Morgunblaðið - 27.03.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.03.1977, Qupperneq 7
MORGUNRLAÐIÐ.SUNNUDAGUR27. MARZ 1977 7 Að lokum föstunnar líður. Skoðum enn mynd úr Píslar- sögunni: Ur borgarhliðunum þokast fylking hinna dauða- dæmdu. Sjálfsagt hafa einnig verið þar þeir tveir, sem kross- festa skyldi með Jesú, nokkur hópur vina hans og annarra. Á bak þeirra, sem krossfesta átti, var að siðvenju bundið þver- tréð af krossi þeirra, megin- tréð var þegar reist á aftöku- staðnum. Þá gerist það, að örmagna af réttarhöldum næturinnar og pyntingum hnígur Jesús niður. Lfkams- þrek hans er þrotið. Foringinn, sem stjórnar her- mönnunum er annast áttu krossfestinguna, á úr vöndu að ráða. Rómverja, sem þarna voru, mátti hann ekki kveðja til að snerta krosstré glæpa- mannsins, og að lögum var honum óheimilt að kveðja til þess mann úr hópi Gyðinga, allra sízt nú þegar páskahátið- in sjálf var i næsta nánd. Liðs- foringinn Iitast um eftir manni, sem hann gæti skipað að taka upp krosstréð, ganga við hlið örmagna bandingjans og bera byrði hans út á Colgata. Þá kemur hann auga á mann, sem eftir útliti að dæma var hvorki Rómverji né Gyðingur. Á bak hans er kross- tréð bundið og göngunni hald- ið áfram. Negrinn og krosstré Krists Hver var þessi maður? Guðspjöll og Postulasagan herma nokkuð um það. Simeon hét maðurinn og var frá Kýrene, en Kýrene var í Norður-Afríku miðja vegu milli Alexandriu og gömlu Karþagoborgar. Alexander mikli hafði á sínum tíma veitt Gyðingum jöfn réttindi og Egyptum i Kýrene. Síðan bjö þar margt Gyðinga og fyrir áhrif þeirra hafði nokkuð inn- fæddra dökkra manna tekið trú þeirra. Að Simeon hafi ver- ið einn þeirra bendir sú stað- reynd, að hann bar viðurnefn- ið Niger, sem þýðir negri. Slík- um manni gat rómverski for- inginn skipað að bera kross- tréð þegar bandinginn örmagnaðist undir byrðinni eftir þá ægilegu nótt, sem hann hafði þolað. Af litarhætti þessa manns gat foringinn ekki ráðið að hann væri Gyðingur að trú, en einnig í skattlöndunum fylgdu Rómverjar föstum reglum. Heimildir greina, að siðar hafi Símeon gerzt kristinn, og nafn- greindir eru synir hans. Hver orðaskipti þeir hafi átt á leiðinni út á Colgata, band- inginn Jesús og ókunni maður- inn, sem bar krosstréð fyrir hann, vitum við ekki. Svartur maður ber byrði hins hvita manns, — hversu oft hefur það ekki gerzt, svo oft og svo átakaniega, að blygð- un mætti vekja okkur kristn- um mönrium og hvitum. Hugs- um um það hve risavaxin vandamál hvíti kynstofninn á við að glíma í samskiptum við svonefndar litaðar þjóðir og enginn veit, hver endir verður á. Við erum að friðþægja fyrir gamlar syndir. Er ekki að ræt- ast hið forna orð Ritningarinn- ar, að Drottinn vitji misgjörða feðranna á niðjunum i þriðja og fjórða lið? Albert Schweitzer kvaðst vera að greiða sinn skerf af þeirri gömlu, gömlu og nýju dkuld þegar hann gaf sitt dýrmæta líf þjónustunni við holdsveiku vesalingana í svörtu Mið- afríku. Hann hafði hlutverka- skipti við Símeon, negrann frá Kýrene, og sneri liknarverki svarta mannsins við Hvíta- Krist á leiðinni til Golgata i þjónustu hvíta mannsins við þá svörtu. í menningarlöndum hvita kynstofnsins og viðar eru negr- ar enn að bera byrði hins hvita manns. Hinn dökki stofn flæð- ir nú yfir vestræna heiminn og krefst réttar síns. Hvernig mun þeim samskiptum ljúka? í vestrænum heimi fjölgar lit- uðum mönnum margfalt meira en hinum hvítu, og mun þá ekki blóðblöndun á komandi árum og öldum valda ófyrir- sjáanlegum hvörfum svo að ýms þau verðmæti, sem beztu og gáfuðustu menn hvita kyn- stofnsins hafa skapað, þurrk- ast út úr menningu framtíðar á jörðu? Glæstar