Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23 MARZ 1977 31 Fjórtán ára Reykja- víkurmær sigraði í svigi á punktamótinu SÍÐASTA punktamót vetrarins fyrir sklðalandsmótið I SiglufirSi. sem þar verður haldið um pásk ana, fór fram I Bláf jöllum um helg- ina. VeSur til keppni var hreint frábært á laugardag, en þá var keppt I stórsvigi. Á sunnudag var keppt I svigi, og var mikil þoka og var veðriB svipaS og þaS var á skiSamótinu, sem Ómar Ragnars- son gerSi frægt hér fyrr á árum á gamanmálaplötu sinni. Sigurvegarar I stórsviginu voru þau Haukur Jóhannsson Akureyri og Kristin Olfsdóttir jsafirði, en I svigi sigruðu Árni Óðinsson Akur- eyri I karlaflokki og Ásdls Alfreðs- dóttir Reykjavik i kvennaflokki, en þess má geta að Ásdls er aðeins 1 4 ára gömul og hefur nýlega unnið sér rétt til keppni i 1 rásröð i almenn- um skiðamótum Skiðasambandið hefur nú gert þær breytingar á regl- um sinum. að ef unglingar innan 1 7 ára ná tilskildum árangri I keppni i sinum flokki, að þá færast þeir upp í flokk fullorðinna og keppa þar og fyrst til þessa urðu þau Sigurður Jónsson frá ísafirði og Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavik í stórsvigi kvenna mættu 20 keppendur, en 7 luku ekki keppni Eftir fyrri umferð var Guðrún B Leifsdóttir frá Akureyri með beztan tima 63,33 sek, þá kom Kristin Úlfsdóttir frá ísafirði með 63,72 sek og Svana Viggósdóttir Reykjaglk, einnig 14 ára, með 63,79 sek vegna þokunnar á sunnudaginn, enda fór það svo að stórum hluta hlekktist á Af 19 keppendum. sem hófu keppni i kvennaflokki luku að- eins 8 keppni og af 46 keppendum. sem skráðir voru til keppni i karla- flokki, komust aðeins 13 klakklaust báðar umferðir Kvörtuðu sumir keppenda undan þvi að brautin gæfi og mikinn hraða miðað við þær slæmu aðstæður sem við var að etja Þegar svig kvenna hófst um kl. 1 3 á sunnudag var komið leiðinda- veður i Bláfjöllum og sáust keppend- ur aðeins er þeir komu í neðstu hliðin Guðrún B Leifsdóttir frá Akureyri náði beztum tima I fyrri umferðinni hjá kvenfólkinu, 62,21 sek , Jórunn Viggósdóttir, Reykja- vík, var skammt undan með 62,42 sek. og Margrét Baldginsdóttir, Akureyri. var þriðja I röðinni á timanam 64,14 sek , en röðin átti eftir að breytast nokkuð i seinni ferðinni. Ásdls Alfreðsdóttir Reykjavik, sem hafði verið i fjórða sæti eftir fyrri umferð náði beztum tima I seinni umferð, en sú braut var bæði lengri og erfiðari Hlaut Ásdis tímann 70,31 og samanlagðan tima 1 34,57 sek., og þar með 1 sætið i keppninni. Margrét Baldvinsdóttir sem hafði verið i þriðja sæti fékk nú timann 72.63, samanlagðan tima 136,77 sek og annað sætið þar með og Maria Viggósdóttir Reykja- Asdfs Alfreðsdóttir (ð miðri myndinni) — kom á óvart f keppninni um helgina. Guðrúnu gekk ekki eins vel I spinni ferðinni og hinni fyrri og náði nú tímanum 63,52 sek eða samtals 126,85 sek. sem nægði aðeins til þriðja sætis er til kom. Kristín Úlfs- dóttir náði á hinn bóginn góðri seinni ferð, 62,24 sek eða samtals 125,96 sek og tryggði sér sigur. Margrét Baldvinsdóttir frá Akureyri, sem hafði verið I fjórða sæti eftir fyrri umferð náði siðan bezta tlman- um