Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 5 Rætt vid Trygve Bratteli við komuna til Rvikur í gær TRYGVE Bratteli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, kom til íslands I gær ásamt Randi konu sinni. Bratteli er boðsgestur Norræna félagsins f tilefni Dags Norðurlanda sem haldinn er hátfðlegur f dag vegna 25 ára afmælis Norðurlandaráðs. Bratteli mun flytja ræðu á hátfðafundi Norræna félagsins f kvöld en f hádeginu f dag verður hann gestur Geirs Hallgrfmssonar forsætisráðherra. Mbl. hitti Bratteli að máli stutta stund eftir komuna til Reykjavfkur og spurði hann hvað hann vildi segja um raunhæft gildi norrænnar samvinnu nú. Trygve Bratteli og Randi kona hans við komuna til Reykjavfkur í gær. Með þeim á myndinni eru Hjálmar Ólafsson, formaður Nor- ræna félagsins, og Ragnhildur Helgadóttir, sem situr f forsætis- nefnd Norðurlandaráðs. Bratteli sagði, að samskipti Norðurlanda væru með öðrum og betri brag nú en þegar Norðurlanda- ráð var stofnað fyrir tuttagu og fimm árum. — Á árum áður var heldur ekki litið á Norðurlönd sem heild eins og nú, sagði Bratteli. — Um norrænt samstarf er vart að tala fyrr en komið er fram á þessa öld og framan af einkenndust samskiptin oft meira af togstreitu og spennu en bróður- þeli og samhug Segja má svo að stofnun Norðurlandaráðs hafi átt sínar knýjandi forsendur, meðal annars vegna þess hvernir ástandið var milli þessara landa þegar stríð- inu laulc. Hafa verður i huga að öll Norðurlöndin upplifðu stríðið á sinn máta og meira og minna sársauka- fullan hátt. Þetta varð til aukins ágreinings og leiddi til meiri tor- tryggni milli landanna en áður og sem betur fer voru þeir menn til sem skildu gildi þess að ríkin stæðu saman bæði hvert gagnvart öðru og á alþjóðavettvangi Þessir menn unnu að því að Norðurlandaráð komst á laggirnar og fáir efast um að starfið hafi orðið giftudrjúgt. — Starfsemi Norðurlandaráðs og norræn samvinna hefur svo smám saman þróst og kviarnar verið færð- ar út og þarf ekki að fjalla um það í löngu mált, sagði Bratteli — Við getum bent á mörg áþreifanleg dæmi þess, að norræna samvinna hafi borið ávöxt, við getum bent á eflt samstarf á sviði efnahagsmála, félagsmála og fjölda margs annars og margar norrænar stofnanir hafa tekið til starfa, bæði hér og á hinum Norðurlöndunum sem eru talandi tákn 'um þessa samvinnu og það góða sem hún hefur leitt af sér — En ég hneigist til þess, hélt Bratteli áfram — þegar talað er um styrk Norðurlandaráðs og norrænn- áratug hefur vaxandi breidd verið innan norræns samstarfs. það hefur smám saman verið að taka á sig fastmótaða mynd og samvinnan hef- ur einkennzt af trúnaði og vinarþeli Fyrstu tíu árin einkenndist starfs- semi ráðsins öllu meira af þing- mannasamstarfi Ríkisstjórnir land- anna stóðu álengdar og lögðu lítt af mörkum til að móta verkefni ráðsins Trúnaður og vinarþel ein- kennir norræna samvinnu ar samvinnu og ég er spurður um, hver sé mestur sigurinn sem unnist hafi á þessu sviði — að benda ekki á neitt þessara atriða. Ég hyllist til að hafa þá skoðun að mesti áfangi norrænnar samvinnu sé að Norður- landaþjóðirnar lita hver á aðra sem bræðraþjóð — það eru ekki bara rijcisstjórnirnar sem hafa samstarf sin i millum — fólkið sjálft hefur þessa tilfinningu og þar sem Norðurlandabúar hittast finnst þeim sem þeir hitti landa sina Þetta kalla ég mesta sigur norrænnar samvinnu og væntanlega má þakka hann að nokkru starfi Norðurlandaráðs þótt ótal margiraðrir þættir komi til. Aðspurður um hvort hann teldi Norðurlandaráð vera um ókomna tið nauðsynlegt til eflingar norrænni samvinnu sagði Bratteli: — Ég tel tvimælalaust. að Norðurlandaráð muni starfa áfram og það hefur sýnt sig. að það hefur eflzt og þróast eins og sjálfsagt er og eðlilegt Nú líta Norðurlöndin á sig sem þá æskilegu heild sem er bæði gott fyrir einstaklinga þessara þjóða og verður einnig til að styrkja stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi Norðurlöndin eru nánast dálítið friðarhorn i Evrópu og á siðasta né heldur til að ýta undir áþreifan- lega norræna samvinnu Starfshætt- ir