Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. M'ARZ 1977 Er aðstaða Brezhnevs nógu sterk? ER raunverulega mikil hætta á því að afstaða Carters forseta til mannréttindamála i Rússlandi verði til þess að stjórnin í Moskvu verðí ófúsari að samþykkja nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar! (Salt)? Cyrus Vance utanríkisráð- herra segir að það virðist ,,alveg Ijóst" að svo sé ekki Mat sitt byggir hann á sam- tölum við sovézka stjórnar- fulltrúa í Washington og ..öðrum upplýsingum", sem hann kýs að halda leynd um. En heimildarmenn í stjórn- inni telja miklu máli skipta athugasemd, sem var höfð eftir sovézkum embættis- manni I Moskvu Hann sagði í einkasamtali að í Kreml væri litið á þetta sem tvö aðskilin mál. Þetta var greini- leg bending til Hvíta hússins á þá leið, að Brezhnev gerði ser grein fyrir nauðsyn þess að fljótt miðaði áfram í sam- komulagsátt í viðræðum um nýjan Salt-sammning, þótt hann hefði megnustu andúð á afstöðu Carters til mann- réttinda, og teldi slíkan samning langtum mikil- vægara mál. Við brögðin í Kreml minna að ýmsu leyti á afstöðu ráðamanna þar skömmu áður en Nixon forseti kom I heimsókn sína til Moskvu, þegar þeir tóku þann kostinn að hafa að engu loftárásir, sem Nixon fyrirskipaði að skyldu gerðar á Hanoi og Haiphong Kremlverjar ákváðu að taka á móti Nixon þrátt fyrir lofárásirnar, svo að áfram gæti miðað í viðræðunum um fyrsta samninginn um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðarins (Salt I). Brezhnev mætti mót- spyrnu í stjórnmálaráðinu í þessu máli og hann varð að lækka andstæðinga sína í tign og reka síðan úkraínska flokksleiðtogann Shelest til að ryðja úr vegi helztu tálmunum, sem stóðu ! vegi fyrir slökunarstefnunni détente. Á sama hátt hlýtur Brezhnev nú að mæta mót- spyrnu þeirra manna í Moskvu, sem telja að „afskiptum" Carters af sovézkum innanlandsmálum verði að svara kröftuglega, jafnvel með þv! að draga Saltviðræðurnar á langinn, ef það reynist nauðsynlegt. En nú sem þá er Brezhnev í nógu sterkri aðstöðu til þess að halda andstæðingum sínum í skefjum Moskvuferð Vance, sem hann fer til að leggja grundvöllinn að Salt II og undirbúa fyrirhugaða heimsókn Brezhnevs til Washíngton, hefur ekki verið í hættu. Brezhnev hefur tvisvar orðið að fresta fyrir- hugaðri ferð sinni tíl Washington á undanförnum tveimur árum og honum er það mikið kappsmál nú að gera fund æðstu manna að árlegum atburði eins og hann hefuralltaf viljað Hann ætlar ekki að láta mann- Vance ríkjamanna á mörgum sviðum utanrikismála, meðal annars í Salt-viðræðunum, en síðan kom afturkippur og i sumum tilfellum hafa við- ræður siglt í strand. Þegar pólitískir and- stæðingar Jacksons sökuðu hann og stuningsmenn hans um að krefjast of mikils af Moskvu-stjórninni, var þvi svarað til að kúvending Brezhnevs stafaði af valda- baráttu i Kreml. En vafasamt er hvort andstæðingar Brezhnevs hefðu orðið ofan á i það skipti, ef Jackson- tillagan hefði ekki fært þeim í hendur það vopn, sem þá vantaði Harðlínumennirnir í Moskvu vildu hægja á slökuninni og bandariskir harðlinumenn voru sama sinnis. Þeim mun háværari sem kröfur bandariskra harð- línumanna voru um til- slakanir af hálfu Moskvu- stjórnarinnar, þeim