Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Steinar Þorfinnsson yfirkennari—Minning F. 12. maí 1922 D. 10. mars 1977. Steinar Þorfinnsson, skóla- bróðir minn og vinur, lést á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík fyrir aldur fram 10. mars s.l. eftír nokkurra mánaða sjúkrahúsvist. Sjúkdómurinn kom skyndilega og óvænt og varð þessum sterk- byggða manni að aldurtila á skömmum tíma. Steinar var til moldar borinn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. mars að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum samkvæmt ósk hans sjaifs. Steinar fæddist 12. maí 1922 í Bitru í Hraungerðishreppi í Ár- nessýslu. Foreldrar hans voru Þorfinnur Jónsson veitingamaður í Tryggvaskála við Ölfusárbrú og kona hans Steinunn Guðnadóttir. Þau hófu búskap í Tryggvaskála, en fóru síðan að Bitru 1919 og bjuggu þar nokkur ár. 1923 fluttust þau að Baldurshaga í Mosfellssveit og þar ólst Steinar upp. Föður sinn missti hann 12 ára gamall og árið 1941 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt móður sinni og þeim systkinum, sem eftir voru í föðurgarði. Þau bjuggu lengst af á Hallveigarstíg 9 í Reykjavík. Steinar þurfti snemma að taka til hendinni, einkum eftir að faðir hans dó og eldri systkinin voru farin að heiman. Það var ekki mulið undir íslenska alþýðu í þá daga, á kreppuárunum milli 1930 og '40. Lífsbaráttan var hörð og miskunnarlaus og snérist um það að hafa í sig og á. Lífsgæðum var misskipt og þjóðfélagslegt rang- læti blasti við hvert sem litið var í samfélaginu. Þessar aðstæður áttu án efa ríkan þátt í að móta lifsviðhorf Steinars. 1944 settist Steinar í Kennara- skóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1948. Frá hausti 1948 var hann kennari við Melaskólann í Reykjavík, en yfir- kennari við þann skóla var hann frá árinu 1966. Steinar var góður námsmaður og ágætur kennari. Hann kastaði aldrei höndum til þeirra verka, er hann vann. Hann hafði sérlega gott lag á börnum og unglingum og lét einkar vel að stjórna og leiðbeina þeim börnum, sem erfið eru kölluð. Hann var vel látinn sem yfir- kennari bæði af nemendum og samkennurum. Steinar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Helgu Finnboga- dóttur frá Hafnarfirði 11. júlí 1953. Börn þeirra eru: Þorfinnur, starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg. Guðrún, stúdent, gift Guðmundi Bjarnasyni nemanda í Háskóla íslands. Þau eiga lítinn dreng, Steinar Braga. Finnbogi, nemandi í Matsveina- og veitinga- þjónaskólanum. Steinunn, starfs- stúlka í Landsbanka Islands og Hrefna, nemandi i Kvennaskólan- um i Reykjavík. öll eru þessi börn hin mannvænlegustu. Og það er huggun harmi gegn, að Steinar lifir áfram í þessum ágætu af- komendum sínum. Helga er mikil mannkostakona. Henni er ekki fisjað saman. Hún sýndi hvað í henni býrer veikindi og erfiðleikar steðjuðu að. Ástriki var með þeim hjónum og börnum þeirra. Helga vék vart frá manni sínum síðustu sólarhringana sem hann lifði. Steinar Þorfinnsson var rúm- lega meðalmaður á hæð, þrekvax- inn og afrenndur að afli. Andlitið var fremur stórskorið, svipurinn mikill og festulegur, augun skær- blá Hann var þrekmenni bæði til likama og sálar. Framkoma hans var látlaus, en það var reisn í fasi hans. Steinar var hæfileika- maður, greindur, duglegur og fylginn sér, raunsær og rökfastur i málflutningi. Hann var meira en banghagur, allt Iék í höndum hans. Hann málaði, múraði og gerði rafmagsntæki, ef á þurfti að halda. Þessir hæfileikar hans komu sér vel, er hann byggði sér hús í félagi við Tryggva bróður sinn, þá vann hann flest verkin sjálfur. Steinar var skapmikill, en duiur i skapi, tilfinningamaður, en flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var seinn til kífs, en lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Þótt þykkja hans væri þung, var hann fús til sátta, ef drengilega var eftir þeim leitað. Og það voru fleiri strengir á hörpu hans. Hann var hrókur alls fagnaðar í hópi bekkjarsystkina og góðra vina, söngmaður ágætur, var í karla- kórnum Fóstbræðrum um