Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 37 f æ w ^ „ jj = VELVAKANDI ' SVARAR í SÍMA 90100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ’rwf/Mm-an'vu sýnt það að það sé ekki útibú frá Kreml. Hvar heldur félagsfræð- ingurinn að hann sé staddur, þeg- ar meira að segja Ragnar Arnalds mátti ekki setja ítalska andlitið á flokkinn. Nei, það á að fá á Alþingi sex mánaða styrk handa Ölafi R. Grímssyni til félagsvís- indanáms í Moskvu. Þegar hann svo kemur heim þá á hann að gera grein fyrir því sem hann lærði og þá vil ég fá að sjá hann skipa dr. Gylfa að ganga i Alþýðubanda- lagið. Húsmóðir." Svo mörg voru þau orð og ef dr. Ólafi Ragnari finnst ástæða til að svara þessu einhverju skal það að sjálfsögðu fá sitt rúm hér. 0 Athugasemd „Tiunda tölublað Lesbókar Mbl. flytur ritkorn um séra Björn Halldórsson i Laufási. Þar eru tilgreindar nokkrar grínvísur sem hann gerði og er fyrsta hendingin í fyrstu visu eki rétt með farin. Hún á að vera þannig: Einu sinni kvöld eitt ket.. o.s.frv. Kona séra Björns, Sigriður Einarsdóttir, var litið eitt skyld ömmu minni, Guðbjörgu Einars- dóttur, og er mín þekking á visum þessum komin úr þeirri átt. En þær voru vissulega þekktar meðal fólks í Höfðahverfi og Fnjóskadal og á Svalbarðsströnd um langan aldur. Séra Björn mun hafa ort marga skemmtilega gamanbragi, sem jafnvel löngu eftir hans daga vöktu bros og glettnissvip á hverju andliti. Frumsömdum alvöruljóðum og svo sálmaþýðingum séra Björns ætti að safna í vandaða bók á jólamarkaði. Sig. Draumland.“ 0 Páskaegg fyrir fleiri G.G. kom með eftirfarandi hugmynd varðandi páskaegg og börn: — Það hefur lengi tiðkast i barnaskólum sá siður að börnin söfnuðu peningum fyrir páska- eggi fyrir kennarana og er ekki laust við að hann sé að verða að sumu leyti hvimleiður. Þessu er kannski erfitt að breyta, a.m.k. kemur sú hugmynd tæpast fram hjá börnunum því þau vilja sjálf- sagt gleðja kennara sinn. t bekk þeim sem mín dóttir er í er 31 nemandi og þar hafa safnast um 3.100 krónur í þessum tilgangi og mér fyndist ekki úr vegi að sú hugmynd kæmi frá kennurunum sjálfum að breyta þessu á ein- hvern veg. Hægt væri að verja þessari upp- hæð til að gleðja aðra, sem þyrftu þess fremur við en fullorðnir kennarar, t.d. þroskaheft börn og mætti ekki t.d. kaupa mörg minni páskaegg og færa þroskaheftum börnum á einhverju dagheimili eða vistheimili? Velvakandi getur vel tekið undir þessa hugmynd, það er að sjálfsögðu vel til fundið að gleðja kennara sína með einhverjum hætti, en þeir eru væntalega flestir fullfriskt fólk, sem- tæpast hefur mjög gaman af páska- eggjum lengur. Anægja barnanna ætti heldur varla að minnka ef þeim er sýnt fram á það að þau geti glatt mun fleiri t.d. með þeim hætti sem að ofan greinir. Þessir hringdu . . . 0 óhreinn lopi? Halldóra, sem prjónar mikið úr Álafoss-lopa hafði sam- band og kvartaði yfir að hann væri að hennar mati óhreinn og mun verri viðureignar en verið hefði þau 20 sláma lykt, keitulykt i herberginu sem hann væri geymdur í hjá sér og finnst henni ekki vera hægt að bjóða fólki upp á slíkt, enda sagðist hún hafa hlaupið upp í ofnæmi undan þessu. Þá nefndi hún einnig að lopinn „læki hálfpartinn í sundur" og það væri af þeim sökum erfiðara að eiga við hann og óskaði hún svars við þessu ef eitthvert væri. 0 Einfalt húsráð Að lokum er hér einfalt húsráð fyrir þá sem eiga í erfið- leikum með bændabrauðin, sem SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á SKÁKÞINGI Tékkóslóvakíu 1976 kom þessi staða upp i skák þeirra Plachetka og Meduna, sem hafði svart og átti leik 34... Hxd3! 35. cxd3 Dxd3+ 36. Kb2 Be2! og hvítur gafst upp, því að hann á enga vörn við hótuninni 37. . . Dc3+ 38. Kbl Bd3+. Sigur- vegari á mótinu varð hinn 27 ára gamli Edvard Prandshtetter frá Prag sem hlaut 11 v. af 15 mögu- legum. 2. Augustin 10 v. 3. Sykora 10 v. 4. Jansa 9'á v. 5. Plachetka 9'Á v. hafa verið hér til umræðu, frá húsmóður: — Ég hef Ieyst þessa gátu með bændabrauðin sjálf á fremur einfaldan hátt en það er að hafa aðeins nægilega beittan búrhnif til að skera brauðin með. Ég býst við að þetta séu sömu brauðin sem við er átt og ég held að það séu bara klaufar sem geta þetta ekki og þetta er sjálfsagt hugs- unarleysi. HÖGNI HREKKVÍSI Keramik- verkstœðiö Hulduhólum Mosfeilssveit, er opiö laugardaga, sunnudaga, mánudaga og mióvikudaga, frákl. 1-6. Leirmunir til sýnis og sölu. Steinunn Marteinsdóttir Bændur — Bændur Höfum fyrirliggjandi beizlisvagn með sturtum með eða án skjólborða. Upplýsingar hjá Vagnhöfða 3, Reykjavik. sími 85265 Vörubifreiða- og þungavinnuvélasala Aðalfundur Aðalfundur Sprisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnu- daginn 27. marz n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra við innganginn. Stjórnin Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 29. marz kl. 12 — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 Sala varnarliðseign Húsnæðismálastofnun ú rikislns AUQLÝSIfí LAUSSTAÐA Staða forstöðumanns tæknideildar Húsnæðis- málastofnunar ríkisins er hér með auglýst laus til umsóknar fyrir arkitekta og verkfræðinga. Laun eru í samræmi við launakerfi ríkisstarfs- manna. Stefnt er að því, að ráðning verði miðuð við 1. júní n.k. Umsóknum um starfið skal skila á afgreiðslu blaðsins merkt „Staða forstöðumanns" eða senda stofnuninni í ábyrgðarpósti fyrir 16. apríl næstkomandi. nunteláfmteíúH [-$□ OOr.Xl: imi/ n iíífiwi/ln U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.