I seinni umferðinni 61,35 sek og tryggði sér þar með annað sætið á timanum 126,01 sek Svövu Viggósdóttur gekk aftur á móti ekki jafn vel I seinni ferðinni og hinni fyrri og varð í þetta sinn að láta sér nægja fjórða sætið i keppninni. Fjörutiu og fimm keppendur voru skráðir til keppni I stórsvigi karla og lauk 31 keppni Eftir fyrri umferð varð nokkurn veginn Ijóst. að barátt- an um fyrsta sætið, myndi standa milli þeirra Hauks Jóhannssonar frá Akureyri og Hafþórs Júllussonar frá ísafirði. Hafþór náði þá tímanum 60,39, en Haukur 60,65 sek Þriðji maður eftir fyrri umferð sem var Gunnar Ólafsson frá ísafirði var með timann 62,68 sek. Seinni umferðin var miklu jafnari hjá keppendum og þá tóku þeir Hafþór og Haukur enga áhættu og komu i mark á tlmanum 59,07 og 58,14 sekúndur, sem svo nægði Hauki til sigurs með samanlagðan tíma 118,79 sek., en timi Hafþórs var 119,46 sek Einar Valar Kristjánsson frá ísafirði, sem hafði verið i fimmta sæti eftir fyrri umferð- ina krækti sér siðan I þriðja sætið, með þvi að ná bezta brautartima I seinni umferð, 57,64 sek en samanlagður tlmi hans var 120,56 sek. Eins og fyrr sagði voru aðstæður til keppni I svigi allt aðrar en I stórsvigi, og áttu keppendur oft i erfiðleikum með að greina hliðin vik sem var i fimmta sæti eftir fyrri umferð krækti i þriðja sætið með samanlagðan tima 141,62 sek. Það er af þeim Jórunni Viggósdóttir og Guðrúnu B Leifsdóttur að segja, að þeim hlekktist báðum á í seinni umferðinni og varð Jórunn að láta sér nægja fjórða sætið, en Guðrún fimmta Eftir fyrri umferðina i svigi karla var Árni Óðinsson frá Akureyri með beztan brautartíma 56,97 sek , þá kom Hafþór Júllusson. ísafirði, á 57,22 sek., og Valur Jónatansson, Reykjavik, á 58,67 sek Árni þurfti að fara brautina tvisvar, þvi tima- klukkurnar biluðu er hann fór braut- ina fyrst. Vel getar verið að hann hafi náð betri tíma þá, þvi hann fór brautina af miklu öryggi, en Árni kvartaði ekki og fór upp á ný og kom niður á bezta timanum eins og fyrr sagði Haukur Jóhannsson, skiða- félagi Árna um margra ára skeið. náði lang beztum brautartíma I seinni umferðinni 52,97, i fyrri ferð- inni hafði Hauki hlekkst á, og var þá aðeins með 6 bezta timann, en þessi frábæra ferð kom honum upp i þriðja sætið með samanlagt 11 6 09 sek. Árni Óðinsson fór sér i engu óðslega i seinni ferðinni og náði þá tlmanum 56,91 sek og samanlögð- um tima 1 13 88 og þar með var fyrsta sætið i höfn Valar Jónatans- son, sem hafði verið í þriðja sæti eftir fyrstu umferð, náði tlmanum 55,83 sek I seinni umferð og þar með öðru sætinu á timanum 114,50 sek, en þess má geta að Valur átti tuttugu og tveggja ára afmæli á sunnudaginn Þá má geta þess að hinn gamal- kunni skiðamaður Jóhann Vilbergs- eon var meðal keppenda á mótinu, en hann varð einmitt fjörutlu og tveggja ára á sunnudag Það var Skiðadeild Ármanns~sem sá um þetta punktamót Þ.