Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 afsvœðinu austan Ölfusár ” EINS og komirf hefur fram ( fjölmiðlum er það eindregin ósk sveitarfélaga ( nágrenni Ölfusár, að áin verði brúuð við Öseyrarnes á allra næstu árum. Til að berjast fyrir þessu hags- munamáli umræddra sveitar- félaga var á s.l. hausti stofnuð sérstök baráttunefnd sveitar- félaganna fyrir byggingu brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes. Nefndin samanstendur af full- trúum Eyrarhakkahrepps, Stokkseyrarhrepps, Selfoss- hrepps, Ölfushrepps, Gaul- verjabæjarhrepps og Sandvfk- urhrepps. Formaður nefndar- innar er fulltrúi Eyrbekkinga ( henni Sigurjón Bjarnason hreppsnefndarmaður. Til þess að fræðast um nefndina og rök- in manna fyrir brúargerð þeirri sem þeir berjast nú fyr- ir, tók Morgunblaðið Sigurjón nýlega tali. Spurðum við fyrst um tildrög að stofnun nefndar- innar og um það helzta f starfi hennar. „Tildrög að stofnun nefndar- innar voru eiginlega þau, að ég bar fram tillögu í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps i fyrrahaust þess efnis, að hreppsnefndin kysi mann i nefnd til að berjast fyrir brú við Öseyrarnes, og skrifaði jafnframt öðrum sveitarfélögum á svæðinu og óskaði þess, að þau gerðu slíkt hið sama. Undirtektirnar voru góðar, þvi áður en varði hafði brúarbaráttufélag þetta verið sett á laggirnar. Nefndin hefur á starfstímanum látið töluvert að sér kveða. Hefur hún skrifað fjárveitinganefnd Alþingis, samgönguráðherra og vega- málastjóra, og gert grein fyrir sjónarmiðum sínum við þessa aðila. Siðan gafst nefndinni kostur á að mæta hjá fjár- veitinganefnd Alþingis i byrj- un marz, og þann fund sat einn- ig nefnd kosin af sýslunefnd Árnessýslu. Lögðum við fram tillögupunkta við fjárveitinga- nefnd um hvernig brú við Óseyrarnes kæmi inn i vegáætlunina sem nú liggur fyrir Alþingi. Nauðsyn á ákvörðun strax Ég vii leggja áherzlu á það hér, að við ætlumst ekki til að fá brúna fyrr en lokið hefur verið við Borgarfjarðarbrúna. En við leggjum mikla áherzlu á að fá ákvörðun tekna um brú yfir Ölfusá við Óseyrarnes, þvi með þvi móti teljum við að snúa megi við yfirvofandi brott- flutningi fólks af svæðinu. Yrði ákvörðun um brú til að auka trú fólks á framtíðarbú- setu í hreppsfélögunum. Baráttunefndin gerði grein fyrir því sjónarmiði sínu við Baráttunefnd fyrir byggingu brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes telur að ákvörðun um brúna og flutningur stöplamóta frá Borgarfirði á þessu ári, mundi auka á bjartsýni fólks á búsetu f byggðarlaginu á Ölfusársvæðinu. „Brúargerð við s- Oseyrarnes mundi ein stöðva fólks- flótta arinnar fyrir gerð brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes. „1 fyrsta lagi vil ég nefna það, að sennilega eru það ekki marg- ir staðir á landinu, þar sem íbúarnir búa við auðlindina en fá ekki notið hennar vegna samgönguleysis og hafnleysis. Taki maður t.d. loðnuna sem veiðist hér undan Eyrarbakka og Stokkseyri, þá sjáum við til- tölulcga litið af henni vegna hafnleysis. Vegna þessa hafn- og samgönguleysis höfum við ltka orðið að sjá af blómanum af okka sjómönnum. Þá vildi ég nefna að vegna tjóns í Eyrarbakkahöfn árin 1974 og 1975 borgaði Sam- ábyrgð rúmar 120 milljónir krónur i bætur, en á sama tima var gerð brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes talin kosta 570 milljónir króna, og er þar talið Óseyrarnes yrði utan hættu- svæðisins. Það má vel ímynda sér hve alvarlegt ástand skapaðist ef eina brúin yfir ölfusá færi í náttúruhamför- um, séu