Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Veðurfar á íslandi Ný bók eftir Markús A. Einarsson KOMIN er út ný bók, Veö- urfar á íslandi, eftir Markús Á. Einarsson veð- urfræðing. í formála segir höfundur að bókin sé skrifuð I þeim tilgangi aö gefa á einum stað yfirlit um helztu nið- urstöður rannsókna á veð- urfari íslands. Þá segir m.a.: „Upphaflega hugsaði ég mér, að rit af þessu tagi gæti, auk þess að vera áhugamönnum um veður til fróðleiks, komið verk- fræðingum, skipulagsfræð- ingum og náttúrufræðing- um að gagni, en þeir starfs- hópar leita mikið til Veður- stofunnar með beiðnir um veðurfarsupplýsingar.“ Bókin skiptist í 10 meginkafla sem bera eftirtalin heiti: Inn- gangur, þar sem fjallað er al- mennt um veðurfar og veðurat- huganir á íslandi — Þættir, sem móta veðurfarið — Veðurlag á íslandi — Loftslag fyrri tíma — Hitafar — Úrkoma — Vindar — Raki, ský skyggni, þoka og þrumuveður — Sólskin og sól- geislun — Uppgufun. Fjöldi mynda er til skýringar efninu, svo og fjöldi af töflum, sem sýna veðurlag á hinum ýmsu veðurathugunarstöðvum víðs veg- ar um land. Bókin er 150 bls. að stærð. Ut- gefandi er Bókaútgáfan Iðunn. Bergur Guðnason, hdl.: V. hluti Frádráttur frá tekium _________' ..... ... , V.. III kafli frumvarpsins, 29. gr. — 51. gr. fjallar um frádrátt frá tekjum. Ætla mætti, við lestur þessa kafla, að frádráttur til handa hinum almenna skatt- borgara væri léttvægur, þvi að- eins ein grein í kaflanum, af 23 greinum alls, fjalla um „frá- drátt manna utan atvinnu- rekstrar". (30. grein). Allar hinar, utan ein, fjalla um at- vinnurekendur, eða öllu heldur hinar ýmsu frádráttarheimildir þeirra, s.s. fyrningar. Þá er Ijóst, að efnislega verður annarsvegar að fjalla um frá- drátt manna utan atvinnu- rekstrar og hinsvegar frádrátt hjá atvinnurekendum. P’yrsta greinin í kaflanum, sú 29., er stefnumarkandi. I henni segir orðrétt: „Frá skattskyld- um tekjum manns, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjáifstæðri starfsemi, er einungis heimill sá frádráttur sem sérstaklega er gctið um í þessum kafla.“ Þá er í 2. mgr. 29. gr. álika stefnumótandi ákvæði um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri, en það felur í sér frádrátt á þeim rekstrar- kostnaði „sem nauðsynlegur er til að afla teknanna og halda þeim við.“ II. A. frádráttur einstaklinga Framangreind stefnumörkun er ekkert nýmæli, að öðru leyti en því sem snýr að hinum al- menna skattborgara. Frum- varpið hefur :ð geyma tæm- andi talningu á frádráttum frá almennum tekjum, og það m.a.s. í einni einustu lagagrein (30. gr.). Er hægt að hafa hlut- ina einfaldari? Voru ekki allir að heimta einföldun? En, góðir hálsar, málið er bara ekki svona einfalt. Ekki má gleyma öllum skattafsláttunum, barna- bótunum og barnabótaaukun- um, eða hvað þetta heitir nú allt saman, sem prýðir frum- varpið, en á allt öðrum stað en frádráttur frá tekjum. „Einföldunin" er nefnilega fólgin i þvi að fækka beinu frá- dráttunum og búa bara til skattafslætti i staðinn. Þessa „aukagetu" verða menn að hafa í huga, ef þeir eru eitthvað óánægðir með svo naumt skammtaðan tekjufrádrátt. Skylt er að geta þess hér á stað, sem með öllu fellt niður sem frá- frá tekjum, ef frum- verður samþykkt einum verður dráttur varpið óbreytt: 1. Iðgjald ingu. 2. Iðgjald af lifsábyrgð 3. Stéttarfélagsgjöld þega. 4. Sjúkra- og slysadagpen- ingar. af lífeyristrygg- laun- 5. G jafir til menningarmála. 