mun áhrifameiri voru þau rök sovézkra harðlínumanna að detente væri að breytast í einstefnuakstursgötu. Að lokum sigruðu harðlinumennirnir i Moskvu í rökræðunum með hjálp frá Bandarikjunum og minnstu munaði að þeim tækist að loka götunni fyrir umferð. Engin bráð hætta er á því að eitthvað þessu likt gerist aftur, því að Jackson og stuðningsmenn hans hafa ekki lengur áhrif til þess að geta tekið frumkvæðið úr höndum stjórnarinnar í þessu máli. Stjórnin hefur varið sig gegn hugsanlegum þrýstingi í framtíðinni með því að taka sjálf frumkvæðíð. Þar með hefur hún styrkt stöðu sina gagnvart Moskvu-stjórninni, sem hún vill semja við i fram- tíðinni, gagnvart þinginu, sem hún þarf að fá til að styðja nýja viðskipta- samninga, og gagnvart öllum þeim öflum innan- lands, sem kunna að krefjast þess að hún haldi uppi máls- vörn fyrir mannréttindum i Rússlandi. Eftir Victor Zorza réttindamál standa i vegi fyrir áhugamálum sínum ef hann getur. En nú sem þá gæti staða Brezhnevs veikzt verulega vegna þrýstings frá sovézku haukunum. Olnbogarýmið, sem hann fékk þegar hann rak Shelest úr stjórnmála- ráðinu, var orðið hættulega þröngt þegar hann áttí orðið fullt i fangi með að halda harðlínumönnunum i skefjum vegna þrálátra veikinda í árslok 1974 íhaldsmenn í Moskvu voru komnir á þá skoðun, að kröftugra svar við þrýstingi, sem Bandaríkjamenn beittu til þess að Gyðingum yrði leyft að flytjast úr landi, væri orðið nauðsynlegt. Þróun nokkurra annarra mála, innanlands og utan, virtist leggjast á eitt um að veikja stöðu Brezhnevs. Það var skýringin á þeirri óvæntu kúvendingu, sem varð þegar hann ákvað að rifta lána- samningi þeim við Banda- ríkin, sem hafði verið tengdur Jackson-tillögunni og brottflutningi Gyðinga. Fram að þeim tíma hafði vel miðað í samkomulagsátt í viðræðum Rússa og Banda- Sú hætta er hins vegar fyrir hendi í framtíðinni, að rangar ályktanir verði dregn- ar af þessu máli i Washing- ton, alveg eins og banda- rískir harðlínumenn drógu rangar ályktanir af loft- árásunum á Hanoi og Haipong, þar sem þeir töldu að Moskvu-stjórnin mundi alltaf láta í minni pokann, svo framarlega sem hún væri beitt nógu míklum þrýstingi. En það fer allt eftir því hvar þrýstingnum er beitt, hvort honum er beitt í málum sem eru talin lífsnauðsynleg í Kreml. og hve öflug þau öfl eru í Kreml, sem vilja að fljótt miði áfram í samkomulagsátt í viðræðum við Banda- ríkjamenn. Styrkur þeirra er ekki stöðugur og breytist eftir gangi baráttunnar milli harðlínumanna og hófsamra, þeirrar baráttu sem er kjarni sovézkra stjórnmála. Fyrir því er engin trygging að núverandi valdaaðstaða Brezhnevs sé örugg fram að næstu kosningum eins og staða Carters er. Þeir ákveða þessa hluti öðru vísi í Moskvu. 