Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 Sinfóníuhljómsveitin: Manuela W iesler einleik- ari á næstu tónleikum 12.REGLULEGU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir I Háskólabtói fimmtudaginn 24. mars kl. 20.30. Stjórnandi veróur Páll P. Pálsson og einleikari á flautu Manuela Wiesler. Á efnisskránni verða eftirtal- in verk: „Hugleiðing um L.“ eftir hljómsveitastjórann Pál P. Pálsson, og er það frumflutn- ingur. Ennfremur flautukon- sertar eftir Stamitz og Rivier og Sinfónía nr. 8 eftir Beethoven. Þ. 26. mars n.k. er 150 ára Manuela Páll P. Wiesler. Pálsson, dánardægur Ludvigs V. Beethoven, og hefur Páll P. Pálsson haft hann í huga við samningu tónverks síns. Manuela Wiesler kemur nú fram i fyrsta sinn sem einleik- ari á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveitinni. Á ferli sínum sem flautuleikari hefur Manuela unnið til margra verð- launa. M.a. vann hún ásamt Snorra Birgissyni 1. verðlaun i norrænni kammermúsikkeppni i Helsingfors árið 1976. í næsta mánuði hefur henni verið boðið að halda einleikstónleika í „Kulturhuset" í Stokkhólmi og upptöku í sænska ríkisútvarp- inu. Sjávarútvegsráðuneytið: V æntanlega hef ði verið leyft að sökkva hylkjunum MORGUNBLAÐINU barst I gær fréttatilkynning frá Sjávarút- vegsráðuneytinu, þar sem segir að ráðuneytinu hafi borizt grein- argerð varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli vegna losunar I sjóinn á hylkjum af hlustunar- duflum hinn 17. þ.m. Segir í til- kynningu ráðuneytisins, að ráðu- neytið hefði væntanlega leyft los- un f sjóinn á hylkum þessum ef eftir slíku hefði verið leitað eins og vera ber. Annars segir í fréttatilkynn- ingu sjávarútvegsráðuneytisins: „Hylkjum þessum, sem eru úr ryðfríu stáli, er nákvæmlega lýst í greinargerðinni og hlutverki þeirrra, jafnframt því sem eitt slíkt hylki var látið fylgja með til skoðunar. Fullyrt er að hylki þessi séu algerlega skaðlaus og sýnist ekki ástæða til að rengja þá staðhæfingu." Þá segir í fréttatilkynningunni, að utanríkisráðuneytið hafi mót- mælt þvi við varnarliðið, að ekki var í þessu tilefni sótt um leyfi til réttra aðila og muni varnarliðið hér eftir fara að réttum lögum í þessum efnum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á sunnudag, var haft eftir Páli Ásgeiri Tryggvasyni sendi- herra og yfirmanni varnarmála- nefndar að haft hefði verið sam- ráð við Landhelgisgæzluna, áður en hylkjunum var varpað í sjóinn. Morgunblaðið hafði samband við Pál Ásgeir f gær og spurði hann við hvaða starfsmann Landhelgis- gæzlunnar hefði verið rætt. Sagði Páll, að Hreinn Garðarson, starfs- maður Varnarliðsins, hefði hitt Jón Magnússon lögfræðing Gæzl- unnar að máli og rætt málið við Framhald á bls. 18 Ljósm.: Ævar. Þrjú sveitarfélög kyggja skíðamið- stöð við Oddsskarð Kskifirði, 22. marz. Á Austurlandi er víða mjög gott en að mestu ónumið skfðaland. Hafa skfðaáhugamenn lengi haft augastað á svæðinu I námunda við Oddsskarð, annað hvort í Odds- dal, norðan skarðsins, eða I Sel- látradal, sunnan skarðsins, sem ákjósanlegu skíðalandi. Hefur Gunnar Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri I Neskaupstað, um árabil kannað og fylgst með snjóalögum á svæðinu og hefur manna ötulast hvatt til fram- kvæmda þar. Að frumkvæði Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands