Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Nauðungaruppboð — annað og síðasta — sem auglýst var i 69., 7 1. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 976 á kjallara- húsnæði í Víðihvammi 32, þinglýstri eign Guðmundar Svein- björnssonar, fer fram á eignmni sjálfri föstudaginn 1. april 1977 kl. 14. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Örugg fjárfesting Til sölu ca 3ja ha land við Langavatn Tilboðum sé skilað til Mbl. merkt „Land: 2018". Húsgagnaverzlun Mjög gott „pláss" fyrir húsgagnaverzlun er að losna. Mátulega stórt, rótgróinn staður. Sendið nafn og símanúmer á afgr. Mbl Merkt: „Vönduð húsgögn 2022 ". Selfoss — Selfoss Til sölu er góð 4ra herb íbúð í þríbýlis- húsi við Skólavelli. Bílskúrsréttur. Upplýsingar I síma 99-1 797. Góð fjárfesting Til sölu gott verzlunárpláss í austurbæ. Húsið er I leigu til 4ra ára. Leiga ca. 70 000 pr. mán. Gott verð sé samið strax. Tilboð óskast sent Mbl. merkt„Fjár- festing: 20.2 1". Hannyrðaverzlun Til sölu góð hannyrðaverzlun. Lítill vel seljanlegur lager. Tilboð óskast send Mbl merkt „Á prjónunum: 2020". Sportvöruverzlun til sölu Verzlunin er á mjög góðum stað. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð á augld. Mbl. merkt „Algjört trúnaðarmál. 201 5". Atvinnurekstur — Söluturn Til sölu vel staðsettur söluturn ásamt tilheyrandi leiktækjum. Hentugt tækifæri til góðrar tekjuöflunar. Tilboð sendist augl.d. Mbl. merkt: „Söluturn: 201 9". Til leigu nýleg 2ja herb. íbúð í norðurbæ í Hafnarfirði. Laus strax. Tilboð merkt „Norðurbær: 2016" sendist augld. Mbl. fyrir28. marz. Austurbær — Norðurmýri Spilakvöld Austurbæjar og Norðurmýrarhverfis verður miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7. Hilmar Guðlaugsson flytur ávarp. Glæsilegir páskavinningar og auka- vinningar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn heldur félagsfund fimmtudaginn 24. marz kl. 20:30 í Valhöll, Bol- holti 7. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á 22. landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Pétur Sigurðsson, alþ.m. ræðir um verkalýðs- og kjaramál. Félagar fjölmennið. Stjórnan. Báknið burt — Borgarnes SUS og FUS i Mýrarsýslu boða til almenns fundar að Hótel Borgarnesi laugardaginn 26. marz n.k. kl. 14. Fundarefni: Hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um samdrátt i rikisbú- skapnum. Frummælandi: Friðrik Sophusson formaður SUS. SUS. Akureyringar nærsveitamenn Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efna til spilakvölda i Sjálfstæðishúsinu næstu tvö fimmtudagskvöld 24. og 31. marz. Spilakvöldin hefjast kl. 20.30 og að þeim loknum verður dansað til kl. 01.00. Veitt verða glæsileg verðlaun. bæði kvöld- og heildarverðlaun. Aðgöngumiðasala i anddyri Sjálfstæð- ishússins frá kl. 20. öllum heimill aðgangur. Sjálfstæðisfélögin Akureyxi. Síðari hluti félagsmála- námskeiðs DAGS F.U.S. í Árbæjarhverfi. Friða Proppé stjórnar kappræðufundi i Valhöll, Bolholti 7 i kvöld miðvikudag 23. marz kl. 20.30. Ungi Sjálfstæðismenn fjölmennið. Dagur F.U.S. i Árbæjarhverfi. Fjölbrautaskólinn og framhaldsskólar Landsmálafélagið Vörður samband félaga Sjálfstæðismanna i hverfum Reykjavikur boð- ar til raðfunda og ráðstefnu um menntamál i marz — april og mai. Þegar hefur verið fjallað um grunnskólann en á næstunni verða fundir um einstaka aðra þætti menntamálanna. Að lokum verður efnt til pallborðsráðstefnu. þar sem rætt verður um efnið: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 0G MENNTAMÁLIN og ennfremur rædd frekar einstök efnisatriði er fram hafa komið á raðfundunum. Á öðrum fundinum. sem haldinn verð- ur mánudaginn 28. marz n.k. kl. 20.30 i Valhöil, Bolholti 7 (fundarsal i kjallara) verður fjallað um fjölbrauta- skólann og framhaldsskóla. Frummælandi: Kristján J. Gunnars- son, fræðslustjóri. Almennar umræður og fyrirspurnir. Mánud. 