Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 29 Á Þingeyri er gert ráð fyrir þeirri breytingu að byggja nýjan læknisbústað en breyta gamla læknisbústaðnum í heilsugæzlu- stöð með sjúkraskýli og að þeirri breyting lokinni verður heilsu- gæzla í alla staði fullnægjandi. Á Flateyri er husrými fyrir heilsugæzlu nægjanlegt, en breyt- ingar og lagfæringar þarf að gera. Á Bolungarvík er í byggingu heilsugæzlustöð af sömu gerð og lýst var fyrir Búðardal, Vík í Mýr- dal og Kirkjubæjarklaustur og er gert ráð fyrir að hún komist í notkun á næsta ári. Ilvammstanga- umdæmi: Á Hvammstanga er heilsugæzla stunduð í óhentugu og þröngu húsnæði, sem er tengt sjúkrahús- inu. Fjárveiting hefur ekki feng- izt á fjárlögum fyrr en í ár til undirbúnings byggingar heilsu- gæzlustöðvar en viðbótar- húsnæðisþörf er um 500 fm. Blönduóss- umdæmi: Á Blönduósi er allgóð aðstaða fyrir heilsugæzlu en þrengsli og ný heilsugæzlustöð ásamt þjón- ustudeildum fyrir sjúkrahúsið i frumathugun. Gera má ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafizt á næsta ári. Sauðárkróks- umdæmi: Heilsugæzla er nú rekin í sjúkrahúsinu í miklum þrengsl- um, heilsugæzlustöð tengd þjón- ustudeild sjúkrahússins er á loka- stigi hönnunar og er gert ráð fyrir að byggingaframkvæmdir geti hafizt þar á þessu sumri. Siglufjarðar- umdæmi: Heilsugæzlustöð er starfrækt í sjúkrahúsinu en þar eru veruleg þrengsli enda þótt endurbætur hafi verið gerðar á s.l. ári. Nauð- synlegt mun reynast að fá heilsu- gæzlunni stað í viðbótarbyggingu en fé hefur ekki verið veitt á fjárlögum til þess. Dalvíkur- umdæmi: Á Ólafsfirði er nýlokið útboði á byggingu, sem á að hýsa heilsu- gæzlustöð, sjúkrahús og dvalar- heimili aldraðra og þegar sú bygg- ing er komin í notkun verður vel séð fyrir þessum þáttum í byggð- arlaginu. Á Dalvík er heilsugæzlustöð í byggingu, þessi heilsugæzlustöð er eins og sú sem verið er að byggja á Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að heilsugæzlustöðin verði tekin í notkun á næsta ári. Á Hólmavík er nýlokið bygg- ingu læknisbústaðar og við þá breytingu er gert ráð fyrir að núverandi læknisbústaður og sjúkraskýli verði breytt í heilsu- gæzlustöð og fæst þá góð aðstaða fyrir heilsugæzlu. Akureyrar- umdæmi: Á Akureyri eru reknar lækna- miðstöð og heilsuverndarstöð, báðar í leiguhúsnæði því fé hefur ekki verið veitt til heilsugæzlu- stöðvar á Akureyri, en styrkur verið veittur til þess reksturs sem þar er nú. Húsavíkur- umdæmi: Heilsugæzlan er í sjúkrahúsinu og er í töluverðum þrengslum. Áætluð viðbótarhúsrýmisþörf er 400—500 fm. Enda þótt byggingu sjúkrahússins sé nýlokið mun reynast nauðsynlegt að byggja sérstaka heilsugæzlustöð við sjúkrahúsið, því hugmyndir um þörf heilsugæzlu hafa breytzt verulega frá því að húsið var byggt. Kópaskers- umdæmi: Ekki hefur fengizt læknir til setu á Kópaskeri eins og lögin gera ráð fyrir og hafa læknar frá Húsavík sinnt umdæminu en hjúkrunarfræðingur verið á staðnum. Aðstaða fyrir heilsu- gæzlu er allgóð. Þórshafnar- umdæmi: Lögin gera ráð fyrir aðstöðu fyrir 2 Iækna á Þórshöfn en að- eins einn læknir hefur verið þar og er þá starfsaðstaða full- nægjandi, en verði gildandi lög óbreytt er áætluð viðbótarrýmis- þörf um 450 fm. Á Vopnafirði er i byggingu heilsugæzlustöð og ætti hún að geta komizt í not á næsta ári. Egilsstaða- umdæmi: Á Egilsstöðum er heilsugæzlu- stöðin komin í nýtt húsnæði. Á Egilsstöðum og í Borgarnesi var byrjað að byggja læknamiðstöðv- ar skv. lögum um læknamiðstöðv- ar frá 1969 og er þetta því einn af þeim stöðum þar sem mest reynsla hefur fengizt um heilsu- gæzlustöðvar. Búið er að búa þessa stöð tækjum að mestu og er starfsemi þar nú öll til fyrirmynd- ar. Á Seyðisfirði er í hönnun heilsugæzlustöð í tengslum við sjúkraskýli og dvalarheimili fyrir aldraða, og svipað og gert var á Ólafsfirði. Hönnunarvinnu á að ljúka snemma á þessu ári og sennilegt að byggingafrartv kvæmdir geti hafizt i ár. Þegar þessi nýbygging kemst i notkun er vel séð fyrir þessum þörfum á Seyðisfirði. Norðfjarðar- umdæmi: Á Norðfirði er i byggingu heilsugæzlustöð í tengslum við þjónustudeild og nýbyggingu sjúkrahússins. Gera má ráð fyrir að heilsugæzlustöðin geti komið i notkun að hluta á þessu ári. Á Eskifirði er ágæt aðstaða fyrir