Morgunblaðið - 27.03.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.03.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 3 Rúnar Gunnarsson fyrir framan eina af myndum slnum é sýningunni. „Vil stórar myndir með miklum gæðum” RabbviðRúnar Gunnarsson ljósmyndara Rúnar viS tvœr mynda sinna en myndin sýnir vei Hve stórar myndir Rúnarseru. Ljósmyndir Mbl. áj. Ljósmyndasýningu Rúnars Gunnarssonar I Sólon íslandus I ASalstrnti lýkur I dag, en Rúnar sýnir þar 22 mjög stækkaSar Ijós- myndir úr Grjótaþorpinu og New York. Sýngin hefur veriS fjölsótt. en aSgangur er ókeypis. „Sýningarsalurinn i Sólon island- us er eins og hellir og þessar myndir sem hanga hér uppi eru I rauninni nútlma hellaristur, ekkert annað," sagði Rúnar Gunnarsson Ijósmynd- ari I spjalli okkar um sýningu sýna. — Þessar myndir sem hér eru urðu til þannig að ég ákvað að gera myndaflokk úr Grjótaþorpinu, ekki til þess að sýna, heldur til að vinna með I stækkun. Þegar ég hafði tekið nokkuð mikið af myndum hljóp I mig sú ákvörðun að sýna en sú hugmynd hafði leitað á mig Þegar þessi sýning liggur fyrir þá er það min skoðun að beztu myndirnar, kjarna sýningarinnar, hafi ég tekið áður en ég tók ákvörð- un um að sýna Þegar ég vann aðeins myndanna vegna kom beztur árangur, en hitt finnst mér ef til vill til lýta, ég veit það ekki. Beztu myndirnar að mlnu mati eru þvottur á snúru. skyrtur, stelpa og strákur, veggurinn, bíllinn og mynd- in af Kollu í kringum þessar myndir er sýningin byggð — Allar myndirnar eru brúntón- aðar. — Margar ástæður liggja til þess. Fyrst og fremst til þess að fólk geti upplifað þessar myndir með þvl að sjá eitthvað nýtt Daglega eru svart-hvitar myndir I hundruðu tali I blöðunum Stór brúntónuð mynd dregur fremur athygli fólks til sln, býður fólki nær og að auki verður endingin á myndunum meiri með brúna tóninum. Ég vil að þessar myndir endist Þessar 22 myndir eru stækkaðar mjög mikið, um og yfir metri á kant. Stærð mynda hefur mikið að segja í Morgunblaðinu birtast ef til vill yfir 100 Ijósmyndir á hverjum degi og þegar maður vill vekja athygli á einhverju er væn- legra að halda út fyrir það venju- lega, ella staldrar fólk ekki við Stað- an má ekki vera eins og I kaffibolla sem er orðinn svo fullur að út úr flóir. Sprenging verður að koma til. Ég er þreyttur á þessum litlu mynd- um, vil stórar myndir með miklum gæðum Ef ég hlusta á tónlist vil ég heyra hana vel. Ég vil ekki rugla þvl góða saman við eitthvað annað Framhald ð bls. 31 Blllinn I Grjótaþorpi, ain af myndum Rúnars. Kammersveitin í Hamrahlíðinni Páll Pampichler á æfingu með Kammersveit Reykjavfkur. SEINUSTU tónleikar Kammer- sveitar Reykjavikur á þessum vetri verða haldíiir í dag, sunnudag 27. marz, kl. 16 i sal Menntaskólans við H: mrahlið. Þrjú tónverk eru á hljóm- leikaskránni. Frumflutt verður verk eftir ungt norskt tónskáld, Ketil Særerud, sem hann nefnir „Til- brigði fyrir kammersveit". Verkið er samið sérstaklega fyrir Kammersveit Reykja- vikur en Norræni menningar- málastjóðurinn hefur veitt styrk til greiðslu höfundar- launa. Þá verður fluttur hinn frægi septett Beethovens, opus 20, en I gær, laugardag, 26. marz var 150. ártið tónskáldsins. Siðast en ekki sist verður fluttur strengjakvartett Jóns Leifs, Mors et vita. Verkið samdi Jón Leifs í Þýzkalandi haustið 1939. Stjórnandi á tónleikunum er Páll Pampichler Pálsson. Aðgöngumiðar að tónleikun- um eru seldir við innganginn. vid Miðjarðarhaf fargjöldin og Ódýrasti en jafnframt einn bezti ferðatíminn — þegar aliur gróður er ferskur og hitinn þægilegur. PáskaferS 6. aprfl. 12 dagar. Verðfrá kr. 58.200,- Örfá sæti laus. Vorferð: 1 7. aprll og 8. mal 3 vikur. Verð frá kr. 58.200. - Vorferð 11. mal — 3 vikur. Finnið ilm vorsins I rómantlsku umhverfi ítallu. Verðfrá kr. 63.400. Vorferð 20. mai. 3 vikur. Fá sæti laus Verð frá kr. 62.700.- COSTA DEL SOL LIGNANO - GULLNA STRÖNDIN COSTA BRAVA Ferðaskrífstofan UTSYN Austurstræti 17, sími 26611.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.