Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 15 „Ljóst að danska stjóm- in þarf ekki að grípa inn í samningamálin” — segir K. B. Andersen utanríkisráðherra „ÞAU ánægjulegu tiðindi hafa gerst, að lögð hefur verjð fram sáttatillaga í samningaviðræðum á vinnumarkaðinum í Dan- mörku og Ijóst að ríkis- stjórnin þarf ekki að grípa inn i málið," sagði K.B. Andersen, utanrikisráð- herra Danmerkur, er Mbl. hitti hann stuttlega að máli er hann kom hingað til lands í gær til að sitja fund utanríkisráðherra Norður- landanna. Andersen sagði að báðir aðilar myndu nú greiða atkvæði um tillög- una, sem segja mætti að ríkisstjórn hefði tæknilega átt Ijósmóðurlegan þátt i og vonir stæðu til að leystu vandann. Aðspurður um fiskveiði- samninga Dana sagði ráð- herrann að nú stæðu yfir við- ræður við ýmis ríki utan Efna- hagsbandalagsins, samning- um væri þegar lokið við nokkur þeirra, en aðrir væru í deiglunni og ekki gott að segja um endanlega niður- stöðu á þessu stigi málsins. Ráðherrann sagði að á fundinum á morgun myndu utanríkisráðherrarnir ræða ýmis aðkallandi alþjóða- og efnahagsmál og skiptast á skoðunum um þau. Þessir utanrikisráðherrafúndir hefðu ætíð verið mjög gagn- legir og nauðsynlegur vett- vangur til skoðanaskiptanna fyrir Norðurlöndin. Rædd yrðu vandamál Afríku, vandamál í samskiptum aust- urs og vesturs og væntanleg öryggismálaráðstefna í Bel- grað i sumar. Aðspurður um ástandið í dönskum stjórnmálum sagði ráðherrann að eins og fram hefði komið í fréttum eftir kosningarnar hefði á þeim tíma af ýmsum ástæðum „ Aukin umsvif í norðri liður í heildarhemaðar- stefnu Sovétríkjanna” - sagði Knud Frydenlund utanríkisráðherra Noregs KNUT Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, sagði í stuttu samtali við Mbl. í gær á Hótel Sögu, er hann var spurður um hvort Norð- menn fyndu fyrir auknum þrýstingi Sovétríkjanna á Norðurvæng Atlantshafs- bandalagsins, að Norð- menn litu ekki svo á að þessum auknu umsvifum Sovétríkjanna væri beint að Norðurlöndunum einum heldur væri hér um að ræða lið í hernaðarstefnu þeirra gagnvart heiminum í heild. Frydenlund sagði er hann var spurður um samninga Norðmanna og Sovétmanna um miðlínu á Barentshafi og Svalbarða, að þegar hefðu verið haldnir 4 fundir með Sovétmönnum, en ekki hefði verið ákveðið hvenær við- ræðum yrði haldið áfram. Um fiskveiðisamninga við önnur lönd sagði norski utan- ríkisráðherrann, að samn- ingar hefðu þegar verið gerð- ir við nokkrar þjóðir, og stöð- ugt haldið áfram viðræðum við EBE og aðrar þjóðir, sem málið tengdist. Hann sagði erfitt að spá um hverjar niðurstöður yrðu, slikar við- ræður tækju alltaf sinn tíma, einkum þegar stefnt væri að þvi að ná langtíma samn- ingum. Frydenlund sagði að lok- um, að hann vænti þess að Ljósm. Ól. K M K.B. Andersen (t.v.) vi8 komuna til Reykjavikur ásamt Sven Aage Nielsen sendiherra Dana. ekki verið grundvöllur fyrir myndun meirihlutastjórnar, þar sem þeir flokkar sem jafnaðarmenn töldu likleg- asta til stjórnarsamstarfs hefðu í bili færst undan sliku samstarfi og þvi hefði ekki verið um annað að ræða en að mynda nýja og aðeins breytta minnihlutastjórn jafn- aðarmanna hvað sem síðar yrði. Ljósm Mbl Ol.K.M I anddyri Hótel Sögu rakst Knud Frydenlund óvænt 6 Karin Söder. utanrikisráSherra Svia, og heilsast þau hér. fundurinn á morgun yrði gagnlegur. Mörg mál þyrfti að ræða, öryggismálaráð- stefnuna í Belgrad, ástandið í Miðausturlöndum, suður- hluta Afriku og svo önnur mál, er vörðuðu efnahags- legt og alþjóðlegt samstarf og sambúð austurs og vesturs. Gunnar Skarp- héðinsson skákmeistari Norðurlands Siglufirði, 22. marz. SKÁKÞINGI Norðlendinga lauk I Siglufirði um helgina. t opna flokknum voru 12 þátttakendur og voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigurvegari þar og um leið Skákmeistari Norður- lands varð að þessu sinni Gunnar Skarphéðinsson frá Varmahlíð með 6 vinninga, 2. varð Gylfi Þórðarson, Aureyri, einnig með 6 vinninga. Þriðji varð Frank Ilerlufsen frá Ólafsfirði, fjórði Arngrimur Gunnhallsson, Akur- eyri, og fimmti örn Þórarinsson, allir með 4‘A vínning. I unglingaflokki voru 11 þátt- takendur og voru tefldar 7 um- ferðir eftir Monrad kerfi eins og í opna flokknum. Sigurvegari verð Þórður G. Möller, Siglufirði, með 6 vinninga og í 2. sæti varð Þröst- ur Guðjónsson Hofsósi með 5 vinninga. Að loknu skákþinginu var hald- ið hraðskákmót Norðurlands og voru þátttakendur 26. Sigurveg- ari varð Jón Torfason, Húna- vatnssýslu, með 24‘A vinning. í mótsslit var stofnað Skáksam- band Norðurlands og var Albert Sigurðsson kosinn formaður þess. VÖRUUPPL ÝSISGA R: Þyngd u.þ.b. 270 g. Hráefni: Heilhveiti, hveiti, nykur, feiti, lyftiduft, lecithin, nalt, mait og vidurkennd bragbefni. Í hver 100 kg. heilhveitinins (Grahamsmjölsins) erbcrtt: 500 g af kalki, 30 mg af járni, 5 mg af vítamín H og 5 mg af vitamín fí■■■• SÆRINGA RHFNI í 100 G AF HEILHVEITIKEXI: 9 g prótin 64 g kotvetni 12 g fita 400 hitaeiningar SANNKÖLLUÐ KJARNAFÆÐA mrr^ m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.