Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6, simi 22480 Hernaðarleg ognun við Norðurlönd ovétríkin verða æ ágeng- ari á Norður-Atlantshafi, eins og rakið var í forystugrein Morgunblaðsins i gær Þrjár þjóðir i þessum heimshluta, Noregur, ísland og Danmörk verða aðallega fyrir barðinu á þessum ágangi og sem stendur er þrýstingurinn á Norðmenn langmestur. Samningaviðræð- ur Norðmanna og Sovétmanna um skiptingu landgrunnsins i Barentshafi hafa verið mjög erfiðar eins og kunnugt er, og framkoma Sovétmanna við Norðmenn i þeim samningavið- ræðum með þetm hætti, að til fádæma telst i samskiptum tveggja sjálfstæðra þjóða Þá hafa Sovétrikin orðið stöðugt frekari á Svalbarða og er nú talið, að þau hafi í raun komið sér þar upp sveitum og búnaði, sem jafngildi hernaðarlegri að- stöðu. Undanfarna mánuði hafa Sovétmenn haft að engu þær reglur, sem Norðmenn hafa sett varðandi Svalbarða. Jafnframt þessu hefur vakið vaxandi athygli og eftirtekt sá beini hernaðarlegi þrýstingur, sem Sovétrikin leggja nú ekki aðeins á Norðmenn heldur einnig á Dani. Um þetta var fjallað í grein í bandaríska viku- ritinu Time, sem birtist i Morgunblaðinu í fyrradag. Þar sagði m.a.: „í norðri er það Noregur, sem finnur mest fyrir síðasta uppátæki ráðamanna í Moskvu hvað þetta snertir. Sovétmenn halda nú tvisvar á ári meiriháttar flotaæfingar undan ströndum Noregs, stundum með allt að 50 skip- um, sem er svipaður fjöldi og er í öllum Miðjarðarhafsflota Sovétmanna. Hins vegar er þessi skipafjöldi aðeins brot af þeim 180 kafbátum og 51 her- skipi, sem bækistöð eiga í Múrmansk og eru meginkjarni kjarnorkuvopnaflota Sovétríkj- anna. Norskir eftirlitsmenn geta gegnum sjónauka fylgzt með síauknum landgönguæf- ingum Sovétmanna á Kola- skaga, rétt við landamæri Nor- egs, og það er opinbert leyndarmál, að sovézkir kjarn- orkukafbátar eru tíðir gestir inni á fjölmörgum fjörðum Noregs. Anders C. Sjaastadt sem vinnurað rannsóknarstörf- um hjá utanríkismálastofnun Noregs segir: „Sovétmenn hafa breytt stöðu sinni úr varnar- stöðu í sóknarstöðu". Ýmsum kann að finnast, að það væri nægilegt fyrir Norðmenn að hafa yfir höfði sér svo alvarlega hernaðarhótun, en auk þess hafa Norðmenn átt í langvar- andi og erfiðum deilum við þerinan risastóra nágranna sinn vegna landamerkjamála og diplómatamála." Um hinn aukna þrýsting, sem Sovétmenn leggja nú á Dani, segir í grein þessari: „Danir eiga ekki i svæða- eða diplómatadeilum við Sovét- menn, en þeir eru engu að síður mjög órólegir yfir vaxandi nærveru sovézka flotans undir ströndum Danmerkur. . . Sigl- ingar herskipa Varsjárbanda- lagsins undan ströndum Dan- merkur hafa einnig aukizt veru- lega. Sovézk, pólsk og a-þýzk herskip eru nú árið um kring Eystrasaltsmegin við dönsku sundin og sovézkir tundurspill- ar halda uppi eftirliti á Skagerak í mai, október á hverju ári og geta þannig fylgzt nákvæmlega með allri umferð inn og út úr Eystrasalti. Sovézkar landgönguæfingar færast einnig stöðugt nær ströndum Danmerkur og á sl. ári héldu Rússar i fyrsta skipti meiriháttar flotaæfingar undan vesturströnd Danmerkur. Hátt- settur danskur embættismaður sagði nýlega: „Það leikur ekki nokkur vafi á því, að við- vörunartimi okkar hefur stytzt stórkostlega " Afleiðingin af þessu er sú, að NATO hefur aldrei átt jafnmiklum vinsæld- um að fagna meðal Dana og Norðmanna og