Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 27. MARZ 1977 ,, Þetta ei eitthvað svo f rjálst >> Wiy ' '¦'¦¦ *-:tf '•¦'•¦'•'¦'¦ *:?:>i:! lild I ildrög þess að ég fór: í það að ferðast um á vélsleðum eru svolítið sérkennileg. Þann- ig er mál með vexti að sem hver annar höfuðborgarbúi fór ég á skíði upp í Bláfjöll eitt sinn. Til mikillar skelfingar komst ég þá að því að maður þurfti að fara upp á fjöll til að fara í biðriuir, en það ætlaði ég mér alls ekki, og mun aldrei ætla mér. Þess vegna ákvað ég aó fá mér vél- sleða til að kynnast fjöllunum betur. Sigurður fékk sér sleða um svipað leyti, en Gylfi átti sleða". Þannig mælti Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur, er við spjölluðum við hann ný- lega um eitt áhugamál hans og tveggja félaga hans, vélsleða- ferðir um óbyggðir Islands, en meðfylgjandi myndir eru úr sumum ferða þeirra. Að sögn Sveins fór hann ásamt þeim Sigurði Björnssyni byggingameistara og Gylfa Matthíassyni verktaka i fyrstu ferðina um páskana 1976, og var þá haldið inn á Hveravelli. „Þessi fyrsta ferð okkar hófst ekki með alltof miklum glæsi- brag. Við lentum i stórhrið á Bláfellshálsi og urðum að grafa okkur niður í snjóinn áður en við urðum þreyttir, en ekkert tjald höfðum við meðferðis. Þar þurftum við svo að dúsa næstu 37 klukkustundirnar, en það eru án efa þær verstu 37 klst. sem ég hef lifað. Það er dálítið kaldhæðnislegt að á meðan við urðum að dúsa þarna, las Jón Helgason prófessor upp úr sög- unni af Reynistaðabræðrum sem urðu úti á Kjalvegi, eða rétt hjá okkur, en á útvarp gát- Sigurður Björnsson kemur upp úr snjó- húsinu sem þeir félag- arnir urðu að grafa sig niður í til að halda Iffi í mikilli stórhríð sem þeir lentu i á Bláfells- hálsi. um við hlýtt meðan dvalið var í þessu snjóhúsi. Ekki þótti okk- ur þessi lestur sérlega upplifg- andi, og það á föstudaginn langa. Á laugardaginn kom svo heimsins bezta veður, sólskin, logn og heiðríkja. Þá heldum við inn að Hvitárvatni, að Karlsdráttum en þangað er ein- ungis fært á sumri á hestum,. Ókum við síðan inn með Jarl- hettum, hvar við rákumst á fót- spor, og vestur að Hagavatni, en þarna er alveg einstök leið til að ferðast um á vélsleðum. Kennileiti í landslaginu minna mann jafnvel á Alpana. Seinna, eða í maí, fórum við i himnesku veðri upp hjá Gull- kistu ofan við Laugardal og inn að Hagavatni. Þaðan lá leið okkar norðan við Hlöðufell upp á Langjökul, Geitlanedsjökul og Skjaldbreið. Fórum við um þetta- svæði allt á 12 timum í himnesku veðri. Var þetta ferðalag alveg stórkostlegt, og landslagið skemmtilegt, en þarna sáum við einnig sólar- upprás kl. 3.30 aö morgni yfir Langjökulinn. Nú fyrir stuttu fórum við upp á Ok, Prestahnúk, um Kaldadal Við Karlsdrátt hjá Hvitárvatni f fyrstu ferð félaganna. Engu vélknúnu farartæki er fært þarna að um sumar. (Ljósm. Sig- urður Björnsson) VERZLUNARINNRÉTTINGAR Tilboð óskast í glæsilegar verzlunarinnréttingar. Til sýnis í Bankastræti 1 4 (áður Tízkuverzlunin Helena). Upplýsingar gefur Sigmar Ármannsson lögfr. Símar 28666 & 35587. Heildverzlun — Innlausnir Þekkt heildverzlun tekur að sér að leysa inn vörur, fyrir traust fyrirtæki, í banka og tolli gegn greiðslu í víxlum. Tilboð sendist blaðinu merkt „Hagnaður beggja : 2032". ¦"¦^—27500 Opiðídag kl. 2—4 Háteigsvegur sérhæð 135 fm. efri hæð ásamt 90 fm. risi og stórurr bílskúr. Glæsileg eign. Óðinsgata 3ja herb. og ris. 80 fm. 3ja herb. íbúð í timburhúsi ásamt 3 herb. í risi. Nýstandsett. Gott verð. 2ja herbergja íbúðir Höfum á skrá úrval 2ja herb. íbúða víðsvegar i Reykjavík. Ar S AL= Fasteignaviðskipti Bankastræti 6, III. hæð. Sími 27500. Björgvin Sigurðsson, hrl. Þorsteinn Þorsteinsson. heimasími 75893. Hafnarfjörður Til sölu m.a.: Suðurgata 6 herb. járnvarið timburhús i góðu ástandi. Verð kr. 7.5 millj. Útb. kr. 4.5 — 5 millj. Merkurgata 3ja herb. risíbúð i timburhúsi i göðu standi á fallegum útsýnis- stað. Verð kr. 5 millj. Lækjarkinn 4ra herb. góð íbúð á neðri hæð i tvibýlishúsi. Bilgeymsla. Verð kr. 8.5—9 millj. Hraunkambur 3ja herb íbúð á neðri hæð i tvíbýlishúsi. Sér inngangur, sér hiti. Verð kr. 6,8 — 7 millj. Árnl Gunnlaugsson. hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirði, simi 50764

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.