Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLABIÐ.SUNNUDAGUR27. MARZ 1977
13
mi;mm;$mm®í
í einni ferð þeirra Sveins Torfa, Sigurðar
og Gylfa, þegar áð var einhvers staSar
austan SkjaldbreiSs.
Mjög gott vélsleSafæri er á Oki aS sögn Sveins Torfa.
Nýtur SigurSur þess hér og leikur listir á vélsleSa sinum.
og Þórisskarð. Get ég mælt með
ferð á Ok viö hvern sem er,
hvort sem er gangandi eða á
vélsleðum. Þar er mjög gott vél-
sleðafæri í gígskálinni á suður-
hliðinni. Þar var einnig svo
mikið logn að við elduðum mat
á bensínprímus á toppi Oks án
nokkurs skjóls.
I lok febrúar fórum við svo
Sprengisandsleið. Urðum við að
fara á vörubíl upp að Sigöldu.
Þaðan urðum við svo að aka á
vélsleðum á þjóðvegunum, því
utan þeirra var enginn snjór
fyrr en komið var norður í Nýja
Jökuldal, en þar gistum við i
skála. Er þar skáli frábær. I
honum er frábærlega vel séð
fyrir öllum hlutum, og ölluin
útbúnaði hagað af kostgæfni.
Daginn eftir komum við i Sand-
búðir, en vart þarf að taka fram
þá gestrisni sem við urðum að-
njótandi þar, því hún er lands-
fræg. Héldum við þaðan norður
I Eyjafjörð og var ferðin ósköp
tilþrifalítil. Okum við á vélsleð-
um alveg að flugstöðvarbygg-
ingunni, og flugum til Reykja-
vikur en sleðarnir komu á eft-
ir". Að sögn Sveins sáu þeir
alltaf mikið af smáfugli á ferð-
um sinum, og undruðust þeir
félagar hvernig fuglinn kæmist
af þar efra.
Sveinn tjáði okkur að mikils-
vert væri að fara vel útbúinn í
vélsleðaferðir upp i óbyggðir.
„I fyrsta lagi er nauðsynlegt að
a.m.k. þrir ferðist saman I einu,
ef eitthvað skyldi koma fyrir.
Þá er nauðsynlegt að hafa góð-
an kompás, skóflur til að grafa
snjóhús, apótek og varabirgðir
af bensini. Þá er nauðsynlegt
að vera klæddur sérstökum vél-
sleðagöllum, en þeir beztu eru
sennilega framleiddir hérlend-
is eða á Hellu, þó svo að minn
sé amerískur. Loks er afar
nauðsynlegt að menn séu með
öryggishjálma á höfði. i ferð-
inni yfir Sprengisand bjargaði
einn slikur lífi minu, en ég
slapp með heilahristing úr
óhappi er henti þar."
„Mig langar að koma inn á
eitt atriði, þaó er aðstaða til
vélsleðaferða í óbyggðum. Hér
er um að ræða tegund útivistar
sem býður upp á marga mögu-
leika, en ekkert er þó gert fyrir.
Ætli við greiðum ekki um 9
krónur á hvern kílómetra í
rikissjóð af benzíninu, svo ekki
sé talað um allan þann toll sem
greiddur er í verði hvers vél-
sleða. En á móti er ekkert gert
fyrir okkur, en ekki þætti okk-
ur neitt að þvi þótt Vegagerðin
sendi t.d. snjótroðara í að troða
nokkrar leiðir eftir Langjökli
til Hveravella. Með tilkomu
troðinna brauta væri hægt að
komast hraðar yfir fyrir minna
bensín."
Aðspurður sagði Sveinn að
það skemmtilegasta við þessar
ferðir væri að með þessum
hætti lærðu menn sennilega
bezt að þekkja landið sitt. Ekið
væri bar beint af augum, næst-
um óhindrað, og fjöll, dalir og
önnur undur náttúrunnar skoð-
uð. „Þá fylgir þessu einhver
hálf ólýsanlegur frjálsleiki sem
erfitt er að útskýra. Þetta er
eitthvað svo frjálst."
— ágás.
Elli- og
Hjúkrunarheimilið Grund
Ýmisskonar handavinna til sölu á góðu verði í
föndursal (gengið inn frá Brávallagötu) og inni í
setustofunni 2. hæð alla virka daga nema
laugardaga kl. 1 3 — 16.
SUÐURNESJAMENN
GARÐBÚAR
STARFSFÓLK FLUGLEIÐA KEFLAVÍKUR-
FLUGVELLI
Innilegar þakkir fyrir rausnarlegar gjafir og aðstoð við að
endurreisa heimili okkar, sem brann þann 31. janúar s.l.
Guð launi ykkur öllum. Unnurog Magnús,
Bræðraborg, Garði.
27650
Gaukshólar 60 fm
vönduð 2ja herb. !búð á 1. hæð.
Flisalagt bað. Mikið skáparými.
