Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 27 um myndlist . . . Erlendur Jónsson skrifar um bókmenntir . . . Hugverk á Loftinu Ein sérstæðasta sýning, sem ég hef séð hér á landi, stendur nú yfir á Loftinu við Skóla- vörðustíg. Það eru tvíbura- bræðurnir Hörður og Haukur Harðarsynir, sem eru höfundar að þessum verkum, og þrjú þeirra eru unnin i við, en hitt eru vatnslitamyndir, flestar smáar, en sumar hverjar virðast vera myndraðir, sem tjá viss hughrif og munu að ein- hverju Ieyti vera fyrirrennarar þeirra verk, er þeir bræður siðan vinna af feikna natni og hagleik í við. Ekki mun það vera ætlun þeirra bræðra, að þessi verk séu skoðuð sem model af arkitektúr, heldur mun trúarleg tilfinning og tjáning liggja þar að baki. Ég gat ekki annað en látið mér detta i hug helgiskrín í katólskum stíl, er ég leit þessi verk, en ég neita þvi heldur ekki, að mikið langaði mig til að álíta þau arkitektúr, jafnvel fannst mér þessi verk vel geta sómt sér sem kirkjubyggingar I sveitum landsins, þar sem söfnuðir eru ekki eins fjölmennir og hér í höfuð- staðnum. Vatnslitamyndirnar á þessari sýningu er nokkuð misjafnar, og að minu áliti vantar þær tilfinningu fyrir litameðferð, og eins eru þær nokkuð form- lausar á köflum, en það er viss mýkt í sumum þeirra, sem gefur til kynna viðkvæmni og einlæga túlkun. Það er eins og þessir bræður hafi ekki gefið sér tima til að melta það mynd- ræna við vatnslitagerð, en lagt þess meiri áherslu á aðrar hliðar málsins. Því er það, að það eru hugverkin í fullunnu ástandi, sem gera þessa sýningu svo forvitnilega. Það er bæði skemmtilegt og furðulegt að sjá slik vinnubrögð sem þarna getur að líta á seinni hluta tuttugustu aldar, þar sem menn vinna að sama verkinu svo hundruðum klukkustunda skiptir og af slíkum hagleik, sem þessir bræður ráða yfir. Fyrir skömmu var viðtal við þá bræður í Lesbók Morgun- blaðsins, og visa ég til þess um frekari vitneskju um, hvað Iiggur að baki þessara verka. Af því viðtali má draga þann lærdóm, að hér sé ekki á ferð neitt það, sem gripið sé úr lausu lofti. Hljómlist, trúar- Nlyndllsl eftir VALTÝ PÉTURSSON kennd og mannlegar tilfinningar virðast vera þar að verki, svo að eitthvað sé nefnt. En þvi verður heldur ekki neit- að að á stundum virðist dæmið nokkuð flókið og jafnvel erfitt að vita, hvað er um að vera. En hér er án efa ein sér- stæðasta sýning á ferð, sem sést hefur um langan tíma hér I borg, og ég varð meira forviða en hrifinn. Tvfburarnir Haukur og Hörður Harðarsynir Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON H.K.L sem Orgland hefur tekið upp í safn sitt. Á nýnorsku lítur það svona út: Beisk, men og blid, skjelmsleg, men kvass som ein dolk. Alltid pá vakt og eit grann til sides for andre folk. Kolege drag, uttrvkket spórjande, kaldt. IVIen tankane, stilen, tungetaket tindrande, alt. Nár det gjeld hans inste, alltid vár og sky. Alderdoms dul og langvunnen röynsle og alltid ny. Og nú tekur að fjölga á skálda- þingi Orglands — þegar nær dregur nútiðinni. Orgland hefur tekið þann kostinn að gefa sem flestum núlifandi skáldum rúm i safni sinu. Þarna eru öll núlif andi skáld sem hafa unnið sér nafn (óþarfi að teija þau upp hér) og miklu fleiri. Þýðandinn vill auð- sjáanlega kynna breiddina i islenskri nútimaljóðlist og tekur þvi upp í safn sitt obbann af þeim skáldum sem nú eru miðaldra og yngri og sent hafa frá sér ljóða- bækur sem nokkurs eru verðar. Að þessu leyti likist safn Org- lands kvæðasafni menningarsjóðs nema hvað ég tel að Orgland hafi valið betur. Þessi skáldafjöldi er bæði kost- ur og galli a safninu. Til neikvæðu hliðarinnar reikna ég að hann veldur nokkru ósamræmi meðal kynslóðanna, sýnir hlut- fallslega minna magn en meiri gæði í fyrra hlutanum en öfugt i seinni hlutanum — hluta núlif- andi skálda. Tökum sem dæmi árin milli styrjaldanna. Þá voru gefin út ógrynni kvæðabóka þó ekki kom- ist I hálfkvisti við það sem nú á sér stað. Sumar urðu smávegis kunnar um stund en eru nú ger- samlega gleymdar. Hefðum við nú í höndum safn af þessu tagi sem gefið væri út t.d. 1938 blasti við álitlegur