Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 „Rauðsokka slær öll fyrri met í nythæð' 1975. „Mestar afurðir voru á svæði Búnaðarsambands S- Þingeyinga þegar mælt var f kílóum, en á svæði Búnaðarsam- bands Eyfirðinga þegar mælt var í mjólkurfitu," segir f frétta- bréfinu. ;" „KÝRIN Rauðsokka til heimilis að Hlíðskógum í Bárðardal hefur slegið öll fyrri met í nythæð. Hún mjólkaði hvorki meira né minnaen 8.363 kg með 3,71% fitu. Aftur á móti var afurðamesta kýrin Rauðka í Árnesi í Aðaldal, hún mjólkaði 7.001 kg með 5,68 % fitu. Það gerði 474 kg af smjöri. en Rauðsokka aftur á móti gaf ekki nema 370 kg af smjöri." Þannig segir í upphafi nýjasta fréttabréfs frá Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins undir fyrir- sögninni „nýtt Islandsmet hjá Rauðsokku á Hlíðskógum". Segir þar ennfremur að hjá nautgripa- ræktardeild Búnaðarfélags íslands hafi verið tekið saman yfirlit um starfsemi nautgripa- ræktarfélaganna á síðastliðnu ári. ' Samtals hafi verið 18.206 reiknaðar árskýr f skýrslum og þær mjólkað að meðaltali 3.580 kg. Var að 66 kg meira en árið Kaldir réttir NEMENDUR f Hótel- og veitinga- skólanum efna í dag til sýningar í Sjómannaskólanum, en slík sýn- ing er orðin árviss viðburður í starfsemi skólans. Sýndar verða borðskreytingar, kaldir réttir, matreiðsluaðferðir og ýmsar veit- ingar verða seldar. Einnig verður happdrætti f gangi á staðnum. Verður kynningin frá 11 í dag til klukkan 19. Keflavík — Njarðvíkur GUÐSÞJÓNUSTA verður í dag kl. 2 síðd. f Keflavikurkirkju. Séra Björn Jónsson prestur á Akranesi prédikar. Sunnudaga- skólinn verður kl. 11 árd. og kvöldvaka verður í kirkjunni kl. 8.30 f kvöld. Þá verður sunnudagaskóli í Innri-Njarðvfkurkirkju kl. 11 árd. f dag og í Stapa sunnudagaskóli kl. 1.30 síðd. Einar Agústsson: Hefur ekki í hyggju að gerast sendiherra TtMINN skýrir frá þvf f gær að Einar Agústsson utanrfkisráð- herra, hafi lýst þvf yfir á fundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins á föstudag, að enginn fótur væri fyrir sögusögnum um að hann væri á förum til Kanada til að taka þar við sendiherrastarfi. „í fyrsta lagi er ekkert sendiráð MTOSf« í Kanada og ekki á döfinni að setja þar neitt sendiráð á fót, og í öðru lagi hef ég engan áhuga á að yfirgefa þatta fagra og góða land, ísland," sagði Einar á fundinum eftir því sem Tfminn skýrir frá. Fyrirlestur um trúarlíf — sálarlíf Dr. med. Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir, flytur í dag fyrirlestur f Norræna húsinu um efnið trtiar- lif — sálarlff. Fer fyrirlesturinn fram á vegum Kristilegs stúdenta- félags og er aðgangur öllum heim- ill. Hefst hann kl. 17.15 i dag, sunnudag. Mikilað- sókn að Morðsögu KVIKMYNDIN Morðsaga hefur nú verið sýnd yfir 50 sinnum í Reykjavík og hefur aðsókn verið mjög góð að sögn Reynis Odds- sonar, kvikmyndatökumanns og framleiðanda myndarinnar, en hann kvaðst vera mjög þakklátur fólki fyrir þann mikla áhuga sem það hefði sýnt málinu með því að sjá kvikmyndina og styrkja um leið og styðja framkvæmdina. Kvað hann Morðsögu sýnda áfram um sinn í Stjörnubiöi, því aðsókn væri ennþá mjög góð þótt mesta álagið virtist gengið yfir. Þó kvast hann hafa orðið var við það að fólk færi tvisvar að sjá myndina. Morðsaga var sýnd i Hafnar- firði í eina viku en upphaflega stóð til að sýna hana aðeins i þrjá daga þar. Morðsaga var frumsýnd í Keflavík í yikunni og er áætlað að sýna hana þar þangað til f kvöld. Þá kvað Reynir mjög marg- ar pantanir hafa borizt utan af landsbyggðinni og kvaðst hann í rauninni hafa þurft fleiri eintök af myndinni, en því miður væru aðeins tvö til á landinu. Snjógöng í Oddsskarði MIKILL snjor hefur verið í Oddsskarfti f vetur og oft erfitt ao komast i milli Eskif Jarðar og Norðfjarðar öðru vfsi en á snjó sleðum. Eins og sjí má af þessari mynd eru snjögöngin beggja vegna vegarins mjög hi og munu