í dag. í Ósló og Kaupmannahöfn er litill vafi á þvi meðal ráðamanna, að ef ekki hefði verið fyrir NATO hefðu Danir og Norðmenn löngu verið hnepptir í „finn- landiseringu" um skilyrðis- laust samstarf " Hernaðarleg og pólitísk um- svif Sovétrikjanna við N-Noreg eru ekki ný af nálinni en þau aukast stöðugt í raun og veru hefur verið að skapast alveg nýtt ástand á hafsvæðinu milli íslands og Noregs Öryggi okk- ar íslendinga er ekki síður ógn- að með hinum sovézku umsvif- um á þessu svæði en öryggi Norðmanna, þótt nálægðin við Norðmenn sé enn sem komið er mun meiri en við ísland. Sá þrýstingur, sem Danir verða nú fyrir af hálfu Sovét- rikjanna og annarra Austur- Evrópuþjóða er hins vegar nýrri af nálinni. Danir hafa ekki verið jafn vakandi i öryggismálum og Norðmenn og verið tilbúnari til þess en Norðmenn að draga úr landvörnum sinum. Sá sam- hliða þrýstingur, sem Sovétrík- in beita nú bæði Danmörku og Noreg, þessi tvö aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á Norðurlöndunum, jafnframt því, sem nærvera þeirra verður stöðugt meira áberandi við ís- land, sýnir okkur hvert stefnir. Hægt er að ganga út frá þvi sem vísu, að hér sé aðeins um byrjun að ræða og að við og Norðmenn og Danir eigum eftir að verða enn áþreifanlegar var- ir við návist hins sovézka stór- veldis þegar fram í sækir. Bezta vörn okkar íslendinga nú sem fyrr er varnarsamstarf okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Frönsk kvikmyndavika 28. marz — 5. apríl Það nýjasta og helzta í franskri kvikmyndagerð Scndiherrann franski, Jacques de la Tour Dejean, f miðið. En til vinstri er starfsmaður f franska sendiráðinu, Jean I. Burtet, og til hegri sendikennarinn franski, Gerard Lemarque. Mánudaginn 28. marz n.k. hefst f Háskólabíói frönsk kvik- myndavika á vegum franska sendiráðsins sem boðaði til blaðamannafundar í sfðustu viku í franska bókasafninu á Laufásvegi til að kynna blaða- mönnum þær kvikmyndir sem sýndar verða vikuna frá 28. marz til 5. apríl. Sagði franski sendiherrann, Jaques de la Tour Dejean, og franski sendikennarinn hér á landi, Gérard Lemarque, að á þessari kvikmyndaviku væri úrtakiö af því nýjasta og helzta f franskri kvikmyndagerð. Er þetta í þriðja sinn, sem frönsk kvikmyndavika er haldin hér á íslandi, sú fyrsta var árið 1974, og önnur 1975. Sagði sendiherr- ann að hér væri ekki um aug- lýsingastarfsemi að ræða né landkynningu heldur kynningu á frönskum kvikmyndaiðnaði almennt og vonaðist hann til þess að kvikmyndavika sem þessar yrðu liður í auknum tengslum þessara tveggja landa. Ef um einhvern gróða verður að ræða á þessari kvik- myndaviku, sem ekki hefur verið á hinum fyrri, rennur hann beint til Rauða kross íslands. Myndirnar, sem eru sjö talsins, eru allar með enskum texta, sem gerðir eru í Frakk- landi fyrir þau lönd, þar sem þessar myndir eru sýndar, en það eru hin Norðurlöndin, Austurlönd nær og fjær og S- Ameríka, svo dæmi séu nefnd. Myndir þær, sem sýndar verða eru allar mismunandi að efni og stfl. En í þeim öllum felst einhver ádeila, og þött þær séu gamansaman sumar, þá er ekki um grínmyndir að ræða og eiga myndirnar að túlka þá stefnu, sem ríkir f Frakklandi. Þrjár myndanna eru gerðar af tveimur reyndum kvikmyndaleikstjórum, sem til- heyra þeirri stefnu, sem venju- lega er kölluð „Nýja bylgjan“, en það eru þeir Francois Truffaut og Pierre