Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 23 Gunnar Thoroddsen: Blönduvirkjun er hagkvæm, vel í sveit sett og eykur á framtíðaröryggi raforkukerfis þjóðarinnar Frumvarpið markar þáttaskil í orkumálum íslendinga, sagði Pálmi Jónsson á Akri YFIRGRIPSMIKLAR umræður fóru fram í neðri deild Alþingis sl. fimmtudag um frumvarp ríkisstjórnarinnar að heimildar- löcjum um virkjun Blöndu í Blöndudal í Austur- Hunavatnssýslu. Hér verða lauslega raktir nokkrir efnisþræðir úr ræðum þingmanna, sem skiptust í tvær fylkingar, með og móti frumvarpinu, og aðeins stiklað á því stærsta í máli þeirra. Frumvarp um Blönduvirkjun var áður flutt á síðasta þingi, en varð þá ekki útrætt. Meðalstór iðnaður. Hagkvæm; vel I sveit sett til orkuflutnings; utan eldvirknisvæða. í framsögu Gunnars Thoroddsen, iðnaðar- og orkuráðherra, er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi að heimildarlögum um Blönduvirkjun í Austur-Húnavatnssýslu, komu m.a fram eftirfarandi efnispunktar: 1. ) Rannsóknir og áætlanir, sem fyrir liggja um Blönduvirkjun, sýna, að hún er í hópi hagkvæmustu vatnsafls- virkjana á íslandi. 2. ) Blönduvirkjun yrði fyrsta stór- virkjun íslendinga utan eldvirkni- svæða, og hefur sem slík mikið öryggisgildi í samtengdu raforkukerfi okkar 3. ) Virkjunin býður upp á mjög góða miðlunarmöguleika sem stuðla að góðri og hagkvæmri nýtingu og auknu rekstraröryggi. Gert er ráð fyrir stóru lóni, sem jafnar rennslið allt árið. 4. ) Virkjunin yrði mjög vel í sveit sett i nánd helztu orkuflutningslínu landsins, milli Norður- og Suðurlands, og einnig með hliðsjón af orkuflutningi til Vestfjarða 5. ) Frá byggðasjónarmiði er mikil- vægt að dreifa virkjunum um landið, enda eru slíkar virkjanir lyftistöng í viðkomandi héruðum og örva allt at- vinnulíf. Þá kom fram í máli ráðherra, að hér er um virkjun að ræða með allt að 1 50 MW afli. Kostnaðaráætlun er 14.8 milljarðar króna Stærsti kostnaðar- liðurinn er jarðstífla, rúmlega 1 milljarður; að rennslisskurður, tæplega 1.3 milljarðar; frárennslisgöng og svelgur, 1.2 milljarðar, vélar og raf- búnaður 2.5 milljarðar. Ráðherra sagði að leitað hefði verið umsagnar Nátfruverndarráðs um virkjun þessa, en í umsögn þess kemur m a fram, að það sjái ekki á þessu stigi neina meiriháttar annmarka, að því er varðar náttúruminjar eða fyrir- hugaðar friðlýsingar, en áskilur sér hins vegar rétt til frekari umfjöllunar, er náttúruverndarkönnun liggur fyrir Rannsóknastofnun landbúnaðarins er þeirrar skoðunar, sagði ráðherra, að unnt sé að rækta upp örfokaland i nágrenni virkjunarinnar — í stað þess er fer undir lón hennar — en stofnunin hefur nokkur undanfarin ár haft með höndum rannsóknir og uppgræðslutil- raunir á þessum slóðum Það er að sjálfsögðu ein af forsendum virkjunar Blöndu að beitiland, sem undir lón fer, verði bætt, og þá helzt með þvi að græða upp jafn gott land í staðinn Vitnaði ráðherra til greinargerða dr. Björns Sigurbjörnssonar og Ingva Þor- steinssonar magisters, um þetta efni Það var fyrir tæpum tveimur árum, eða í aprilmánuði 1975, sem rann- sóknum varðandi virkjun Blöndu var það langt komið, að rétt þótti að kynna heimamönnum áform um hugsanlega virkjun. Var boðað til fundar á Blöndu- ósi 25. apríl 1975, sem sóttur var af sveitarstjórnarmönnum, bændum og fleiri aðilum