Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ,SUNNUDAGUR27. MARZ 1977 15 16. alþjóðlegi leikhúsdagurinn: Avarp 1977 Það er alkunna að leikhúsið varð fyrst til að bera reisn mannsins vitni, og það er vitnis- burður sem verður að fá að berjast gegn ofbeldi og kúgun í viðleitni sinni til að skilja og var-a við, án þess að þurfa að sæta forskriftum. Það er alkunna að leikhúsið varð fyrst allra lista til að skynja og orða samviskuspurn- ingar, skilja hvaðan þær spruttu og hvað rak þær áfram; og í andbyr og mótlæti staðfesti leikhúsið tilvist mannlegrar skynsemi, færði heiminum jafnvægi. Það er alkunna að leikhúsið kenndi manninum að horfast opinskátt i augu við sjálfan sig og grandskoða sig, standa frammi fyrir sekt sinni og axla ábyrgð sína á sjálfum sér; það kenndi honum að íhuga hvað hann gæti orðið og stefna að því, í stað þess að beygja sig fyrir takmörkunum sem honum hafði verið kennt að játast und- ir. Með hjálp tilfinningakenndi það honum að skilja jafnréttið, og það að hver einasti maður er heill heimur útaf fyrir sig. „Mér er hugsað til hávaðans, endurhljómsins, hinnar þrungnu eftirvæntingar áður en tjaldið rís, eftirvæntingar sem bókstaflega knýt sýning- una með viljakrafti sínum til að hefjast. Mér er hugsað til þess- ara hversdagslegu atvika — hvískurs, skugga, augnatillits — sem okkur virðast smávægi- leg en geta á sviðinu hafist í yfirþyrmandi stærð, gerst þrungin af leikrænni merk- ingu. í einni spurningu koma sam- an greind, tilfinninganæmi, andi. Þegar hennar er spurt op- inberast sannleikurinn og vegg- irnir, sem skilja áhorfanda frá áhorfanda og áhorfendur frá sviðinu, hrynja. Þess í stað skapast einhugur; hárfínn vef- ur er spunninn sem sameinar menn og þjóðir þeirra. í þessari spurningu vitum við að við er- um fremur tengd sameiginleg- um hættum og vonum en sundr- uð af ágreiningsvanda alls mannkyns. i þessari einu spurningu skilst okkur að við tilheyrum heimi sem er lögð ábyrgð samvinnunnar á herðar. i þessari einu spurningu skilj- um við að við megum ekki leng- ur láta stjórna okkur, eiga okk- ur, traðka á okkur. Við skiljum, erum þátttakendur, leikum. Við erum við sjálf til fullnustu. Nú, rétt eins og fyrir þúsund árum. Og þetta eru forréttindi. For- réttindi sem leikhúsið á sameig- inleg með öðrum tungumálum listanna, tungumálum innsæis sem geta komið orðum að þeim sýnum sem bera í sér framfarir, smíða býr. Forréttindi sem gera fólki kleift að opna sig öðrum og deila með þeim draumum um betri og réttlátari heim. Þetta er ógnvekjandi ábyrgð: sem leikhúsfólk og manneskjur erum við í fararbroddi. Það er þess vegna sem þeir bíða, leik- arinn og áhorfandinn, spenntir og eftirvæntingarfullir, eftir því að tjaldið rísi, að spurning- unni sé varpað fram. Radu Beligan (Sverris Hólmarsson þýddi) Völundar gluggar vandaðir gluggar Vandaðir gluggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. í dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hljóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum i, sem síðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verður ekki viðkomið mælum við með gluggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. í sérstökum tilfellum smfðum við einnig glugga eftir sérteikningum. Timburverzlunin Volundur hí. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.