Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 23 Ursúla Gísladótt- ir—Minningarorð F. 30. 6. 1895 D. 14.3. 1977. Amma er dáin! Hún var alltaf svo hress og kát, að þrátt fyrir háan aldur hennar og nokkuð heilsuleysi hin siðustu ár bjóst ég ekki við þessu svo fljótt. Við komum ofan úr Kjós í dásamlegu veðri og ég hlakkaði til að tala við hana, því henni þótti alltaf vænt um að fá fréttir úr Kjósinni. En þar bjó hún meiri hluta ævinnar og skilaði drýgstum hluta af sínu dagsverki. Fimm áa gömul fór ég fyrst að Fossá í sveit til ömmusystur minnar, sem ég kallaði ávallt ömmu. Þar dvaldi ég síðan öll sumur fram yfir fermingu. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að komast í sveitina á vorin, þar sem mér var tekið opnum örmum af ömmu og Björgvin. Tel ég það mikið lán fyrir mig að hafa fengið að dvelja þar á sumrin. Amma var mikil atorkumanneskja og féll aldrei verk úr hendi. Hún var að sama skapi vandvirk og kenndi mér að það er ekki nóg að vinna það þarf lika að gera það vel. Það var oft fjölmennt á Fossá á þeim árum, fjögur til fimm börn og unglingar voru lengi i sveit þar og þau þurftu mikla þjónustu. En engin voru þægindin, ekkert raf- magn og engin þvottavél, bara þvegið á bretti. Það var alltaf viss sjarmi yfir þessum þvottadögum og við gerðum okkur tæpast vel grein fyrir öllu því erfiði sem þeim voru samfara fyrir ömmu. Yfir heyskapartímann var oft mikið að snúast og þá alltaf mikill gestagangur, bakstur og þrif á bænum, því allt varð ávallt að vera hreint og fínt. En oftast gat hún þó skotist út með hrífuna sína á milli inniverka. Fyrstu árin sem ég dvaldi á Fossá var lítill vélakostur og var hrffan þá mikið notuð. Oftast sá amma þá sjálf um að heyja lautina heima við bæinn. Einnig annaðist hun mjaltirnar ávallt sjálf. Það var mikið um að vera í öllum smalamennskum. Þá var jafnan mjög fjölmennt og mikið vakað heilu sólarhringana, en aldrei sást það á ömmu að hún væri þreytt. Þó gætti hún þess af mikilli umhyggju að við krakkarnir ofbyðum okkur ekki með vökum og vinnu. Amma var mikill náttúru- og blómaunnandi. Hún fór með okkur krakkana í margar göngu- ferðir bæði upp á Háls og fram á brún, til að sýna okkur fegurð Kjósarinnar, sem hún unni svo heitt. Svo var auðvitað oft gengið upp á Dal („Seljadal") og þar lýsti hún fyrir okkur búsháttum þegar hún var að alast þar upp. Amma bar mikla umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín g erfitt áttu. Kynntist ég þvi að hún eyddi oft tíma, fé og fyrirhöfn, sem hún sá ekki eftir til að hjálpa öðrum. Amma fluttist til Hafnarfjarðar haustið 1965 og var þá stutt á milli okkar. Oft var þá trítlað upp á Linnó, en það var húsið þeirra systranna kallað. Eftir að ég gifti mig bjó ég fyrsta árið í Hafnar- firði og leit amma þá oft inn til okkar til að gleðja okkur og hlú að dótturinni. Þegar við fluttumst til Reykjavíkur og síðar vestur not- uðum við meira símann, eða pennann, þegar spara þurfti simann. Þó hringdi hún oftast i mig vestur til að segja mér fréttir úr Kjósarferðum. Eftir að hún fluttist suður reyndi hún að þjónusta Fossárheimilið eftir getu og sat svo við prjóna, og einnig vann hún við hrein- gernirngar í Kaupfélagi Hafn- firðinga. Alltaf var séð um að öll börn í fjölskyldunni ættu nóg af ullarsokkum og vettlingum, enda prjónaði hún fram á síðasta dag. Þegar leiðir skilja um sinn og amma er komin yfir landamærin til látinna ástvina vil ég þakka henni innilega fyrir alla hennar umhyggju og ástúð sem hún hefur