Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 7 r Stjórnmál og mannasiðir Oft er látið að þvl liggja að stjórnmála- vafstur sé Iftt þokkaleg iðja, þar drengskapur og heiðarleiki eigi ekki upp á pallborðið. Stjórnmálamenn eru að vfsu misjafn hópur, eins og gengur og gerist i þjóðfélaginu, og rangt að setja þá alla undir sama hatt f dómum al- mennings. Til eru stjórnmálamenn, sem á efri árum gátu og geta litið yfir langan veg, hafandi aldrei brotið siðferðilegar umferðar- reglar f nauðeynlegum samskiptum og sam- starfi við skoðanalega andstæðinga sína. Mik- i 11 meirihluti þing- manna leitast við að feta í fótspor slfkra drengskaparmanna. Sá flötur á starfi þing- manna, sem felst í stjórnmáladeilum, er meir í sviðsljósi en óhjákvæmilegt sam- starf þeirra f málefnum þjóðfélagsins. Engu að síður hafa skapazt viss- ar hefðir í þinginu, varðandi samskipti og samstarf, sem yfirleitt eru í heiðri hafðar. Rangt er að horfa fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd svo mikið gildir sem hún hefur fyrir eðlilegan fram- gang þjóðþrifamála. Ef til vill skortir nauðsyn- lega kynningu á gangi þingmála, þann veg, að almenningur fái rétta og sanna mynd af þvf, sem þar fer fram innan veggja. En undantekn- ingar eru á öllu, einnig á hér um ræddum þing- hefðum. Fæðingarorlof og þingleg samstaða Ekki virðist skoðana- ágreiningur um það meðal þingmanna, að rétt sé að afnema skerð- ingarákvæði, varðandi greiðslu fæðingarorlofs til útivinnandi kvenna f aðildarfélögum ASl, enda sé fæðingarorlof mannréttindamál, sem hvarvetna er orðið að veruleika f menningar- þjóðfélögum á norður- hveli jarðar. Reynt var að skapa pólitíska breidd og samstöðu í þessu máli. Ragnhildur Helgadóttir, forseti neðri deildar Alþingis, fékk til liðs við sig í þessu efni þingmenn úr öllum flokkum, nema Alþýðubandalaginu. f frumvarpsflutningi um afnám skerðingar- ákvæðanna. Hún sagði í þingræðu að Svövu Jakobsdóttur hefði verið boðið að ger- ast meðflutningsmaður að frumvarpinu og af- hent það, ásamt greinargerð, sem trún- aðarmál. Þann tíma, sem hún hefði haft þessi gögn undir hönd- um sem trúnaðarmál, hefði hún nýtt til að semja sjálf frumvarp um sama efni og leggja fram til að skapa sjálfri sér forskot f máfinu, og tengja það annars kon- ar breytingu á sömu lögum. Hér eru tví- mælalaust brotnar þinghefðir eða venjur f samskiptum þing- manna, og trúnaður, sem telja verður nauð- synlegan þeirra í milli. Hér réð ekki skoðana- ágreiningur gjörð. nema að mjög takmörk- uðu leyti, heldur vafa- samt „kapphlaup'* um frumkvæði, sem telja verður hvimleitt, svo ekki sé meira sagt eða fastara að orði kveðið. Slfk breytni feiðir naumast til álitsauka nema sfður sé. Rétt er þó að benda á, að í Morgunblaðinu í gær voru rakin sjónarmið Svövu Jakobsdóttur í þessu máli. Bréfleti landans og SFV Karvel Pálmason rit- ar svo í blað sitt, Vestra,^ fyrir skemmstu: „1 | áframhaldi af þessari I samþvkkt (um samstarf við Alþýðuflokkinn á I Vestfjörðum) kaus ráð- I stefnan fjögurra manna . viðræðunefnd, sem ann- I ast skyldi viðræður á I grundvelli samþvkktar- . innar, ef af yrði. Um I þessa samþykkt og | ályktun Samtakanna á ■ Vestfjörðum var mikið ' rætt og ritað og er enn | og ýmsar ályktanir af i henni dregnar. — Við- 1 ræðunefndin ritaði for- | manni Alþýðuflokks- i ins, Benedikt Gröndal, 1 bréf þann 15. nóvember | 1976, þar sem óskað var | viðræðna við Alþýðu- [ flokkinn um efni álykt- I unarinnar. Afþýðu- I flokkurinn hefur haft . mál þetta til meðferðar I sfðan og hefur enn. I Engu skal hér spáð um . það, hver niðurstaðan I verður...“ Siðan umrætt bréf I var ritað eru liðnir fjór- . ir mánuðir — og enn ' bólar ekki á formfegu I svari. Bréfleti íslend- i inga er við brugðið — • en naumast er það ein- | hlít skýring á seina- i gangi Alþýðuflokksins. 