Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 15 8 Strýtumyndaðir drangar utan í Bræðrafelli, fjær sér til Herðubreiðar Tveggja daga ævintýraferð á snjósleðum r um Odáðahraun eins gott og fyrri dag ferðar- innar. Hug höfðu nímenningarnir á að fara alla leið í Kverkfjöll strax fyrsta dag ferðarinnar, en komust að raun um að tími þeirra var af of skornum skammti — svo og bensin- forði Þeir sáu inn að Kverk- fjöllum, en þar í Sigurðar- skála Ferðafélagsins ætluðu þeir að gista og ætla enn, þó síðar verði í vetur Er þá jafnvel reiknað með að aka í Möðrudal og fara þaðan á sleðum i Kverkfjöll. í hraununum í Herðu- breiðarlindum og Grafar- löndum var litill snjór og áttu ferðalangarnir í mestu erfið- leikum með að komast þar leiðar sinnar og sagði Þórður Pétursson þar jafnvel vera haga fyrir kindur. Hefði sennilega verið skárra fyrir þá að fara nokkuð lengri leið og sleppa þannig við hraun- in. Eftir að þeir fóru frá Þor- steinsskála í Herðubreiðar- lindum, þar sem kaffi hafði verið drukkið á sunnu- deginum, tók það þá hátt á annan tima að fara um 5 kilómetra leið í hraununum. Talsvert lif var þarna inni á öræfunum og sögðust þeir aldrei hafa augum litiðannað eins af tófuslóðum alla leið úr Herðubreiðalindum og i Námaskarð Sérstaklega var mikið af slóðum i kringum Ferjuás. Á Lindá i Herðu- breiðarlindum sáu þeir hóp stokkanda og rjúpnahópa sáu þeir af og til á leiðinni. Nú i Herðubreiðarlindum fundu þeir gemlingsgreyið. sem áður er getið, og höfðu með sér til byggða úr þessari líflegu ævintýraferð — áij. — ÞETTA var bráðhress og skemmtileg ferð og við þurf- um endilega að endurtaka hana sem allra fyrst. Fara þá jafnvel enn lengra inn á öræfin og helzt alla leið i Kverkfjöll. Það er ekki hægt að sitja alltaf kjur í sama rykinu á sama stað. Maður verður að hreyfa sig eitthvað og á snjósleðunum er vanda- litið að komast leiðir, sem engan veginn eru greiðfærar að sumrinu til og þá jafnvel ófærar. Eitthvað á þessa leið fórust þeim orð Birki Fanndal vél- stjóra við Kröflu og Þórði Péturssyni á Húsavík. Fóru þeir félagar við niunda mann á niu snjósleðum nú fyrir skömmu inn i Herðubreiðar- lindir, að Öskju og á Vað- öldu. Sáu þeir suður til Kverkfjalla og ætluðu þeir sér reyndar þangað, en komust að raun um að þriðja daginn vantaði til að það væri kleift, en ferðin var aðeins tveggja daga Oku þeir um 300 kíló- metra á snjósleðunum og hafa i huga, eins og sagði í upphafi, ferð síðar í vetur alla leið inn að Kverkfjöllum. Ók-u þeir á sleðum sínum suður með Bláfjalli og þaðan lá leiðin upp á Kollóttu Dyngju norðan til i Ódáða- hrauni og þar var Herðubreið skoðuð og mynduð áður en haldið var að Öskju. Gist var i Dreka í Dyngjufjöllum, en það sæluhús á Ferðafélag Akureyrar. Þaðan var haldið i bíti á sunnudagsmorgni yfir á Vaðöldu og siðan í Herðu- breiðarlindir. Þar fundu þeir félagarnir gemlinga tvo, annan dauðan en hinn lifandi. Var sá sem lifði orðinn heldur rýr og tekinn, en ferðagarparnir settu hann á sleða og komu til byggða. Hefur hann braggast ágætlega siðan. Veður fengu þeir mjög gott á laugardeginum, bjart var yfir, stillt og 10—12 stiga frost. Á sunnudeginum var hins vegar nokkuð dimmt yfir og skyggni engan veginn ■ Á8 á öræfum (Ljósmyndir Birkir Fanndal) Séð suður yfir öræfin, lengst i fjarska má greina Kverkfjöll. Séð til Herðubreiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.