Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 4KUP^ Þessir ungu tvfburar voru að vtsu ekki meðal keppenda á mótinu að þessu sinni, en eru þegar byrjaðir að renna sér á skfðum og þess verður varla langt að btða að þeir fari að keppa f fþróttinni. eftir að þessi mynd var tekin var byrjað að sýna kvikmynd og lognaðist þá margur ungur keppandinn út af. Mikil þátttaka var f kvöldvökunni á laugardagskvöldið eins og sjá má á þessari mynd úr sal Skfðahótelsins. Allir tóku undir f söngnum og hafði einhver á orði að engu mætti muna svo þakið færi ekki af hótelinu. Skömmu Með Andrési Ævintýramót 300 krakka á Akureyri ER starfsmenn Skíðahótelsins i Hlíð- arfjalli komu til starfa á laugardags- morguninn laust fyrir klukkan átta var þegar komin myndarleg biðröð við stólalyftuna Voru þarna á ferð þátttakendur í Andrésar andar- skiðamótinu. sem haldið var á Akur- eyri á laugardag og sunnudag. Reyndar hófst mótið ekki fyrr en undir hádegi á laugardeginum. en áhugi krakkanna var svo mikill að þau voru flest vöknuð klukkan 5 um morguninn og farin að tygja sig 6—7 timum áður en mótið átti að hefjast. Þau ætluðu ekki að missa af neinu. Á laugardagskvöldið var kvöldvaka fyrir þátttakendur i Skiðahótelinu og var mikil gleði og þátttaka framan af vökunni Þegar leið á kvöldið lognaðist hins vegar margur ungur keppandinn út af áður en dagskráin var hálfnuð Þegar kvöldvökunni var siðan slitið um klukkan 22 voru ungmennin fljót að bjóða góða nótt og voru steinsofnuð skammri stundu siðar Þátttakendur í Andrésar andar- mótinu á Akureyri voru alls 31 1 talsins og er meira en helmingi meiri fjöldi en áður hefur tekið þátt i skíðamóti hér- lendis Keppendur voru á aldrinum 7—12 ára frá Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði. Dalvik, Húsavik, ísafirði, Seyðisfirði og Reykjavik Keppt var i svigi og stórsvigi og haldi — þó ekki nema helmingur þessa hóps — áfram skíðaiðkunum, þá er svo sannarlega bjart yfir framtið þessarar iþróttar á fslandi Skipuleggjendur mótsins unnu mik- ið og gott starf við undirbúninginn og er varla hægt að hugsa sér betri fram- kvæmd á skíðamóti Var skipuð sérstök undirbúningsnefnd til að skipuleggja mótið og vann hún mikið og gott starf að undirbúningi mótsins Það er ekki litið að láta mót sem þetta ganga snurðulaust fyrir sig Mótið var sett á föstudagskvöldið og gengu þá þeir þátttakendur sem komn- ir voru til Akureyrar fylktu liði inn á Ráðhústorgíð á Akureyri. Var strengd- ur borði yfir götuna þar sem á stóð Andrésar andar-skíðamót á Akureyri Krakkarnir voru öll með skíðastafi sina með sér. klædd i skíðagalla með til- heyrandi húfur i öllum regnbogans litum Lúðrasveit lék á Ráðhústorginu við góðar undirtektir krakkanna Ekkí voru þó allir skráðir keppendur mættir til leiks. Ekki var flogið frá Reykjavík á föstudagskvöldið og hluti reykvisku ungmennanna mátti þvi halda vonsvikinn heim aftur af flugvell- inum Þau komust þó til Akureyrar snemma á laugardagsmorgni, þannig að þau voru fljót að taka gleði sína aftur Fjórmenningarnir sem komu til mótsins austur af Seyðisfirði komust þó ekki svona fljótt og eftir að hafa sofið eina nótt í bilskúr á Egilsstöðum komust þau loks til Akureyrar síðdegis á laugardagmn Starfsfólk Skiðahótelsins gekk úr rúmum fyrir keppendurna ungu og fararstjóra þeirra og voru aðeins, úr hópi starfsfólksins, tveir næturverðir i hótelinu um nóttina Alls’ gistu 162 í hótelmu aðfararnótt sunnudagsins og sannaðist þar máltækíð að þröngt mega sáttir sitja Það var ys og þys i hótelinu þann tima sem keppendur dvöldu þar og margt spjallað meðal þeirra. Voru sum þeirra að fara i fyrsta skipti svo langt frá heimilum sfnum og önnur höfðu aldrei tekið áður þátt í skíðamóti Þetta var ævintýri fyrir krakkana Fyrirtæki á Akúreyri lögðu aðstand- endum mótsins mikið lið, Þannig fengu allir keppendur gos og pylsu Vegleg verSlaun voru veitt, gullpeningur fyrir sigur, siðan silfur og brons og þrjú næstu fengu vertMaunaskjöi. Á þessari mynd er annar gullpeningur Tinnu Traustadóttur frá Reykjavfk skoðaður þegar þau höfðu lokið þátttöku sinni og skiluðu merkjum sínum Er þau siðan skiluðu gosflöskunni aftur fengu þau vænan sælgætispoka Útgáfufyrir- tæki Andrésar andar-blaðanna gaf þátt- takendum poka með blöðum og fleiru og fulltrúi fyrirtækisins fylgdist með mótinu, Kynnti hann sig sem Ulrik frænda Andrésar. sem ekki hefði kom- izt vegna veikinda. Veður var þokkalegt til keppni á Hlíðarfjálli um helgina Að visu tölu- verð þoka á laugardaginn og strekk- ingsvindur á sunnudaginn, en áhuginn var svo mikill að veðrið skipti i rauninni engu máli Mótsstjóri var Hermann Sigtryggsson, en margir lögðu hönd á plóginn. Valdimar Örnólfsson óskar syni slnum Örnólfi til hamingju með góðan árangur l sviginu. þar sem hann varð I öðru sæti. Valdimar var á stnum tlma einn okkar fremsti sklðamaður og þeir eru margir jafnaldrar hans, sem áttu börn er kepptu á mótinu á Akureyri. Voru þerna heilu „sklðafjölskyldurnar". Það gekk ekki átakalaust fyrir Seyðfirðingana að komast til Akureyrar, en tókst þó loks slðdegis á laugardag. Þorvaldur Jóhannsson þjálfari þeirra og fararstjóri aftast á myndinní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.