Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 19
Ragnar Júlíusson, skólastjóri: Fræðslu- mál Reykvík- inga á kross- götum Landsmálafélagið Vörður gengst I dag fyrir sinni þriðju borgarmál- kynningu. í dag verða fræðslumálin á dagskrá Ragnar Júllusson skóla stjóri og formaður fræðsluráðs Reykjavlkurborgar mun flytja ræðu á fundi sem hefst kl. 14 1 Valhöll, Bolholti 7. en slðan verður farið I kynnis- og skoðunarferð um nokkr- ar fræðslustofnanir borgarinnar. í tilefni þessarar kynningar ræddi Morgunblaðið við Ragnar I gær. „Ég mun segja I stuttri ræðu frá þvl hvernig skólakerfið er byggt upp I höfuðborginni, og einnig frá þvl hvernig þvl er skipt I hverfi Þá mun ég segja frá þvl hvað hver skóli hefur upp á að bjóða með kennslu og aðstöðu, bæði á grunn- skólastiginu og framhaldsstiginu. Ég mun einnig koma nokkuð inn á fjölbrautarskólana Nú svo munum við fara I heim- sóknir I skólana Förum við fyrst I Fjölbrautarskólann I Breiðholti, bæði I kennsluhúsið þar sem bók- lega kennslan fer fram og I nýtt hús austan Austurbergs hvar verkleg kennsla er til húsa. Fræðslumálin eru á nokkuð sér- stæðu stigi núna, og stöndum við að sumu leiti á krossgötum I þeim efnum. Grunnskólaprófin verða I fyrsta sinn I vor og einnig verða slðustu gagnfræðaprófin I vor. Þá stöndum við frammi fyrir þvl vandamáli hvernig viðkomum ein- um og hálfum árgangi fyrir I skól- unum næsta vetur. Nefnd hefur verið skipuð til að gera tillögur um framtlðarskipan þessara mála næstu vetur. Nú erum við búnir að raða niður grunnskólunum f vetur voru þeir aðeins I Hólabrekkuskóla. Lang- holtsskóla og Vogaskóla Næsta vetur bætast svo Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli og Hllðarskóli inn I dæmið Verða I þessum skólum forskóli og grunnskóli til og með 9 bekk Á næstu tveimur árum gerum við svo ráð fyrir kerfi I Suðaustur bænum Verða þar þrlr grunnskól- ar, Hvassaleitisskóli. Breiðagerðis- skóli og Fossvogsskóli. Verður for- skóli og 1. — 7. bekkur I þessum skólum. en Réttarholtsskóli verður svo grunnskóli þessara þriggja fyrir 7. — 9. bekk. Við munum sem sagt safna saman 7 — 9. bekkjar nemendum úr þessu hverfi I þenn- an skóla, en með þvi náum við út hagstæðari einingum Breiðagerð- is- og Fossvogsskólar munu verða grunnskólar 1 haust, en Hvassa- leitisskóli ekki fyrr en haustið 1978. Sfðan er stefnt að þvf að Breiðholtin hvert um sig verði sjálf- um sér næg á grunnskólastiginu, með Fjölbrautarskólann fyrir þau ÖH þrjú. Hagaskóli mun verða 7 — 9 bekkjar grunnskóli fyrir Melaskóla og Vesturbæjarskóla sem verða grunnskólar með for- Framhald á bls 22. MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. MARZ 1977 19 Erfitt að túlka utan- ríkisstefnu Carters Washington, 25. marz Reuter. FRÉTTASKÝRENDUR eiga nú í tniklum vanda hvað varðar túlkun bandarfskrar utanrfkisstefnu og yfirlýsingar Carters Bandarfkjaforseta um hana sfðustu daga. Yfirlýsingar forsetans, sérstaklega varðandi Mið-Austurlönd hafa komið leiðtogum er- lendra rfkja f opna skjöldu og ruglað ýmsa f rfminu. Fáir virðast vita hvernig á að túlka ummæli forsetans. Jafnvel