Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 3 Hátíðarmessa 1 Dómkirkjunni á morgun að aflok- inni gagngerri endurnýjun Endurnýjun þeirri, sem staðið hefur yfir á innviðum Dóm- kirkjunnar { Reykjavfk, er nú svo til alveg lokið, og verður fyrsta messan að lokinni endur- nýjun flutt á morgun. Hátíðar- messa þessi byrjar kl. 11 fyrir hádegi á morgun, sunnudag. Síðasta hönd lögð á viðgerð altaristöflunnar í Dómkirkj- unni. Taflan hefur verið sett á nýtt klæði, þar sem hið eldra var mjög illa farið (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Séra Hjalti Guðmundsson þjón- ar fyrir altari fyrir prédikun, en séra Þórir Stephensen predikar og þjónar fyrir altari að lokinni prédikun. Þá munu sóknarnefndarmenn úr sóknar- nefnd Dómkirkjunnar taka þátt ( flutningi guðsþjónust- unnar. Ólafur Ólafsson bygg- ingameistari les kórbæn, Magn- ús Þórðarson frkvstj., formaður sóknarnefndar, les lexíu dags- ins, og frú Guðrún Sigurðar- dóttir les guðspjallið. Þá mun Svala Nielsen óperusöngkona syngja einsöng og Ragnar Björnsson dómorganisti, sem er nýkominn heim eftir dvöl erlendis, leikur á orgelið. Siðasta guðsþjónusta i Dóm- kirkjunni fyrir endurnýjunina var 2. janúar sl. Að sögn sr. Þóris Stephenssen og Magnús- ar Þórðarsonar hefur siðan ver- ið unnið stanzlaust að endur- nýjun í kirkjunni. Sögðu þeir að endurnýjunin hefði fyrst og fremst byggzt á því að allt innandyra hefði verið ákaflega vel búið undir málningu, og gert í eins gott stand og mögu- legt hefði verið. Engar útlits- breytingar hefðu verið gerðar, nema hvað á bekki var sett sessa. Hefðu teppi öll verið endurnýjuð, áltaristaflan sett á Sóknarnefndarmenn og prestar Dómkirkjunnar ( kirkjunni í gær, þegar verið var að leggja sfðustu hönd á endurnýjun kirkjunnar. Frá vinstri eru: Þórir Magnússon, Ólafur Ólafs- son, Erling Aspelund, Magnús Þórðarson (formaður), séra Hjalti Guðmundsson, séra Þór- ir Stephensen, Guðrún Sig- urðardóttir og Lárus Sigurðs- son. Húðun útflúrs á predikunar- stólnum f Dómkirkjunni var al- gerlega endurnýjuð. Aður var þar brons, en nú er það gyllt með blaðgyllingu. Ilann var að leggja siðustu hönd á gylling- una August Hákansson þegar Morgunblaðsmenn litu við í Dómkirkjunni siðdegis f gær (Ljósm. Ól. K. M.) nýjan striga og hreinsuð upp, þar sem hún var mjög illa farin. Þá hefur upphitun verið sett upp i forkirkjunni, að sögn Þór- is og Magnúsar, og einnig er verið að vinna að breytingum í skrúðhúsi, en þar munu prestar fá betri vinnuaðstöðu en verið hefur. Talsvert er um gyllingar (blaðgyllingar) í Dómkirkj- unni, en þeir hlutir voru áður bronsaðir. Að sögn þeirra Magnúsar og Þóris hefur í öllu verið reynt að varðveita upp- runalegan stíl í Dómkirkjunni, enda húsið alfriðað. Alls munu um 30 — 40 iðnaðar- og hand- verksmenn hafa komið við sögu i endurnýjun þeirri á Dóm- kirkjunni, sem nú er lokið. Arkitekt þessara breytinga er Þorsteinn Gunnarsson, en Erling Asperlund formaður framkvæmdanefndar þeirra. I 1500 millj. kr. til hafnargerðar á Reykjavík á næstu fjórum árum Ólafur B. Thors. verið að gera skarð við Kleppsbakk- ann til að draga úr hreyfingu 1 höfninni. Dkanatilraunir af höfnum hófust i Straumfræðistofnuninni i samvinnu við Orkustofnun árið 1973 og hafa þegar verið gerðar tilraunir með sjólag t mörgum af nýjustu höfnum landsins Má þar nefna. auk Sunda- hafnar. Húsavikurhöfn. Norðfjarðar- höfn, og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar vegna brimvarnargarða á Skagaströnd og Akranesi Þá hafa einnig verið gerðar likanatilraunir fyrir skemmtibátahafnirnar I Palmas Des Mar Marina, Puerto Rico og Harbour Town. South Carolina I Bandarikjunum Tilgangurinn með straumfræði- stöðinni var I fyrstu ekki sfst til að notendum viðkomandi hafna gæti gefist möguleiki á að athuga þær hugmyndir, sem þeir teldu vænleg- astar til úrbóta Þegar lokið er bygg- ingu llkans af höfn, vinna heima- menn með starfsmönnum likanatil- raunanna að þvi að ná fram sem réttastri mynd af hinum raunveru- legu aðstæðum Þannig hafa skap- ast náin tengsl milli notenda og hönnuða Segja starfsmenn Straum- fræðistofnunarinnar og Hafnamála- stofnunar rlkisins að þessi samvinna sé nauðsynleg til að ná árangri. Líkanatilraunum af Sundahöfnlokið „ÉG tal öruggt að ekkert atvinnu- svæði skipti