Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 31 Jónas Valdórsson netageröameistari Neskaupstað Minning Fæddur 1. febrúar 1908. Dáinn 19. marz 1977. í sögu íslands eru oft sett skil við árið 1930, Alþingishátíðarárið, sem er eins og varða á nærri því miðri leið milli fuilveldisárs og lýðveldisstofnunar. Menn horfðu þá enn vonglöðum augum fram á veginn, grunlausir um þá geig- vænlegu heimskreppu, sem lúrði á næsta leiti, en gáfu sér þó um leið tíma til að líta um öxl til fornra frægðardaga. Neskaupstaður var þá yngsti kaupstaður landsins, fullur af þrótti, en að sjálfsögðu á tima- mótum eins og allt þjóðlífið. Hjá fjölskyldunni í Hátúni, þar sem þá bjó Vilhjálmur Stefánsson með seinni konu sinni, Kristxnu Árnadóttur, sem þó átti aðeins sex ár eftir ólifuð, voru einnig sannarleg timamót. Elztu börn þeirra hjóna voru þá hvert af öðru að komast á fullorðinsár. Það vor kom á heimilið sunnan frá Reyðarfirði ungur maður, Jónas Valdórsson, þá nýlærður véístjóri, trúlofaður Sveinhildi, sem var elzt af börnum þeirra Hátúnshjóna. Um sumarið stund- aði hann sjóróðra með tilvonandi tengdaföður sínum og elzta mági, en sá, sem þetta ritar, þá 15 ára að aldri, var landformaður og hafði til liðs við sig bræður sína þaðan af yngri. Útvegur þessi var að vísu ekki stór i sniðum og raunar minni en Vilhjálmur hafði áður stundað, þvi að fleytan var aðeins meðaltrilla, Laxinn að nafni. Gekk útgerðin vel það sumar, þó að fiskverð færi lækkandi með haustinu, öfugt við það, sem venja hafði verið. Um haustið, hinn 15. nóvember, gengu þau Sveinhildur og Jónas í hjónaband og bjuggu síðan allan sinn búskap í Neskaupstað, lengst af í Hátúni, sem nú er víst orðið að númeri við götu. Með Hátúnsfólkinu og Jónasi hófst við fyrstu kynni inni- leg og traust vinátta. Þessa dagana ríkir sorg hjá Sveinhildi í Hátúni, og fjölskyld- urnar, sem þaðan eru runnar, drúpa höfði i hryggð. Jónas Valdórsson andaðist á Borgar- spítalanum í Reykjavík hinn 19. þ.m. og verður til moldar borinn frá Norðfjarðarkirkju mánu- daginn 28. marz. Jónas var fæddur á Stuðlum i Reyðarfirði 1. febrúar 1908, sonur hjónanna Valdórs Bóassonar og Herborgar Jónasdóttur, sem voru bræðrabörn, bæði ættuð frá Stuðlum, svo að við þann bæ var Jónas tengdur sterkum ættar- böndum. Til beggja foreldra sinna átti Jónas að sækja óvenju- legan dugnað og kappsemi við alla vinnu. Þeir Stuðlamenn standa djúpum rótum í austfirzk- um kynstofnum, en í eina grein átti Jónas skammt ættir að rekja til norðlenzkra hefðarklerka, sem margir hverjir ásamt niðjum þeirra voru brugðnir við lærdóm og listir. Árið 1913 fluttist Jónas með foreldrum sínum frá Stuðlum að Hrúteyri við Reyðarfjörð sunnan- verðan, þar sem risið hafði upp dálítið þorp fyrir atbeina Norð- manna á hinum gömlu síldarárum á síðustu áratugum 19. aldar. Er þar nú allt löngu komið í eyði. Á Hrúteyri ólst Jónas upp að mestu leyti, en siðustu árin áður en hann fluttist til Norðfjarðar, dvaldist hann með Hallgrími Bóassyni, fóðurbróður sínum, á Grímsstöðum við Búðareyri. Á uppvaxtarárum sínum gekk Jónas að hvers konar verkum, sem vinna þurfti. Mun það ekki sizt hafa haft áhrif á æviferil hans, að hann vandist ungur vinnu við net og nætur, því að þá var enn tals- verð síldargengd í Reyðarfirði. Á fyrstu Norðfjarðarárum sínum vann Jónas ýmis störf á sjó og landi og gekk að þeim öllum af einstakri elju. Gerði hann engan greinarmun á, hvort þau voru kölluð karlaverk eða kvenna, ef svo bauð við að horfa. Á haustin fór hann til Reyðarfjarðar