menningaröld- ur hafa áður risið hátt og hnig- ið síðan. Getur það ekki gerzt enn? Væntanlega ekki, en við stöndum andspænis alvöru, sem ekki verður lokað augum fyrir. Biður hér ekki kristindóms- ins mikið verkefni, kristins dóms og kristinnar menning- ar? Ég kann ekki betra ráð til að ljúka þessari sunnudagshug- leiðingu en að grípa til um- mæla mikils brezks predikara og lærdómsmanns, sem ég las nýlega. Hann segir: „Við getum leyft okkur að kalla kristindóminn hin end- anlegu og fullko nu trúar- brögð. Hann er það. En þá þekkjum við bara ekki enn hið endanlega og fullkomna form kristindómsins, því að þá verð- ur hann að fela í sér sannleika, sem til er í öllum trúarbrögð- um. í engum þeirra hefur Guð látið sjálfan sig án vitnis- burðar, en í kristindóminum felst fullkomnun þeirra allra. Ef svo á að verða hlýtur hann að verða eitthvað annað og miklu meira en það,sem við köllum kristindóm i dag, við sem stöndum enn i byrjunar- sporum á frumstigi heims- þróunarinnar. í þeirri mynd sem kristindómurinn á að bera til þess að verða hin endanlegu trúarbrögð, verður að vera rúm fyrir svarta manninn og þann rauða og þann gula einn- ig“ Benda ekki i þessa átt þær sterku líkur sem eru fyrir þvi, að það hafi verið svartur Afrikumaður, Simeon frá Kýrene, sem bar krosstréð fyr- ir Krist á erfiðustu göngunni, þegar hann örmagnaðist á leið- inni til Golgata? Þú er skírður, þú ert fermd- ur, en átt þú meiri hlutdeild i Kristi en svarti maðurinn, sem bar krosstréð fyrir hann? PÓLÝFÓNKÓRINN 20 ára HÁTÍÐAHIJÓM LEIKAR Efnisskrá: A. Vivaldi: Gloria J. Bach: Magnificat F. Poulenc: Gloria Flytjendur: Pólýfónkórinn — Sinfóníuhljómsveit Einsöngvarar: Ann-Marie Connors, sópran, EHsabet Erlingsdóttir, sópran, Sigríður E. Magnúsdóttir, alto, Keith Lewis, tenór, Hjálmar Kjartansson bassi. Alls 200 flytjendur. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson Háskólabtó á skírdag, föstud langa og laugard 7 , 8. og 9 apríl Aðgöngumiðasalan hafin hjá FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN, BÓKA VERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR og HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR. Lauqav 96 MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM TÓNLISTARVIÐBURÐI. abecito of Sweden Stærðir serverslun konunnar fWmXJK Laugavegi19 Reykjavik FRJÁLS VERZLUN EINA ÍSLENZKA VIÐSKIPTABLAÐIÐ - MEST LESNA SÉRRIT Á ÍSLANDI í DAG þjónustustarfi þeirra. Sagt frá í nýjasta tölublaði Frjálsrar verzlun- ar er Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sam- tíðarmaður. í byggðaþætti er sagt frá heimsókn til Dalbtkur, Ólafsfjarðar Hofsós, Sauðárkróks og Siglufjarðar og birtar frásagnir af því sem þar er að gerast I viðskipta- og athafnalifi. Frjáls verzlun birtir reglulega stjórnunarþátt þar sem kynnt eru ýmis málefni sem geta komið stjórn- endum að notum i starfi þeirra, aukíð afköst og auðveldað stjórn- endum og starfsmönnum vinnuna. Frjáls verzlun gefur út sérblöð um viðskiptalönd Islendinga og birtir sérefni með upplýsingum um við- skipti íslendinga við aðrar þjóðir. Greint er frá efnahag, stjórnmálum og ýmsum fleiri þáttum úr þjóðlífi þeirra. Frjáls verzlun segir réglulega frá fyrirtækjum, framleiðslu og merkum tímamótum eða nýjungum í starfi þessara aðila Frjáls verzlun birtir reglulega fjölda auglýsinga sem eru hagnýtar stjórn- endum og vekur athygli á sérstöðu markaðsþátta þar sem lesendum eru kynntar sérvörur. ' Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178 pósthólf 1193. | Rvik. Óska eftir áskrift. | Nafn I- Heimilisfang Sími fyj/i 'ÍS iáskr/ftars/mi 823001 FRJALS VERZLUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.