Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 Minning: Þórunn Gunnarsdóttir frá Eyrarbakka Fædd 28. nóvember 1885 Dáin 17. mars 1977 í dag fer fram frá Bústaóa- kirkju útför Þórunnar Gunnars- dóttur húsfreyju að Njálsgötu 43 hér í borg, sem andaðist á Hrafn- istu hinn 17. þ.m. Jarðsett verður á Eyrarbakka, æskubyggð hinnar látnu. Ég kynntist Þórunni fyrir all- mörgum rum er fjölskyldur okkar tengdust, og er mér einkar Ijúft að minnast hinnar látnu sæmdar- konu. Þórunn var fædd á Eyrarbakka hinn 28. nóv. 1885, og var hún því á 92. aldursári er hún lést. For- eldrar hennar voru Gunnar Jóns- son trésmiður frá Efra-Langholti í Hrunamannahreppi og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Eimu á Eyrarbakka. Traustir stofnar Aenesþings stóðu aö Þórunni, enda var hún sjálf atgervis- og hagleikskona. Gunnar, faðir Þórunnar, reisti íbúðarhús á Eyrarbakka og var þaö kennt við hann og nefnt Gunnarshús. Ólst Þórunn upp í stórum systkinahóþi. Alls voru börnin níu og var Þórunn næst elst. Ein systir hinna látnu er á lífi, Þórdís, sem búsett er hér í Reykjavik. Kært var með þeim systrum og skal hér skilað kveðju og þakklæti frá henni að leiðar- lokum. Einnig átti Þórunn upp- eldisbróöur, Geir ívarsson, sem er á lifi og er búsettur á Akureyri. Foreldrar Þórunnar munu hafa verið fremur fátækir í fyrstu, en komust síöar þó vel af sakir ráð- deildar og dugnaðar. Elstu syst- kinin léttu lfka fljótt undir með foreldrum sínum og hefur æsku- heimilið verið börnunum sá skóli er veitti þeim besta og nota- drýgsta undirbúninginn, er þau þurftu sjálf að leggja út í lífsbar- áttuna og takast á við vandamál- in. Ekki mun Þórunn hafa átt kost annarrar menntunar í æsku en barnaskóla. Barnaskóli Eyrar- bakka var um margt brautryðj- andi á sínu sviði og hafði jafnan úrvalskennurum á að skipa. Ekki þarf að draga í efa að hin unga námsmey hafi sótt námið af kappi, enda vei gefin bæði til munns og handa. Fram á síðustu æviár lagði Þórunn stund á hvers konar hannyrðir. Mörg flík og fallegur útsaumur ber þvi vitni að allt lék í höndum hennar. Á tuttugasta og fyrsta aldursári verða þáttaskil í lifi Þórunnar. Ræðst hún þá sem býstýra til ungs ekkjumanns á Eyrarbakka, Jóns Ásbjörnssonar i Brennu. En hann var albróðir Guðmundar Ás- björnssonar, sem lengi var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og margir eldri Reykvíkingar þekktu. Jón i Brennu hafði misst konu sína um haustið frá tveimur ungum börnum, Guöríði fjögurra ára og Elíasi tveggja ára. Ekki þarf getum að þvi að leiða, að þessi vetur hafði veriö langur og dimmur hinum ungu móðurlausu börnum og syrgjandi föður. Um vorið með hækkandi sól flyst Þórunn til Jóns i Brennu. Kaldur vetir sem nisti hjartað er horfinn á braut. Unga stúlkan kom i tvennum skilningi meö sól- skinið í l)æinn. Hún hlúði að og verndaöi litlu móðurlausu börnin og síðar gekk hún þeim í móður- stað eftir að hún giftist Jóni. i litla húsinu á ströndinni þar sem sorgin hafði kvatt dyra brosti nú hamingjusólin á ný. Ungu hjónin bjuggu fyrstu bú- skaparáriri