í sláturtíðinni og vann þar að flán- ingu, enda annálaður flánings- maður eins og þeir frændur fleiri. Er mér ekki grunlaust um, að hann hafi lagt harðar að sér við fláninguna en honum var hollt, þó að þrekmaður væri á yngri árum. Auk þess hafði hann i æsku hlotið hættuleg höfuðmeiðsli og hefur sennilega aldrei beðið þeirra fullar bætur. Hlaut hann þau vegna þess, að hann greip í verk fyrir mann, sem hann var að sækja i síma. Á árinu 1947 urðu mikil þátta- skil i lifi Jónasar. Þá voru tveir nýsköpunartogarar keyptir til Neskaupstaðar, og var Jónas fyrstu árin meðeigandi í öðrum þeirra, Goðanesinu. Var þá sett á stofn sameiginleg netagerð fyrir báða togarana, og valdist Jónas til að veita henni forstöðu. Aflaði hann sér brátt meistararéttinda í þeirri grein. Átti starf þetta vel við Jónas. Við netagerðina vann jafnan fjöldi manns, konur og karlar, því að allar vörpur voru þá riðnar í höndum. Hef ég af þvi sannar spurnir, að Jónas sýndi þar mikinn dugnað og naut sér- stakrar hylli og vinsælda hjá starfsfólkinu. Með breyttum út- gerðarháttum í Neskaupstað var þó þessi netagerð lögð niður, en síðan vann Jónas allt til dauða- dags við Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar, mágs sins. Þó að Jónas heföi mjög skerta starfs- orku hin síðari ár vegna heilsu- brests, kom kunnátta Jónasar í iðngreininni í góðar þarfir fyrir Netagerð Friðriks, auk þess sem Jónasi var einkar sýnt um alla vinnu við bókhald og innheimtu við fyrirtækið. Jónas var eðlisgreindur maður og einstaklega vel skapi farinn, glaðlyndur og léttur í máli. Hann kunni aragrúa af vísum og hafði á hraðbergi sprettilræður á aust- firzkan móð og hnyttileg tilsvör. Hann var Ijúfmenni í allri um- gengni, enda sóttust menn eftir að vera í verki með honum. Radd- maður var hann góður og söng áratugum saman í kirkjukór Norðfjarðarkirkju. Kirkjusöngur var honum einnig mikið hjartans mál, því að hann var maður trú- hneigður. Þau Jónas og Sveinhildur voru einstaklega samhent hjón, þannig að eitt gekk yfir þau bæði, jafnt i blíðu sem stríðu. Vissulega fóru þau ekki varhluta af mótlæti, en samt finnst mér nú sem lifið hafi látið þeim mikið í té. Vorið 1959 urðu þau að þola þá þungu raun, að elzta barn þeirra, Eysteinn, hinn mesti efnismaður og hvers manns hugljúfi, loftskeytamaður að mennt og starfi, dó í blóma aldurs sins, aðeins 27 ára gamall. Einnig misstu þau dreng, sem dó í frumbernsku. Önnur börn þeirra hjóna eru Vilhjálmur, skrifstofu- maóur, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Björgu ísaksdóttur, og Herborg, gift Guðjóni Ármanni Jónssyni, lögfræðingi I Reykja- vík. Barnabörn þeirra Sveinhild- ar og Jónasar eru þrjú. Eitt rík- asta einkenni í fari Jónasar var, hversu barngóður hann var og hafði gott lag á að umgangast börn. Var það honum ætið hin mesta gleði að hafa barnabörnin nálægt sér. Við þessi timamót vil ég þakka þeim Sveinhildi og Jónasi, að fað- ir okkar Hátúnssystkina, Vil- hjálmur Stefánsson, naut hjá þeim góðrar og hægrar elli eftir langan og annasaman starfsdag. Kunnu þeir tengdafeðgar vel að meta hvor annan, svo að aldrei bar skugga á sambúð þeirra. Ég minnist þess einnig með þakk- læti, að ég átti öruggt athvarf á heimili þeira hjóna á námsárum mínum, þegar ég leitaði til átthag- anna á sumrin. Eins og áður er að vikið, átti Jónas við mikla vanheilsu að stríða um mörg undanfarin ár. Vann hann þó alltaf eins og heils- an framast leyfði. Um síðast liðin mánaðamót veiktist hann hast- arlega, svo að honum var