6. Kostnaður við öflun bóka o.fl. 7. Giftingarfrádráttur. 8. Björgunarlaun. 9. Námsfrádráttur. 10. Frádráttur vegna náms eftir 20 ára aldur. 11. Verkfærakostnaður. 12. Flugfreyjufrádráttur. 13. Messusöngsfrádráttur. 14. Leikarafrádráttur o.fl. Framangreint er tekið beint upp úr greinargerð með frum- varpinu. Þar er jafnframt upp- lýst að i staðinn fái menn „launaafslátt" (2% af tekjum). Þá er því slegið föstu að ofan- greindar frádráttarhekmildir jafngildi 7—8% frádrætti frá launatekjum. Ekki dreg ég í efa, að „meðaltalið" sé rétt hjá höfundum frumvarpsins, en sumir gætu farið illa útúr þessu. Ég nefni sem dæmi: Líf- tryggð, háskólagengin flug- freyja, sem giftir sig, lendir i slysi og heitir á Strandarkirkju sér til heilsubótar. Sem mót- vægi við þessa fáránlegu athugasemd tek ég orðrétt út úr greinargerð frumvarpsins: „Hið flesta yrðu afslættirnir sjö, auk persónuafsláttar, þ.e. hjá fiskimanni, sem á maka, sem vinnur úti, hefur barn á framfæri sínu og á eigin íbúð.“ Framangreint sýnir að ef frumvarpið nær fram að ganga verður flugfreyjan min að fara á sjóinn. Það má sem sagt leika sér að ýmiskonar dæmum, þegar ,,meðaltalið“ er látið ráða ferðinni í skattlagningu í stað raunverulegs kostnaðar. Ég er smeykur um að ,,rétt!ætið“ sé ekki „garenterað" með þessari „einföldun". Þá er vist tímabært að víkja að frádráttunum, sem halda lifi í frumvarpinu, þ.e. hinni tæm- andi upptalningu þeirra í 30. greininni: 1. vaxtatekjur umfram vaxta- gjöld og verðbætur af spari- skírteinum. Þetta ákvæði hangir saman við það sem ég fjallaði um í síðustu grein minni um skattskyldu vaxta og vísitölubóta af spariskírteinum (8 gj;. frv.). Hér er dregið úr skattskyldu, sem tekin eru af tvímæji um í 8 grein. Liður þessi er því nánast útfærsla á núgildandi framkvæmd og jafnframt vilja höfundar frum- varpsins á þvi að skattleggja miskunnarlaust vísitölubætur af spariskírteinum. 2. Samskonar ákvæði og í 1. tölulið um vaxtatekjur barna innan 16 ára aldurs. 3. Fenginn arður af hluta- bréfum, að hámarki 15% af nafnverði hvers einstaks hluta- bréfs. Frádráttur skal þó aldrei vera hærri en kr. 150.000,- hjá einstaklingi og kr. 300.000.- hjá hjónum. Um arð til barna innan 16 ára gildir sama og um einstakling, eða kr. 150.000.- Aður hefur verið reynt að koma þessum frádráttarlið inn i skattalögin, en hann er ekki til i núgildandi lögum. Verði þessi liður samþykktur þýðir það einfaldlega að 5 manna fjöl- skylda, sem á svokallað fjöl- skyldufyrirtæki getur tekið skattfrjálst út arð upp á kr. 750.000,- á ári. Að visu er frá- dráttarbærni arðs hjá hluta- félagi þrengd frá því sem nú er, þannig að helmingur útborgaðs arðs er frádráttarbær i stað alls. Engu að siður fæ ég ekki séð, að liður þessi sé bráðnauðsyn- legur. Draumur fárra ráða- manna um að þetta sé leiðin til að byggja upp sterk almenn- ingshlutafélög er byggður á misskilningi. Alvöru hluta- félagalöggjöf er miklu vænlegri leið að því marki. Bergur Guðnason 4. Vaxtatekjur af stofnsjóðs- eign. Óbreytt frá núgildandi lögum. 