Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 MIKILL DARRADARDANS OG NÆSTUM MARK A MINÚTU ER VÍKINGUR VANN ÍR SIGUR Víkinga gegn ÍR-ingum í 1. deildinni í fyrrakvöld var fyllilega verðskuldaður, því Víkingsliðið var betri aðilinn í þessum leik. Hins veg- ar fengu Vikingar óþarflega mikla hjálp á tfmabili I seinni hálfleiknum frá slökum dómurum þessa leiks, þeim Magnúsi Péturssyni og Vali Benediktssyni. Undir lok leiksins hallaðist þó ekki á, en hvorki leik- menn né áhorfendur skildu þá hvað gerðist i heilabúum dómaranna. Úrslit þessa leiks urðu 28:25 Vik- ingi í vil og í leikhléi leiddi liðið með 16 mörkum gegn 13 Eru Vikingar nú komnir að hlið Valsmanna á toppinum i 1. deildinni. en hafa leikið einum leik meira Mætast þessi lið á mánudags- kvöldið og ráðast úrslit íslandsmótsins að talsverðu leyti í þeim leik Vonir ÍR-inga um sigur í 1 deildinni hafa hins vegar dvinað mjög knöttinn og brást Ágúst þannig við að hann reyndi lítið í leiknum. Hins vegar fóru ÍR-ingar illa út á móti Ólafi Einars- syni og skoraði hann 10 mörk i leikn- um Sennilega hefur Ólafuraldrei verið betri en einmitt nú og aðalatriðið er að hann hittir betur nú en áður ÍR-ingar náðu um tíma þriggja marka forystu i leiknum, 8:5, en Vík- ingar jöfnuðu þó fljótlega aftur, 8 8, og voru með þrjú mörk yfir þegar blásið var til leikhlés, 16 13. í seinni hálfleiknum komust Vikingar i 21:14 — með góðri aðstoð dómaranna. ÍR- ingar gáfust þó ekki upp við mótlætið. heldur fylltust þeir kappi miklu og höfðu minnkað muninn í 24:23 þegar fimm mínútur voru eftir Þá voru þeir lika greinilega búnir að vera og þær ruglingslegu mínútur, sem eftir voru, skoruðu Vikingar 4 mörk gegn 2 og unnu örugglega 28:25 Mikil barátta var þegar frá upphafi í leik Víkings og ÍR í fyrrakvöld og gættu Víkingar Ágústs Svavarssonar sérstak- lega vel allan tímann Hafði Þorbergur Aðalsteinsson það hlutverk að ganga út i hann í hvert skipti sem Ágúst fékk Bezti maður Víkinga i þessum leik var Ólafur Einarsson, sem gerði 10 mörk í leiknum, og skotanýting hans var góð Þá stóð Viggó Sigurðsson sig mun betur i þessum leik en i leiknum gegn Haukum um síðustu helgi. Magnús Guðmundsson var klettur i vörninni og Grétar Leifsson er efnileg- ur markvörður Sigurður Gíslason er geysilega sterk- ur varnarmaður og var bezti maður ÍR-inga í þessum leik, en einnig ,var Sigurður Svavarsson mjög drjúgur. Ágúst beitti sér ekki eins og hann getur, enda var hann alveg gáttaður á dómgæzlunni allan seinni hálfleikinn, skildi hvorki upp né niður frekar en margir aðrir Vilhjálmur Sigurgeirsson er alltaf drjúgur og undarlegt að hann skuli ekki vera meira notaður Jens Einarsson er nú kcminn í ÍR-markið og þó hann hafi misst talsvert niður, þá fer ekki á milli mála að hann væri landsliðsmarkvörður æfði hann sem skyldi — áij. 111 i'i'i n i n ——fc I íprðttlr I Viggó Sigurósson skorar (leiknum f fyrrakvöld EinKunnagjðfln VlKINGUR: Rósmundur Jónsson 1, Grétar Leifsson 2, Páll Björgvinsson 2, Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 1, Erlendur Hermannsson 2, Viggó Sigurðsson 3, Magnús Guðmundsson 3, Ólafur Einarsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 2. IR: Örn Guðmundsson 1, Bjarni Hákonarson 2, Bjarni Bessason 2, Sigurður Svavarsson 3, Agúst Svavarsson 3, Vilhjálmur Sigur- geirsson 2, Hörður llákonarson 2, Brynjólfur Markússon 3, Sigurður Gfslason 3, Jens Einarsson 3. í STUHU MÁLI Íslandsmótið 1. deild, Laugardalshöll marz. Vfkingur — ÍR28:25 (16:13) GANGUR LEIKSINS: Mfn. Vfkingur Staðan IR 3. Ólafur E. 1:0 3. 