í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslu. Sérstaklega eru það þó tveir aðilar, upprekstrarfélög Auðkúlu- heiðar og Eyvindastaðaheiðar, sem hér eiga hlut að máli. Slík kynning mála- vaxta á heimavettvangi var nokkur nýjung en nauðsynleg og sjálfsögð. í framhaldi af þessum umræðum voru ábendingar heimaaðila kannaðar ræki- lega hjá Orkustofnun og öðrum sér- hæfðum aðilum. Niðurstöður voru síðan kynntar sama ár á fjölmennum fundum í Varmahlíð og að Húnavöll- um Síðan hafa verið haldnir fundir með heimamönnum, bæði í héraði og i ráðuneytinu, um tilhögun virkjunar- innar og tilhögun bóta fyrir röskun á aðstöðu, sem virkjunin kann að valda bændum. Gerð hafa verið drög að samkomulagi um þessar bætur, í sex liðum, sem birt eru í fylgiskjali með frumvarpinu. Gerði ráðherra ítarlega grein fyrir þessum drögum, m.a. hugsanlegum greiðslum í formi raf- orku. Þá sagði ráðherra, að gert væri ráð fyrir að rækta upp jafn mikið og gott beitiland í stað þess, sem fer undir vatn, á kostnað virkjunaraðilans, eða 1000 hektara lands á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. í þessum drögum er ennfremur fjallað um samgöngu- bætur, veiði, vinnubúðir, vegagerð o.fl. þ h. Ráðherra ræddi ýmsa möguleika í nýiðnaði sem nýtt gæti raforku, í stórum stíl, og ekki væri reiknað með i orkuspá. Hefði hann látið athuga sér- staklega ýmsa möguleika, m a í sam- bandi við Blönduvirkjun. suma á vegum Iðnþróunarstofnunar. Það sem til greina kæmi væri m.a : 0 Framleiðsla úr jarðefnum (steinefn- um og gosefnum), s.s. steinullarfram- leiðsla úr basalti (sem er orkufrek) 0 Glerull þar sem hráfnið yrði brota- gler. ^ Sementsframleiðsla Aðalorkugjafi Sementsverksmiðjunnar er olia, hvorki meira né minna en 1 3.000 tonn á ári Kanna þarf hvort ekki megi nýta raforku i hennar stað 9 Viðnámsþolin efni sem framleidd eru með rafbræðslu. ^ Járn- og stálframleiðsla úr brota- járni, en þegar hefúr verið stofnað stálfélag til slikrar vinnslu. 9 Áburðarframleiðsla, en nú starfaði sérstök nefnd að könnun á hugsanlegri stækkun áburðarverksmiðju eða bygg- ingu nýrrar. Q Heykögglaframleiðsla í stað inn- flutts kjarnfóðurs. Núverandi hey- kögglaframleiðsla svaraði aðeins 1/10 kjarnfóðurþarfar i landinu. Rannsaka þarf, hvort raforka hentar i þessu tilviki. í Ijósi slíkra tækifæra og raunar ymissa fleiri, sem skoða þurfi vand- lega. er varhugavert að byggja ein- vörðungu á varkárri orkuspá, þó vel sé unnin. Þingmaður úr Norðurlandi vestra mælirgegn Blonduvirkjun Páll Pétursson (F) átaldi það „óða- got, sem viðhaft væri í afgreiðslu þessa máls" Frumvarpið gerði ráð fyrir því Blönduvirkjun er ekki hagkvæm nema með stórum orkukaupanda, sagði Páll Vitnaði hann til orða Eyjólfs Konráðs Jónssonar varðandi staðarval á stóriðju á Norðurlandi „Ég er ekki gefinn fyrir það að hæla mönnum upp í eyrun", sagði þingmaðurinn, „en ég hygg að Eyjólfur sé skarpastur og drengur beztur sjálfstæðismanna ' Síðan vék hann að hugsanlegum stór- iðjuframkvæmdum hér á landi, sem hann varaði mjög við Páll sagði raforkustefnu okkar ranga Við hefðum einblint á hagkvæmni stærðarinnar, virkjað of stórt Boðaði hann flutning sinn og nokkurra annarra þingmanna (úr Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki) á tillögu til þingsályktunar um að „hraðað verði sem frekast er unnt undirbúningi að virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi og hönnun hennar, svo þar megi reisa næsta raforkuver á Norðurlandi " Þar mun átt við u.