28. marz — kl. 20.30 — Bolholt 7 Stjórn Varðar. Alþjódavedurfrædidagurinn: Óhemjulegt tjón af völdum vatns t DAG 23. marz alþjóðaveður- fræðidagurinn. Af þvl tilefni hefur Alþjóðaveður- fræðistofnunin sent út frétta- bréf, þar sem rætt er um vatn og veður og mikilvægi þess að sjá fyrir flóð og þurrka og geta spáð með sem lengstum fyrir- vara um veðrið. Þar er lögð áherzla á tengsl veðurfræði og vatnsfræði. Alþjóðaveðurfræði- stofnunin WMO hefur I raun á seinni árum heitt sér mjög við vatnsfræðilegar rannsóknir og öflun þekkingar á vatnsbirgð- um heimsins og þróun mála á því sviði. Á árinu 1975 voru vatnsfræðilegar rannsóknir og öflun þekkingar á vatnsbirgð- um heimsins og þróun mála á því sviði. Á árinu 1975 voru vatnsfræðilegar rannsóknir þvf felldar inn I sáttmála Veður- fræðistofnunarinnar. Þá voru sett upp sérstök þróunarverkefni á þessu sviði, svökölluð Hydrology and Water Resources Development Programmes. Og strfa þau und- ir stjórn sérstakrar vatnsfræði- nefndar, Þessi verkefni miða að því að sjá veðurstofum og vatnsfræðilegum stofnunum víða um lönd fyrir tækniaðstoð, þjálfun fyrir starfsfólk á þessu sviði og söfnun upplýsinga. Á síðustu 50 árum hefur aflazt meiri fróðleikur um vatn en á undanförnum 5 þúsund árum, bæði á einstökum stöðum og á alþjóðavettvangi. Samt sem áð- ur hrekjast enn þúsundir manna frá heimilum sínum ár- lega og óhemjuleg verðmæti eyðileggjast af völdum vatns — of mikils vatns eða of lítils vatns, flóða eða þurrka. Alvarlegir þurrkar i Afríku á árinu 1973 og óvenjuleg vatns- veður í Evrópu 1976 hafa vakið spurningar um það hvort breyt- ing sé að verða á veðri á hnett- inum. Því miður er enn engin nógu örugg aðferð til að segja fyrir um veðurfar í framtíðinni. Og því er heldur ekki hægt að segja fyrir um það hve míklar vatnsbirgðir verði til i framtíð- inni. Fjöldi visindamanna vinn- ur að þessu verkefni og Uþjóðaveðurfræðistofnunin :ameinar kraftana, sem beinast ið því að fá betri skilning á /eðurfari. Á undanförnum árum hefur verið reynt að stjórna veðri og veðurskilyrðum. En tilbúið regn er ein aðferðin til að milda veðurfar og miðla vatnsbirgð- um, og það hefði í för með sér verulegan fjárhagslegan ágóða. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sett í gang svokallað veðurmildunarverkefni. Rann- sóknir sem þar falla undir, gætu ef til vill fært okkur meiri þekkingu á því hvort og hvenær slíkar aðgerðir leiða til góðs. Janframt hefur stofnunin tekið að sér verkefni hjá UNEP, Alþjóðlegu umhverfis- málastofnuninni, á sviði umhverfismengunar, veður- farsbreytinga, stjórnunar á vatnsgæðum, hvirfilvinda í hitabeltislöndum o.fl. Á síðasta áratug hafa stjórn- málaleiðtogar gert sér grein fyrir mikilvægi þessa máls og vandamála sem stafað geta af vatni eða vatnsleysi. Og í marz- mánuði 1977 hafa Sameinuðu þjóðirnar efnt til Alþjóðlegrar vatnsráðstefnu i Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.