28 þingmenn rita Brezhnev mótmælabréf Washington —' 21. marz — AP 28 BANDARlSKIR öldungadeild- arþingmenn hafa ritað Leonid Brezhnev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, bréf þar sem mótmælt er handtöku Ana- toli Scharanskis og þess krafizt að hann verði látinn laus hið bráð- asta. Scharanski var handtekinn hinn 15. þessa mánaðar og gefið að sök að hafa stundað njósnir gegn Sovétríkjunum. í bréfi öld- ungadeildarþingmannanna segir, að Scharanski, sem sé málsvari fjölda sovézkra gyðinga er óski þess að flytjast úr landi, hafi mátt búa við kerfisbundnar ofsóknir af hálfu sovézkra yfirvalda síðan hann sótti fyrst um brottflutn- ingsleyfi árið 1973. „Það er skoðun okkar, að hand- taka hans sé brot á Helsinkisátt- málanum," segir í bréfi þing- mannanna. Þeir, sem undirrita bréfið, eru: Claiborne Pell, Robert Dolo, Birch Bayh, Henry M. Jackson, Richard Stone, Wendell Ander- 27133 — 27650 Ásvallagata 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Verð 8.3 millj. útb. 6 millj. Gaukshólar 60 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Teppi. Flisalagt bað. Góðir skápar. Verð 6.5 millj. Útb. 4.5 millj. Dúfnahólar 3ja herb. endaíbúð á 3. (efstu) hæð. Furuinnrétting. Vönduð teppi. Bílskúrsplata. Verð 8.5 millj. Útb. 6 millj. Arahólar 108fm góð 4ra herb. íbúð á 5. hæð. Mikið skáparými. Stór og rúm- góð stofa. Útsýni yfir alla borgina. Verð 10 millj. Útb. 7 millj. Heiðvangur 1 33 fm einbýlishús (viðlagasjóðshús) á skemmtilegum stað í Norður- bænum I Hafnarfirði. Lóð full- frágengin. Bilskúrsréttur. Verð 1 5.5 millj. Útb. 9 millj. Kjalarnes — Land Höfum verið beðnir að selja nokkra hektara af góðu landi á Kjalarnesi, Uppl. á skrifstofunni ekki i sima. fislcíinsala lafiarstrcli M S. 27133 - 27111 Knulur Siqnarsson vids'xiptdfr Pali Judionsson vidskiptafr (iLVSINÍÍASI.MINN Elt: 22480 JRnrfjunblníitti son, William Proxmire, Adlai Stevenson, John Heinz III, Jake Garn, Dick Clark, Howard Metzenbaum, George McGovern, Edward Zorinsky, Bob Packwood, Edward Brooke, Daniel P. Moyni- han, John Tower, Lawton Chiles, John Melcher, Patrick Leahy, Harrison Williams, Clifford Case, Peter Domenici, Floyd Haskell, Dennis Deconcini, Alan Cranston og John Sparkman. Alls eru öldungadeildarþing- menn 100 að tölu, — 2 frá hverju 50 ríkja í Bandarikjunum. 28611 Hverfisgata 2ja herb. 70 fm. kjallaraibúð. Verð 4 millj. Útb. 2.5 millj. Lindargata 3ja herb. 70 til 75 fm jarðhæð. Verð 5.5 til 6 millj. Útb. 4,3 millj. Álftahólar 3ja herb. 86 fm. íbúð á 6. hæð. Verð 8.2 til 8.5 millj. Vesturbrún 3ja herb. 90 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýli. Verð 9 millj. Útb. 5 millj. Vesturberg 3ja herb. 90 fm. íbúð á 2. hæð. Verð 8 millj. Útb. 6 millj. Hjallabraut 3ja til 4ra herb. 90 fm. íbúð á 1. hæð. Verð 8.5 millj. Útb. 6.2 millj. Sléttahraun 4ra herb. 1 1 5 fm íbúð á 2. hæð. Bílskúr. Verð 12.5 millj. Útb. 8 til 8.5 millj. Stóragerði 4ra herb. endaíbúðá 4. hæð. Verð 12.5 millj. Útb. 8.5 millj. Unufell 127 fm endaraðhús. Verð 14 millj. Útb. 8.5 millj. Framnesvegur Keðjuhús á þremur hæðum 3x40 fm. Verð ca 10 millj. Útb. 6 millj. Hrauntunga Kóp raðhús á tveimur hæðum. Bílskúr. ca 200 fm. Arkarholt glæsilegt einbýlishús á einni hæð 1 40 fm auk 40 fm bílskúrs. Verð 1 8 millj. Brekkutangi Mos fokhelt endaraðhús á 3 hæðum. 96 fmX3. Verð 8.5 millj. Miðvangur HF raðhús 1 55 fm. Verð 1 8.5 til 1 9 millj. Útb. 1 3 til 14 millj. Hveragerði Kambahraun einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Selfoss 2ja herb. íbúð, raðhús og ein- býlishús. Nýsöluskrá heimsend. Fasteignasalan Bankastræti 6 Hús og eignir sími 2861 1, Lúðvík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.