Vönduð teppi. Verð 6.5 millj.
Útborgun 4.5 milljónir.
Krummahólar 55 fm
2ja herb. ibúð á 2. hæð. Mikil
sameign. m.a. bilageymsla og
frystiklefar. Verð 6.2 millj.
Útborgun 4.2 milljónir.
Ásvallagata
3ja herb. íbúð á 3. hæð. Ný
eldhúsinnrétting. Flisalagt bað.
Verð 8.5 millj. Útb. 5.5 millj.
Oúfnahólar 90 fm.
3ja herb. endaíbúð á 3. (efstu
hæð) ásamt bilskúrsplötu á lóð.
Furuinnrétting. Rýja teppi. Mikið
útsýni. Verð 8.5 millj. Útborgun
6.2 millj.
Maríubakki 90 fm.
óvenju falleg og glæsileg 3ja
herb. ibúð á 2. hæð fbúðinni
fylgir tómstundaherbergi á jarð-
hæð. Sér þvottahús og búr innaf
eldhúsi. Flisalagt bað. Vandaðir
miklir skápar. Vönduð eldhús-
innrétting og tæki. Ullarteppi.
Verð 8.5 millj. Útborgun 6.5
millj.
K rum mahólar 100 f m.
falleg 4ra herb. íbúð á 1. hæð.
Flisalagt bað. Búr innaf eldhúsi.
Teppi á allri ibúðinni. Verð 10
millj. útborgun 6.5 — 7 millj.
Vesturberg lOOfm
4ra herb. ibúð í Einhamarsblokk.
Mjög rúmgott eldhús. Flisalagt
bað með þvottavélaaðstöðu.
Stórir og vandaðir skápar. Sam-
eign fullfrágengin. Verð 10.5
millj. Útb. 7 millj.
Holtsgata 107 fm.
3ja — 4ra herb. ibúð á 1. hæð í
nýlegu húsi. Vönduð teppi.
Rúmgóð svefnherbergi. Verð
9.8 millj. Útb. 6.8 millj.
Arahólar 1 08 fm
4ra herb. ibúð á 5. hæð. íbúð og
sameign fullfrágengin. Mikið út-
sýni. Verð 1 0 millj. Útb. 7 millj.
Langabrekka 100 f m.
efri hæð i tvíbýlishúsi. ásamt
góðum bílskúr. Ræktuð lóð.
Verð 10,5 millj. útb. 7 millj.
Álmholt Mos. 143 fm.
5 — 6 herb. ibúð, ásamt tvö-
földum bilskúr. Afhendist tilbúin
undir tréverk og málningu um
mitt sumar. Seljandi bíður eftir
veðdeildarláni. Teikningar á
skrifstofunni. Verð 10.5 millj.
Arnartangi, Mos 100 fm.
raðhús (Viðlagasjóðshús) Eignin
skiptist i þrjú svefnherbergi,
stórar stofu, eldhús, gestasnyrt-
ingu bað m. sauna, sér kæliklefa
og geymslu. Ræktuð lóð. Skipti
möguleg á 2ja — 3ja herb.
ibúð. Verð 10,5 millj.
Heiðvangur 121 fm.
einbýlishús (viðlagasjóðshús)
Ræktuð lóð. Bílskúrsréttur. Verð
1 5,5 millj. Útborgun 9 millj.
Opiðídagkl. 1 — 3.
Al'CLYSrNGASIMINN ER
22480
JW^tSjunbUitiiv
^
28611 28611 28611 28611
Átfaskeið Hf.
2ja herb. 60 fm. ibúð á 3. hæð
(efstu). Verð 6.5 millj. Útb. 4.5
millj.
Dalaland
2ja herb. 55 fm. stórglæsileg
ibúð á jarðhæð. Öll sameign frá-
gengin.
Miklabraut
3ja herb. ibúð i kjallara. Allar
innréttingar mjög þokkalegar.
Verð 6.5 til 7 millj. Útb. 4.5 til 5
millj.
Rofabær
3ja herb. 90 fm íbúð á jarðhæð.
Verð 8.5 millj. Útb. 5.8 millj.
Leifsgata
4ra herb. 100 fm. íbúð á 2. hæð
i fjórbýli. Að hluta ný standsett.
Verð 10 millj. Útb. 6.5 til 7
millj.
Kirkjuteigur
140 fm. neðri sér hæð í þribýlis-
húsi með bilskúr. 3 svefnherb. 2
saml. stofur. Verð 16 millj. Útb.
1 1 millj
Vesturberg
4ra herb. 100 fm. ibúð á 2.
hæð. Mjög góðar innréttingar.
Flúðasel
fokhelt raðhús á þremur hæðum
býðst í skiptum fyrir góða 2ja
eða 3ja herb. íbúð. Verð 8.5
millj.
28611
Fasteignasalan
Bankastræti 6
Hús og eignir
simi 2861 1,
Lúðvík Gizurarson hrl.,
kvöldsimi 1 7677