sérfræðingar utanrfkisráðuneyt- isins eiga f erfiðleikum með að koma með haldgóð- ar útskýringar á stefnu hans. Það eina sem vitað er með vissu um stefnu forsetans er að hann rekur opna stefnu f utan- ríkismálum, og stendur við það loforð sitt að halda þjóð sinni upplýstri og vera hreinskilinn. En um leið móðgar hann diplómatana með því að brjóta reglur um leynd á meðan viðræður um viðkvæm mál standa yfir. Carter er augljóslega ljós sá ágreiningur, sem hann hefur valdið með sumum aðgerðum sínum eins og yfirlýsingunni um að Palestínumenn eigi áð fá sitt „heimaland“, og að ísra- elsku landamærin eigi að vera eins og þau voru fyrir stríðið 1967, með litlum breytingum. Hann hefur einnig snúið blað- inu við varðandi Chile frá því í kosningarbáráttunni, en þá sagði hann að Bandaríkin hefðu átt þátt í þvi að steypa Salvador Allende af stóli. En svar hans við gagnrýninni er, eins og hann orðaði það á fundi í bænum Clinton i Massachusetts á miðvikudag: „Ég treysti bandarisku þjóð- inni.“ Hann benti einnig á að mörg blöð hefðu veitt honum ádrepu „fyrir að segja fólkinu of mikið“. Og i ræðu hjá Sameinuðu þjöðunum daginn eftir sagói hann: „Ég held að bandaríska þjóðin ætlist til þess af mér að ég tali hreinskilnislega um stefnur, sem við ætlum að fylgja.“ Sumir embættismenn segja að Carter sé aðeins að reyna að hrista upp i mönnum til að koma skriði á viðræður, sér- staklega í Mið-austurlöndum. Aðrir álita að hann sé að reyna að bæta upp litla diplómatiska hæfileika sina með því að bera athafnir sýnar á torg og taka óþarfa áhættu. BREZIINEV — hótar með Salt. Ásakanir um að hann reyni að koma mönnum í opna skjöldu fara auðsjáanlega f taugarnar á Carter og hann sagði við fréttamenn nýlega: „Ég gef ekki yfirlýsingar út i bláinn." Menn lögðu fyrst við eyrun þegar Carter sagði nýlega að ísrael yrði að hafa „verjanleg landamæri", en það er hugtak sem Israelsmenn nota oft sjálf- ir í þeirri merkingu að þeir haldi miklum hluta þess lands, sem þeir hafa hernumið. Yfir- lýsing Carters gladdi því gyð- inga en reitti til reiði Sadat Egyptalandsforseta, sem sagð- ist ekki gefa eftir þumlung lands. Á blaðamannafundi i síðustu viku sagði svo Carter að landa- mæri ísraels ættu að verða eins og þau voru fyrir 1967 striðið með örlitlum breytingum. Það gladdi Egypta en gerði ísraelsmenn reiða, en þeir álíta að þeir þurfi víðari landamæri CARTER — ruglar menn í rim- inu. en 1967 ef þeir eiga að geta varið land sitt. Carter kom inn á annað við- kvæmt vandamál í Clinton á miðvikudaginn þegar hann tal- aði um „heimaland“ handa Palestínumönnum. Nú urðu israelsmenn aftur reiðir. Þeir túlkuðu orð forsetans sem svo að nú ætti að koma á fót riki Palestínumanna i Mið- Austurlöndum, sem þeir álíta vera ógnun við riki sitt. Mannréttindamálin hafa einnig valdið fjarðafoki á mörg- um stöðum. Margir diplómatar og bandariskir embættismenn hafa fagnað ákveðinni afstöðu Carters til skerðingar mann- réttinda í Sovétrikjunum, Suð- ur-Kóreu og annars staðar i heiminum. Aðrir álíta að hann sé að taka mikla áhættu vegna þess hvernig Sovétmenn tengja saman mannréttindamál og Salt-viðræðurnar um takmörk- un gereyðingarvopna, og segja honum í raun að halda sér sam- an um innanríkismál þeirra eigi hann ekki að gefa upp alla SADAT — gladdist og reiddist. von um samkomulag um tak- mörkun vopna á næstunni. Annað atriði sem kom á óvart var áminning til fulltrúa Bandaríkjanna i mannréttinda- nefnd S.