1:1 Hörður H. 5. 1:2 Ágúst (V) 6. ólafur E. 2:2 7. 2:3 Sigurður & 7. Viggó 3:3 7. 3:4 Bjarni B. 8. Þorbergur 4:4 9. 4:5 Hörður H. 10. Viggó 5:5 12. 5:6 Brynjólfur 14. 5:7 Brynjólfur 15. 5:8 Hörður H. 17. Þorbergur 6:8 18. Björgvin 7:8 19. ólafur E. 8:8 21. 8:9 Ágúst (V) 22. ólafur E. 9:9 23. Þorbergur 10:9 24. 10:10 Brynjólfur 25. Ólafur E. 11:10 25. 11:11 Ágúst (V) 26. Ólafur 12:11 26. Björgvin 13:11 27. 13:12 Ágúst (V) 28. Ólafur E. 14:12 29. Viggó 15:12 29. 15:13 BjarniH. 30. Ólafur E. 16:13 leikhlG 34. 16:14 Brynjólfur 35. Páll 17:14 36. Björgvin 18:14 39. Páll 19:14 39. Viggó 20:14 41. . Erlendur 21:14 42. 21:15 Ágúst (v) 43. 21:16 Sigurður S. 44. ólafur E. 22:16 46. 22:17 Sigurður S. 48. 22:18 Vilhjálmur (v) 48. Þorbergur 23:18 4lfur 53. ólafur E. 24:21 53. 24:22 Brynjólfur 55. 24:23 Ágúst 56. Viggó 25:23 56. 25:24 Vilhjálmur (v) 57. Björgvin 26:24 60. Páll 27:24 60. 27:25 Ágúst (V) 60. Þorbergur 28:25 Þorbergur Aðalsteinsson 5, Björg- vin Björgvinsson 4, Páll Björgvinsson 3, Erlendur Hermannsson 1. MÖRK IR: Ágúst Svavarsson 7, Sigurður Svavarsson 4, Brynjólfur Markússon 6, Hörður Hákonarson 3, Bjarni Hákonarson 2, Bjarni Bessason 1, Vilhjálmur Sigur- geirsson 1. MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Jens Einars- son varði vítaköst frá Páli Björgvinssyni og Ólafi Einarssyni f leiknum. BROTTVlSANIR AF LEIKVELLI: Sig- urði Svavarssyni og Ólafi Einarssyni var vfsað af velli f 4 mfnútur hvorum og f 2 mfnútur þeim Páli Björgvinssyni, Björg- vin Björgvinssyni, Þorbergi Aðalsteins- syni, Bjarna Bessasyni og Bjarna Hákonarsyni. DÓMARAR: Valur Benediktsson og Magnús Pétursson voru dómarar f þessum lelk, eins og getið er áður. SIGÞOR OMARSSON GENGUR I ÞÓR HINN ungi miðherji knatt- spyrnuliðs Akraness, Sigþór Ómarsson, mun á næstunni flytj- ast til Akureyrar. Hefur hann til- kynnt félagaskipti yfir f Þór, og mun leika með þvf félagi f 1. deildinni í sumar. Vafalaust mun Sigþór styrkja framlínu Þórs mikið. Hann var fastamaður í liði Akraness í fyrra og skoraði þá mörg mörk. Sigþór hafði hug á því að byrja á raf- virkjanámi og reyndi að komast á samning hjá rafvirkjameistara á Akranesi en það tókst ekki. Hins vegar bauðst honum að komast í rafvirkjanám á Akureyri og þáði hann það boð. AXEL HÆTTUR AXEL Sigurðsson, sem gegnt hef- ur framkvæmdastjórastörfum hjá Handknattleikssambandi Islands að undanförnu, hefur látið af þeim störfum að eigin ósk. FH AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar FH verður haldinn í Viði- staðaskóla Hafnarfirði fimmtu- daginn 24. marz og hefst kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.