Reykjavfkurborg meira máli en höfnin og það er þvi eitt af brýnustu verkefnum borgaryf irvalda að tryggja að Reykjavlkurhöfn haldi áfram og vaxa og stækka, þannig að Reykjavfk verði áfram mesti hafnarbær landsins. enda væri Reykjavlk önnur borg ef hinnar góðu hafnar nyti ekki við." sagði Ólafur B. Thors forseti borgar- stjómar og formaður hafnarnefnd- ar Reykjavlkur er nýtt Ifkan af Sundahöfn var kynnt af Hafna- málastofnun rlkisins I Straum- fræðistöðinni á Keldum. en þer hafa árangursrfkar straumfræðitil raunir verið gerðar með Ifkanið og verður fyrirhuguðum Kleppsbakka breytt nokkuð eftir þessar tilraun- ir. þannig að hreyfing þar verði minni en ella hefði orðið sam- kvæmt skipulagi. Það kom fram I ávarpi Ólafs B Thors að Reykjavlkurhöfn hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja hin slðari ár, og þvl ekki haft nægi- legt fjármagn til viðhalds og stækk- unar hafnarinnar Kvað Ólafur rlkis- sjóð styrkja hafnagerð um allt land nema á einum stað. það væri I Reykjavlk, en nú væri eíns og skil- ingur ráðamanna væri að vakna Tekjur hafnarinnar væru það eina, sem hún hefði úr að spila, og það væri nauðsynlegt að afla henni það mikilla tekna. að hún gæti staðið undir eigin framkvæmdum Það kom fram hjá Gunnari B. Guðmundssyni hafnarstjóra. að á næstu fjórum árum væri áætlað að verja um 1 300 milljónum króna til hafnarframkvæmda I Reykjavlk og þó fyrst og fremst við Sundahöfn. auk þessa þarf höfnin að nota u.þ.b. 100 millj. kr á ári til viðhalds. Á slðasta ári fóru alls 369 skip um Reykjavlkurhöfn, samtals 3.1 millj. brúttórúmlestir að stærð Juk- ust skipakomurnar um 6.4% frá árinu áður og rúmlestatalan jókst enn meir eða um 8.6 % Þá fóru um höfnina 1.439.593 lestír á móti 1 405 1 22 árið áður og jókst vöru- magnið þvl um 2.5%. Gunnar B Guðmundsson sagði I ávarpi slnu að Reykjavlkurhöfn framtlðarinnar byggðist á skipulag- inu frá 1962 — 1963 og væri öll strandlengjan frá Lauganesi að Geldinganestanga ætluð undír hafnarmannvirki og iðnaðarsvæði. reyndar hefði hafnarsvæðið verið svolltið þrengt slðan Hafnarstarfsemi fer núna aðallega fram I gömlu höfninni, sem takmark- ast af Örfiriseyjagranda og Ingólfs- garði út frá Arnarhóli og Sundahöfn. Gamla höfnin skiptist I vesturhöfn og austurhöfn. í vesturhöfninni hef- ur fiskihöfninni frá upphafi verið ætlaður staður og þar er einnig þjónustustarfsemi til skipaviðgerða, en I austurhöfninni er fyrst og fremst vöruflutningastarfsemi og nokkur þjónustustarfsemi. Athafnasvæði I Sundahöfn eru þrjú. I Viðeyjarsundi. I Kleppsvlk og I Grafavogi í Viðeyjarsundi er fyrst og fremst um hreina vöruflutninga að ræða, I Kleppsvik er áætlun að hluta til um vöruflutninga, en að mestu er svæðið ætlað fyrir skipa- viðgerðarstöð í Grafarvogi er þegar nokkur vlsir að höfn fyrir vörur. sem árum, en nú fara um 20% af öllum vöruflutningum hafnarinnar um Sundahöfn. Tæknin hefði einnig gert það að verkum, að nauðsynlegt væri að flytja starfsemina frá gömlu höfninni I Sundahöfn. enda væri landrými á hafnarbökkum þar miklu meira. Þá mætti búast við að vöru- flutningar um höfnina ykjust veru- lega á næstu árum Eins og fyrr segir hefur verið ákveðið að gera breytingu á Klepps- bakka eftir niðurstöður llkanatilraun- Gtsli Viggósson verkfræSingur hjá Hafnamálastofnuninni sýnir gestum hvar fyrirhugaS er að taka skarS I bakka vi8 Kleppsbakka til þess að minnka hrayfingu f höfninni. GarSurinn lengst til haagri á myndinni er bakkinn fyrir framan komhlöðuna og sá t miSjunni er athafnasvæSi Eimskips. Gunnar B. GuSmundsson fluttar eru I lausu máli og áætlun er um að auka hafnaraðstöðu þar Alls er núverandi hafnarstæði Reykja- vikurhafnar um 60 hektarar og hafnarbakkalengd er um 3000 metrar. Að sögn Gunnar B Guðmunds- sonar er ætlunin að reyna flytja sem mest af vöruflutningum úr gömlu höfninni yfir I Sundahöfn á næstu arinnar I Straumfræðistofnuninni. Einkennandi hreyfingar við Klepps- bakka var sláttur. Ákvarðandi I mati á slætti er annars vegar hversu langt skip fara frá bakka og hins vegar með hvaða hraða skipin slást inn að bakkanum. í vindbáru hefur mælst verulegur sláttur við ytri legu frá bakka við öldu sem svarar til u.þ.b. 1 1 vindstiga Niðurstaðan af rann- sóknum var þvl sú. að ákveðið hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.