Ó. Brynjólfur Markússon kominn f færi við Gróttumarkið. Aðrir á myndinni eru Gróttumennirnir Magnús Margeírsson og Grétar Vilmundarson og tR-ingarnir Ilörður Hákonarson og Vilhjálmur Sigurgeirsson. Gróttumenn að missa móðinn ÍR-INGUM reyndist ekki erfitt að hala inn tvö stig í leik slnum við Gróttu í 1. deildar keppni tslands- mótsins I handknattleik í fyrra- kvöld. Er Gróttuliðið greinilega alveg heillum horfið, og meira að segja sú leikgleði og barátta sem liðið hefur oft fleytt sér á yfir erfiða hjalla er ekki lengur til staðar. Leikmennirnir virðast ganga til leiks með því hugarfari að þeir eigi ekki möguleika á að vinna andstæðinginn. Er það einkum af þessum sökum að Gróttuliðið er nú slakara en það var t.d. í fyrra, svo og af því að Arni Indriðason hefur ekki náð sér á strik eftir meiðslin sem hann varð fyrir fyrr f vetur, og er tæpast nema skuggi af sjálfum sér. Munar liðið um minna, þar sem Arni hefur jafnan verið sá leikmaður sem af hefur borið í liðinu. ÍR-ingar náðu strax forystu í leiknum í fyrrakvöld, og um tíma í seinni hálfleik náðu þeir 8 marka forystu. Þá var Ágúst Svavarsson tekinn úr umferð — nokkuð sem Gróttumenn hefðu sennilega átt að gera strax — og við það jafnaðist leikurinn til muna um tima. Minnkaði Grótta muninn í fjögur mörk, en náði aldrei upp þeirri baráttu sem þurfti með til þess að jafna metin. Þannig var oftast of seint farið fram á móti skyttum ÍRliðsins — þær fengu tíma til þess að taka skrefin sin og skjóta, og það kunna menn eins og Vilhjálmur Sigurgeirsson og Sigurður Svavarsson vel að meta. Var Vil- hjálmur einna atkvæðamestur ÍR- inga i leik þessum og skoraði nokkur falleg mörk. Voru þau nánast það eina sem gladdi augað í leik þessum. Einn leikmanna ÍRiðsins, Bjarni Hákonarson, meiddist illa í leiknum, er hann datt á járnslá bak við markið, eftir hraðaupp- hlaup. Varð að flytja hann á Slysavarðstofuna og er óvíst hvort Bjarni verður meira með í hand- knattleiknum í vetur. Rétt er að fara örfáum orðum um dómgæzluna i leik þessum, en hana önnuðust þeir Gunnar Kjartansson og Ólafúr Stein- grímsson. Að mati undirritaðs var hún með því allra bezta sem sézt hefur hjá íslenzkum dómurum í vetur. Það var afar sjaldan sem þeim félögum urðu á teljandi mis- tök í starfi sínu, og túlkun regln- anna mjög skynsamleg hjá þeim — þeir létu leikmenn ganga hæfi- lega langt, og voru ekki síflaut- andi á minni háttar brot. Jafnvel þótt dómari geti ef til vill með góðri samvizku flautað og flautað á brot sem eiga sér jafnan stað í leiknum, þá hlýtur það að vera aðalatriðið að láta leikinn ganga sæmilega fyrir sig, og gripa ekki inn í hann fyrr en þörf sýnilega krefur. —stjl. í STUnU MÁLI fslandsmótið 1. deild LaugardalshÖII 21. marz ÚRSLIT: ÍR—CíRÓTTA 23-17 (13-7) Gangur leiksins: Min. (R Grótta 3. 0:1 Hörður 3. Brynjólfur 1:1 5. Viljjálmur 2:1 7. Sígurður Sv. 3:1 10. Vilhjálmur 4:1 10. 4:2 Hörður 11. BjarniH. 5:2 11. 5:3 Þór 12. Sigurður Sv. 6:3 13. 6:4 Þór 14. 6:5 Árni (v) 15. Vilhjálmur (v) 7:5 17. Vilhjálmur 8:5 20. Brynjólfur 9:5 21. Vilhjálmur 10:5 23. BjarniB. 11:5 25. Ágúst 12:5 28. 12:6 Hörður 29. 12:7 Gunnar 30. Sigurður Sv. 13:7 34. Hálfleikur Vilhjálmur 14:7 35. Vilhjálmur 15:7 36. 15:8 Árni (v) 37. Sigurður Sv. 16:8 37. 16:9 Magnús 42. 16:10 Magnús 42. Bjarni B. 17:10 43. 17:11 Margeir 45. 17:12 Þór 47. Vilhjálmur (v) 49. 18:12 18:13 Gunnar 51. 