Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 1
69. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tassfréttastofan: Bandaríkjamanna að taka af skarið Moskvu, 25. marz. AP-Reuter. ÞAÐ er Bandarfkjamanna að taka af skarið um framgang bættrar sambúðar Sovétríkjanna og Bandarfkjanna á næstunni segir f grein, sem einn helzti fréttaskýr- Jákvæðar viðræður Evensens í Moskvu Evensen IHoskvu, 25. ni:ir/. NTB. FYRSTI viðræðufundur Jens Evensens, hafréttarmálaráð- herra Noregs, og Alexanders Ishkovs, sjávarútvegsráðherra Sovétrfkjanna, f 5. umferð fiskveiðisamninga landanna var í Moskvu f morgun og sagði Evensen að honum loknum að þeir hefðu einbeitt sér að þvf að reyna að komast að sam- komulagi um miðlfnu á hinu umdeilda 60 þúsund fermílna svæði f Barentshafi. Evensen sagði að viðræðurnar hefðu verið mjög jákvæðar „enda ekki vanþörf á, þvf að mörg erfið vandamál eru óleyst." í þessum viðræðum verður ekkert fjallað um skiptingu fiskikvóta, en það verkefni hefur veriö faliö sérstakri nefnd norskra og sovézkra embættismanna, sem mun koma saman til fundar eftir páska i Ósló. Evensen sagði í dag að ógerningur væri að segja um hvort tækist að leysa öll vanda- Framhald á bls 22. andi Sovétrfkjanna, Yuri Kornilov, ritaði og Tass- fréttastofan birti í kvöld, daginn fyrir komu Cyrus Vanee, utan- rfkisráðherra Bandarfkjanna, til Moskvu til viðræðna við sovézka ráðamenn. I greininni er lögð áherzla á möguleika á samkomulagi um SALT II og einnig í Miðaustur- löndum. Einnig er fjallað um auk- ið samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála, sem sagt er að ým- is bandarisk lög komi í veg fyrir og sameiginlegar aðgerðir til að banna og eyða eiturefnavopn- um. Kornilov segir að þjóðir heims séu sannfærðar um að viljinn til að halda frið muni að lokum ráða og að samskipti Bandarikjanna og Sovétríkjanna muni komast i eðli- legt horf. Hins vegar segir Kornilov að margir stjórnmála- Framhald á bls 22. Símamynd-AP EBE 20 ÁRA — Giscard D'Estaing Frakklandsforseti, Leo Tindemann, forsætis- ráðherra Belgíu, Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, Joop den Uyl, forsætis- ráðherra Hollands, og James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands rabba saman skömmu fyrir 20 ára afmælisfund EBE í Róm ígær. Sjá frétt á bls. 19. Deilur milli Rams og Desias leystar Gengið frá stjórnarmyndun í dag Nýju Delhí, 25. marz. AP. Seint f kvöld virtist sem tekist hefði að leysa deilurnar milli Morarji Desai, forsætisráðherra Indlands, og Jagjivans Rams, leiðtoga Kongresslýðræðisflokksins, og að endanlega yrði gengið frá stjðrnar- myndun á morgun, laugardag. Desai birti f kvöld, eftir fund með Ram, lista með nöfnum 19 væntanlegra ráðherra f stjörninni og var nafn Rams þar næstefst á blaði. Ekkert var tilkynnt um verkaskiptingu ráðherranna. Stjórnmyndunin hefur nú tafist í tvo sólarhringa vegna deilna Desais og Rams, en Ram var mjög óánægður er Desai var útnefndur forsætisráðherra og sagði að ekki hefði verið ráðgast við sig og stuðningsmenn Rams sögöu sumir hverjir að einræðisskipulag hefði verið á valinu, en engin formleg atkvæðagreiðsla fór fram. Þess i stað tilkynnti J.P. Narayan, einn af leiðtogum Janataflokksins, eft-' ir að hafa ráðgast við flokksmenn. að Desai væri hinn nýi leiðtogi Janataflokksins og 4. forsætisráð- herra Indlands frá því að það hlaut sjálfstæöi. Deilurnar leystust síðan i kvöld. eftir aö Desai hafði farið heim til Framhald ábls22. Kúbumenn og Bandaríkja- menn á fyrsta fundi í 16 ár Washington 25. marz. Reutei AP FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Kúbu komu saman til fundar í New York f dag til að ræða gagn- Er ógnaröld í upp- siglingu í Pakistan? Islamabad. 