þ.b. 32 MW virkjun Stærsta hagsmuna- og framfaramál kjördæmisins. Pálmi Jónsson (S) sagði frumvarp um Blönduvirkjun marka þáttaskil í orkumálum íslendinga, með gerð stór- virkjunar utan hinna eldvirku land- svæða, auk þess sem um væri að ræða fyrstu stóru vatnsaflsvirkjunina á Norðurlandi vestra. Þrír væru megin- kostir Blönduvirkjunar: Hagkvæmni, öryggi og staðsetning Rannsóknir vísindamanna hefðu fært heim sanninn um það. að hér væri um sérlega hagkvæma virkjun að ræða Það skipti verulegu máli.en þó vega aðrir þættir þyngra í mínum huga Meginkostur virkjunarinnar væri sá, að hún væri utan eldvirknisvæða, utan aðaljarðskjálftasvæða landsins. Það væri mjög mikilvægt öryggisatriði Öryggið kæmi og fram i fleiri Orkuspá og virkjunarþörf. Þá vitnaði ráðherra í nýjustu orku- spá, frá í febrúar sl., sem orkuspár- nefnd vann (sem í eru fulltrúar frá Orkustofnun, Landsvirkjun, RARIK, Laxárvirkjun, Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Sambandi isl. rafveitna), en þessi orkuspá er fylgiskjal með frum- varpinu. Samkvæmt spánni verður afl Sigölduvirkjunar og Kröfluvirkjunar fullnýtt á 3—4 árum, en orkan fullnýtt tveimur árum siðar Þegar þetta afl er fullnotað þarf ný virkjun að vera komin til sögunnar Þessi spá gerir ekki ráð fyrir neinni viðbótarstóriðju í þessari orkuspá er einnig gert ráð fyrir Hraun- eyjafossvirkjun, en það er eina meiri- háttarvirkjunin, sem er fullkönnuð og hönnuð. Að viðbættu afli þeirrar virkjunar er gert ráð fyrir þvi að virkjað afl endist til ársins 1 987 Ljóst er að virkjun eins og Blöndu- virkjun krefst mikils undirbúningstíma og allnokkurs virkjunartíma Það er því ekki ráð nema í tima sé tekið, að stefnumarkandi viljayfirlýsing Alþingis licfgi fyrir næstu framkvæmd Ráðherra sagði að umrædd orkuspá væri samin af mikilli varfærni og benti ýmislegt til, að orkunotkun yxi örar en hún segði til um Færði ráðherra ýmis rök að þeirri ályktun, varðandi almenna orkunýtingu náinnar fram- tíðar. í þessari orkuspá væri heldur ekki reiknað með því, að til gæti komið bygging þriðja kerskálans í álverinu. Umræður um það efni hefðu hafizt í tíð fyrri iðnaðarráðherra, og gert væri ráð fyrir að halda þeim áfram, Um niður- stöðu væri ógerningur að segja En kæmi slíkt leyfi til, nýtti 3ji kerskálinn 80 MWafl. að Norðurlandsvirkjun stæði að þessari virkjun. Sú stofnun væri þó ekki til og óvlst hvort yrði til Virkjunin kostaði 1 5 milljarða króna. Hvar á að taka þá peninga? Rannsóknir eru skammt á veg komnar, hugmyndir í lausu lofti hvað varðar virkjunartilhögun Lónið, sem koma á, myndast að mestu á grónu landi Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi eru andvíg þessari eyðingu gróðurlendis 10 til 1 5 ferkm af stöðuvötnum fara undir veitur og lón. Ágæt veiðivötn eins og Þristikla, Friðmundarvatn og Gilsvatn. Leki úr lóninu gæti jafnvel orsakað breytingar á vatnakerfum Vatnsdalsár og fleiri vatna í sýslunni Lónið getur og haft áhrif á veður í nærliggjandi afréttum og nálægum sveitum. Þá telja samtökin að með virkjuninni sé stefnt að röskun á náttúrufari sýslunnar Hvað varðar áhrif á vatnasvæði Vatnsdalsár þá verður