flutningar vestur á bóginn hafðir í huga. Hver vil taka á sig ábyrgð þá sem slíku fylgdi, leyfi ég mér að spyrja. Enn eitt atriði er það að augljóst ætti öllum að vera hversu miklu betur allt það fjármagn mundi nýtast sem er til staðar í Þorlákshöfn, kæmi brú yfir Ölfusá við Óseyrarnes. Sama á og við um þær þjónustu- stöðvar sem eru fyrir hendi i Þorlákshöfn. Þá má ekki gleyma því að hversu góð höfn sem væri á Stokkseyri og Eyrarbakka, þá verður alltaf brimlending þar, sem gerir það að verkum, að formennirnir beinlinis þora ekki inn í heimahöfn af hræðslu við að lokast þar inni í marga daga. Eitt vandamál sem Eyrbekk- ingar og Stokkseyringar eiga við að stríða, og telja að stafi af samgönguerfiðleikum er, að ef hús losnar i þessum þorpum, gerist það æ oftar að Reyk- víkingar kaupa þau sem sumar- bústað. Allir hljóta að sjá hvaða afleiðingar það hefur fyrir fá- tæk lítil sjávarþorp, þegar þau hafa engar tekjur af ibúum þeirra húsa, sem seljast þannig. alla þá aðila, sem hún hefur haft samband við, að hún telur að brú yfir Ölfusá yið Óseyrar- nes sé algert forgangsverk í hafnar- og samgöngumálum svæðisins. Er þetta einnig sam- dóma álit nefndar sem kosin var af sýslunefnd Árnessýslu og sat fundinn með fjár- veitingarnefnd. I bréfi til fjárveitinganefnd- ar Alþingis gerðum við það að tillögu okkar að á þessu ári yrði lokið hönnun brúar við Óseyrarnes og lagður vegur að brúarstæðinu og mót fyrir stöplum Borgarfjarðarbrúar flutt að Ölfusá. Ef þetta fæst teljum við að bjartsýni fólksins á svæðínu mundi aukast til muna. Lögðum við einnig til i bréfinu, að framkvæmdir hæf- ust við brúna á árinu 1978 og þeim lokið árið 1980, eða í síð- asta lagi 1981“, sagði Sigurjón. Brú leysir vandamál orku- og heitavatns- flutninga Við báðum Sigurjón að gera grein fyrir helztu rökum nefnd- Sigurjón Bjarnason. með slitlag á vegina að og frá brúnni. Enn eitt atriðið er það að i dag hanga orkuflutningar til Þorlákshafnar á bláþræði þar sem möstrin fyrir rafleiðslurn- ar eru i hættu á breytilegum sandeyrum í Ölfusá. Með brúnni myndi þetta hættulega ástand leysast. Nýlega hefur fundist heitt vatn i Ölfusinu. Er það mál manna, að hugsanlega geti orð- ið hagkvæmt að flytja heita vatnið til Eyrarbakka og Stokkseyrar, en ljóst er þó, að brúin er alger forsenda þeirrar hagkvæmni. Ómetanlegur öryggisþáttur Öryggisþáttur brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes er stór- kostlegri en flestir gera sér grein fyrir. Á jarðskjálftakorti sem nýlega var gert kemur í ljós, að núverandi brú yfir Ölfusá við Selfoss er á mesta hættupunktinum hvað jarð- skjálfta áhrærir. Af kortinu má hins vegar lesa að brú við Lífsskilyrði batna með brú Það er löngun forráðamanna bæði á Eyrarbakka og Stokks- eyri, að þar skapist lífsskylyrði fyrir ungt fólk, sem er að vaxa upp, svo að ekki þurfi að sjá á eftir þessu unga fólki til ann- arra landshluta þar sem önnur og fjölbreyttari atvinnutæki- færi eru fyrir hendi. Fengjum við brú yfir Ölfusá við Óseyrar- nes þá erum við ekki í vafa um að við gætum haldið mestu af unga fólkinu sem elst upp á stöðunum, en að undanförnu hafa þessi tvö þorp verið n.k. uppeldisstöðvar fyrir aðra landshluta, og vantar þannig t.d. marga aldursárganga inn í íbúafjölda þessara staóa. Loks vildi ég nefna nokkuð hver arðsemi brúar yfir Ölfusá við Óseyrarnes yrði. Á árinu 1975 gerði Hagvangur h.f. gott yfirlit yfir arðsemi brúar á þessum stað. Kemur þar í ljós, að á fyrsta ári mundi brúin gefa um 10% afkastavexti, sem síðan mundu aukast með Framhald á bls. 31 Rósa B. Blöndals: Kirkju- sófarnir Þetta nafn, kirkjusófarnir, gáfu börn í einum kaupstað timbur- bekkjum kirkju sinnar, þegar þeir höfðu verið bólstraðir. 