árabil, hnyttinn í tilsvörum og mælti á stundum vísur af munni fram. En það.sem einkenndi Steinar framar öðru var heiðarleiki hans, höfðingslund og drengskapur. Svo orðheldinn var hann, að orð hans voru gulls ígildi. Steinar var sífellt hjálparhella ættingjum sínum og vinum og raunar öllum þeim, er til hans leituðu, en þeir voru margir. Handtök hans á heimili okkar Rannveigar að Ránargötu 22 eru ófá orðin. Margir munu því sakna vinar og velgjörðarmanns, nú þegar hann er allur. Sakir hæfileika sinna var Steinar kosinn til forystu 1 félags- málum af stéttarsystkinum sinum. Um tíma var hann i stjórn Stéttarfélags barnakennara i Reykjavik og formaður í allmörg ár. Hann var i stjórn Sambands Islenskra barnakennara frá 1972 — 1974 og sat oft í samninga- nefnd fyrir sambandið. Hann átti og sæti á þingum B.S.R.B. sem fulltrúi kennara. Steinar var málefnalegur samningamaður og fastur fyrir. Hann skrifaði ekki undir samkomulagstillögur, sem hann var óánægður með, hversu fast sem knúið var á hann til þess, heldur skilaði hann séráliti og rökstuddi það skilmerkilega. Hann var heill i öllum málum, hvergi hálfur. Við fráfall þessa ágæta vinar mins, þyrpast minningarnar að. Við hittumst fyrst á haustdögum í Kennaraskóla íslands árið 1944. Ég man vel eftir honum þar sm hann stóð við gluggann í stofu 1 í gamla kennaraskólanum við Laufásveg. Mér varð starsýnt á hann. Hann sagði fátt i fyrstu. Við vorum ekki fljótir að kynnast en kynnin entust þeim mun betur og urðu hvað nánust nú á síðar árum. Það er skemmst frá að segja, að betri félaga og nánari vin hef ég aldrei eignast. í skólanum háðum við marga hildi saman, einkum á málfundum, er stjórnmál voru rædd. Þá var mönnum heitara í hamsi í pólitiskum umræðum en nú á dögum. Við höfðum okkar utópíu uppá vasann og trúðum á nýjan og betri heim eins og ungum mönnum er títt. Á þeim árum kom vel í ljós, hverjum hæfileikum Steinar var gæddur. Hann var fróðleiksfús, glögg- skyggn á máiefni og þungur á bárunni sem ræðumaður. Kimni- gáfa Steinars var ómenguð sem fyrr segir. Glaðværðin og glettnin leiftruðu oft af honum i hópi okkar bekkjarsystkinanna. Leikari var hann góður, sá fremsti í okkar flokki, og ósjaldan kom hann okkur til að hlæja á kvöldvökum og árshátíðum skólans. Við bekkjarsystkinin höfðum allan veg og vanda af þessum samkomum, skemmti- kraftar voru aldrei aðfengnir. Við vorum samhent og sjálfum okkur nóg, þótt efni væru smá, enda áhugamálin ærin. Um helgar heimsóttum við hvert annað og deildum oft um skáldskap og póli- tík langt fram á nætur. Við fórum iðulega í leiki. Mikið var sungið. Stundum var farið upp á Rauða- vatn á skauta. Ferðin norður í land að kennaraprófi loknu verður okkur öllum ógleymanleg. Þessi skólaár voru dýrlegir dagar. Og Steinar var sá sem mest jók á fögnuðinn. Hann var jafnan framarlega í okkar flokki, hvað sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er ekki áhlaupaverk að koma upp 5 börnum. Efni voru ekki mikil á frumbýlingsárunum hjá Steinari og Helgu. Þau hófu búskap með tvær hendur tómar. Með atorku og dugnaði tókst þeim að koma börnunum vel á legg og byggja upp hlýlegt og myndarlegt heimili, sem ber smekkvísi þeirra beggja fagurt vitni. Þetta heimili er orðlagt fyrir gestrisni og höfðingsskap. Hvergi er betra að koma en þar. Þær eru ófáar unaðsstundirnar, sem við Rann- veig höfum átt með þeim hjónum að Skipholti 42 á undanförnum árum. Ég minnist síðustu samræðna okkar Steinars. Hann talaði um mannlífið, um manngildi og manndómsþroska, iðnvæðinguna og hagvaxtarbölið, mengun og líf- vænlegt umhverfi, réttláta skipt- ingu lífsgæðanna, auð og örbirgð og fleira, sem brennur á vörum manna i dag. í þessum orðræðum birtist lífs- viðhorf Steinars, sem ég hygg að læsa megi í eina málsgrein: „Því að ekki er guðsríki matur og drykkur heldur réttlæti og friður" (Páll postuli i Rómverja- bréfinu). Með sárum söknuði og eftirsjá kveð ég vin minn, Steinar Þor- finnsson. Endadægur hans kom allt of fljótt. En sárastur er harmur eiginkonu hans og barna. Við Rannveig og börn okkar