1 Og ekki verður annað sagt en lítt fari fyrir I fögnuði þeirra Alþýðu- I flokksmanna vegna . þessa tilskrifs — a.m.k. I er farið mjög vel með I hann, ef einhver er. i Enhver er reisn Karvels ■ að láta bjóða sér slíka | framkomu og málsmeð- i ferð? Afgangi af söfnunarfé var- ið til að minnast Inga T. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi greinargerð frá söfnunar- nefnd vegna minnisvarða um Inga T. Lárusson, tónskáld. Snemma árs 1974 bundust aust- firsku átthagafélögin í Reykjavík samtökum um að koma upp á Seyðisfirði minnisvarða um Inga T. Lárusson tónskáld. Þessi átt- hagafélög kusu hvert sinn full- trúa til að hrinda málinu í fram- kvæmd. Frá Austfirðingafélaginu kom Brynjólfur Ingólfsson, frá Vopnfirðingafélaginu Anton Nikulásson, frá Borgfirðinga- félaginu Elísabet Sveinsdóttir, frá Norðfirðingafélaginu, Eyþór Einarsson, frá Eskfirðinga- og Reyðfirðingafélaginu Guðmundur Magnússon, frá Átt- hagasamtökum Héraðsmanna Þórarinn Þórarinsson og frá Félagi austfirskra kvenna Halldóra Sigfúsdóttir. Klefndin leitaði til þeirra aust- firsku átthagafélaga utan Reykja- vikur, sem henni var kunnugt um, þ.e. í Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum og á Akureyri, og lögðu þau öll fram fé til söfnunar- innar. Alls söfnuðust kr. 1.126.440,- og skiptust þannig: Framlög 10 átt- hagafélaga kr. 402.000.-, frá Kvenf. Nönnu i Neskaupstað kr. 30 þús., frá tveimur sveitarfélög- um, Neskaupstað og Vopnafirði, kr. 60 þús. Við það bætast svo gjafir frá 178 vinum og aðdá- endum tónskáldsins, kr. 315.340.-, og ágóði af tónleikum í Háskóla- biói 31.1. 1976, kr. 319.100.-. Við þetta söfnunarfé bættust síðan vextir kr. 7.586.-. Gjöld urðu hins vegar kr. 1.029.262.- og mismunur þvi, tekj- ur umfram gjöld, kr. 104.746.-. Á lokafundi sínum samþykkti nefndin að kaupa verðtryggð rikisskuldabréf fyrir tekjuaf- ganginn og fela þau bæjarstjórn Seyðisfjarðar til geymslu næstu 15 ár, nánar tiltekið til 26. ágúst 1992 að Ingi hefði orðið hundrað ára. Skal þá verja andvirði bréf- anna i samráði við austfirsk átt- hagafélög til að minnast tón- skáldsins á verðugan hátt, t.d. með útgáfu á lögum hans eða á annan hátt sem betri þætti. Þá var og samþykkt að afhenda Skjalasafni Austurlands á Egils- stöðum öll skjöl varðandi söfnun- ina til varðveislu, svo og 2 segul- bandsspólur frá tónleikunum 31.1. 1976, sem Ríkisútvarpið hafði afhent nefndinni. Að lokum vill nefndin tjá einlægar þakkir sínar öllum þeim, er stuðluðu að þvi á einn eða annan hátt að söfnunin og tilgangur hennar tókst með jafn- miklum ágætum og raun bar vitni um, en einkum listamönnunum Sigurjóni Ölafssyni mynd- höggvara og Þorsteini Valdemars- syni skáldi, og bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrir myndarskap og risnui sambandi við umhverfi Framhald á bls. 18 Okkar salur er ekki dýrari... en hann er einn sá gkesilegasti! Næst þegar þér þurfið á húsnæði að halda fyrir veislur eða hverskonar mannfagnað, skuluð þér athuga hvort Þingholt hentar ekki þörfum yðar. Leitið upplýsinga. Sími 21050. SÍMI 2)011 r Islenski Alpaklúbburinn Fimmtudaginn 10. mars s.l. var stofnaðut íslenskur Alpaklúbbur, með aðalmarkmið að efla fjallamennsku á íslandi. Ákveðið hefur verið að gefa fólki kost á að gerast stofnfélagar til 10. apríl. Nánari uppl. veittar í símum 12045 og 26430. Stjórnin. SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn effir fimm mínúfur 5 bragðfegundir Eg er að pœla í smurða brauðinu frá Brauðbœ ...það er svo ofsa gottl Biauðbær Veitingahús við Óðinstorg. sími 20490. Pöntungarsímar: 25640 — 25090 — 20490. V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.