1 voru landi bjó einu sinni þjóð, sem hafði til þess þol að sitja eina stund á trébekk við messugjörð. Af tilviljum heyrði ég það i útvarpi, að viðgerð Dómkirkjunn- ar væri að verða lokið — og ekki eftir annað en að bólstra bekkina fyrir söfnuðinn. — Áður hafði ég frétt mér til mikils fagnaðar, að Húsafriðunarnefnd gefði staðið gegn því, að þetta gamla og fagra hús yrði skemmt með ýmislegri röskun hlutfallanna um leið og viðgerð færi fram. Það er Hörður Ágústsson, listmálari, sem hefur komið þeim skilningi til leiðar, að smiðir geti tekið fúafjalir úr timb- urkirkjum og sett nýjar i staðinn, án þess að eyðileggja verk hins gamla timburmeistara og kirkju- smiðs. — Mörg sorgleg dæmi eru orðin á íslandi um skemmdarverk á gömlum timburkirkjum, þegar viðgerð fór fram, af þvi að breyt- ing var gerð um leið. Eitt átakanlegasta verk af þessu tagi var gjört, þegar Frí- kirkjan í Reykjavík var tekin til viðgerðar. Fríkirkjan var falleg, þótt hún jafnaðist ekki á við Dóm- kirkjuna. — Eftir viðgerðina er Fríkirkjan líkust langrútu, sem menn setjast inn i til þess að aka á vondum vegi alla leið frá Reykja- vík til Akureyrar. — Fóðraðir stólar á stálhækjulöppum komu í staðinn fyrir fallegar trébekkja- raðir í timburkirkjunni. Þessir nýtiskustólar gjöreyðilögðu allt samræmi í svip kirkjunnar innan- húss. Dómkirkja Reykjavíkur er frítt hús, fagur vitnisburður um ytra blásnautt fólk, sem reisti þetta veglega hús af innra auði sínum. Verkið hefur fram á þennan dag lofað meistarann, sem kirkjuna teiknaði, og þann, er yfirsmiður var. Það þurfum vér íslendingar að hafa hugfast, að gamalt hús og gamlir borgarhlutapartar, sem fá að bera alveg óbreyttan svip geta stundum fyllilega jafngilt fornum handritum. — Þau eru umhverfi handritanna. Meira að segja verð- ur margt í glöggri frásögn liðinna alda ekki skilið til fulls fyrr en gengið er um götur og torg, hús og sali þeirra horfnu tíma sem hand- rit og skáldverk skýra frá. Dómkirkjan þykir mér enn fall- egust kirkja í Reykjavíkurborg, þegar inn er komió. Engu var þar hægt að breyta án þess að raska hlutföllum, sem frá upphafi voru rétt. Nú skal ég á það minnast, að eitt sinn fyrir mörgum árum heyrði ég Jóhann Briem, listmál- ara, tala um samræmi forms og efnis. Hann tók m.a. það dæmi, að ekki væri hægt að byggja torfbæ úr steini. Þetta dettur mér í hug af þvi, að nú á að bólstra dómkirkjubekk- ina. Skárra þó en að vippa þeim í burtu. En það kemur samt svampa- og tuskusvipur, fingraför þessa tímabils á þá hreinu mynd þess veglega húss, sem hófsemd- arfólk í smáhýsum skildi oss eftir. Hefur varðveislunefnd Dóm- kirkjunnar sést yfir það, hve fag- urt var að lita yfir dökku timbur- bekkjaraðirnar í uppljómaðri Dómkirkjunni rétt fyrir messu — hve allur svipur kirkjunnar er fágaður og hreinn -— einmitt þannig? Og hvílík hörmung væri það, að setja inn i fegurð þessa guðshúss líkingu af nýtísku bjór- stofusófasetti. Það er mjög eðlileg ályktun, að timburbekkir séu í hæsta lagi nóg þægindi fyrir þá kirkjugesti, sem koma þar til þeSs að minnast pinu og dauða síns eigin frelsara. Ég hygg, að dómkirkjubekkur væri samt heldur harður fyrir mann, sem kæmi þar inn til að deyðja, flakandi í sárum eftir rómverska húðstrýkingu meö tveimur svipum, 40 vandarhögg, ein í fátt. En Frelsari vor fékk Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.