hópur nafna sem enginn kannaðist lengur við og flestir mundu sammála um að tæpast ættu heima i slíku safni. Ef taka skal dæmi um skáld sem er þó ekki með öllu gleymt en Orgland hefur ekki séð ástæðu til að hafa með i safni sinu nefni ég Steindór Sigurðsson. í því sambandi kemur mér i hug að ekki hefði þurft ýkjafor- hertan sérvitring á því herrans ári '38 til að ganga fram hjá Steini Steinarr. Hefði þá verið efnt til almennrar atkvæðagreiðslu um Steindór og Stein er ég nærri viss um að Steindór hefði orðið ofan á. Timinn — það er nú meiri skrið- jökullinn! Sama trúi ég verði uppi á teningnum eftir fjörutíu ár þegar þessu safni verður þá flett — þá verður spurt um einhver skáldin sem nú eru undir miðjum aldri: hver var nú þessi ? En fjölmennið hefur líka kosti í för með sér. Með þvi að taka Ijóð eftir mörg skáld sem nú eru í starfi og mótun — skáld sem öll bera i sér einhvern vaxtarsprota og vísa þvi fram á við i ljóðlistinni þó þau yrki misjafnlega — gerir þýðandi löndum sinum kunnugt svo ekki verður betur á kosið hvað hér er að gerast í íslenskri Ijóðagerð, hvernig hér er best ort nú á dögum, og ekki aðeins það heldur einnig hvernig islenskur miðlungskveðskapur Iítur út. Svo geysifjölbreytt safn ætti ekki er- indi til fjarlægustu landa. öðru máli gegnir um forna heimahaga okkar. Munum að Orgland vinnur ekki þetta þrekvirki til þess eins að gera íslenskum skáldum stóran greiða, hann er fyrst og fremst að efla tengsl landa sem gætu verið eitt menningarsvæði (eins og t.d. England og Norður-Ameríka eða Spánn og Suður-Amerika) ef En hvað um yngstu skáldin í þessari bók? Nú á allra síðustu árum hefur komið út slíkur urm- ull offset-fjölritaðra ljóðabóka eftir kornung skáld að ógern- ingur væri að taka þó ekki væri nema tfunda partinn upp i sýnis- bók af þessu tagi. Ég kalla það ekki grósku, heldur ofvöxt. Orgland tekur einn úr hópnum sem sýnishorn, Stefán Snævarr. Ég er sammála. Hvort sem nú Stefán er meira eða minna skálda en fjöldinn er hann einn þeirra sem vandar vinnu sína. Það sagði André Maurois að lofaði góðu um sérhvern byrjanda. Meðal þeirra skálda, sém nú eru um þrítugt, fer mest fyrir Þórunni Magneu (Magnúsdótt- ur). Næstur kemur Ólafur Haukur Simonarson. Ég hefði raðað þeim á hinn veginn. Víst eru ljóð Þórunnar Magneu lagleg. Ólafur er á hinn bóginn snjallast- ur sinna jafnaldra. Einnig er hann það skáldið sem lét íslenska ljóðlist endurheimta gleði sína. Grafalvarlegur heimsendaboð- skapur atómskáldanna er vist ekki til að henda gaman að. Sú varð eigi að siður raunin að atóm- skáldskapiyinn komst aldrei alla leið til þjóðarinnar. Ólafur Haukur tók hins vegar stefnuna með þotuhraða beint að hjartarót- um hins almenría lesanda og lenti þar með söng og galsa. Síðastur i safninu er Arnliði Álfgeir sem er huldumaður og á þvf ekkert fæðingarár. Hann gerir sennilega rétt í aó leynast þannig. Um safnið sem heild og þýðand- ann sjálfan langar mig að segja þetta: Orgland er einhver besti útvörður fslenskra bókmennta er- lendis nú á dögum. Samband okk- ar við »frændur vora, norðmenn« hefur verið eins og löngum gerist um góða granna og skylda: okkur hefur þótt nóg að vita af þeim en látið hitt bíða að rækja frændsem- ina i verki. Samband okkar við þá hefur i raun og veru legið um Kaupmannahöfn aldirnar i gegn- Framhald á bls. 29 HAGSTÆTT VERÐ Ármúla 1 A s: 86-11 2 LOFTBREMSU VARAHLUTIR FJAÐRABREMSUKUTAR BREMSUKÚTAR, EINFALDIR OG TVÖFALDIR BLÖÐKUR (MEMBRUR) ALLAR STÆRÐIR LOFTSLÖNGUR OG TENGI LOFTROFAR AFLÁTTARVENTLAR ÖRYGGISVENTLAR DEILIVENTLAR LOFTSLÖNGUTENGI (PALM COUPLING) 2 GERÐIR ÚTIHERSLUR OG HLUTIR í ÞÆR RAFMAGNS VAGNTENGI í LOFTPRESSUR TU-FLO 500 HEAD STIMPLAR, STANDARD OG YFIRSTÆRÐIR STIMPILHRINGIR, STANDARD OG YFIRSTÆRÐIR STIMPILSTANGIR LEGUR, STANDARD OG UNDIRSTÆRÐIR VIÐGERÐARSETT, (Allar pakningarog ventlar) í LOFTPRESSUR TU-FLO 400 STIMPLAR, STANDARD OG YFIRSTÆRÐIR STIMPILHRINGIR, STANDARD OG YFIRSTÆÐRIR LEGUR, STANDARD OG UNDIRSTÆRÐIR VIÐGERÐASETT PÓSTSENDUM VÉLVANGUR HF. HAMRABORG 7 KÓPAVOGI SÍMAR 42233 og 42257

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.