18:14 Gunnar 51. Sigurður Sv. 19:14 52. 19:15 Þór 54. Sigurður G. 20:15 56. Sigurður Sv. 21:15 57. Sigurður Sv. 22:15 60. 22:16 Gunnar 60. Vilhjálmur 23:16 60. 23:17 Árni (v) MÖRK IR: Vilhjálmur Sigurgeirsson 9, Sigurður Svavarsson 6. Bjarni Bessa- son 2, Brynjólfur Markússon 2, Bjarni Hákonarson 1, Siguróur Siguróson 1, Ágúst Svavarson 1, Siguróur Gfslason 1. MÖRK (iRÓTTú: (iunnar Lúdvlksson 4, Þór Ottesen 4, Árni Indriðason 3. Magnús Margeirsson 2. Hörður Már Krist jánsson 3, Margeir Gfslason 1. BROTTVtSANIR AF VELLI: Ágúst Svavarsson, Sigurður Gfslason og Vil- hjálmur Sigurgeirsson í 2 mfn. MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Örn Guð- mundsson varði vftakast Björns Póturs- sonar á 7. mín., og Árni Indriðason átti vítakst f stöng á 57. mfn. Guðmundur Ingimundarson varði vftakst Vilhjálms Sigurgeirssonar á 53. mfn. DÓMARAR: Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrfmsson. LIÐ VÍKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Jón G. Sigurðsson 2, Ólafuf Jónsson 2, Ólafur Einarsson 2, Magnús Guðmundsson 3, Erlendur Hermannsson 2, Viggó Sigurðsson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Björgvin Björgvinsson 5, Páll Björgvinsson 2, Grétar Leifsson 2. LIÐ VALS: Jón Breiðfjörð Ólafsson 2. Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Bjami Guðmundsson 2, Glsli Blöndal 2, Stefán Gunnarsson 3, Jón H. Karlsson 3, Þorhjörn Guðmundsson 3, Björn Björnsson 2, Jón P. Jónsson 3, Steindór Gunnarsson 2. LIÐ ÍR: Örn Guðmundsson 2. Bjami Hákonarson 2, Bjami Bessáson 2. Ólafur Tómasson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Agúst Svavarsson 2. Vilhjálmur Sigurgeirsson 3, Hörður Hákonarson 2, Brynjólfur Markús- son 2, Sigurður Glslason 3. LIÐ GRÓTTU: Guðmundur Ingimundarson 1, Stefán Öm 2. Björn Pétursson 2. Magnús Margeirsson 2, Ámi Indriðason 2. Þór Ottesen 2. Margeir Gíslason 2, Georg Magnússon 2. Grétar Vilmundarson 2. Gunnar Lúðvíksson 2, Hörður Már Kristjánsson 1. TVEIR ÖKUÞÓRAR FÓRUST TVEIR kappakstursmenn biðu bana af slysförum um helgina. og war annar þeirra mjög þekktur, enda einn af fremstu kappakstursmönnum heims. Sá var BrasillumaSurinn Jose Cartos. Hinn kappakstursmaðurinn er fórst var ÁstrallumaSurinn Max Stewart. Carlos var 32 ára, en Stewart 42 ára Jose Carlos fórst I flugslysi nærri Sao Paulo. Var hann farþegi I lltilli flugvél er hrapaSi til jarSar skammt fyrir utan borgina. Sprakk flugvélin I tætlur er hún lenti, og létust þeir sem I henni voru samstundis. Llk flugmannsins og annars farþegans þekktust fljótlega, en llk kappaksturs- mannsins þekktist aSeina af hring sem hann hafSi veriS meS á hendinni. Carlos var I fimmta sæti I stigakeppni Grand Prix I vetur. og var sagSur betri en nokkru sinni fyrr. Hinn kappakstursmaSurinn er fórst lenti I árekstri I kappakstri. Tók um hálfa klukkustund afl ná honum út úr bflflakinu. og var hann látinn er hann náSist. Var Max Stewart einn af beztu kappakstursmönnum Ástrallu og orSinn gamalreyndur og öruggur ökumaður. ÁlitiS er a8 slysið hafi orsakast af bilun I bifreið hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.