tekin kvísl, sem fellur til Vatnsdalsár, stífla byggð milli urðarása. Jökulvatn lekur I einhverjum mæli til árinnar Margt fleira tíndi þing- maður til úr umsögn SUNN og frá eigin brjósti Þingmaður gagnrýndi harðlega álits- gerð Ingva Þorsteinssonar um þetta mál allt. Gildi gróðurlendis, sem undir vatn færi, væri vanmetið . Útreikningar um ræktun örfoka lands „eru rugl' . A m.k þrjú silungsvötn eyðileggjast í fyrsta áfanga miðlunarinnar, þar af 2 mjög góð Um áhrif á laxveiðar skal ekki fullyrt annað en það, að eðli vatnsins breytist Þingmaður vék og að „áróðursriti" sem „Birgir nokkur Jónsson" hefur tekið saman fyrir orkustofnun Niður- stöður Birgis eru einkennilegar, varðandi vatnsrennsli I Langadal. sagði hann. Eyjólfur Konráð Jónsson myndum. Miðlunarmöguleikar væru fyrir hendi er tryggðu jafnt vatnsrennsli og fælu I sér mikið rekstraröryggi Staðsetningarkostir væru og óum- deilanlegir. Virkjunin lægi mjög vel við aðalflutningslinukerfi landsins (flutningslínu milli Norður og Suður- lands). Hún liggur vel við markaði um allt norðanvert og vestanvert landið, allt til aðalorkuneyzlusvæðis á suð- vesturhorni landins Hún verður þvi sannkallaðuf öryggisventill, ef eitthvað brygði út af með stórvirkjanirnar við Þjórsá og Tungnaá, sem vonandi er, að verði ekki Þá vék Pálmi að byggðasjónarmið- um og þýðingu slikra framkvæmda fyrir heimahérað Öllum stórframkvæmdum fylgja ein- hverjir ókostir. Meginókostur Blöndu- virkjunar yrði sá að þar hverfa 56 ferkm af beitilandi undir vatn. Rangt er að gera lítið úr þeim galla En það er skoðun fræðimanna, sem þetta mál hafa kannað. að þennan missi megi bæta. Pálmi harmaði að Páll Pétursson skyldi grípa til dylgna í garð fjarstaddra fræðimanna, sem ekki ættu þess kost að bera hönd fyrir höfuð sér hér og nú. en hefðu unnið verk sín af vandvirkni og samvizkusemi Pálmi vitnaði til greinargerðar Ingva Þorsteinssonar magisters og dr Björns Sigurbjörns- sonar hjá Rannóknastofnun land- búnaðarins um uppgræðslu örfoka lands á því svæði, sem hér væri um að tefla Skoðun þeirra. byggð á rann- sóknum, væri sú, að þarna mætti græða upp nýtt beitiland Þessum niðurstöðum svaraði Páll Pétursson þvi einu, „að þær væru rugl” Slikur málflutningur væri ekki við hæfi Þá ræddi Pálmi um tilvitnun Páls í ályktun SUNN Þar kæmi fram skekkja, sem efalítið byggðist á van- þekkingu. Rétt er, að tekið er fyrir eina af upptakakvíslum Vatnsdalsár, en sú kvisl er veigalítill þáttur i vatnsmagni árinnar, enda mun væntanlega, eins og þingmaðurinn sagði, síast þar í gegn. Verri væri þó sú rangfærsla, að taka ætti Vatnsdalsá við Eyjavatns- bungu og flytja yfir i Blöndulón, með þeim afleiðingum að sökkt yrði miklu landi til viðbótar undir vatn. Slíkt hefði engum manni dottið í hug. Hér væru því rangfærslur tómar á ferð Pálmi leiddi líkur að því, að rennsli Blöndu í byggð yrði jafnara, áin yrði hlýrri og tærari og sennilega betri laxveiðiá. Þá rakti Pálmi samþykktir sýslu- nefndar Austur-Húnavatnssýslu. hreppsnefndar Blönduóss, sem lýst hefðu fylgi við þetta mál. Hann gat og samþykktar sveitarstjórnar i Svína- vatnshreppi, sem væri fús til samninga á grundvelli tilboðs um bætur, sem nú lægi fyrir Ennfremur ályktana fjölmenns fundar á Blönduósi síðari hluta janúar 1976, þar sem nær ein- róma hefði verið lýst