i Brennu, föðurleifð Jóns, og þar reisti hann nýtt og vandað ibúðarhús. Siðar byggðu þau hjónin sér annað íbúðarhús á Eyrarbakka, sem þau nefndu Ný- höfn, og þar bjuggu þau síöan uns þau fluttu alfarin í burtu. Á Eyrarbakka starfaði Jón lengst hjá hinni kunnu Lefolii- verslun. Ekki hafði Jón átt þess kost að afla sér þekkingar á þessu sviði, en hann var óþreytandi að leita sér sjálfur þekkingar. Því var til dæmis viðbrugðið hve Jón var fær í reikningi og skrifaði fallega rithönd. Fljótt hlóðust líka margvísleg trúnaðarstörf á Jón. Hann var lengi i hrepps- nefnd Eyrarbakkahrepps, og átti hlut aö útgerð og prentsmiðju- rekstri, svo eitthvað sé nefnt. Það segir sig sjálft að heimilis- störfin og uppeldi barnanna hafa mest komið í hlut húsfreyjunnar, og þar brást Þórunn ekkí. Mild en styrk stjórnaði hún heimili sínu, annaðist börnin, kenndi þeim og leiðbeindi. Þar sannaðist sem jafnan fyrr að „Lærdóm mestan iífsins besta skóla, heima þjóðin á sér æ“. Þá voru hjónin mjög gest- Systir min og mágkona. SIGRÚN S. BJARNARSON. BrnBraborgarstlg 16, lézt I Landakotsspitala þann 1 5 marz JarOarförin hefur farið fram, skv ósk hinnar látnu Innilegt þakklæti til lækna og hjúkrunarkvenna spitalans F.h. allra ættingja. Hannesina og Jón Sfmonarson Faðir okkar t KRISTINN GÍSLASON, FRÁ Geirmundarbœ, Akranesi. andaðist 24. marz f Sjúkrahúsi Akraness Kristfn Kristinsdóttir. Gisli Kristinsson. + Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu sem vottuðu okkur hluttekn- ingu v.ð andiát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa ÞORLÁKSGUÐBRANDSSONAR frá Veiðileysu Guðlaug Þorláksdóttir Bjami Þorláksson Gréta Böðvarsdóttir Annes Þorláksson Ásta Jónasdóttir Guðbrandur Þorláksson Halldóra Jónsdóttir Marteinn Þorláksson Sveinbjörn Ólafsson Borghildur Þorláksdóttir Þórunn Þorgeirsdóttir Þórir Þórláksson Steindór Arason Þórdfs Þorláksdóttír Guðrún Grlmsdóttir Kristján Þorláksson bamabörn og barnabarnaborn risin og var oft gestkvæmt á heim- ili þeirra. Börn Þórunnar og Jóns eru fjögur, auk hinna tveggja, er áður getur, af fyrra hjónabandi Jóns, sem Þórunn gekk í móöurstað og taldi jafnan sem sin eigin börn. Börnin eru þessi: Guðríður, gift Halldóri Jóns- syni birgöaverði á Hótel Sögu. Elías, starfsmaöur Rafmagns- veitu Reykjavíkur, kvæntur Guð- rúnu Einarsdóttur. Guðmundur (látinn fyrir nokkrum árum), var kvæntur Helgu Eiríksdóttur. Gunnar, starfsmaður Lands- smiðjunnar, kvæntur Sigrúnu Hjartardóttur. Guðrún, gift Einari Sæmunds- syni forstjóra sápugerðarinnar Mjallar. Jón, skrifstofustjóri hjá H. Benediktsson hf., kvæntur Hólm- fríði Einarsdóttur. Öll tengdabörnin virtu og mátu að verðleikum hina góðu og mikil- hæfu konu. Þar var hlýjan og vináttan gagnkvæm. Ef vikið er aftur að því sem frá var horfið, þá vann Jón ætíð öðr- um þræði við verslunarstörf. Eft- ir að Lefolii hættir störfum, vinn- ur hann meðal annars eitt eða tvö ár við verslun á Selfossi. Árið 1927 flyst fjölskyldan til Reykjavikur. Jón gekk þá í þjón- ustu kolaverslunar Ólafs Ólafs- sonar og síðar starfaði hann í