veitt mér og fjölskyldu minni. Og ekki síst þeim Guðrúnu og Erlu sem sakna hennar nú. Við þökkum henni samfylgdina og óskum henni góðrar heimkomu. Blessuð sé minning hennar. Helga. Hún Salla á Fossá, eins og við Kjósverjar kölluðum hana, er dáin. Mikill sjónarsviptir er að þeirri einstöku mannkosta konu. í hugum þeirra sem þekktu hana best stendur autt skarð í vinahópi, sem enginn annar mun fylla, því minning hennar mun áreiðanlega lifa með hverjum og einum. Kynni mín af Söllu hófust fyrir rúmum tuttugu árum, er hún stýrði Fossárheimilinu með frændum sinum, Björgvin og Helga Guðbrandssonum. Ég mun fyrst hafa komið i réttir að Fossá. Upphaflega voru það skemmti- ferðir eingöngu, en síðar var ég oft smali, eða þegar frá þvi mér var treyst til að stjórna hesti við smölun. Ég minnist þess þegar ég var farinn að smala, hvað ég hlakkaði til að fá að borða hjá henni Söllu. Bæði var liðið alllangt frá síðustu máltíð, þvíengum riðandi smala datt i hug að hafa með sér nesti á Reynivallaháls, og einnig vissum við að okkar beið veislukostur hjá henni. Þannig var Salla. Hún gerði alltaf jafnvel við alla og henni var kostur. Gestrisni þeirra frændsystkinanna á Fossá var við brugðið. Salla átti stóran þátt i að gera heimsóknir að Fossá að ánægjustundum. Glaðværð og hressileiki Söllu ,og Björgvins var þannig, að enginn var þvingaður í eldhúsinu hjá þeim. Margt var spjallað og flest látið flakka án þess að neinn móðgaðist. Þar var ekki tilgerðinni fyrir að fara. Þvi komu margir að Fossá, sér til ánægjuauka. Engu virtist skipta hvenær eða hvernig gestir komu. Aldrei fyrtist Salla né virtist hún þreytast á gestunum, sem stundum gættu ef til vill ekki fyllstu tillitssemi. Allt var i góðu gert og það skildi Salla vel. Allir fengu sömu móttökur, var ekki gerður mannamunur. Salla fullu nafni Úrsúla, fæddist að Vindási í Kjós, 30. júni 1895. Var hún ásamt tvíbura- systur sinni, Helgu, elst fimm dætra hjónanna Gisla Einars- sonar og Jarþrúðar Guðmunds- dóttur. Hinar systur Söllu voru, Guðrún, Guðmunda og Ingibjörg. Guðmunda og Ingibjörg lifa systur sinar. Gísli og Jarþrúður fluttust með þrjár elstu dæturnar, sem þá voru fæddar að Seljadal árið 1897 og byggði þar Framhald á bls. 20. — Rætt við Ragnhildi Framhald af bls. 12. Þá má nefna, að sérstök menningarfjárlög voru gerð á vegum ráðherranefndarinnar og námu þau á síðasta ári rúmlega 45 millj. d.kr. Frum- varp til fjárlaga þessa árs er 52 m. d.kr. Til ýmissa rannsókna- stofnana fóru 16,3 m. d.kr., til kennslumála í ýmsum nor- rænum skólum og föstum námskeiðum 6,5 m. d.kr., tif almennrar menningarstarf- semi, þ.á.m. Norræna hússins, listaverðlauna, tónlistarsam- starfs o.fl. 6,5 m. d. kr. og er gert ráð fyrir að hlutfall milli fjárveitinganna verði svipað á þessu ári. Framlag til Norræna menningarmálasjóðsins var 6,5 m. d.kr., en mun væntan- leqa hækka í 8 m d.kr. árið 1978 ísland legguraf mörkum 1% af heildarframlaginu og á næsta ári 0,9%. Hvernig hefur þér fundist að starfa með fulltrúum þess- ara norrænu þjóða? Eins og i stórri fjölskyldu, og mér hefur fundist það lær- dómsríkt. Drengskapur i garð íslendinga og skilningur á að- stöðu hefur hvað eftir annað komið fram hjá hinum norrænu starfssystkinum okkar. í hópi stjórnmálamannanna í Norður- landaráði eru margir áhrifa- mestu menn þjóðþinganna, sumir með langa stjórnmála- reynslu miklir þingræðissinnar. Yfirleitt er þetta ágætisfólk, tildurslaust og blátt áfram. Hvað er helzt framundan f starfseminni? Að þvi er