25. marz. AP-Reuter. RtKISSTJÓRN Pakistans lét f dag handtaka alla leiðtoga stjórnarand- stóðunnar f landinu og tilkynning var gef in út um að hver sá sem tæki þátt f mótmælaaðgerðum, yrði staðinn að hermdarverkum og öðrum andófsaðgerðum á götum úti yrði skotinn. Handtökurnar og viðvörun- in eru gerðar skv. heimild f neyðar* tandslögum, sem enn gilda f landinu frá þvf að strfðið við Indverja stóð yfir árið 1971. Greip Zulfikar AIi Buttho, for- sætisráðherra landsins, til þess- ara aðgerða til að koma í veg fyrir allsherjarverkfall í landinu, sem stjórnarandstaðan hafði boðað á morgun til að leggja áherzlu á fjölþættar kröfur sínar á hendur forsetanum. Margir stjórnmála- fréttaritarar telja hugsanlegt að ógnaröld sé f uppsiglingu í land inu. Miklar deilur og óeirðir hafa verið f landinu frá þvf að úrslit voru kunn í þingkosningunum, sem fram fóru 7. þessa mánaðar, en f þeim fékk þjóðarflokkur Bhuttos 155 þingsæti af 200, en stjórnarandstaðan aðeins 36. Hafa leiðtogar stjórnarandstbðuflokks- ins, Þjóðarbandalagsins, sem er samsteypa 9 flokka, sakað Bhutto um kosningasvik. Krefst hún þess að forsætisráðherrann segi af sér, öllum pólitfskum föngum verði sleppt, neyðarástandinu aflýst og kosningarnar 7. marz ógiltar. Boðað allsherjarverkfall átti að koma til framkvæmda á morgun á sama tíma og nýkjörið þing kæmi saman í fyrsta skipti. Bhutto leysti þingið upp 9. janúar sl. og boðaði til nýrra kosninga. Bhutto hefur árangurslaust reynt að koma á viðræðufundi með stjórnarandstöðuleiðtogunum til að reyna að leysa vandamálin að því er stjórnmálafréttaritarar segja, en leiðtogarnir hafa sagt að ekki væri um neitt að semja. 80 manns hafa látið lífið i óeirð- unum i Karachi, Lahore, Multan og Hyderobad á sl. 18 dögum og gífurlegt eignatjón orðið af völd- um íkveikju og sprengjutilræða. kvæm fiskveiðiréttindi og mið- linu í kjölfar þess að báðar þjóðir færðu fiskveiðilögsögu sína út i 200 mílur 1. marz sl. Er þetta fyrsti fundur fulltrúa þjóðanna í 16 ár. Ekki var skýrt frá fundar- staðnum í New York í öryggis- skyni og talsmaður bandarfska utanríkisráðuneytisins neiaði að segja hvort önnur mál en fisk- veiðimál hefðu verið rædd á fund- inum í dag. 8 fulltrúar frá báðum þjóðum tóku þátt i viðræðunum og geiöu grein fyrir afstöðu rikisstjórna sinna og svöruðu spurningum. Fleiri slíkir fundir eru ráðgerðir á næstu vikum, en ekki verður skýrt frá þeim fyrirfram. Svæðið, sem þarf að skipta er um 200 þúsund fermílur og er talið hugsanlegt að miðlinan veröi dregin mitt á milli strandar S- Flórida og norðurodda Kúbu. Bandarikjamenn hafa gengið frá fiskveiðisamningum við margar þjóðir og hafa sérfræöingar á þvi sviði jafnan verið í forsvari fyrir samninganefndunum. í dag var það hins vegar Terence A. Todman aðstoðarutanrikisráð- herra, sem var formaður nefndar- innar og þvi er talið að rcvtt hal'i verið um önnuin niál en fiskvciði- mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.