Granier- Deferre. Aðrar þrjár eru frumverk (eða tilraunamyndir sem mjög tfðkast í Frakklandi) enda þótt höfundar þeirra hafi lengi unnið við kvikmyndagerð, en það eru þeir Claude Muller, Jacques Ertaud og André Dugowson. Ein myndanna er þriðja mynd ungs leikstjóra og sú fyrsta af þeim, sem náð hefur verulegum vinsældum. Hann heitir Jean Luis Bertuvelli og heitir myndin ,,On s’est trompé d’histoire d’amour”, eða Röng ástarsaga. Hún verður sýnd 2. aprfl klukkan 7, 3. apríl klukkan 5 og 5. april klukkan 9. Myndin á að sýna hvað þjóð- félagið hefur mikil áhrif á hugsun mannsins gjörðir og ástarlíf. Við opnun kvikmyndavik- unnar verður sýnd myndin Adele H. sem leikstýrð er af Truffaut. Það verður klukkan 7 á mánudagskvöldið 28. marz. í þeirri mynd leikur ein efni- legasta unga leikkonan í Frakk- landi i dag, Isabelle Adjani. En fáar leikkonur hafa vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum og hún f heimalandi sfnu og vfðar. Isabelle Adjani hóf feril sinn í Comédie Francais sextán ára gömul. Adele H. er byggð á sögu um yngstu dóttur Victors Hugo, sem bar vonlausa ást til brezks hershöfðingja, sem hún elti á röndum, þar til hún að lokum lét lífið á geðveikrahæli farin á vitsmun- um. Adele H. verður sýnd 28. marz klukkan 7, 29. mars, klukkan 9 og 30. mars klukkan 5. Á kvikmyndavikunni verða tvær myndir, sem Pierre Granier-Deferre leikstýrir. Þær eru „Une femme á sa fenetre”, þar sem Romy Schneider leikur aðalhlutverkið og er hér um ástasögu að ræða. Hin mynd Graniers-Deferre er Adieu Poulet, sem er morðsaga. Fyrri myndin verður sýnd 29. marz klukkan 7, 1. apríl klukkan 9 og 2. apríl klukkan 5. Sú siðarnefnda verður sýnd 31. marz klukkan 5, 1. apríl klukkan 7 og 2. apríl klukkan 9. Hinar myndirnar sem sýndar verða eru „Mort d’un guide” sem er tilbúin heimildamynd, leikstýrð af Ertaud, „La meilleure facon de marcher”, sem er hálfgerð harmsaga og gerist í sumarbúðum drengja og er leikstýrt af Claude Miller. „Lily aime-moi” eða Elskaðu mig Lily er leikstýrt af Dugowson og verður hún sýnd þrjá fyrstu daga kvikmynda- vikunnar, þar sem hún er á leið til sýninga i Israel. Báðar þessar síðastnefndu myndir eiga að vera sálfræðilegar gamanmyndir. Myndinar eru allar frá síðast- Iiðnum tvemur árum. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. Kammersveit Reykjavfkur á æfingu fyrir tónleikana n.k. sunnudag. Frumflytja verk fyrir Kammersveitina Kammersveit Reykjavíkur heldur síðustu tónleika sína á vetrinum n.k. sunnudag 27. marz kl. 16 í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrst er að nefna tónverk eftir ungt norskt tón- skáld, Ketil Sæverud, sem frumflutt verður en Sæverud samdi þetta tónverk að beióni Kammersveitarinnar. Norræni menningarmálasjóðurinn veitti styrk til greiðslu höfundar- launa. Verk Sæverud nefnist Tilbrigði fyrir kammersveit og fá allir félagar í Kammersveit- inni nokkra einleikstakta til að glíma við. Þá verður þess minnst að hinn 26. marz er 150. ártíð Bethovens en þess atburðar er nú minnst hvarvetna sem tón- list er í hávegum höfð. Kammersveitin leikur Septept op. 20. Síðast en ekki sízt verður flutt strengjakvartett Jóns Leifs, Mors Et Vita. Jón samdi þennan kvartett í Þýzkalandi haustið 1939. Stjórnandi á tónleikunum er Páll P. Pálsson. Aðgangur er seldur við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.