vart hugað líf. Var þó mesta furða, hvað hann hresstist um skeið, unz dauða hans bar skyndilega aó. Þó að vinir hans harmi fráfall hans, má það vera þeim huggun, að hans biðu ekki þau örlög að lifa lengi ósjálfbjarga öryrki, manns, sem ævinlega var andleg nautn að því að vinna hvert það starf, sem til þarfa og þurftar horfði. Það er hætt við, að honum hefði orðið það þungbært mótlæti að þurfa að fara á mis við þann unað, sem vinnan veitti honum. Sveinhildi systur minni, börnum hennar og barnabörnum má það verða huggun í harmi þeirra, að þau geyma góðar minn- ingar um Jónas Valdórsson sem eiginmann, föður og afa. Guð blessi minningu Jónasar Valdórssonar. Bjarni Vilhjálmsson. — Minning Vigdís Framhald af bls. 30 hreppstjóri, sem nú býr í Flögu, Guðrún í Reykjavik, Stefania á Eyrarbakka, Guðríður og Sigriður á Selfossi, Brynjólfur og Grímur, báðir í Þorlákshöfn, Anna og Unnur i Garðabæ og Kópavogi. Ennfremur ólu þau upp einn dreng, Stefán Jónsson, sem nú býr á Seifossi. Það var þvi mann- margt heimilið í Flögu, og hann er orðinn stór afkomendahópur- inn, sem nú sér á bak elskulegri móður og ættmóður. Það urðu miklar bréytingar i búskapartið þeirra hjóna i Flögu. Jörðin stóraukin, útihús endur- nýjuð, og vélvæöing hélt innreið sína. Byggt var stórt og veglegt íbúðarhús í kringum árið 1949, svo hjónin nutu ávaxta erfiðisins á efri árum. Eins og áður segir býr Árni nú i Flögu, og létti for- eldrum sínum störfin siðustu árin sem Magnús lifði, en hann lézt i árslok 1973. Lifðu þau því í far- sælli sambúð i rúm 57 ár. Eftir lát Magnúsar, dvaldi Vig- dis hjá börnum sínum til skiptis, öll vildu þau hafa hana hjá sér, og gera henni ævikvöldið friðsælt og notalegt eftir langan og strangan dag. Veit ég að hún gat ekki nógsam- lega þakkað börnum sínum um- hyggjuna og blíðuna, sem hún naut hjá þeim. Vigdís var vel lesin og greind kona, hafði mikið yndi af að segja frá, enda minnið gott og frásagn- arstill hennar slíkur, að gjarnan gleymdist stund og staður. Ég minnist ætíð með gleði sam- verustundanna frá æskuárum mlnum með þessari elskulegu frænku, þegar hún kom í bæinn, og gisti hja foreldrum mínum. Mikill kærleikur var á milli þeirra systra, og þær voru margar stundirnar, sem hún eyddi með okkur systkinum í frásagnir, sögulestur og aðra skemmtan. Ekki var það síður tilhlökkunar- efni að fara austur fyrir fjall, til hennar, því þótt störfin væru mörg, á þessu stóra heimili, hafði hún ávallt tima til að sinna gest- um af kostngæfni. Vigdís var mjög hógvær og þakklát kona, sem vann störf sin í kyrrþey. Mér er hugstætt nú, er ég heimsótti hana i banalegunni, að hún 'var ekki að æðrast, heldur bar fram þakklæti til allra. Og nú að leiðarlokum eru mér efstar í huga þakkir til minnar elskulegu frænku fyrir allar sam- verustundirnar og alla hennar tryggð við mig og mína fjöl- skyldu. Ég var beðin að flytja þakkir frá föður mínum og bræðrum, og er mér það ei-nkar kært. Blessuð sé minning Vigdísar Stefánsdóttur. Dóra Hlíðberg. — Messur Framhald af bls. 7 KAPELLA St. Jósepssystra í Garðabæ kl. 2 siðd., hámessa. MOSFELLSPRESTAKALL. Messa að Mosfelli kl. 2 siðd. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Ég flyt kveðjumessu mína i Hafnarfjarðarkirkju kl 2 siðd. Séra Garðar Þorsteinsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Ferm- ing, altarisganga. Séra Magnús Guðjónsson. KÁLFATJARNARSÓKN. Barnasamkoma í Glaðheimum kl. 2 siðd. Æskufólk stjórnar. Séra Bragi Friðriksson. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson prestur á Akra- nesi. Kvöldvaka kl. 8.30 síðd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA. Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STRANDAKIRKJA. Messa kl 2 síðd. Sóknarprestur. ÞORLÁKSHÖFN. Barnasam- koma kl. 11 árd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA. Al- menn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Síð- degismessa fellur niður. Séra Björn Jónsson. — Brúargerð Framhald af bls. 16 hverju ári með aukinni umferð. Ef við tökum hér sem dæmi aflaflutninga til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss frá Þor- lákshöfn, þá má fljótt sjá arð- semina af brúnni. Án brúar eru 49 kilómetrar frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka, en með brú við Öseyrarnes verður þessi vega- lengd aðeins 12 kilómetrar. Hvað Stokkseyri viðvíkur þá eru samsvarandi tölur þar 48 km og 17 km, þ.e. ennþá gífur- legur munur. Mér skilst það kosti vel á þriðja þúsund krón- ur að flytja tonnið af fiski frá Þorlákshöfn, og þvi ættu allir að sjá hversu gifurlegt fjár- hagsatriði það er að fá brú við Öseyrarnes. Sjálfur tel ég, og held það flestra mat, að það verði engar hafnarframkvæmdir austan Ölfusár í náinni framtíð. Er þvi höfnin i Þorlákshöfn stað- reynd, og ef við getum ekki notfært okkur hana, þá er litil von til að um 300 börn og unglingar sem nú eru i skólum á Stokkseyri og Eyrarbakka eigi nokkra lífsvon í heimabæj- um sínum,“ sagði Sigurjón að lokum. ágás — Kirkjusófar Framhald af bls. 16 ekki svo hægan beð til þess að deyja á. Flakandi i sárum fékk hann krossinn. (iengur járngaddur nfslur gcgnum lófaog ristur, skinn og boin sundur skar, segir séra Hallgrímur Pétursson. Skilst nú ekki í þessu ljósi, hvi- lík háðung kirkjusófarnir eru. Þetta er sjálfsdýrkun, sem hafnar jafnvel fyrir neðan sóldýrkun. Allar kynslóðir á "undan oss hafa setið á hreinum viðarbekkj- um undir messugjörð. — Látum oss einnig nægja ófóðraðan tré- bekk. Burt með bólstruð kirkjusæti. Rósa B. Blöndals. § 1 I I I| II I I I I § m ALLT MEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: Úðafoss 30. marz jj Grundarfoss 4. april li Úðafoss 1 1 april t Grundarfoss 1 8. april y ROTTERDAM: fl Úðafoss 29. marz H Grundarfoss 5. april ^ Úðafoss 1 2. april (! Grundarfoss 1 9. april P FELIXTOWE: Dettifoss 29. marz ? Mánafoss 5. april Dettifoss 1 2. apríl f Mánafoss 1 9. apríl r Dettifoss 26. april l HAMBORG: 1 Dettifoss 30. marz I Mánafoss 7. apríl f Dettifoss 1 4. april \ Mánafoss 2 1. april [ Dettifoss 28. apríl j PORTSMOUTH: j Bakkafoss 4. apríl | | Selfoss 6. april j Brúarfoss 1 3. april Bakkafoss 25. april | HALIFAX: ] Brúarfoss 1 8. apríl KAUPM ANNAHÖFN: írafoss 29. marz ij Múlafoss 5. apríl i írafoss 1 2. april Múlafoss 1 9. april h írafoss 26. april = GAUTABORG: L irafoss 30. marz | Múlafoss 6. apríl ' írafoss 1 3. april L Múlafoss 20. apríl P írafoss 27. apríl p HELSINGBORG 1 Tungufoss 4. april Tungufoss 1 8. april 1] KRISTIANSAND: Urriðafoss 28. marz n Tungufoss 5. april ■J Tungufoss 1 9. april 1 STAVANGER: Tungusoss 6. april r Tungufoss 20. april : TRONDHEIM: Álafoss 4. april li ROSTOCK: j| Fjallfoss 31. marz r GDYNIA/GDANSK: - Reykjafoss 30. marz L Skógafoss 21. april !! VALKOM: ] Reykjafoss 28. marz = Skógafoss 1 8. aprit i VENTSPILS: L Reykjafoss 26. marz Skógafoss 1 9. april í WESTON POINT: - Kljáfoss 5. apríl | Kljáfoss 1 9. april Reglubundnar ferðir hálfsmánaðarlega frá: STAVANGER, KRISTIANSAND 0G HELSINGB0RG ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.