar ég lýt til baka til liðinna tíma, að þessi nánu samskipti voru áreiðanlega báðum aðilum til góðs. Samskipti okkar Sigurðar urðu allnáin, og á bankasviðinu reyndist hann mér hinn bezti lærifaðir og naut ég hinnar miklu reynslu hans á sviði almennra fjármála, sem var mjög fjölþætt og yfirgripsmikil. Siðan þróaðist þetta i einlæga og hlýja vináttu og ég mun ávallt minnast Sigurðar sem eins mins mesta velgerðar- manns. Jóhanna Stefánsdáttir Raufarhöfn — Mxnning Slíks mannkostamanns, sem Sigurður var, er ljúft að minnast og það mun ávallt verða bjart yfir endurminningunni. um þennan látna vin minn. Ég kveð hann með virðingu og þakklæti fyrir allt það góða sem hann auðsýndi mér og fjölskyldu minni. Eftirlifandi ást- vinum hans votta ég einlæga sam- úð og bið þeim blessunar. Jón G. Sólnes. AKilASlV.A SÍMINN KH: 22480 Afmœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góöum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. F. 19. des. 1890 D. 14. marz 1977 Árið 1877 gengu Stefán Jónsson bóndi á Skinnalóni, Melrakka- sléttu, og Kristin G. Jónsdóttir, heimasæta á Rifi, Melrakkasléttu, í hjónaband, hann þá 28 ára en hún 24 ára. Þau stofnuðu bú sitt að Skinnalóni. Þessi ungu hjón hófu saman baráttu sina á erfiðum timum og i mikilli fátækt, en að einu leyti voru þau auðug og það var af börnum. Þau eignuðust 11 börn, sem öll komust til fullorðins ára og þótti það mikið guðslán, þar sem barna- dauði var mjög tiður á þessum timum. Eitt af þessum ellefu börnum var Jóhanna amma, sem við barnabörnin höfum verið svo lán- söm að fá að njóta samvista við til svo hárrar elli. Þann 6. apríl 1926 giftist hún önundi Magnússyni sjómanni frá Borgum á Þistilfirði og hófu þau sinn búskap á Raufarhöfn. Ári síðar eignuðust þau sitt fyrsta og eina barn, föður okkar, Björn önundarson lækni. Einnig hafði amma alið upp systurson sinn, Jónas Finnbogason. Árið 1945 missti amma mann sinn og helgaði hún þá líf sitt syni sínum og svo seinna okkur barnabörn- unum. Frá því að við munum eftir okkur var amma búsett á Raufar- höfn og vann þá í síld, en kom alltaf og dvaldi hjá okkur tíma af hverjum vetri til að byrja með, en frá 1964 fluttist hún alkomin til okkar, sem var okkur mikið gleði- efni. Alltaf minnumst við þess, hve tilhlökkunin var mikil þegar við börnin vissum, að von var á ömmu. Hafði hún jafnan með sér einn sælgætispoka handa hverju okkar, sem var bróðurlega deilt. Svo voru það lfka öll ævintýrin'og kvæðin, sem hún var óþreytandi við að segja okkur, því að hvert okkar átti sfna uppáhaldssögu og sitt uppáhaldskvæði. öll eigum við henni það lfka að þakka að við vorum læs og jafnvel skrifandi fyrir skólaskyldualdur. Já, hún amma hún gaf okkur svo sannarlega allan sinn frítfma og alla sína hlýju og ástúð. Með þessum fáu orðum viljum við þakka ömmu allt sem hún hefur gert fyrir okkur barna- börnin og jafnframt viljum við biðja henni guðsblessunar, hvfld- ar og friðar við komuna yfir móðuna miklu og minnumst hennar með miklu þakklæti og gleðjumst með henni yfir þvf, hversu hress og frísk hún var fram á síðustu stund. Guð blessi hana og taki hana elsku ömmu inn í birtuna og hlýjuna til sín. Barnabörnin. Kynningarvika. Thorex- pakkaraðhúsgögn Mónudag 14,mars — föstudag 18.mars Hönnuðurinn verður á staðnum frá kl. 2-6 daglega og sýnir hvernig | raða má húsgögnunum saman. Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L húsinu. Thorex - pakkaraðhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðað að eigin vild og flutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaraðhúsgögn, hönnuð af Sigurði Karlssyni. Sófi, stólar, hillur, borð, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuð eða ólituð, þér getið ráðið litnum sjálf. Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.