þau hafa verið mest 7—8 metrar f vetur. A þessari mynd Hreggviðs Guðgeirssonar er verið að ryðja með snjðblisara. Þórir Odds- son aðstoðar- rannsóknar- lögreglustjóri ÁKVEÐIÐ hefur verið að Þórir Oddsson, aðalfulltrúi við sakadóm Reykjavíkur verði næstæðsti maður Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Mun hann hefja störf þar innan skamms og vinna að skipulagningu þessa nýja embættis ásamt rannsóknarlögreglu- stjóranum Hallvarði Ein- varðssyni. Þá hefur ennfremur verið ákveðið að þau örn Höskuldsson og Erla Jóns- dóttir, fulltrúar við saka- dóm Reykjavíkur hefji störf við Rannsóknarlög- reglu ríkisins síðar. Þá mun einnig stefnt að því að langflestir rannsóknarlög- reglumenn við sakadóm verði starfsmenn hins nýja embættis. Ólafur Jóhannesson: Núverandi stjórn sit- ur út kjörtímabilið ÓLAFUR Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins, flutti yfirlits- ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sl. föstudag. í ræðu sinni vék Ólafur að stjórnarsam- starfinu við Sjálfstæðis- flokkinn og sagði hann m.a.: „Það er hvorki á mfnu valdi né annarra að fullyrða um það, hvort stjórnin situr til endaloka kjör- tímabilsins eða ekki. Þar getur svo margt óvænt skeð. En það get ég sagt, að ég held, að henni end- ist líf út kjörtímabilið og að ekki komi tíl kosninga fyrr en vorið 1978. Ég vona, að mér verði að þeirri trú minni, því að ég sé ekki að annar kostur betri sé fyrir hendi. Ég þori að fullyrða, að framsóknarmenn munu að öðru leyti standa traustan vörð um núverandi stjórnarsamstarf." » ? 4 Tekur FÍ að sér Hornafjarðarflug Varnarliðsins? Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli Flugleiða og Varnarliðsins um flutning á far- þegum og vörum til og frá Horna- firði. Horfur eru á að Varnarliðið hætti mjög bráðlega að starf- rækja þær flugvélar sem það hefur haft í flutningum millj Reykjavfkur og Hornafjarðar. Mál Ingvars Björnssonar og Einars Bollasonar: Dregin til baka og fara fyrir sáttanefnd MÁL þeirra Ingvars Björnssonar og Einars Bollasonar gegn bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, bæjarfull- trúum og fræðsluráði hafa nú verið dregin til baka. Samtals hljóða kröfur þeirra upp á um 80 milljónir króna. Sigurður Helgason, hæsta- réttarlögmaður sem fer með öll málin fyrir stefndu, tjáði Morgun- blaðinu i gær, að Ingvar Björns- son hefði stefnt bæjarstjórn Hafnarfjarðar vegna uppsagnar í starfi og krefðist skaða- og miska- bóta. Sami aðili hefi höfðað meið- yrðamál gegn bæjarfulltrúum vegna ærumeiðinga og hljóðuðu kröfur Ingvars Björnssonar sam- tals upp á rúmlega 40 milljónir. Einnig hefði verið f gangi mál frá Einar Bollasyni og væri þar um sams konar mál að ræða, nema ærumeiðingamálið væri gegn meirihluta fræðsluráðs í Hafnar- firði. Samtals hljóðuðu kröfur Einars upp á um 39 milljónir að sögn Sigurðar Helgasonar. — Ég fékk mál þessi í hendur á þriðjudegi viku áður en greinar- gerðarfrestur átti að vera útrunn- inn en hann var ákveðinn 14 dagar frá þingfestingu, sagði Sig- urður f gær. — Málið var dóm- tekið í Bæjarþingi Hafnarfjarðar þriðjudaginn 22. marz, en ég fór þá fram á hálfs mánaðar frest til að semja greinargerðir f málunum fjórum. Um það var mér synjað af Ingvari Björnssyni. Steingrfmur Gautur Kristjánsson héraðsdómari ákvað því að taka málið til úrskurðar daginn eftir á skrifstofu sinni, eða miðviku- daginn 23. marz. — Benti ég þá viðkomandi á hvort þeir hefðu kannað til hlftar hvort ekki hefði þurft að leggja mál þessi fyrir sáttanefnd. Var niðurstaða mála þessa sú, að Ingvar Björnsson hóf þau öll, þ.e. dró þau til baka. Krafðist ég þess, að málskostnaður yrði greiddur af hendi stefnanda. Það sem næst gerist er væntanlega að mál þessi ganga nú fyrir sáttanefnd og sfðan e.t.v. fyrir bæjarþing á ný, sagði Sigurður Helgason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.