komu fulltrúar bæjarstjórna í Neskaupstað og Eskifirði og full- trúar hreppsnefndar á Reyðar- firði ásamt fulltrúum íþrótta- félaga á stöðunum saman, til fundar, sem haldinn var í Nes- kaupstað í janúarmánuði s.l. Sam- þykkt var á fundinum að beina þvi til sveitarstjórnanna að mynda með sér samtök til þess að koma upp skíðaaðstöðu við sunnanvert Oddsskarð, þ.e. í Sellátradal, en þar er oftast næg- ur og góður skíðasnjór langt fram eftir sumri. Eftir því sem fréttaritari Mbl. á Eskifirði hefur fregnað hafa sveitarstjórnirnar tekið málinu mjög vel og bendir allt til þess að þær muni stofna með sér félag, sem hafi það m.a. að markmiði að reisa og reka skíðalyftu i Sellátra- dal. Þarf ekki að efast um, að skiðalyfta ásamt annarri nauðsyn- legri aðstöðu á svæðinu, muni blása nýju lífi í skiðaiðkun á stöð- unum þremur og ef til vill víðar á Austurlandi og hvetja til aukinn- ar útivistar. Næringarefni í 100 g u.þ.b. 170 hitaein 7,5 g feiti 4,2 g prótín 19,0 g kolvetni Brajjoast liomandi eitt ser ða t.d meo ioursoonum avóxtum. issosu þeyttum rjoma eóa rjomais Frosið fromasið næst auðveldlega úr forminu, ef því er difið ör- stutta stund í sjóðandi vatn. Einnig má láta frómasið þiðna í forminu. Geymsla Geymsluþol Þiönar á I frystikistu - 18°C f frystihólfi kæliskáps - 3°C ( kæliskáp + 5°C Við stofuhita (óopnaðar umbúðir) 5-6 mán u.þ.b. 3 sólarhringa u.þ.b. 24 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. Tilbúiö til ngyslu Tílbúiö til neyslu Fyrir skömmu kom Hákon Ólafsson, formaður Skíðasam- bands íslands, austur til skrafs og ráðagerða og var þá þingað á skíðasvæðinu í fegursta og bezta skíðaveðri. Leist Hákoni mjög vel á svæðið og taldi það eitt hið bezta ef ekki allra bezta skíðasvæði á landinu. Sveitarfélögin, ásamt íþrótta- félögunum hafa nú hafið undir- búning að kaupum á lyftu. Er jafnvel ráðgert að í fyrstu verði keypt ein 600 metra lyfta, eða tvær styttri, en á þessu svæði er landslag mjög hæðótt og til- breytingarikt. Myndin var tekin er Hákon Ólafs- son, formaður Sklðasambands ís- lands, hélt fund með fulltrúum Norðfirðinga og Eskfirðinga á þeim slóðum, sem fyrirhugað er að reisa skiðalyftuna og önnur þau mannvirki, sem tilheyra skíðamiðstöðinni fyrirhuguðu sunnan við Oddsskarð. Talið frá vinstri: Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað, Gunnar Ólafsson, fv. skólastjóri, Neskaupstað, Bogi Nilsson sýslu- maður, Eskifirði, Hákon Olafs- son, formaður Skiðasambands ís- lands, og Stefán Þorleifsson sjúkrahúsráðsmaður, Neskaup- stað. Staða skógrækt- arstjóra laus til umsóknar STAÐA skógræktarstjóra rikisins hefur verið auglýst laus til um- sóknar og veitist staðan frá 1. júlí n.k. en umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Hákon Bjarnason, nú- verandi skógræktarstjóri, lætur nú af störfum fyrir aldurssakir, en hann hefur verið skógræklar- stjóri frá árinu 1935. Hann lauk prófi í skógræktarfræðum árið 1932 og er fyrsti íslendingurinn sem tekur próf í þeirri grein. í auglýsingu í Lögbirtingarblað- inu i gær segir, að samk. 2. gr. laga um skógrækt nr. 3. frá 6. marz 1955 beri umsækjendum að hafa leyst af hendi próf við skóg- ræktarháskóla á Norðurlöndum aða við annan skóla jafnstæðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.