Versluninni Vísi meðan kraftar leyfðu. Fyrstu búskaparárin i Reykjavík bjuggu Jón og Þórunn í leiguhúsnæði, en siðar kaupir Jón timburhúsið Njálsgötu 43 og var þar heimili þeirra hjóna til dauðadags. Árið 1938 deyr Jón fyrir aldur fram. I erfiðum veikindum hjúkr- aði Þórunn manni sinum af alúð og nákvæmni. En mjúkar hendur og ástúð fórnfúsrar konu megnaði ekki að hrífa eiginmanninn úr greipum dauðans. Eftié lát Jóns býr Þórunn áfram á Njálsgötu 43 með yngri börnum sínum. Þau eldri voru þá gift og farin að heiman. Jón, yngsta son- inn, studdi hún til náms með ráð- um og dáð. Vílaði hún ekki fyrir sér að leggja hart að sér við vinnu til þess að hann gæti notið mennt- unar. Kannski sá hún þar sinn eigin æskudraum rætast? Lífið gengur sinn gang. Yngstu börnin fóru einnig að heiman og stofnuðu sín eigin heimili. Þór- unn var ein eftir í litla, en hlýja og notalega húsinu sínu á Njáls- götunni. Þar bjó hún ein i hálfan þriðja áratug. Heilsan virtist góð þótt þrekið smádvínaði og andleg- um kröftum hélt hún fram til hins síðasta. Þórunn stytti sér stundir við handavinnu og lestur góðra bóka. Börnin, tengdabörnin, barnabörn- in og aðrir ættingjar og vinir litu oft við á Njálsgötunni. Það var alltaf gott að koma til Þórunnar, sama hlýja viðmótið og gestrisnin. Barnabörn þeirra hjóna eru fjór- tán. En samtals munu niðjar þeirra vera um sextiu. Alla tíð eftir að Þórunn bjó ein, og ekki sist siðustu árin sýndu bæði börn hennar og tengdabörn henni sérstaka umhýggju og nær- gætni og hjálpuðu henni á allan hátt eins og þeim var unnt. Fyrir það var Þórunn afar þakklát. því enga ósk átti hún heitari en þá að mega dvelja sem lengst í litla hús- inu sínu, sem við voru tengdar svo margar ljúfsárar minningar. Fyrir einu ári lagðist Þórunn inn á sjúkrahús og síðan átti hún ekki afturkvæmt heim. Síðustu mánuðina dvaldi hún á hjúkrun- ardeild dvaiarheimilis aldraðra sjómanna, Hrafnistu, og þar and- aðist hún eins og fyrr sagði. Þórunn var trúuð kona, þótt hún flíkaði því lítt. Vistaskiptin urðu henni ekki erfið. Háaldraðri konu er hvíldin kær að afloknu miklu og farsælu ævistarfi. q Ég sendi börnum, tengdabörn- um og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórunnai Gunnarsdóttur. Ármann Kr. Einarsson Hún amma Tóta er dáin. Fregn- in kemur ekki á óvart. Hugurinn reikar til baka til litla hússins á Njálsgötunni, þar sem við eydd- um svo mörgum ánægjustundum. Ekki er ástæða til að rekja ævi- feril ömmu hér. Hún hefur alltaf verið amma gamla, ein i húsinu sínu, frá þvi við munum fyrst. Þegar við urðum eldri fékkst vitn- eskja um, að lífið hefði ekki alltaf verið henni létt, en þegar hún sagði sögur um gamla tíma, komu aldrei fram nema hinar björtu hliðar tilverunriar. Á siðustu ár- um, þegar hún var oft sárþjáð, svaraði hún venjulega, ef spurt var um liðan hennar: „Æ, hvað þýðir að vera að kvarta", hló við og beindi talinu á léttari brautir. Amma hafði yndi af lífinu. Oft sagði hún okkur sögur af ferða- lögum, sem hún hafði farið í gamla daga, og dró þá jafnframt fram gömlu myndirnar sinar. Höfðum