heilsugæzlu en nokkra breytinga er þörf á húsnæði. Á Fáskrúðsfirði er heilsugæzla i gömlu húsnæði og fé hefur verið veitt til frumathugunar á heilsu- gæzlustöð. Ætla má að heilsu- gæzlustöð af þeirri gerð sem er í byggingu á Krikjubæjarklaustri eða i Vík í Mýrdal henti á Fá- skrúðsfirði. Framkvæmdum er nýlokið við læknismóttöku á Stöðvarfirði og verður húsnæðið væntanlega tek- ið í notkun innan skamms. Hafnarumdæmi: Á Djúpavogi er húsnæði fyrir heilsugæzlu ekki fullnægjandi en fé hefur ekki verið veitt á fjárlög- um til viðbótarbygginga, sem eru nauðsynlegar. Það er nýlokið byggingaframkvæmdum við læknismóttöku á Breiðdalsvík, sem er samsvarandi þeirri sem fyrr var lýst á Stöðvarfirði. Heilsugæzlustöð er i byggingu á Höfn í Hornasirði og er þar um að ræða sömu teikningu og í Dalvík, svo sem fyrr sagði. Fé er ekki nægjanlegt á fjárlögum ársins í ár til þess að hægt sé að taka stöðina i notkun en nú fara fram athugan- ir á því hvort aukafjárveiting fæst á þessu ári til þess að koma stöðinni i notkun a.m.k. að hluta og gæti hún þá tekið til starfa á þessu hausti. Það, sem er á döfinni á heildina litið Þegar litið er yfir þau verkefni í heild, sem hér hafa verið rakin kemur eftirfarandi i ljós: þær framkvæmdir, sem komizt hafa á lokastig á árinu 1975 og 1976 eru heilsugæzlustöð á Egilsstöðum og í Borgarnesi og læknamóttökur á Stöóvarfirði og í Breiðdalsvik. Á framkvæmdastigi eru heilsu- gæzlustöðvar og læknamóttökur i Vík i Mýrdal, á Kirkjubæjar- klaustri, á Selfossi, í Búðardal', á Patreksfirði, á ísafirði, i Súðavik, í Bolungarvík, í Ólafsfirði, á Dal- vík, á Vopnafirði, í Neskaupsstað og í Höfn i Hornafirði og er hér samtals um að ræð húsrými rúm- lega 8000 fm. í hönnun eru heilsugæzlustöðv- ar á Sauðárkróki og Seyðisfirði og i frumathugun heilsugæzlustöðv- ar á Blönduósi og á Fáskrúðsfirði, samtals um 1700 fm. Ef litið er á þá staði, sem fjárveitingar hafa ekki verið veittar á fjárlögum en gera má ráð fyrir að þurfi viðbót- arhúsrými vegna heilsugæzlu þá er þar um að ræða rúmlega 8000 fm. Sé þetta dregið saman verður niðurstaðan sú að í byggingu er í Reykjavík um 800 fm. en utan Reykjavíkur rúmlega 8000 fm. 1 hönnun er utan Reykjavíkur tæp- lega 900 fm., i frumathugun er i Reykjavík um 900 fm. en utan Reykjavíkur um 800 fm. og áætl- uð viðbótarþörf þar sem ekki hef- ur verið enn veitt fé til á fjárlög- um er í Reykjavík um 5700 fm. en utan Reykjavíkur rúmlega 8000 fm. Samtals er hér um að ræða rúmlega 25000 fm. húsnæði, sem skiptist þannig að i Reykjavík er um að ræða 7400 fm. en utan Reykjavikur rúmlega 18000 fm. Þessi upptalning skýrir, svo ekki er um villzt að það hefur verið lögð áherzla á að byggja upp husnæði fyrir heilsugæzlu í strjál- býli, s.s. lögin um heilbrigðisþjón- ustu geróu ráð fyrir en þó svo hafi verið gert, þá er enn meira hús- næði óbyggt utan Reykjavikur, skv. þeim áætlunum um þörf sem hér hefur verið rakin en í Reykja- vík. Menntaskólinn í Kópa- vogi sýnir Elliheimiiið eftir: Bengt Bratt og Kent Anderson Leikstjóri: Ása Ragnarsdóttir í félagsheimili Kópavogs. 2. sýning laugardag 26. marz 3. sýning sunnudag 27. marz. Allar sýningar hefjast kl. 21.00 Miðasala í Félagsheimili Kópa- vogs frá kl. 19.00 sýningardaga s. 41985. Bílgreinasambandið minnir á sambandsfundinn um verðlagsmál sem haldin verður í dag, laugardaginn 26. marz að Hótel Loftleiðum, Víktngasal kl. 12 á hádegi. Sambandsaðilar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. f — flHn Afmælis- tónleikar 10 ára í Háskólabíói í dag kl. 3. ^ Húfuball í Templarahöllinni í kvöld frá 8 — 12 Fædd '63 Kr. 300 Hljómsveit Carola skemmtir Í.Ú.T. % Morgunblaðið óskareftir blaðburðarfólki Austurbær Miðtún, Samtún, Upplýsingar I síma 35408 ptiOrunmMafoiifo STÓRBINGÓ 3 SÓLARLANDAFERÐIR 1 Grísaveizla Matarverð kr. 1 850. — 3. Ferðakynning. 3 Litkvikmyndasýning frá helztu ákvörðunarstöðum Sunnu í sumar. 4. Tízkusýning — Tizkusýningarfólk frá Tizkusýningar- samtökunum KARON, sýnir m.a. baðfatatízkuna 1977 5. Hinir óborganlegu Halli og Laddi skemmta. 6 Dans. Aðgangur ókeypis aðeins rúllugjald. Njótið ódýrrar og góðrar skemmtunar. Munið alltaf fullt hjá Sunnu. í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNW FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.