íslandsdeildina varðar er það kynning ráðsins bæði í tilefni norræna dagsins og 25 ára afmælis ráðsíns. Hinn nýkjörni formaður íslandsdeildar, Jón Skaftason, leiðir það starf ásamt formanni Norræna félagsins, Hjálmari Ólafssyni Verður Jón i kjöri af hálfu íslandsdeildar til forsætis- nefndar nú á Norðurlandaráðs- þinginu næsta Stærstu mál, sem þar verða tíl umfjöllunar eru tillögur ráðherranefndarinnar um heildaráætlanir um nokkur verkefni: Aðbúnað og umhverfi á vinnustöðum, um trygginga- mál, og um heilbrígðis- og félagsmál Finnski fulltrúinn i forsætisnefnd, V.J. Sukselainen, verður aðalforseti þingsins og ráðsforseti til næsta þings. Siðari hluta maimánaðar heldur ráðið ráðstefnu um refsi- réttarmálefni, fyrst og fremst fangelsismál. En af framtíðarverkefnum ráðsins tel ég þó tvímælalaust, að eitt sé stærst og mikil- vægast: Það er varðveizla þing- ræðis og lýðræðis, sem er þjóð- unum dýrmætari en margur man eftir hversdagslega Þessi verðmæti eru ekki auðfengin þeim, sem eru án þeirra og varanleiki þeirra hjá okkur hin- um er engan veginn tryggður af sjálfu sér. Á þessu sviði tel ég að Norðurlandaráð hafi verulegu hlutverki að gegna í samfélagi þjóðanna. AUa VSINCASIMINN Klt: ^>22480 J JBorflunblnbit) + Eiginmaður minn og faðir GUÐJÓN BJ. GUÐLAUGSSON. húsasmíSameistari, Efstasundi 30. lézt í Borgarspítalanum, mánudaginn 21 marz Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg E. Waage, Eggert Guðjónsson t HÖSKULDUR ARNASON, gullsmiSur, Sundstræti 39, Ísafirði. andaðist I Fjórðungssjúkrahúsinu isafirði mánudaginn 21 marz. Eiginkona og börn hins látna + Útför eiginmanns míns HALLDÓRS PETURSSONAR, listmálara. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24 marz kl. 3. Fjóla Sigmundsdóttir. t ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIIR. verður jarðsunginn frá Keflavlkurkirkju fimmtudaginn 24 marz kl. 2. Blóm afbeðin Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Keflavlkur. Fyfir hönd aðstandenda, Sæmundur G. Sveinsson t HELGA ÓLÖF SVEINSDÓTTIR Vesturvallagötu 2, verður jarðsungin frá krikju Óháðasafnaðarins fimmtudaginn 24 marz kl 13.30 Sesselja G. Kristinsdóttir. Gunnar H. Pálsson. Eirlkur Kristinsson, Anna M. Axelsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Halldór GuSmundsson. + Kveðjuathöfn um SIGRÍÐI GUÐMUNDSDÓTTUR, saumakonu áSur I Aðalstræti 9, Reykjavlk. er lézt 1 5 marz að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsett I Fossvogskirkju fimmtudaginn 24 marz kl 13 30 Jarðsett verður laugardaginn 26 marz kl. 2 að Undirfelli I Vatnsdal I Húnavatnssýslu. Björg Jónsdóttiir. Dyngjuvegi 14. + Innilegar þakkir fynr auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengamóður og ömmu, GUÐBJARGAR Á. SIGURÐSSON. fyrrverandi slmakonu, Esther Haraldsdóttir, Ólafur Alexandersson Haraldur Viggó Ólafsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa. SIGUROAR K.S. ÞORÐARSONAR, Margrát Árnadóttir, Þórður SigurSsson, Ingunn B. Magnúsdóttir, Alda Hafdls Sigurðardóttir, Edvard Karl Sigurðsson, og barnabom + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar. tengdamóður og ömmu KRISTBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Jón Ágúst Guðbjartsson. Anna Björgúlfsdóttir. Ólafur Guðbjartsson, Gyða Einarsdóttir, Asmundur Guðbjartsson, Steinn Gunnarsson, Sigrlður GuSbjartsdóttir. Hans Sigurjónsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir GuSmundur GuSbjartsson og barnaböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.