5. Stofnsjóðsaukning félags- manns, að hámarki 5% af við- skiptum hans utan atvinnu- rekstrar. 6. Frádráttur vegna barnatekna innan 16 ára, allt að kr. 100.000,- og að auki 60% af því sem tekjur fara yfir kr. 100.000,- þó aldrei hærra en kr. 340.000,- eða upp að kr. 500.000.- tekjum. Þessum lið fagna ég, því núierandi skattlagning barnatekna er oft fáránleg, t.d. eru nú allar tekj- ur barna á barnaskólaaldri skattskyldar hjá foreldrum. Hér er klár einföldun f ferð- inni. 7. Skyldusparnaður 16—25 ára. Menn athugi að hér er ekki átt við „skyldusparnaðinn", sem lagður er á okkur auma skattþegna og var bara kallaður tekjuskattsauki 1 gamla daga. 8. Greidd meðlög og fram- færslueyrir til maka eða fyrr- verandi maka hafi hjónin slitið samvistum, eða eftir lögskilnað, þó að hámarki sömu fjárhæð og ellilífeyrir einstaklings. Hér er nýmæli, sem eflaust mælist vel fyrir hjá greiðendum, sem þafa verið utanveltu og órétti beittir skattalega. 9. Greidd meðlög með barni innan 17 ára aldurs. Núgildandi frádráttur er aukinn úr ‘á með- lagi i fullt meðlag. 10. Fargjöld vegna atvinnu. Óbreytt frá núverandi framkvæmd. 11. Risna og bifreiðastyrkir í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra. 12. þann hluta hlunninda (föt, fæði, húsnæði) sem inni- falinn er i tekjum, og ekki verða talinn skattaðila til hags- bóta. í samræmi við núverandi framkvæmd. 13. Tekjur sem skattfrjálsar eru samkvæmt sérlögum eða ákvörðun f jármálaráðherra. Hér er átt við heiðurslaun, happdrættisvinninga o.fl. Tölu- liður þessi felur ekki í sér breytingu frá núgildandi lög- um. 14. Launatekjur þeirra sem starfa erlendis i þjónustu ríkis- ins, s.s. diplomatar og þeir, sem starfa hjá alþjóðastofnunum, sem ísland er aðili að. Hér er komið ákvæðið, sem ég saknaði í 4. gr. frumvarpsins um aðila undaþegna skattskyldu. Það má kannski einu gilda hvar skatt- frelsi þessara mikilvægu starfs- krafta er ákveðið í lögum, en smekklegra væri, að hafa ákvæðið í 4. grein frumvarps- ins. Hér er efnislega engin breyting frá núgildandi lögum. Ég hefi nú lokið umfjöllun um 30. gr. frumvarpsins, sem er tæmandi eins og áður sagði. Ég tel brýnt, að fjalla ítarlega um frádráttarheimildir almenn- ings, þar eð ég hefi hvergi séð á prenti síðan frumvarpið var lagt fram, gerða tilraun til þess. Menn ættu a.m.k. að geta gert sér grein fyrir hvaða frádrættir haldast og hverjir falla niður. Að visu verður ekkí Iitið fram- hjá skattafsláttunum, margum- töluðu, við íhugun málsins. Kannski má gera tilraun til út- tektar á málinu í heild, þegar fjallað hefur verið um afslætt- ina. Þó hygg ég, að nær ómögu- legt sé, að gera sér grein fyrir áhrifum svo róttækra breyt- ingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir á skattlagningu einstakl- inga, nema með „prufukeyrslu" að öllu klabbinu meðfram nú- gildandi álagningarreglum. Ég