við þá stundum verið með, þótt ekki myndum við eftir því. í þessum ferðum skein sífellt sól í heiði. Oft gætti amma okkar, þegar við vorum lítíl. Var þá mest gam- an að fá að gista á Njálsgötunni. Alltaf fengum við eitthvað góð- gæti, því heldur þótti ömmu við holdrýr frá foreldranna hendi. Oftast fékkst líka svolítill aur til að skjótast með út í búð og kaupa gott. Síðar, þegar við fylgdumst með komu barna okkar á Njáls- götuna, endurlifðum við gömlu ánægjustundirnar og sáum af hverju okkur hafði alltaf liðið svo vel í húsinu hennar ömmu. Þegar hugurinn reikar til baka ber hæst í minningunni hjarta- hlýja ömmu, hjálpsemi, bjartsýni og trú á lífið og hið góða. Er óskandi, að við afkomendur henn- ar og afkomendur okkar berum einnig gæfu til þessara mann- kosta. Blessuð sé minning hennar. Barnabörn Vigdís Stefánsdóttir frá Flögu — Minning F. 13.10. 1891. D. 14.3. 1977. Lækkar lífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Fauk f farandaskjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Við andlátsfregn móðursystur minnar, frú Vigdísar Stefánsdótt- ur, fyrrum húsfreyju i Flögu, Villingaholtshr., rifjast upp marg- ar minningar um þessa góðu og mikilhæfu konu, sem öllum var hlýtt til, er henni kynntust. Hún var fædd i Háakoti, Fljóts- + ÞORGEIR KR. JÓNSSON. andaðist að Hrafnistu, 23. þ.m föstudaginn 1. aprfl kl. 13.30. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Júlfus Gunnar Þorgeirsson, Ebba Þorgeirsdóttir, Kristófer Þorgeirsson. + Útför móður minnar, SESSEUU MAGNUSDÓTTUR. Birkimel 8B Reykjavlk, sem andaðist 17. marz s.l. fer frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 marz kl. 1 3.30 Magnús Kristinsson. t Þökkum inmlega sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. ÞÓRDÍSAR ARNFINNSDÓTTUR. Hafnargötu 22. Vogum, Va tnsley sust rönd. Bjami Guðmundsson. Bergljót Friðþjófsdóttir, Guðjón Torfason, Sigrfður Gyðe Magnúsdóttir, Eiríkur Jónsson. hlíð, 13. okt. 1891 og var elsta barn hjónanna Guðríðar Guð- mundsd. frá Stórólfshvoli og Stefáns Brynjólfssonar frá Sela- læk í Rangárv.s. Þegar Vigdís var rúmlega ársgömul, fluttist hún að Selalæk, með foreldrum sínum. Þar eignuðust þau Guðríður og Stefán, þrjú börn, Kristínu og Brynjólf, sem látin eru fyrir nokkrum árum, og Stefán sem nú lifir systkini sín, en er orðinn heilsuveill. Vigga, 'eins og hún var ætíð kölluð af okkur frændfólkinu, ólst upp í foreldra og systkinahóp á Selalæk, en árið 1910 fluttu þau að Flögu í Flóa, sem upp frá því varð heimili hennar. Þar kynntist hún manni sínum, Magnúsi Árna- syni, siðar hreppstjóra, frá Hurð- arbaki, syni hjónanna Árna Páls- sonar hreppstjóra og Guðrúnar Sigurðardóttur. Hann var ekki stór bærinn í Flögu, á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna, en hjartahlýjan og gestrisnin, sat þar í fyrirrúmi alla tíð, því bæði voru hjónin einkar samhent að gera öllum gott, er að garði bar. 1 gamla bænum eignuðust þau níu börn, sex dætur og þrjá syni, sem öll eru á lífi. Þau eru: Árni, Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.