og uppbygging Norðurlandaráðs hefur tekið breytmgum siðan, er enn að breytast og á væntanlega eftir að gera það i framtiðinni Það er mikils- vert að þróunin innan norrænnar samvinnu og innan starfs Norður- landaráðs verði jafnan i takt við timann og þar af leiðandi til heilla fyrir fólkið i löndunum sjálfum Ibúðir fyrir aldraða í smíðum á Blönduósi A BLÖNDUÖSI er nú I smfðum fbúðarálma sem ætluð er fyrir aldrað fólk. Búið er að steypa botnplötu og stöpla álmunnar, sem er fyrsti áfangi nýs elliheim- ilis er byggt er f tengslum við héraðsspftalann. Gert er ráð fyrir kjarnahúsi sem taka mun um 40 vistmenn, en sfðan verða tvær álmur út frá þvf með fbúðum fyr- ir aldrað fólk. Gert er ráð fyrir að taka bygg- inguna í notkun fyrir árslok 1978 að einhverju eða öllu leyti. Fram- kvæmd þessi er fjármögnuð af heimamönnum og hafa menn þar um slóðir sýnt henni mikinn áhuga. Vmsir hafa gefið veruleg- ar fjárhæðir til byggingarinnar, og má þar nefna Halldóru Bjarna- dóttur, sem nú er á 104. aldursári sem gaf 500 þúsund krónur. Vel heppnaður reyk- laus dagur 1 MH NEMENDUR og kennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð tóku sig saman í gær og héldu „reyklausan dag“ í skólanum. Var mjög góð þátttaka í þessu reykbindindi og aðeins nokkrir svartir sauðir sem skildu sig frá hjörðinni. Sagði Hjálmar Ólafs- son konrektor að nemendur hefðu átt frumkvæði að þessu bindindi og væri vonandi að fleiri reyklausir dagar fylgdu í skólan- um. Þorvarður Örnólfsson hélt fyr- irlestur í skólanum um skaðsemi reykinga og sýndar voru kvik- myndir. Þá var skýrt frá niður- stöðum könnunar, sem skóla- stjórn MH, skipuð nemendum, kennurum og rektor, gekkst fyrir. í niðurstöðum hennar segir svo: „34% nemenda skólans reykja að staðaldri innan veggja skólans og er dagneyzlan á sigarettum innan skólans 1500 stk. eða 75 pakkar. Neyzla á sígarettum á einu skólaári er 192.400 stk. eða 9620 pakkar. Dagneyzla nemenda kostar þá u.þ.b. 19 þúsund krónur og skólaársneyzlan um tvær og hálf milljón króna. Samkvæmt alþjóðlegum tölum eru u.þ.b. 20 mgr. af tjöru í hverri sígarettu. Samkvæmt þvi neyta nemendur MH 29,6 g af tjöru á hverjum skóladegi. Skólaárs- neyzla nemenda á tjöru er u.þ.b. 4 kíló (Verði ykkur að góðu). Auk þess að reykja sígarettur, neyta nemendur tóbaks sem svarar 240 pípum og u.þ.b. 20 vindlum á degi hverjum. 82% þeirra nemenda, sem reykja, óska að hætta neyzlu sinni. Tekið skal fram, að tölur þessar eiga eingöngu við tóbaksneyzlu innan veggja skólans." Listahátíð: Samkeppni um gerð einþáttunga FRAMKVÆMDASTJÓRN Lista- hátiðar í Reykjavfk 1978 hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð einþáttunga. Stefnt er að uppfærslu verðlaunaverka m.a. á Listahátíð '78 og sýningu þeirra á því leikári, sem í kjölfarið fylgir. í dómnefnd hafa verið skipaðir: Davíð Oddsson form. fram- kvæmdastjórnar Listahátiðar, Erik Sönderholm forstjóri Nor- ræna hússins, Briet Héðinsdóttir leikstjóri, Hjörtur Pálsson dag- skrárstjóri, Sigríður H:galin leik- ari og leikstjóri. Dómnefnd mun ákvarða fyrir- komulag samkeppninnar og aug- lýsa hana i fjölmiðlum í byrjun apríl. Þá verður tilkynnt um upphæð verðlauna, yrkisefni og skilafrest. V ORTIZK A GLÆSILEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR! TÍZKA SEM TÖFRAR! — Og allt getið þér sniðið og saumað sjálfar — Svona bjart og fagurt er tízkuvorið í „NEUE MODE": Smekklegur khakifatnaður, tízkuklæðnaður við allra hæfi, nýstárleg pils og blússur, þægi- leg og klæðileg útiföt, aðlað- andi samkvæmiskjólar og sportlegur hversdagsklæðn- aður — allt hið nýjasta, sem vortizkan hefir upp á að bjóða getið þér auðveldlega sniðið og saumað sjálfar upp úr „NEUE MODE". Marz fæst nú Marzhefti „NEUE MODE fylgja 100 hárnákvæm snið í stærðunum 36 til 52. Og handa byrjendum auk þess tvær myndskýrðar saumaleið- beiningar með sérlega hand- hægum sniðaörkum Ef þér hafið ánægju af að sniða og sauma fatnað yðar sjálfar þá verður sú ánægja margföld með notkun „NEUE MODE„! ■hefti„NEUE MODE á öllum útsölustööum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.