á hér við tvöfalda álagningu, a.m.k. að hluta til, svo unnt sé að sjá útkomuna svart á hvítu. Reynsla siðustu ára í skatta- lagabreytingum ætti að hafa kennt okkur, að fara varlega í þeim efnum. Ég veit að „prufukeyrsla" værí æði kostnaðarsöm, en gæti samt leitt til sparnaðar, þegar menn vissu hvað frumvarpið þýddi. Núna eru málin vægast sagt þokukennd. B.G. FRÁ LEIBBEIHINGASTÖB HÚSMÆflRA U mbúðir Það fer ekki á milli mála að notkun umbúða í þjóðfélagi okkar hefur farið vaxandi undanfarna áratugi, ekki síst ef.tir að kjörbúðirnar komu til sögunnar, en þar er yfirleitt allur söluvarningur vafinn vandlega í umbúðir. Mikið er lagt upp úr því að velja þær tegundir af umbúðum setn best henta fyrir hvern hlut og ekkert virðist til sparaö að vernda söluvarninginn sem best fyrir óhreindindum og hnjaski. Þar að auki er mikiö lagt upp úr þvf að láta umbúðir lila sem best út, enda eru þær óspart notaðar til að auglýsa þá vöru sem þær hafa að geyma. Aö sjálfsögöu er nauðsynlegt að verja sem best allan sölu- varning og ekki má heldur gleyma því að umbúðir spara í mörgum tilvikum vinnu sem aö öðrum kosti þarf að greiða dýru veröi. En umbúðir kosta einnig peninga ekki síður en annar varningur sem við mennirnir notum. Það er þvi ástæöulaust að bruðla með þær eins og viða er gert. T.d. eru kaupmenn ósparir á að láta viðskipta- vinum í té stóra plastpoka utan um allar vörurnar sem þeir hafa safnað saman í verslun- ínni og sem þegar hefur verið vandlega gengið frá í umbúð- um. Ef viðskiptavinir venja sig á að hafa með sér plastpoka eða tösku þegar þeir fara að versla, væri unnt að spara að eín- hverju leyti kostnað við umbúð- ir sem að sjálfsögðu hefur verið lagður á vöruverðið. Sumum finnst ef til vill að siikur kostnaður skipti ekki miklu máli. Fyrir nokkru var sagt frá því í dönsku blaði að heildarumbúðakostnaður Dana nemi urn 2 milljörðum króna á ári. Það er þvi óhætt að gera ráð fyrir að umbúöakostnaður okkar islendinga nemi tugum milljóna kr. á ári hverju. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að það kostar mikið fé að fjarlægja notaðar umbúðir, losa ruslaföt- ur og tunnur o.þ.h. og ganga frá öllu rusli á viðeigandi hátt svo að það sé hvergi til trafala. Sá kostnaður er sennilega ekki tekinn með i reikninginn þegar því er haldiö fram að ekki borgi sig í iðnaöi að nýta flöskur, sultukrukkur, meðalaglös o.þ.h. sem oftast safnast saman á heimilunum og fara óhjá- kvæmilega í sorptunnuna. Því miður liggur allt of mikið af ónýtum umbúðum á víð og dreif um landið okkar. Plast- pokadruslur hanga á gaddavírs- girðingum eins og þvottur á snúru, svo ekki sé minnst á hvernig ástatt er ofan í skurðum og undir runnum. Við ættum að sjá sóma okkar í því aö fjarlægja það allt fyrir sumarið. Plast eyðist ekki með timanum eins og ýmis önnur efni. Við mættum því minnka að einhverju leyti notkun umbúða og kappkosta að nota þær oftar en einu sinni eftir því sem unnt er að koma því við. Þar með mætti spara stórfé í erlendum gjaldeyri, því safnast þegar saman kemur. S. II.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.