stuðningi og áhuga á þessu máli Að vísu væru ekki allir á einu máli þar nyrðra, en sitt mat væri, að kostir virkjunarinnar væru mun þyngri á vogarskál framtíðarhags- muna héraðsins en gallarnir. Er hér um stjórnar- frumvarp að ræða Sighvatur Björgvinsson (A) vitnaði til gagnrýni Páls Péturssonar á fram- komið frumvarp og boðaða tillögu til þingsályktunar, sem fleiri þingmenn Framsóknarflokksins stæðu að Rétt væri því að spyrja iðnaðarráðherra, hvort hér væri um stjórnarfrumvarp að ræða, flutt með samþykki ríkisstjórnar- innar og þingflokka hennar beggja? Sigvhatur taldi alls ekki tímabært að fjalla um eða taka afstöðu til Blöndu- virkjunar, hvorki á þessu þingi né næstu þingum. Ekki lægju nógu skýrt fyrir upplýsingar um rekstrarform né rekstrarafkomu hugsanlegrar Blöndu- virkjunar, hvern veg ætti að afsetja orkuna, eða hvort þörf væri fyrir hana Frumvarpi að heimildarlögum um svo mikla fjárfestingu þyrftu að fylgja nákvæmar áætlanir um afsetningar- og rekstrarmöguleika væntanlegs orku- fyrirtækis. Hér væri um hvorki meira eða minna að ræða en framkvæmdir upp á 15.000 milljónir króna „Mér finnst þetta algerlega fráleitt og lýsa barnaskap og algeru ábyrgðarleysi í fjármálum þjóðarinnar að ætla að láta þetta henda enn, eftir allt sem á undan er gengið ." — Vék þingmaðurinn síðan að Kröflumálum og rakti gang þeirra, eins og honum koma þau fyrir sjónir Siðan vék Sighvatur að tiltækri orku- spá, sem væri miðuð við samtengingu alls landsins. varðandi orkuflutning, en sú tenging væri enn ekki fyrir hendi, og óvíst hvenær yrði „Ég skal fallast á það með hæstvirtum ráðherra, að ef mark er takandi á þessari orkuspá sem slíkri þá er þörf á nýjum virkjunum eftir 1981 Þá væri þörf á virkjun Blöndu, eins og háttvirtur ráðherra leggur til En ef hæstv. ráðherra ætlar að nota þessa orkuspá sem röksemd fyrir Blönduvirkjun þá verður hann fyrst að leggja fram á þingi tillögur sínar og ríkisstjórnarinnar um, hvernig eigi að ná þvi markmiði, sem spáin er byggð á, þ.e.a.s. að útvega fjármagn til að tengja saman öll orkuveitusvæði lands- ins." Frumvarpið felur í sér nauðsynlega stefnumörkun. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) benti á, að hér væri einvörðungu um heimildarlög að ræða. sem væru nauðsynlegur undanfari lokakönnunar á virkjunarmöguleikum Lögm fælu í sér stefnumörkun en segðu ekkert til um það, hvenær framkvæmdir skyldu hefjast, né hvenær þeim skyldi lokið Þessi stefnumörkun er nauðsynleg m.a. vegna kostnaðarsamra rannsókna þegar á þessu ári við Blöndu, ef frum- varpið verður samþykkt Stefnumörk- un frumvarpsins felur í sér, að næstu stórvirkjun skuli reisa á landsbyggðinm utan eldvirknisvæða Ef hins vegar á að lúta að sjónarmiðum Páls Péturs- sonar um smávirkjanir er ástæðulaust að kasta hundruðum milljóna í rann- sóknir á Blönduvirkjun i Austur- Húnavatnssýslu Varðandi nýtmgu orkunnar hefur þegar verið bent á að virkjunm verður vel staðsett við aðalorkuflutnrngslinu landsins. milli Norður- og Suðurlands sem verður komm i full not löngu á undan Blönduvirkjun og orku má ems flytja úr norðri í suður eins og öfugt Þetta hlýtur Sighvatur Björgvinsson að geta orðið mér sammála um Það er virðingarvert, að Páll Péturs- son skuli setja hér fram skoðun sina Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.