sendum þeim og öðrum nánum ættingjum kærar kveðjur. Það mun seint fenna í spor Steinar Þorfinnssonar, minningin um hann mun lengi lifa. Ingólfur A. Þorkelsson. Staldrað er við á miðjum aldri, litið til baka og horft úr nokkrum fjarska á liðna tíð. Starfsárin verða gjarnan hvert öðru lík og fyrirferð þeirra í minningunni ekki í hlutfalli við fjölda. Þessu er öfugt farið með skólaárin. Það var haustið 1944 sem rúm- lega tuttugu manns hittust í fyrsta sinn í gamla kennaraskóla- húsinu við Laufásveg og áttu síð- an samleið fjögur næstu ár. Hópurinn stækkaði nokkuð næstu tvö haust og tengdist stöðugt sterkari böndum kunningsskapar og vináttu. Saman var þolað súrt og sætt, gamni og alvöru deilt við nám og leik. Og aftur er minn- ingafjöldinn í öfugu hlutfalli við tíma. Margir langir dagar strits og starfs renna saman og fyrnast, en þeim mun skýrari eru ótaldar minningar um ógleymanlegar samverustundir í bekknum okk- ar, sem við vorum sannast sagna alltaf dálitið stolt af. Hvaða bekk- ur var fjölmennari? Hvað var bet- ur sungið? Hvar betri bekkjar- andi? Kannski var jafngott að við spurðum aðeins okkur sjálf, enda voru svörin á einn veg: Enginn bekkur stóð honum á sporði. Þvi er nú hugsað til glaðra skóladaga að einn úr hópnum er skyndilega horfinn sjónum. Stein- ar Þorfinnsson lést hinn 10. mars síðastliðinn, langt um aldur fram. Hann Steinar, sem alltaf gat lifg- að upp í kringum sig, frábær félagi, glettinn, kátur, en undir glettnu yfirbragði alvara og ábyrgð. Hann Steinar, hringjari og bekkjarumsjónarmaður, fylg- inn sér og einarður i félags- málum, ekki síst á málfundunum, liðtækur í öllum störfum. Steinar Þorfinnsson, ættaður úr Árnessýslu. Þannig kynnti hann sig löngum i skólanum, og jafnvel þetta kom af stað kátínu. Hann var þó í þann tíð búsettur í Reykjavik, en þangað hafði Stein- unn móðir hans flust ekkja. Þeir voru margir kaffibollarnir sem hún bar fyrir bekkjarsystkini á heimili þeirra á Hallveigarstígn- um, og ekki var alltaf hávaðalaust á þeim samkundum, en hún tók því sem sjálfsögðum hlut. Þökk sé henni. Það er hætt við að daufara verði yfir alltof strjálum samfundum okkar hér eftir. Steinar vantar með sina óþrotlegu og óbrigðulu kímnigáfu, spaugilegar athuga- semdir og notalegt viðmót. Opið stendur það skarð og verður ekki fyllt. Konu Steinars og börnum vottum við einlæga samúð. Bekkjarsystkinin. Þótt margir verði til að mæla eftir Steinar Þorfinnsson, og ég sé þess sízt umkominn eftir tæpra Eígínmaður minn STEINAR ÞORFINNSSON Skipholti 42 lést 10 mars s.l Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþei að ósk hins látna Þökkum innilega auðsýnda samúð Fyrir mína hönd. barna, tengdasonar og barnabarns Helga Finnbogadóttir. lést 1 7. mars t BJARNI BJÖRNSSON Löngubrekku 1 7. Kópavogi Eiginkona og synir. t Móðir okkar VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR Flögu andaðist I Landsspltalanum 14 mars. Böm hinnar látgu t Eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir SIGURÐUR KRISTJÁNSSON. frá SiglufirSi, verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni I Reykjavlk, I dag föstudaginn 18 marzkl. 1.30e.h. _ . . ... Pórama Erlendsdóttir, Þráinn Sigurðsson. Halldóra Thorlacius. Sigurjóna Sigurðardóttír, Steinunn Thorlacius, Vilhjálmur Sigurðsson, Edda Thorlacius Móðir okkar. t SIGURLÍNA HJÁLMARSDÓTTIR, frá Tungu, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19 marz kl 2. Daeturnar t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar mannsins míns KRISTMANNS KRISTINSSONAR Steinunn Sigurjónsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, frá Akureyri, Miklubraut 66, Ingibjörg K. Jónsdóttir, Kjartan Steingrfmsson. Guðrún Lára Kjartansdóttir. Kjartan Kjartansson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og föður okkar. tengdaföður og afa. vinsemd við andlát og útför GEORGS GUÐMUNDSSONAR Sigurveig Georgsdóttir Lárus GuBmundsson Guðmundur Georgsson Örbrún Halldórsdóttir Magnús Georgsson Sveinbjörg Slmonardóttir og bamaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.