þ., Brady Tyson, sem baðst afsökunar á þætti sumra bandarískra stofnana í valda- ráninu i Chile. Carter sagði að þessi orð Tysons hefðu verið óviðeigandi og að engar sann- anir væru fyrir aðild CIA að þvi að steypa Allende af stóli. En í kosningabaráttunni sagði Carter að Bandarikin „steyptu af stóli kosnum rikis- stjórnum i von um að geta kom- ið einræðisherstjórn til valda.“ Embættismenn hvita hússins vísa á bug öllum staðhæfingum um að þessi augljóslega rugl- ingslega afstaða Carters stafi af lítili reynslu hans af utanríkis- málum. Leiðtogar fagna 20 ára afmæliEBE Róm, 25. marz. Reuter LEIÐTOGAR aildarrfkja Efnahagsbandalagsins héldu f dag upp á 20 ára afmæli bandalagsins en það ber upp á tfma þegar veik rikisstjórn er f flestum rfkjunum. „Þeir ætla að hugga hvern annan,“ sagði háttsettur embættis- maður. Meðal þess sem dregur úr póli- tískum styrk er bráðabirgðastjórn í Hollandi, hrossakaup 1 brezka þinginu til að lengja lffdaga stjórnarinnar, minnihlutastjórnir í Danmörku og á ltalíu, og kosningaósigrar stjórna Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands. Háttsettir embættismenn sögðu að ekki væri búist við því að meiriháttar ákvarðanir yrðu teknar á fundinum, sem stendur tvo^daga, en æðstu menn aðildar- rfkjanna hittast tvisvar á ári. Eina deilumálið er hvort EBE eigi að eiga fulltrúa á leiðtoga- fundinum í London um efnahags- ástand í heiminum, en aild að honum munu Bandarikin, Japan, ttalfa, Bretland, Vestur- Þýzkaand, Frakkland og Kanada eiga. Sum EBE rfkja sem ekki eiga aðild að fundinum með Holland í broddi fylkingar, beita sér fyrir því með stuðningi Evrópuþings- ins, að Roy Jenkins, forseti fram- kvæmdanefndar, EBE, verði boðið á fundinn i London. Áreiðanlegar heimildir herma að málamiðlun geti náðst en f henni felist að James Callaghan, forsætisráðherra Breta, sem nú er formaður ráðherranefndar EBE, verði bæði fulltrúi Bretlands og EBE. Afmælishátiðin verður haldin i Campidoglio, ráðhúsi Rómar, sem endurteiknað var af Michelangelo. ttalski forsetinn, Giovanni Leone, og Giulio Carlo Argan borgarstjóri ávarpa afmælisgesti. Leiðtogarnir hefja svo viðræðurnar eftir máltfð í boði Leone. Lfkleg umræðuefni eru stálútflutningur Japana til EBE, lokaáfangi „norður-suður" viðræðnanna við rfki þriðja heimsins og aukin barátta fyrir mannréttindum í Austur-Evrópu. Podgorny Sammála um Afríkumál Dar es Salaam, 25. niarz. Reuter. FORSETI Sovétrfkjanna. Nokolai Podgornv, og leiðtogi Tanzanfu, Julius Nverere, ræddu möguleik- ana á að steypa stjórnum hvftra minnihluta f suðurhluta Afrfku af stóli á sfðasta fundi sfnum f dag. v Embættismenn sögðu f.vrir fundinn að þriðji viðræðufundur þeirra i fjögurra daga heimsókn Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.